Helgarpósturinn - 20.02.1986, Page 18
Besta leikhúsborg heims er Lond-
on. Kannski vœri réttara ad segja að
besti leikhúsborgarhluti heims vœri
íLondon, því flestöl! leikhús borgar-
innar eru staðsett í West End og
stuttur spölur milli athyglisverðustu
sýninga Evrópu, efekki heimsins. Á
fárra kílómetra svœði eru tœplega
50 stœrstu leikhús Lundúna staðsett
svo ekki sé minnst á öll litlu leiksvið-
in og tilraunaleikhásin. HP þrœddi
helstu leikhús Lundúnaborgar fyrir
nokkru.
Sígild verk, söngleikir, farsar,
gamanleikir, sakamálaleikrit,
drama, heimildarverk, óperur og
óperettur ... allt er leikið, sungið
og dansað í London. Spurningin er
bara að velja... og hafna. En hefj-
slorleikarar í aðalhlutverkunum:
Ben Kingsley leikur Othello og
David Súchet leikur Jagó. Menn
muna náttúrulega eftir Ben Kings-
ley sem Gandhi í samnefndri kvik-
mynd en fyrir utan kvikmyndaleik
og fjölda sjónvarpsmynda, er Kings-
ley einhver frægasti Shakespeare-
túlkandi Bretlands í dag. Sömu sögu
er að segja af David Suchet; hann
hefur túlkað ótal persónur Shake-
speares á sviði en heimsfrægur varð
hann fyrir kvikmyndaleik, m.a. í
The Trenchcoat, Greystoke, The
Little Drummer Girl, The Falcon
and the Snowman og Gulag, auk
sjónvarpsmynda sem Reilly, Saigon
— The Last Days svo eitthvað sé
nefnt.
LEIKIÐ
SIINGIÐ
OG
hljóðfæri sem er. Mesta athygli vek-
ur þó leikarinn/söngvarinn/hljóð-
færaleikarinn Mark McGann sem
leikur Lennon á bítlaárunum; hann
gengur eins og Lennon, talar eins
og Lennon (enda frá Liverpool), lít-
ur út eins og Lennon, syngur og
hreyfir sig eins og Lennon. Undir-
ritaður var nánast í losti eftir þessa
sýningu; það var allt að því óhugn-
anlegt að sjá þennan tvífara Johns.
Og þarna ómaði gamla, góða bítla-
tónlistin eins og hún á að hljóma. Og
ennfremur öll lögin hans Johns eftir
viðskilnaðinn við Bítlana. Það eina
sem vakti furðu mína var hve höf-
undurinn, Bob Eaton, gerði Paul
McCartney að fáránlegum og
heimskum náunga. Sú persónu-
um þessa leikhúsferð með því að líta
inn á sýningu Royal Shakespeare
Company i hinni nýju glæsilegu
listamiðstöð Lundúna, Barbican.
BEN KINGSLEY ER
OTHELLO
Viðfangsefni RSC þessa dagana er
Othello, meistaraverk allra tíma um
afbrýðisemina. Og það eru engir
Pað sem einkum vakti athygli
undirritaðs var leikur, sviðsmynd og
búningar. Bresku leikararnir léku
texta þessa höfuðsnillings leikbók-
menntanna af slíkri innlifun, létt-
leika og öryggi að unun var á að
hlýða og horfa. Textinn var borinn
fram af slíkum skýrleika og
áreynsluleysi, að ég verð að játa að
ég átti betur með að skilja ensku
þessara afbragðs leikara en íslensk-
ar þýðingar sem bornar eru fram af
leikurum Þjóðleikhússins, án þess
að á þá ágætu menn sé hallað. Ben
Kingsley lék ekki Othello, hann var
hinn ijúfi, yfirvegaði Mári sem
breyttist í geðveilt villidýr, sundur-
slitið af sjúklegri afbrýðisemi sem
hinn djöfullegi en sjarmerandi Jagó,
í listilegri túlkun Suchet, læðir í
hann af eitraðri hugvitssemi. Svið
og búningar voru í þrílit: gylltu,
svörtu og hvítu. Glæsileiki og ein-
faldleiki í sterkum andstæðum
magnar fram hugsun verksins og af-
markar það sterkum ramma.
