Helgarpósturinn - 20.02.1986, Side 28

Helgarpósturinn - 20.02.1986, Side 28
VETTVANGUR Gunnar Stefánsson dagskrárstjóri: Vond „gagnrýni“ Helgarpósturinn lætur sér jafnan títt um Ríkisútvarpið. Ekki einungis með slúðri um innri málefni þess og einstaka starfsmenn, heldur iíka með föstum svokölluðum gagnrýn- ispistlum. Slíkt er þakkarvert er vel væri að staðið. A því vill þó verða misbrestur. Skammt er þess að minnast að einn skrifarinn gagn- rýndi að tiltekinn dagskrárgerðar- maður, Hermann Ragnar Stefáns- son, hefði verið gerður brottrækur úr dagskránni og birti mynd af honum því til áhersluauka. Sannleikurinn var hins vegar sá að hlutur þessa manns í dagskrá hafði einmitt verið aukinn! Mátti því ljóst vera að hvorki hlustaði gagnrýn- andinn á útvarpið né las þá dagskrá sem hann fjallaði um. Svipað er upp á teningnum hjá Ingólfi Margeirssyni í einkar óvönd- uðum pistli í síðasta Helgarpósti. Góður gagnrýnandi leitast við að finna orðum sínum stað. Það gerir Ingólfur ekki. í staðinn fer hann með órökstuddar fullyrðingar, þ.e. sleggjudóma. Hann segir að frum- kvæði dagskrárstjóra sé ekkert. Ef komi góðir þættir sé það að þakka fólki úti í bæ. Dagskrárstjórar fylli dagskrána af leiðinlegú og ómerki- legu efni. (Hlutverk útvarpsráðs í mótun dagskrárstefnu nefnir hann ekki.) Hann hneykslast á því að ,,alls konar einstaklingar" og sérvitring- ar geti komið hugðarefnum sínum á framfæri í útvarpinu. „Ymsir lausa- pennar og rithöfundar" fái fluttar „alls konar þýðingar". Dagskrár- gerðarmenn sæti engu eftirliti. Dagskrárstjórar hafi ekkert sam- band við aðrar deildir, eins og tón- listardeild. O.s.frv. A hverju byggir Ingólfur þennan stóradóm? Mér er ekki kunnugt um að hann hafi fylgst með starfi dag- skrárdeildar á undanförnum árum (sem nú heitir fræðslu- og skemmti- deild). Af grein hans verður ekki heldur ráðið að hann hafi fylgst skipulega með dagskránni því ekki nefnir hann eitt einasta dæmi ásök- unum sínum og illmælum til stuðn- ings. Hefur hann til að mynda kynnt sér framhaldslestra í útvarpinu í vetur sem hann talar um af svo mik- illi lítilsvirðingu? Eða viðamiklar dagskrár um menningarsöguleg efni sem fluttar hafa verið á sunnu- dögum í allan vetur? Eða dagskrár um lönd og þjóðir? Eða umræðu- þætti um þjóðmál? Eða þætti um ýmsar hliðar atvinnulífs, félagslífs og fjölskyldumála? Eða hið marg- þætta framboð á efni fyrir börn og unglinga? Allt hefur þetta farið fram hjá I.M. Að því marki sem grein hans er meira en tuggur út úr öðrum lýsir hún ekki öðru en dómsýki og hroka. I.M. virðist ekki meta að neinu það lýðræðislega hlutverk sem Ríkisút- varpið hefur jafnan gegnt. Almenn- ingur í landinu á þessa stofnun og hún hefur ætíð verið opin fyrir því að veita jafnt meirihluta sem minni- hluta færi á að tjá skoðanir sínar og áhugamál. Þetta hefur verið aðals- merki Ríkisútvarpsins. Það hefur líka sinnt menningarmálum og hlúð að íslenskum menningararfi meir en nokkur annar fjölmiðill. Það virðist I.M. ekki heldur meta neins. Ef I.M. hefði kynnt sér að ein- hverju marki það sem hann fjallar um væri honum ljóst að starfsfólk við dagskrárstjórn er fátt og hefur alltaf verið. Það er því hlaðið verk- efnum þótt I.M. þyki sæma að bera því aðgerðaleysi á brýn. I vaxandi mæli er leitast við að samræma vinnu dagskrárgerðarmanna, og við tónlistardeild er náið samstarf og hefur alltaf verið. Gunnar Stefánsson fyrrum dag- skrárstjóri og núverandi dagskrár- stjóri fræðslu- og skemmtideildar Hljóðvarps sendir mér tóninn fyrir að