Helgarpósturinn - 06.02.1986, Síða 34

Helgarpósturinn - 06.02.1986, Síða 34
LEIKUST Uppgjöf í öngstrœti Pjóöleikhúsid: Úpphitun eftir Birgi Engilberts. Leikstjóri: Pórhallur Sigurösson. Danshöfundur: Nanna Ólafsdóttir. Leikmynd og búningar: Sigurjón Jóhannsson. Lýsing: Páll Ragnarsson. Tónlist: Gunnar Póröarson. Leikendur: Kristbjörg Kjeld, Póra Fridriks- dóttir, Helga E. Jónsdóttir, Guörún Þ. Stephensen, Bryndís Pétursdóttir, Tinna Gunnlaugsdóttir, Sigrún Guömundsdóttir, Klara Gísladóttir, Sigurveig Jónsdóttir, Guörún Póröardóttir, Katrín Hall, Helena Jónsdóttir, Lára Stefánsdóttir, Ásta Henriksdóttir, Birgitta Heide o.fl. Sýningartími: 2‘A klst. Fyrir löngu var kominn tími á Þjóðleikhús- ið að frumsýna nýtt íslenskt leikrit. Ein- hverra hluta vegna hefur þeim þætti í starf- semi leikhúss þjóðarinnar ekki verið sinnt sem skyldi hin síðustu misseri. Vonandi að það merki verði reist af myndarbrag. Eftir Birgi Engilberts voru sýndir nokkrir einþáttungar á árunum frá 1966 og fram til 1972 og þeir ásamt fleirum gefnir út á bók. Síðan heyrðist ekki frá honum á þessu sviði þar til 1982 að út komu Andvökuskýrslurnar, þrjár sögur. í þessum sögum, sem eru nokk- uð skyldar að aðferð og inntaki, birtist myrk lífssýn blandin óhugnaði mannlegrar eymd- ar þess fólks sem lífið hefur hrakið út á ystu nöf og virðist engra kosta eiga völ. Lífssýnin í Upphitun er um margt svipuð og var í Andvökuskýrslunum, en munurinn er þó sá að í leikritinu er slegið á fleiri og fjöl- þættari strengi mannlífsins og stigmögnun óhugnaðar er þar ekki eins einhliða og ákveðin. Leikritið fjallar um ósigur og upp- gjöf, brostnar vonir og drauma sem snúist hafa í martröð. Sagan sem þarna er sögð fjall- ar um unga ballerínu sem skaðast á fæti og verður ekki góð aftur svo að á endanum verður hún að gefa dansinn uppá bátinn. Það stríð og sálarkreppa leiðir hana inn í vítahring lyfja og læknismeðferðar sem hún festist í og megnar ekki að brjótast út úr, ef til vill vegna þess að hún hefur ekki sálar- styrk til þess að horfast í augu við örlög sín. Það virðist svo mega rekja til ofurumhyggju móður stúlkunnar. Annars er svolítið erfitt að átta sig á sálfræðinni að baki verkinu, eða a.m.k. að fá hana til að ganga upp, þó svo að sagan sjálf sé ágætlega byggð upp. Leikritið hefst á því að tvær miðaldra syst- ur eru að taka til í kjallara húss móður sinnar sem er nýdáin, en hann er yfirfullur af gömlu drasli. Önnur systirin er hress og skelegg í til- tektinni en hin er annars hugar og fljótlega kemur í ljós að hún lætur sig þessa tiltekt litlu skipta og að henni hrannast minningar. Hin systirin hverfur að mestu úr sögunni og kjall- arinn leysist upp í svið minninga Þóreyjar, hinnar fyrrverandi tilvonandi ballerínu. Allt umhverfist á sviðinu í frábærlega hugsaðri og útfærðri sviðshönnun Sigurjóns Jóhanns- sonar. Móðirin, læknirinn og ekki síst stall- systurnar í ballettflokknum stíga fram á svið- ið þar sem birtast atvik úr fortíðinni fljótandi saman við nútíð Þóreyjar. Örlög hennar eru rakin í svipmyndum sem hrannast fram hver á fætur annarri. Efnisinntak sögu hennar er þó ekki meira en svo, að þrátt fyrir mörg ákaflega vel gerð atriði bætist lítið við sög- una eftir hlé, allt sem skiptir máli er þá kom- ið fram. Annað sem telja má galla á verkinu eru nokkur óhóflega löng eintöl, samþjöppuð og