Helgarpósturinn - 20.02.1986, Page 2

Helgarpósturinn - 20.02.1986, Page 2
ÚRJÓNSBÓK Þaö er ekki á okkur logið eftir Jón Örn Marinósson „Nei, herra minn, komdu nú blessaöur já og marg- blessaður. Það er ekki oft upg á síðkastið sem við höfum hist á förnum vegi. Ég fæ mér stundum gönguferð ef gott er veður og veðrið er einstakt þessa dagana, finnst þér ekki. Mér skilst að við meg- um búast við áframhaldandi góðviðri. Sástu ekki veðurspána í sjónvarpinu í gær? Það var lægðarbóla undir vinstri nösinni á Markúsi Á. Einars og horfur þess vegna á úrkomu bak við hnakkann á honum, en í námunda við augnakarlana á honum var myndar- leg hæð, sem stefndi upp undir handarkrikann hægra megin og var komin í hvarf sunnan við Hvarf bak við nýja köflótta jakkann hans svo að hann gerði ráð fyrir litlum breytingum. Sástu ekki hvað var heitt á landinu í gær? Það var allt að fimm stiga hiti á bak við eyrun á veðurfræðingnum en langhlýjast og notalegast auðvitað undir Eyjafjöllum á bak við dausinn á honum. Hann spáði þó að mundi kólna eitthvað framundan bringubeininu á sér. Og þú skokkar alltaf? Gengur ekki fyrirtækið vel? Það var gott að heyra. Jæja, og þú ert líka í badminton, keilu og sundi. Þú hlýtur að vera fílhraustur; verður óþarft að bera þig til grafar; nóg að styðja þig síðasta spöl- inn eins og ríkisstjórnina. Nei, ég er ekki búinn í dag, því miður. Annars gæti ég skokkað með þér og við orðið samferða í áttina til betra lífs. Ég er að koma úr vinnunni og er að fara í hina vinnuna áður en ég skýst heim í matinn fyrir kvöldvinnuna ef það verð- ur þá nokkur matur. Konan vinnur úti allan daginn og neitar að elda nema krakkarnir vaski upp og krakkarnir neita að vaska upp ef það er kjötfars. Já, maður, maturinn er orðinn dýr. Jafnvel gagnauðugir menn eins og soldátar Reagans suður á Velli hafa ekki efni á að éta íslenskt kjöt. Það mætti reyna á þá kjötfars. Til allrar hamingju er smásöluálagning loks- ins orðin frjáls svo að verðið á matnum hlýtur að lækka þegar aðstæður leyfa. Það er satt sem þú seg- ir. Milliliðirnir taka orðið svo mikið til sín að kaup- menn neyðast jafnvel til að bjóða neytendum stolinn varning. En hver er þjófur og hver er ekki þjófur, ég bara spyr? Tökum til dæmis skattana. Nei, ég á alls ekki við þig. Ég veit að þú borgar þína skatta upp í topp. Já, nei, mér datt það alls ekki í hug, vinur. Áuð- vitað er áhætta að reka fyrirtæki. Það er satt. Fólk segir nú svo margt og sumt af tómum kvikindisskap. Eins og það sem var haft eftir Sigurði E. um daginn að stuðningsmenn Markosar á Filippseyjum hefðu sent hingað fulltrúanefnd til að fylgjast með fram- kvæmd prófkjörsins hjá Alþýðuflokknum í Reykja- vík. Auðvitað er ekki fótur fyrir þessu. Það er alltaf verið að reyna að varpa rýrð á menn sem vafstra í stjórnmálum og athafnalífi. Það má þó sjónvarpið eiga að þeir eru farnir þar að sýna þjóðinni á líðandi stund að allar aðdróttanir um að stjórnmálamenn séu eitthvað verri og siðspilltári en annað fólk eru helber þvættingur. Ég heyri á tali fólks um allan bæ að þættirnir hans Ómars hafa gerbreytt til hins betra afstöðu kjósenda til stjórnmálamanna. Markos hefði átt að fá Ómar til sín með Ladda og Gísla á Uppsölum áður en þeir kusu þarna suðurfrá. Hvað ætli hann hefði látið Markos gera? Syngja lag eftir Gunna Þórð- ar, dansa eða lesa ljóð eða brosa jafnvel eins og Dóra Ásgríms? Ég hef heyrt utan að mér að stjórnmála- menn