gagnrýna Ríkisútvarpið fyrir lé- lega ritstýringu í síðasta tölublaði HP. Skrif Gunnars einkennast meir af snöggri reiði en skynsamlegri at- hugun. Það er ekki nema von; sem dagskrárstjóri hljóðvarps (sem nú heitir dagskrárstjóri fræðslu- og skemmtideildar) er hann óvanur gagnrýni. Hvaðan ætti hún svo sem að koma? Ekki frá samstarfsmönn- um og ekki frá útvarpsráði, því Gunnar er þægur maður og gerir ekkert sem pólitíska varðhundalið- inu mislíkar. Eina gagnrýnin sem komið hefur á Gunnar og aðra deild- arstjóra útvarpsins var skoðana- könnun meðal hlustenda þar sem í Ijós kom að íslendingar nenna ekki að hlusta á rás 1 nema fréttirnar. En Gunnar virðist ekki kippa sér upp við lélega hlustun. Gunnar Stefáns- son er sem sagt ekki vanur gagn- rýni. Hann virðist heldur ekki vera vanur að axla ábyrgð, því í svari hans hér að ofan vitnar hann mjög í hlutverk útvarpsráðs við mótun dagskrár. Það þætti ekki góður rit- stjóri sem neitaði að móta blaðið sitt og benti í sífellu á útgáfustjórnina sem réði hann. En rétt er að byrja á byrjuninni. Skensi Gunnars á Helgarpóstinn nenni ég ekki að svara. Hins vegar skal á það minnst að HP hóf fyrstur að birta reglulega vandaða umfjöll- un um útvarp og sjónvarp. Viðbrögð lesenda og starfsmanna Ríkisút- varpsins hafa verið slík við þessum pistlum, að af má ráða að þeir séu eina marktæka gagnrýni á ríkisfjöl- miðlana í íslenskri pressu. Ég stend við allt sem í pistli mín- um stóð. (Og Gunnar kallar „einkar óvandaðan".) Dagskrárstjóri hefur ekki haldið reglulega fundi með dagskrárgerðarmönnum. Mjög lítið hlutfall dagskrárinnar er unnið af dagskrárgerðarmönnum, fastráðn- um við útvarpið, eða atvinnumönn- um utanaðkomandi. Stefnumótun dagskrár er og hefur ekki verið nein, heldur dagskráin ráðist meira eða minna af tilviljun. Þó hafa verið undantekningar á þessu. Ævar Kjartansson fyrrum varadagskrár- stjóri hélt reglulega fundi með dag- skrárgerðarfólki morgunútvarps og síðdegisútvarps. Hann gerði einnig virðingarverðar tilraunir til að standa gegn útvarpsráði og ritstýra dagskrá útvarpsins og axla þar með ábyrgð sem dagskrárstjóri. Eftir að Ævar var flæmdur burt frá útvarp- inu tíefur öll ritstýring á morgun- og síðdegisútvarpi fallið niður og morgunútvarpið reyndar komið undir fréttastofuna. Nær öll laus dagskrárgerð kemur að utan, mest fyrir þrýsting einstaklinga sem vilja komast að með efnið sitt. Ef Gunnar neitar þessari staðreynd, þá hlýtur hann að vera blindur og heyrnar- laus. Gunnar Stefánsson hampar mjög hinni lýðræðislegu hefð Ríkis- Útvarpsmenn eru vanir sleggju- dómum þeirra sem allt þykjast vita betur en aðrir. Við kippum okkur ekki upp við slíkt. En við væntum sæmilega rökstuddrar umfjöllunar frá hendi atvinnublaðamanna. Framlag Helgarpóstsins er aula- fyndni í dagskrárkynningum og gaspur í stað gagnrýni. Hefði vissu- lega mátt unna blaðinu betra hlut- skiptis. Gunnar Stefánsson útvarpsins: að fólk utan af götu geti viðrað skoðanir sínar og áhugamál. Að sjálfsögðu er þetta gott og bless- að en efninu verður samt að rit- stýra, það verður að velja og hafna. Blöðum berast mikið af greinum og lesendabréfum. Sum eru því miður ekki birtingarhæf og þau verður að vinsa út hvað sem lýðræði viðvíkur. Gunnar nefnir ennfremur að barna- og unglingaefni hafi stórbatnað í út- varpinu. Það er alveg rétt en hvers vegna? Jú, vegna þess að eftir að Gunnvör Braga varð yfirmaður barnaefnis hefur hún haft það frum- kvæði innan stofnunarinnar að funda með sínu fólki og skipuleggja efnið. Þarna gæti