Helgarpósturinn - 06.02.1986, Qupperneq 29

Helgarpósturinn - 06.02.1986, Qupperneq 29
Mistök að senda Elísabetu bréfið Bjarki Elíasson lögreglufulltrúi sagði að flest mál af þessum toga væru þannig til komin að fólk hefði falsað skilríki með einhverjum hætti. „Síðan þegar um hefur verið að ræða minni háttar misnotkun, þ.e. ófölsuð skilríki en í annarra eigu, hefur verið mildar tekið á mál- unum." — Eru svona hegningarkvadning- ar einungis strákslegar hótanir? „Þær hafa ævinlega verið neyðar- úrræði eftir því sem ég þekki best til. Síðan kemur oft til fjárnáms í slíkum málum og það hefur í flest- um tilfellum orðið til þess að inn- heimta sektina. Það er farsælli leið heldur en hitt. Síðan eru alltaf ein- hverjir sem taka að sér að verða hálfgerðir píslarvottar, vilja helst láta setja sig inn. En þegar upphæð- in er ekki hærri en í þessu tilfelli finnst mér að foreldrar ættu að borga hana fremur en að láta barnið sitja inni, nema þá eitthvað sérstakt búi að baki.“ Hjörtur Adalsteinsson fulltrúi hjá Sakadómi Reykjavíkur sagði að þarna hefði Elísabet gerst brotleg við 157. grein hegningarlaga. Refs- ing við slíku broti gæti numið allt að sex mánaða fangelsisvist. í þessu til- viki hefði verið beitt algjörri lág- marksrefsingu. Á síðasta ári hefðu ■ þrír dómar verið felldir í slíkum mál- um og sjö dómssáttir gerðar. En hvers vegna var hegningar- húskvaðningin afturkölluð og þar með ekki látið reyna á hvort Elisa- bet stæði við sinn hluta dómssáttar með því að taka út vararefsinguna? Lögfróðir menn innan lögreglu „Bréfin eru náttúrulega skrifuð I kansellístí! með tilheyrandi þéringum og orðalagi sem fyrirmunað er að nokkurt barn skilji. Hvað merkir t.d. „beiðni um aðför"?" móðir Elísabetar, Kristín Waage. barnabækur. Signý sagði síðan að ef ekkert væri hægt að taka yrði þetta árangurslaust fjárnám svokallað, en hún útskýrði ekkert nánar hvað það merkti eða hvaða afleiðingar það gæti haft. Elísabet er því engu nær. Elísabet sagðist þá ekki skilja þessa málsmeðferð, sagðist hafa undirritað skriflegan sáttmála við yfirvöld um að annað hvort borgaði hún þúsund króna sekt eða færi í fangelsi. Hún fékk enga skýringu á hvers vegna þessu var breytt. Mig grunar aftur á móti að árang- urslaust fjárnám sé það sama og að vera lýstur gjaldþrota og þar með kominn á vanskilalista. Ef til vill get- ur það firrt hana möguleikum á að fá námslán í náinni framtíð. Það sem mér finnst alvarlegast er að dómskerfið er að fjalla um mál einstaklinga og afgreiðsla þeirra getur haft afdrifaríkar afleiðingar. Mér finnst það alvarlegt mál að barn skuli vera meðhöndlað eins og stórglæpamaður. Sem foreldri og uppalandi finnst mér býsna erfitt að skýra ákveðna hluti út fyrir barni, t.d. það að menntamálaráðherra skuli reka mann á ólöglegan hátt. Hvað gerist ef viðkomandi fer í mál? Hugsanlega fær hinn brottrekni dæmdar bætur. En ég veit ekki bet- ur en að ríkissjóður, þ.e. almennir skattgreiðendur, borgi þær bætur. Varla fer Sverrir Hermannsson á sakaskrá. í þessu máli er aftur á móti grát- legast að börn skuli eiga hlut að máli. Ef þetta á að vera leið yfir- valda til að koma í veg fyrir að börn fari inn á veitingahús er sú leið tómt kák og vitleysa sem ég sé engan til- gang í, og ber vott um algjört úr- ræðaleysi. Það birtist á fleiri stöðum eins og þegar yfirvöld loka