Ógleymanleg sýning í leikstjórn Ali-
son Sutcliffe (sem reyndar leikstýrði
Cyrano de Bergerac sem sýnt var í
sjónvarpinu um daginn).
VESALINGARNIR SEM
SÖNGLEIKUR
í hinu gamla og glæsilega leikhúsi
The Palace Theatre (byggt 1890) er
verið að sýna eina stórbrotnustu og
vinsælustu leiksýningu Lundúna,
Les Misérables (Vesalingana),
byggða á klassískri skáldsögu eftir
Victor Hugo um baráttu og líf refsi-
fangans Jean Valjean, og byltingar-
manna júlíbyltingarinnar í Frakk-
landi. Þetta er franskt leikhúsverk,
frumsýnt í Palais des Sports í sept-
embermánuði 1980 en hefur gengið
í tæpt ár í London. Textinn (eða rétt-
ara sagt söngtextinn) er eftir Alain
Boublil en höfundur tónlistarinnar
er Claude-Michel Schönberg.
Þetta er sem sagt nútímaópera;
allur texti sunginn í dúndrandi
blöndu rokks og hefðbundinna
söngleikja. Textinn fylgir epískri
skáldsögu Hugo þétt eftir en sýning-
in er eftirminnileg fyrir magn-
þrungna uppfærslu, viðamikil svið-
setning, vandaðir búningar og gífur-
legur kraftur er í sýningunni allri,
ekki síst leiknum. Og má þá fremst-
an teija Colm Wilkinsson sem leik-
ur/syngur Jean Valjean.
LENNON RÍS ÚR
GRÖFINNI
Fyrir okkur af gömlu bítlakyn-
slóðinni (og aðrar kynslóðir reyndar
líka) er mikill fengur að ganga inn af
kaldri Charing Cross götunni í upp-
hitað Aston'a-leikhúsið og horfa á
söngleikinn Lennon. Þarna er ævi-
saga John bítils Lennons rakin á
rúmum tveimur tímum í leik og
söng. Allir leikararnir eru ennfrem-
ur miklir og góðir hljóðfæraleikarar
sem geta nánast leikið á hvaða
sköpun eyðilagði að nokkru leyti
heildaráferð þessarar ágætu heim-
ildarsýningar.
Áfram með söngleikina: Cats,
hinn heimsfrægi „mjúsíkal" með
tónlist Andrew Lloyd Webber, er nú
komin með fimm ár að baki í New
London leikhúsinu í Drury Lane.
Þótt greinileg þreytumerki sé að sjá
á þessari sýningu, komu dansararn-
ir og söngvararnir samt iðulega á
óvart með frábærri kunnáttu sinni
og list. Hið skemmtilega hringsvið
með makalausri leikmynd er einnig
þess virði að eyða kvöldstund í leik-
húsinu.
STEPPAÐ OG ÞEYST Á
HJÓLASKAUTUM
Ekta, gamlan, góðan söngleik er
að sjá í hinu virðulega og stórfallega
Konunglega leikhúsi í Drury Lane.
Það er 42nd Street (42. stræti) eftir
Michael Stewart/Mark Bramble við
tónlist Harry Warrens. Sýningin
sem lýsir baksviðsæfingum söng-
leikja og dansarahóps, er ein eld-
flaugasýning frá upphafi til enda.
Verkið er óður tii steppdansins og
aldrei hef ég séð jafn marga og jafn
góða steppara dansa þindarlaust í
Starlight Express: Dúndrandi rokkópera á hjólaskautum.
eftir Ingólf Margeirsson
18 HELGARPÓSTURINN