Helgarpósturinn - 06.02.1986, Page 28

Helgarpósturinn - 06.02.1986, Page 28
■■■■■■■■■■ eftir Jóhönnu Sveinsdóttur mynd Jim Smart OFIING TIL AÐ FARA í FANGELSI er niðurstaðan í máli Elísabetar Ragnarsdóttur þótt því sé engan veginn lokið /tölubladi HP 23. janúar sl. birtist vidtal viö 15 ára stúlku, Elísabetu Ragnarsdóttur, sem haföi veriö úr- skuröuö til tveggja daga hegningar- húsvistar eöa þúsund króna sektar fyrir aö hafa reynt, undir lögaldri, aö komast inn á skemmtistaðinn Sigtún. Greiddi hún ekki sektina fyr- ir tilskilinn tíma fékk hún sem vara- refsingu aö mœta í Hegningarhús- inu í Reykjavík þann 31. janúar. Elísabet greindi yfirvöldum frá því aö þar sem hún vœri nemi heföi hún enga peninga til umráöa til að greiöa sektina ogþví neyddist hún til aö mæta til afplánunar. Mörgum hefur runniö til rifja að þaö skuli vera komið fram viö 15 ára ungling sem sakamann. Vitað er aö hundruö ef ekki þúsundir unglinga undir lögaldri reyna aö komast inn á skemmtistaöi um hverja helgi. Peir sem eru gripnir sleppa langflestir meö áminningu. Mál Elísabetar fór aftur á móti fyrir Sakadóm. Pá vaknar ekki síst sú spurning hvers vegna allir eru ekki látnir sœta sömu málsmeðferö. Blaöiö fylgdist meö framvindu þessa máls og haföi samband viö móöur Elísabetar, Kristínu Waage, svo og þá Bjarka Elíasson, yfirlög- regluþjón og Hjört Aöalsteinsson fulltrúa hjá Sakadómi Reykjavíkur. Allir eiga að fá sömu málsmeðferð „Fyrir síðustu mánaðamót, áður en til afplánunar kom, hafði fulltrúi lögregiunnar í Reykjavík samband við mig og sagði að dóttir mín þyrfti ekki að mæta í Hegningarhúsinu þann 31. janúar," sagði Kristín Waage. ,,Ég reyndi að útskýra fyrir fulltrúanum að við værum afar ó- ánægð með að allir skuli ekki fá sömu málsmeðferð. í samtali okkar kom fram að verið, væri að afturkalla hegningarhús- kvaðninguna. Ég benti þá fuiltrúan- um á aðbarnið sæti uppi með skrif- iega kvaðningu og ég færi ekki að flytja henni munnieg skilaboð. Hún yrði að fá afturköllunina skriflega. Hún var svo boðsend um kvöldið ásamt fyrirmælum um að Elísabet kæmi og greiddi sektina í ákveðnu herbergi eigi síðar en 15. febrúar. Væri það ekki gert yrði málið sent til borgarfógetaembættisins með' beiðni um aðför. Eigi Elísabet ekki þúsundkallinn til að greiða sektina veit ég ekki hvort verður reynt að taka fjárnám hjá henni. Þetta bréf frá lögreglustjóraemb- ættinu er náttúrulega skrifað í kansellístíl með tilheyrandi þéring- um og uppskrúfuðu orðalagi sem er fyrirmunað að nokkurt barn skilji. Þar segir heldur ekki orð um að hægt sé að semja um greiðslufrest ef maður er blankur. Það kom að vísu fram munnlega í samtalinu við full- trúann. í bréfinu er heldur ekki get- ið um að hægt sé að ræða málið við nokkurn mann. Þarna mætir þú bara Valdhöfum með stórum staf.“ Fjárnám á Duran Duran plakötum? — Hver voru viöbrögö Elísabetar? „Strax næsta dag hringdi hún í þennan lögreglufulltrúa og spurði hann hvað þetta orðalag „beiðni um aðför" þýddi, af hún greiddi ekki sektina. Hann kvað það sama og fjárnám. Dóttir mín spurði þá hvort ætti að taka hjá sér fjárnám og full- trúinn kvað svo vera. Elísabet hafði áður sagt við okkur að það væri víst fátt hægt að taka, varla litist þeim nógu vel á Duran Duran plaköt og 28 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.