Helgarpósturinn - 20.02.1986, Qupperneq 39
FRÉTTAPÓSTUR
Skriður á viðræður VSÍ og ASÍ
Fjörkippur hefur komist i viðræður VSÍ og ASÍ eftir að sam-
komulag varð í samninganefnd ASÍ um að setja fram óform-
legar hugmyndir í nokkrum liðum við samninganefnd
vinnuveitenda og VMS um að reynt yrði að fá ríkisstjórnina
til að eiga stærri hlut í væntanlegum samningum. Forsætis-
ráöherra, Steingrimur Hermannsson, hefur sagt sig hafa
trú á þessari leið.
Flugleiðir og Arnarfiug berjast um pílagríma
Flugleiðir og Arnarflug eru meðal 25 flugfélaga sem hoðið
hafa í samninga við Air Algerie um pilagrímaflug og áætlun-
arflug. Samkvæmt útboðsgögnum er um að ræða flutning á
25 þúsund pílagrímum frá Alsír til Saudi Arabíu og til baka
aftur. Verðmæti samningsins er um 650 milljónir ísl. kr.
Arnarflug hefur tryggt sér leigu á 8 vélum ef þeir hreppa
hnossið.
Báðherra víttur
Samþykktar voru vítur á Jón Helgason landbúnaðarráð-
herra á fjölmennum bændafundi í Njálsbúð sl. þriðjudags-
kvöld. Var Jón víttur fyrir seinagang í gerð reglugerðar um
mjólkurframleiðslu. Þá urðu allsnarpar umræður um sama
mál á Alþingi sl. miðvikudag.
Breskar stúlkur setja Eskifjörð á hvolf
Talsvert uppistand varð á höfninni á Eskifirði síðdegis á
mánudag þegar fiskibáturinn Óskar Halldórsson lagðist að
bryggju. í ljós kom að skipverjar höfðu haft með sér þrjár
stúlkur frá Hull þar sem skipið var í söluferð. Tollverðir
voru í viðbragðsstöðu, en i ljós kom að stúlkurnar höfðu gild
vegabréf. Hins vegar fundust 26 kassar af bjór og fáeinar
flöskur af brenndu víni sem tollverðir gerðu upptækar.
Piltar látast í bifhjólaslysi
Tveir piltar, Geir Halldórsson, 18 ára og Gísli Jón Hannes-
son, 17 ára, báðir frá Hveragerði, biðu bana i bifhjólaslysi í
Ölfusi fyrir síðustu helgi.
Lögreglumenn hunsa dómsmálaráðuneytifi
Lögreglumenn í Kópavogi mættu ekki á tvo boðaða fundi
dómsmálaráðuneytisins í siðustu viku. Með því vildu þeir
mótmæla hugmyndum ráðgjafarfyrirtækisins IKO-grupp-
en um breytingar á skipulagi löggæslu á höfuðborgarsvæð-
inu, en þær fela m.a. i sér að löggæsla i Kópavogi falli undir
embætti lögreglustjórans í Reykjavík.
Banni á mjólkurdreifingu aflétt
Samkomulag hefur náðst um ágreiningsefni vegna mjólkur-
dreifingar til ákveðinna verslana á höfuðborgarsvæðinu.
Útkeyrslumenn Mjólkursamsölunnar hafa neitað að dreifa
mjólk til a.m.k. 10 verslana vegna þess að þær liggja undir
grun um að hafa keypt stolna mjólk. Á sameiginlegum fundi
starfsmanna, forstjóra og stjórnarformanns MS sl. mánu-
dag náðist samkomulag um ágreiningsefnið og hefur eðlileg
mjólkurdreifing hafist á nýjan leik.
Grænfriðungar veita frest
Grænfriðungar hafa ákveðið að gefa íslenskum yfirvöldum
frest fram til 15. júní til þess að hætta við eða breyta verulega
áformum um hvalveiðar í vísindalegu skyni. Að öðrum kosti
munu Grænfriðungasamtökin beita sér fyrir efnahags-
þvingunum beggja vegna Atlantshafsins.
Fréttapunktar
• Almenn bifreiðaskoðun hófst sl. mánudag og stendur yfir
til 10. október nk.
• Krabbameinsfélagið hefur hafið umfangsmikla leit að
krabbameini í ristli og endaþarmi og nær frumkönnunin til
6 þúsund karla og kvenna.
• Islensku skákmennirnir virðast vera að gefa sig í barátt-
unni um efstu sætin í 12. Reykjavikurskákmótinu. Þegar
HP fór í prentun var staðan þessi: Larsen, Tal, Gheorghiu og
Hansen efstir með SVz vinning hver en Hansen átti jafntefl-
islega biðskák við Miles.
• Samkvæmt stjórnarfrumvarpi um ríkisendurskoðun er
gert ráð fyrir að hún verði sett undir vald Alþingis. Fram að
þessu hefur ríkisendurskoðun heyrt undir Stjórnarráð sem
deild i fjármálaráðuneytinu.
• Um næstu helgi verður kosið um áfengisútsölur i Hafnar-
firði og Garðabæ. Þ. 31. maí verður kosið um áfengisútsölu
í Kópavogi.
• Albert Guðmundsson iðnaðarráðherra hefur hækkað
laun stjórnarmanna í Sementsverksmiðju ríkisins úr 50
þúsund í 126 þúsund á ári. Þetta eru sömu kjör og stjórnar-
menn Járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga njóta.
• 37 ára gamall karlmaður hefur verið úrskurðaður í
gæsluvarðhald til 3. mars vegna meintrar nauðgunartil-
raunar á ungum manni. Fátítt er að menn séu úrskurðaðir
í gæsluvarðhald vegna gruns um að þvinga samkynja aðila
til samræðis.
NQATUN
Nogar vörur i Noatuni
*&!#<**£
Rofabæ 39 sími 671200
ÍZ-S1
rirl Nóatúni 17 sími 17261 1'irJ
HELGARPÓSTURINN 39