Helgarpósturinn - 27.03.1986, Blaðsíða 24

Helgarpósturinn - 27.03.1986, Blaðsíða 24
MYNDLIST Einlœgni og afturhvarf aö Kjarvalsstöðum eftir Guðberg Bergsson Tvær athyglisverðar sýningar eru nú að Kjarvalsstöðum, sýning Valtýs Péturssonar og Katrínar H. Ágústsdóttur, tvær ólíkar sýn- ingar, hvað aðferðir varðar, en engu að síður dæmigerðar fyrir ríkan þátt í stórum hluta tíðarandans. Og sá þáttur mun eflaust gildna hér á landi í listum og lífsviðhorfi manna þegar fram líða stundir, þegar streitan líður úr huga landsmanna um leið og verðbólgan. Því það verður að segja það eins og það er, að ýmislegt í uppreisn ungs fólks síðustu ára- tugina, bæði í listum (einkum í ljóðagerð- inni) og framkomu (einkum í skemmtiiðnað- inum) var engin raunveruleg uppreisn og því síður byltingarkennt ástand, heldur hrein- lega beinlínis afleiðing villukenndrar streitu. Svo vert væri að fjalla um streituáhrif í ís- lenskum listum, lífsstíl og lífsviðhorfi, en hér ætla ég að fjalla um slökunarstefnu málar- anna tveggja sem nú sýna að Kjarvalsstöð- um. Bæði Valtýr og Katrín fjalla að miklu leyti í verkum sínum um höfuðborgina, hvort með sínum hætti. Katrín er inni í borginni en Valtýr við sjávarsíðuna, einkum við þá höfn sem var veruleiki í sjálfum sér: iðandi og þarfur, lífsnauðsynlegur, en er núna orðinn að minningu, hugarburði þeim sem Valtýr málar. I hugarburðinum hefur Valtýr verið trúr stefnu sinni frá upphafi. Jafnvel þótt hann hverfi frá hreinni abstraktlist, sem er al- gerlega huglæg, að hlutunum í veruleikan- um, þá málar hann huglæga þætti þeirra og oft aðeins minninguna. Það rennir stoðum undir, að maður hverfi aldrei frá eðli sínu, þótt okkur virðist hann gera það. Títt er að verk séu unnin eins og af sjónhverfingarlist (það er algengt í listum) og sjónhverfingin villir fyrir manni um stund, uns maður hefur rýnt í gegnum hana og komist að hinum óhaggandi kjarna eðlisins handan hennar. Valtýr er, þar af leiðandi, alltaf abstrakt í eðli sínu, þótt hann reyni að koma til móts við raunveruleikann, eins og hann birtist. En veruleikinn er óvinur hans, óvinur sem heill- ar og hann langar innst inni til að líkjast og ganga honum á hönd. í lokin láta flestir und- an ævilöngum óvini sínum, en faðmlagið vekur aldrei alsælu, vegna þess að í andrá þess breytir óvinurinn um form. Og sá sem ætlaði að sættast við óvin sinn í lokin verður :í sættinni versti óvinur sjálfs sín. Á þessu stigi er Valtýr Pétursson, einhverju alathygl- isverðasta stiginu á listferli sínum. Á bak við þrákelknislegt andóf hans hefur leynst ástríðufull þrá eftir að fá að taka þátt í að- gerðum þess sem hann hefur hatað mest. Eftir sýningu hans að dæma hefur hann unnið einslags andlegt úrval úr verkum hinna ýmsu íslensku málara sem máluðu hús, báta og sjó. Við sjáum þá í gegnum verk Valtýs: alla. Frá Gunnlaugi Scheving, gegn- um Snorra og yfir hvelfast ský í anda Nínu. En allt er þetta engu að síður Valtýr — í aftur- hvarfinu til hinna kæru hluta, hinna kæru vina, í leitinni að hinum eilífu íslensku gild- um: leitinni að húsunum sem bera einkenni handarinnar sem smíðar, leitinni að hafinu sem hönd náttúrunnar skapar, leitinni að fjöllunum sem dularfull prkan undir okkur hefur skapað. Katrín er aftur á móti ekki klofin. Hún er einlæg og heil í afturhvarfi sínu til hinna kæru húsa við þekktar götur. Það er eins og hún hafði ekki mikinn áhuga á húsunum sjálfum, þau eru kannski of stór fyrir hana eða hún fær aldrei inngöngu í þau. En hliðin að húsunum eru