séu margir farnir að undirbúa og æfa eitthvað skemmtilegt svo að Ómar vilji taka þá í þáttinn hjá sér. Nágrannar Steingríms á Arnarnesinu segja að hann sé öll kvöld niðrá smíðaverkstæði að æfa sig að syngja „Ginga gang gwli gwli gwli gwli wosh wosh“. Steini Páls kvað vera tilbúinn með „Promises, Promi- ses“ og Ragnhildur æfir miskunnarlaust aríu nætur- drottningarinnar. Ómar gerir víst ekkert annað fyrir hádegi en að hlusta á kasettur frá stjórnmálamönn- um með sýnishornum af söng og Ijóðalestri. Albert er að ná taktinum í „Integer vitae" en er auðvitað svolítið falskur. Jón Helga vonar í lengstu lög að Ómar taki ekki upp á því að fá hann í þáttinn, en mér er sagt að Jón Helga geti raulað „Draum hjarðsveins- ins“ ef í hart fer. Sverrir ætlar að syngja „Má ég fá harðfisk, já harðfisk með sméri“ og er víst afskap- lega þungur á brúnina af því að hann hefur ekki íengið ennþá að koma í þáttinn. Það er töggur í Sverri, finnst þér ekki. Það er ekki nóg með að hann láti verkin tala heldur talar hann líka sjálfur. Já, ég held að þátturinn hafi góð áhrif og auki fólki bjart- sýni, sem veitir nú ekki af. Jú, það er sosum rétt hjá þér. Það er reyndar ekki einleikið hvað menn hafa orðið bjartsýnir sums staðar. Það er engu líkara en Steingrímur og Steini Páls hafi fengið uppljómun í þann mund sem Svalbarðsstrendingar og Grundfirð- ingar fóru á uppboð og sunnlenskir kúabændur á hausinn. En auðvitað skiptir sköpum að menn nái skynsamlegum kjarasamningum. Annars er það eft- irtektarvert að Ási og Tollinn neita bókstaflega að nefna tölur í samningunum. Það er ekki minnst oftar á tölur í samningaviðræðunum en minnst var á brunavarnir á Brunamálastofnun. Ætli Ási og Tollinn séu búnir að missa alla trú á tölur? Við skulum vona að þeir fari ekki að missa trúna á sjálfa sig. Nú ríður á að bæta launakjörin. Þetta gengur auðvitað ekki lengur. Tökum til dæmis þá sem skulda. Lánakjörin eru svo ofboðsleg að fólk er að missa allt út úr hönd- unum á sér. Tómas varð að selja bensann sinn. Hef- urðu ekki frétt það? Hann hefur líkast til ekki ráðið við skuldirnar. Én það er eins og sumir fái ekkert út úr lífinu nema þeir séu á kafi uppundir kverkar í taprekstri og skuldum. Þeir forðuðu útgerðarmanni við sunnanverðan Breiðafjörð frá því að missa allar sínar eigur í vonlausan rekstur á togara og mannin- um varð svo um þetta vinarbragð að hann var kom- inn til Reykjavíkur eftir tvo sólarhringa að knékrjúpa fyrir yfirvöldum og biðja þau að láta sig fá skipið aft- ur svo að hann gæti haldið áfram að tapa. Honum var synjað — enda búið að selja togarann upp á Skaga, þar sem menn hafa ekki tapað nægilega að undanförnu — og útgerðarmanninum gramdist svo að í hefndarskyni lagði hann öll sín ókjör af mörk- um, pundum og dollurum inn á banka. Þú sérð það. Sumum mönnum er það lífsnauðsyn að hætta fé sínu í ótrygg fyrirtæki. Ætli hann hafi lagt alla þessa pen- inga í Utvegsbankann? Já, vel á minnst. Útvegsbank- inn er farinn að selja ofan af sér. Mér hefur borist til eyrna að Björgúlfur og Ragnar ætli að kaupa útvegs- bankahúsið í KópavogL Heldurðu að sé enginn fótur fyrir þessu? Nú, jæja. Ég verð að koma mér í auka- vinnuna. Gangi þér vel að skokka. Vertu margbless- aður.“ HAUKURIHORNI ifrý r,l' AÐILAR VIIMNU- MARK- AÐARIIMS „Þetta er flókin staða og satt að segja er allt komið í hnút — eins og venjulega" 2 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.