veitinga- húsum af því að fíkniefnaneytandi hefur sést þar inni. Ég veit ekki hvernig veitingahúsaeigendur eiga að fara að greina þá frá öðrum gest- um. Ég hef unnið hjá SÁA til margra ára og ekki mundi ég treysta mér til þess. Mér finnst líka dálítið merkilegt að ekkert skuli vera til sem heitir áminning, að það skipti engu máli hvort maður er gripinn í fyrsta skipti. Nei, sakamaður skaltu vera. Og til hvers er svo að senda fólki hegningarhúskvaðningar sem yfir- völd eru ekki fær um að standa við? Ég spurði líka lögreglufulltrúann hvort bæri að líta á slíkar kvaðning- ar sem strákslegar hótanir ef maður ætti ekki að taka þær bókstaflega. Hann sagði að þær skyldi taka bók- staflega," sagði Kristín Waage móðir Elísabetar Ragnarsdóttur. sögðu í samtölum við blaðið að það hefðu verið mistök að senda Elísa- betu bréf þar sem hegningarhúsvist væri vararefsing. Ástæðan er sú að þótt einstaklingar verði sakhæfir fimmtán ára hefur það verið óskrif- uð hefð að stinga þeim ekki inn í hegningarhús fyrr en þeir væru a.m.k. 16 ára. Þar höfum við það! En málinu er samt ekki lokið og spurningin er sú hvað gerist þann 15. febrúar eigi Elísabet ekki þús- undkallinn til að greiða sektina. „Af prinsípástæðum finnst mér rangt af okkur, foreldrum hennar, að blanda okkur í málið með því að greiða sektina" segir Kristín Waage, móðir Elísabetar. „Dómskerfið hef- ur meðhöndlað hana sem sjálfstæð- an einstakling og samkvæmt plögg- um hins opinbera er ekki til þess ætlast að við höfum afskipti af þessu. Auðvitað má segja sem svo að Elísabet hafi framið lögbrot. En það er ekki aðalatriðið heldur að allir þeir sem gerast brotlegir við lögin séu jafnir, fái sömu málsmeðferð, að þar sé ekkert handahóf látið ráða.“ 3 w »1 7* d i.. - í ; .í. . > ~ ■ ' .x ? í tilefni 100 ára afmælis Landsbankans á þessu ári hefur stjóm bankans ákveðið að gera sparifjáreigendum freistandi afmælistilboð: 100 ára afmælisreikningurinn er verðtryggður innlánsreikningur sem gefur 7,25% ársvexti umfram vísitölu og er aðeins bundinn í 15 mánuði. Petta er tilboð sem allir peningamenn getamæltmeð. l Landsbanki Islands Banki allra landsmanna LÖGKEGLUSTJÓRINN f REYK.JAVlK Hvcríisgötu 115 Sími 10200 Reykjavík, 1 *« • - ■■ Meö dómwáit í sakadémi Rcykjavfitur ó . í? ..; sarnþykktuö }>ér að gre.iða í sckt kr.' 1 • ö 0 0 "og í milskostnað kr. , samtals kr. , eigi síðar cn t>. .1...;. ■; v- . Vararc£*iiij> var ákvcðin varðhakl í * daga. Þar scm gnnðsla hcfuv ekki tximi. cr yður hér mcð gevt að mæta 1 Hegningarhásinu, Skóla- Yörðixítlg 9, daginn ' kk ' ' til grtífida vararcfsingu. *es< jiar ög j>ú uð afplina fyrr- 1 LOGREGL.USTJÖBIMN I reykjavik - T? »lv*rri*4<iwi 155 - Sími 10200 awykjavf'.t, 29. .janáwr 19^6. dímösátt í sakarlðmi. Keykjaví'tt.ur 6. desr.mbov 19&5 «um|yykktuð að groAða í aekt kr» 1000,— fsíðar en .5* j&xiöar I . Varare rsing var ákveð.tn varð- hald f 2 ftaga, Yður er hér með {jort að l.jdka groá ðs.iu þessari f. ak.rii'etofu 'ln.lnni, Hverfisg-öfcu 115, herb, nr. 109 5 J, hmð, níí þe«ja.r og eigi sfðar »n 1.5* íebrðar n,k, Verð.i oku.Vciin oig.i gre.Vdd imian oi'angxeín.d» froets 8iun ki-aí'fin sond y ftrborg-ar fðgefcanum í Koykjav.fk með beiðní um aðfíix', Br4f embmttisins t.l.X yðar, dags, t-», et' h<?r moð ai' turkaiiað. HELGARPÓSTURINN 29

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.