merkingarþrungin, hlaðin sterkum lýsingarorðum, sem vildu bögglast nokkuð fyrir leikendum. En það er ýmislegt annað sem gerir þessa sýningu með betri sýningum Þjóðleikhúss- ins í seinni tíð. Sviðsútfærsla Þórhalls Sigurðssonar er ákaflega hugmyndarík og úr flestum atrið- um er mjög vel unnið. Þar skiptir sviðsmynd- in verulegu máli eins og áður er getið og eins er lýsingin mjög virk, en ekki síst kemur dansflokkurinn þar við sögu og á drjúgan hlut í heildarmyndinni. Öllu þessu teflir Þór- hallur saman af nákvæmni og öryggi sem eflir trú manns á listamenn Þjóðleikhússins. Kristbjörg Kjeld á frábæran leik í hlutverki Þóreyjar. Sýnir hún á magnaðan hátt eymd og örvæntingu manneskju sem hrakist hefur í sálrænt öngstræti og er komin þar að vegg sem hún kemst ekki yfir. Kristbjörg skapaði magnaða og eftirminnilega persónu á svið- inu. Hina systurina lék Þóra Friðriksdóttir og bjó til hressilega mynd af atorkusamri og vel- megandi miðaldra konu sem ekkert er að tvínóna við hlutina — fullkomin andstæða Þóreyjar, en fremur einhliða persóna frá hendi höfundar og því ekki virkt mótvægi við hana, enda hverfur hún næstum úr verk- inu eftir upphafið, þó hún komi aðeins við sögu rétt í lokin. Svipaða sögu er að segja um móðurina, lækninn og danskennarann, þær verða aldrei annað en baksviðspersónur, þrátt fyrir að þeim Helgu, Guðrúnu og Bryndísi takist að gera úr þeim skýrar og stundum sterkar myndir. Tinna Gunnlaugsdóttir brá sér í dansflokk- inn og gerði sér ágætan mat úr hlutverki Evu, keppinautar Þóreyjar. Sigrún Guð- mundsdóttir, úr dansflokknum, lék Þóreyju unga og brá fyrir sig vönduðum og vel gerð- um látbragðsleik. Hún og stöllur hennar í ís- lenska dansflokknum áttu eins og áður er getið mjög góðan hlut að sýningunni, þó sviðsmyndin skyggði stundum á þær, a.m.k. frá sumum stöðum í salnum. Ekki má heldur gleyma litlu ballerínunum sem stóðu sig eins og hetjur í þokkafullum atriðum sínum. Sig- urveig Jónsdóttir lék heldur vandræðalegt hlutverk dúkkunnar, en gerði því ágæt skil eftir því sem efni stóðu til. Upphitun hefur í grunninn margar for- sendur til þess að verða magnað verk, en ég get ekki að því gert að mér finnst höfundur klúðra verkinu undir lokin. Það breytir engu um það að sviðsetningin er mjög vel gerð og sýnir það að í verkinu eru umtalsverðir bjór- ar, því allt er af nokkru efni gjört. G.Ást. BOKMENNTIR Maöurinn einn Gyröir Elíasson: Bakviö maríugleriö. Höfundur gaf út. Sauöárkrókur 1985. í nýjum Andvara skrifar Gunnar Stefáns- son um nokkrar nýjar Ijóðabækur og segir þar m.a. „áhyggjuefni hversu djúptæk hafa reynst þau rof ljóðlistar og almennings sem sögðu tii sín upp úr stríðslokum ... skáld- skapurinn einangraðist. Og þetta var raunar óhjákvæmilegt ef litið er til þjóðfélagsþróun- ar og átti sér stað hér á landi miklu síðar en í nágrannalöndunum. Skáldskapurinn lifir sínu lífi...