Gunnar Stefáns- son lært af Gunnvöru. Sambands- leysið milli deilda hljóðvarpsins er einnig alþekkt. Þar að auki ríkir ákveðið kvótakerfi mijli deildanna sem læsir dagskránni í heild. Það er verðugt verkefni fyrir útvarpsstjóra og deildarstjóra hljóðvarps að sam- ræma efni deildanna svo viðunandi heildarsvipur komist á dagskrána. En það hefst ekki með aðferðum Gunnars Stefánssonar að vitna í „menningarsöguleg efni“, „dag- skrár um lönd og þjóðir" eða „þætti um ýmsar hliðar atvinnulífs, félags- lífs og fjölskyldumálá". Það þýðir heldur ekki að stinga hausnum í sandinn og mæta gagnrýnisröddum með þeim orðum að þarna sé á ferð- inni dómsýki og hroki. í pistli mín- um leitaðist ég við að gagnrýna sjálft „módelið"; uppbyggingu dag- skrár útvarps og þá sem ábyrgðina bera á henni, þ.e.a.s. dagskrárstjór- ana. Opið, lýðræðislegt útvarp er gott og blessað. En það gefur einnig alls konar þrýstihópum, sumum póli- tískum, lausan tauminn. í raun og veru hentar slíkt kerfi útvarpsráði mjög vel sem getur barist fyrir „sín- um mönnum" sem lausráðnum dagskrárgerðarmönnum úti í bæ. Það firrir líka deildarstjóra ábyrgð. En málið í hnotskurn er eftirfarandi: Meðan dagskrárstjóri axlar ekki ábyrgð og hagar sér eins og ritstjóri, meðan hann skýtur öllum ákvörð- unum til útvarpsráðs eða bendir á hve starfsfólk við dagskrárdeild sé fátt, og starfsskilyrði erfið, verður dagskráin tilviljunarkennd og léleg. Dagskrárstjóri líkt og ritstjóri verð- ur að marka stefnu. Það vildi Ævar Kjartansson og var flæmdur á brott, það er Hrafn Gunnlaugsson að gera í sjónvarpinu og er skammaður óspart fyrir. Svo það er kannski ekki nema von að Gunnari Stefánssyni fallist hendur, snúi sókn í vörn og verji stofnunina og yfirmenn sína. En meðan hann og aðrir deildar- stjórar og yfirmenn útvarpsins sitja aðgerðalausir, breytist dagskráin ekkert og skoðanakannanir hlust- enda verða í samræmi við fyrri könnun. Og það er ekki heillavæn- leg þróun. Ingólfur Margeirsson, ritstjóri. Auktn þjónusta FUNDIR EINKASAMKVÆMI Auk hinnar margrómuðu þjónustu, sem ásamt hlýlegu umhverfi og fjöIbreYttum matseðli hafa aflað veitingahúsinu svo mikilla vinsælda, eykur Amarhóll enn við umsvif sín. Við hinn almenna veitingarekstur hefur berlega komið í Ijós að margir af viðskiptavinum Amarhóls hafa brýna þörf fyrir aðstöðu til lokaðra funda og samkvæma. Til þess að koma til móts við þessar þarfir gesta sinna hafa aðstandendur Amarhóls ákveðið að veita þessa þjónustu og eíns og alltaf þegar Arnarhóll er annars vegar situr fjölbreytnin í fyrírrúmi. Að aflokinni hagræðingu á salarkynnum veítingastaðarins getur AmarhóII nú boðið fjölbreyttum hópi viðskiptavina sinna margvíslega þjónustu. KLUBBAR FELAGASAMTOK FYRIRTÆKI AmarhóII býður ykkur aðstöðu til fastra hádegisverðafunda jafnt sem einstakra og einnig einkasamkvæma.__ ARNARHÓLL BÝÐUR AÐSTÖÐU FYRIR: Smærri hópa (frá 10 manns) hádegi og kvöld alla virka daga(í koníakssal). EINKASAMKVÆMI Stórar veislur jafnt sem smáar. Sama hvert tilefnið er, brúðkaup, afmæli, fermingar, próflok, Arnarhóll annar öllu._____________ _____ARNARHÓLL BÝÐUR AÐSTÖÐU FYRIR=_______________________ Stærri samkvæmí (allt að 100 manna matarveíslur og 200 manna hanastél til kl. 18.00) hádegí laugardaga og sunnudaga. Gestir utan af landi - Ópera-Leikhús Amarhóll tekur á móti hóppöntunum óperu- og leíkhúsgesta utan af Iandí. Ingólfur Margeirsson ritstjóri: Dagskrárstjóri á að axla ábyrgð og marka stefnu dagskrár 28 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.