“ Sem betur fer hafa menn ekki látið deigan síga þó heimurinn sé ekki leng- ur „fiskur í vörpu ljóðsins", og er þó á bratt- ann að sækja þar sem eru margvíslegir for- dómar á ýmsa vegu. Margir halda dauða- haldi í forna hefð og viðurkenna ekki önnur ljóð en þau sem lúta stuðlanna þrískiptu grein, aðrir bera ekki við að lesa rímaðan kveðskap. Slíkir fordómar eru fjarska vara- samir og fjandsamlegir bókmenntum að því leyti sem þeir rýra forna hefð og andæfa heil- brigðum nýjungum. Að hinu leytinu eru þeir ögrandi, hvetja menn til að halda fast á sínu. Gyrðir Elíasson er eitt af ungu skáldunum, og i haust gaf hann út Bakvið maríuglerið, Lítil kvöl eða Blindálfar eftir Pál H. Jónsson Útg. Vaka — Helgafell Blindálfar er fyrsta skáldsaga Páls H. Jóns- sonar handa fullorðnum, en áður hefur hann skrifað bæði ljóð, leikrit og barnabækur. í þessari bók tekur höfundurinn fyrir mál- efni sem ekki hefur verið mjög áberandi í bókmenntum til þessa, málefni þeirra sem fatlaðir eru á ýmsan máta og hvernig þeir bregðast við umhverfi sínu og umhverfið bregst við þeim. Ari er fullorðinn rithöfundur, fyrrverandi kennari og ekkjumaður, sem orðinn er blind- ur af völdum sjúkdóms. Þegar sagan hefst er hann orðinn eins sjálfbjarga og blindir geta orðið en getur ekki stundað ritstörf sín sök- kver með 59 ljóðum. Ég veit að fjöldinn allur vil ekki kalla kveðskap Gyrðis ljóð, og þeir um það. Ég minnist þess, að Gyrðir sagði í viðtali eitthvað á þá lund, að hann væri að semja sögur, en þær vildu hlaupa í endur- skoðun, skreppa saman. Það er satt og rétt. Ljóð Gyrðis bregða upp svipmyndum úr líf- inu. Þær eru margar markaðar einsemd ljóð- mælandans og umhverfis eru oft margvísleg- ar kynjaverur eða þögull mannfjöldi með „draugalega kyndlana / meitluð andlit". Það er lagt á borð fyrir einn, í skjannabirtu, en myrkrið er skammt undan. Maðurinn á göt- unni tekur ekki undir kveðju. í heild sinni fannst mér lífssýnin ekki björt í þessari bók: „það er einungis dimman / sem heldur í þér líftórunni" eða: „og uggurinn / hann bregst mér / aldrei". Gyrðir beitir ýmsum hefðbundnum stíl- brögðum: endurtekningum („þegar heingi- flugið kemur ertu / þegar heingiflugið kem- ur ertu viðbúinn"), andstæðum (skerandi bjart ljós / skuggamynd), vísunum (ELDUR í KAUPINHAFN; „hafið bláa mannhafið / grátt orð fljúga með / fram blokkinni") o.s.frv. Sumar líkingar eru gamalkunnar, eins og í ÓREGLULEGAR ÞVERSAGNIR: malbikið svartur dregill / útí takmarkaða auðnina / stundin nálgast hikandi / stór kvöl um blindunnar. Hann ræður til sín ritara, unga stúlku, en síðar kemur í ljós að hún er sködduð í andliti frá fæðingu og er hálfpart- inn að flýja heiminn með því að ráða sig hjá blindum manni. Sagan segir síðan frá samskiptum þeirra og vinnu um nokkurra mánaða skeið. Atburðarás sögunnar er ákaflega hæg, á yfirborðinu gerast engir stórir hlutir. Þetta veldur því að lesandinn leitar óhjákvæmi- lega meira í persónurnar sjálfar, vill fá að fylgja þeim í leit sinni að lífsfyllingu, ham- ingju, — þarf að upplifa með þeim óhamingj- una, baráttuna og smánina yfir að vera ekki eins og aðrir. En því miður er ekki kafað í sálarlíf þessara óhamingjubarna að marki, dýpt og brigði eftir Ingunni Ásdísardóttur og Sölva Sveinsson hornskakkir skýjakljúfar ljúka upp / óteljandi glyrnum sínurn". Oftar er myndmálið hins vegar frjótt og nýstárlegt: „síðdegið hefur seilst inn á milli járn- / rimlana í rósótta bollann skarðan á / börmum og drukkið í botn ég tek ekki eftir neinu minnist annarra stunda / undir stærri sól en fjörtíu kerta gerunnar við höfðalagið". Eða úr MORGNI í LÍFI INNBROTSÞJOFS: „hlerarnir í gólfi strætisvagnsins minna / á biskupagrafirnar við altari / hóladóm- kirkju“. Og svona mætti áfram telja. Uppsetning ljóðanna er með sínum hætti: Gyrðir er spar á greinamerki og upphafs- starfi, og ljóðin eru mörg sett upp á síður með sérstökum hætti, stundum myndræn- um. Reyndar eru iðulega áberandi tengsl við myndlistina (KASTALAVIST C o.v.). RISS- BLAÐ FERÐAMANNS getur verið gott dæmi fyrir kveðskap Gyrðis: eggskörp ljósker rútu skára djúpar geilar í myrkur sem hrekkur saman einsog maður ristur á kviðinn x þurrkurnar hvor uppá móti annarri eru vænglángur hrafn á innleið x stjörnurnar göt í kolugan dúk breiddan yfir kristalkúlu x tek morguninn eftir gönguferðir útfrá hótelinu samkvæmt forskrift litprentaða bæklingsins x álfa- borg stígur úr náttserknum höfuðlaus rafmagnslaus bíllaus en borg samtsemáður x innar afgirtur graf- reitur franzmanna x utar á klettinum völdum til sjálfsvíga endurvarpsstöð meðal við einangrun og mastrið hallast svipað öðru mannvirki sunnar x noröanátt sundurtættur fjarðarkjafturinn froðu- fellir x geing fjörur en rommtunnur allar horfnar x mastrið iætur undan hægt og sígandi undirstöður að gefa sig x í þorpinu miðju er kirkjuskipið ostruskel utanum handmálaða perlu x Þetta þykir mér harla laglega kveðið með nýju lagi: Ferðamaðurinn kemur til Borgar- fjarðar í myrkrinu: fyrrihluti ljóðs uppfullur af ágætum iíkingum og markar með sínum hætti stað öllum ljóðum bókarinnar. Álfa- borgin vísar til annarra borga og sjónvarpið meðal við einangrun — og víst líka einangr- andi. Franzmennirnir hvíla í friði í sínum reit, eða hvað? En rommtunnur úr skipum rekur ekki lengur á fjörur, verða ekki lengur tilefni tröllslegra sagna, með sínum hætti meðal við einangrun! Og hvor undirstaðan skyldi fyrr bresta, mastursins eða þorpsins? Loks perlan í ostruskelinni, sem gefur lífinu gildi: altaristaflan í kirkjunni, málverk Kjar- vals. Þetta er afbragðsvel gert. Bakvið maríuglerið fannst mér prýðilega þess virði að lesa rækilega. Menn mega ekki láta fornar venjur bægja sér frá bókum sem í fyrstu orka framandi. í þessari bók er ýmis- legt sem á erindi við fólk, þótt einsemd og uggur ríki í þeim mæli sem raun ber vitni. S.S. vantar og því nær þjáning þeirra ekki að rista lesandann nægilega djúpt, hann getur ekki sett sjálfan sig í spor þessa fólks, en horf- ir einungis á það úr fjarlægð. Þessi einföldun á persónum er stærsti galli sögunnar, hún nær ekki að fleygja lesandan- um inn í svartamyrkrið og láta hann engjast þar. Fyrir utan Ara og ritara hans, Rúnu Björk, koma örfáar aukapersónur inn í söguna. Þær eru dregnar mjög einhliða dráttum, eru týp- ur, fulltrúar sérstakra manngerða og hafa lítil sem engin áhrif á gang sögunnar en þjóna þeim tilgangi að skapa aðstæður fyrir aðal- persónurnar tvær. Stór hluti sögunnar fer fram í samtölum og er höfundur ieikinn í að láta beina orðræðu fljóta eðlilega fram. En vegna þess hve sam- tölin eru viðamikill hluti sögunnar byggist persónusköpunin svo til eingöngu á þeim fremur en lýsingum höfundar á sögupersón- um sínum eða gerðum þeirra. Og því er það að þó samtölin séu leikandi einföld og eðlileg aflestrar skortir nokkuð á undirbyggingu þeirra. Setningarnar sem sagðar eru, eru ekki reknar áfram af undiröldu þjáningar- innar, gráturinn að baki orðunum ekki nægi- lega sár. Þrátt fyrir þessa annmarka er Blindálfar ágæt bók aflestrar. Hún er skrifuð á mjög fal- legu og vönduðu máli, bygging sögunnar er skýr og markviss og hæg stígandin hæfir efnivið og frásagnarformi. I.Á 34 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.