henni kær, það sem opnar manni leið inn í þau opnu svæði sem maður- inn smíðar sjálfum sér, til að fela sig og verja sig gegn ágangi náttúrunnar og annarra manna. Dyr milli húsa eru svo einlægar og kærar að þær eru sjálfum sér nógar og gætu verið án hússins sjálfs. í verkum Katrínar fær „inngangurinn" sjálfstætt gildi. Samt er hún ekki að berja að dyrum og að biðjast inn- göngu. Hún hefur vatnslitinn að miklu leyti á valdi sínu. Það sannast ekki aðeins á blóm- unum sem gægjast fram úr skoti, í allri þeirri fjölbreytni blæbrigða sem vatnsliturinn er fær um að skapa, heldur líka í yfirgripsmeiri landslagsmyndum. Og Katrín er líka fær um að finna eðli vatnslitarins í steypunni, eins og í myndinni Safnið. Þar eru veggir litað vatn sem hefur harðnað á fleti. Við finnum traustleika storknunarinnar í viðkvæmni litarins. Og hið marglaga hús á bak við er skemmtileg mannleg flétta kringum beina veggi Safnsins sem varðveitir hinn lifandi dauða. KVIKMYNDIR Innantóm glansmynd eftir Ólaf Angantýsson Laugarásbíó: Out of Africa (Jörd í Afríku). ★★ Bandarísk. Árgerd 1985. Framleidandi/leikstjórn: Sydney Pollack. Handrit: Kurt Luedke. Tónlist: John Barry. Adalhlutverk: Meryl Streep, Robert Redford, Klaus Maria Brandauer o.fl. o.fl. o.fl. o.fl. Sjö óskarsverdlaun þykja gód uppskera, en því er nú einu sinni svo fariö med þá annars ágœtu nafnbót, aö hún segir ekki allt um ágœti viökomandi kvikmyndar, því smekkur manna er misjafn, og aö auki eru ekki allir sáttir um ágœti starfshátta háttvirtrar dómnefndar téöra verölauna. . . a.m.k. ekki nú í ár. Out of Africa er býsna stórbrotin kvik- mynd. Sviðsetningin og öll ytri umgerð hennar er með ágætum, kvikmyndatakan stórkostleg, leikur góður, tónlistin býsna mikilúðleg... og svo mætti lengi telja. Engu að síður hefur maður það á tilfinningunni all- an tímann, að eitthvað muni á vanta. Yfir dúkinn málar Pollack upp stórbrotnar mynd- ir af mikilúðlegri náttúru Kenya, þar spranga um stjórstjörnur á borð við Redford, Streep og Brandauer, sem að auki (eins og þeirra er reyndar von og vísa) fara á kostum í hlut- verkum sínum... en síðan gengur maður út úr myrkvuðum salnum, hálfruglaður eftir alla ljósadýrðina og veltir aulalega vöngum. Hvað átti sér þarna stað? Af hverju hreifst ég ekki með?. . . Og svo veltir maður vöngum, enn um stund. . . og enn, þegar maður heyrir í morgunútvarpinu fréttirnar af óskarsstytt- unum sjö. Og þvínæst sest maður við ritvél- ina, ypptir öxlum og bætir tveimur stjörnum í hnappagat Sydneys og þykir nóg um, enda maðurinn vel að þeim kominn, eftir ekki færri en 31 óskarsverðlaunaútnefningu fyr- ir þær 13 kvikmyndir er hann hefur látið frá sér fara um dagana. En hvað er það þá sem á vantar í Out of Africal Jú, kvikmyndin er einfaldlega býsna ósanngjörn gagnvart Karen Blixen. Þessi stórbrotni persónuleiki nýtur einfaldlega ekki sannmælis í því glansmyndaformi sem Pollack hefur valið sem umgjörð frásagnar sinnar. Það eru m.ö.o. ekki leiftur úr lífs- hlaupi Blixen, sem brugðið er upp á hvíta tjaldið. Þar eru aðeins Redford og Streep og nokkrir álappalegir, en vel myndaðir gíraffar á roðagylltri kvöldgöngu inn í sólarlagið... handan mangótrjánna. LEIKLIST Má sköpum ráöa? Leikfélag Akureyrar: Blóöbrœöur. Höfundur: Willy Russell sem einnig samdi tónlist. Þýöing: Magnús Þór Jónsson (Megas). Leikmynd: Gylfi Gíslason. Búningar: Freygeröur Magnúsdóttir. Lýsing: Ingvar Björnsson. Hljómsveitarstjórn: Roar Kvam. Leikstjóri: Páll Baldvin Batdvinsson. Leikarar: Erla B. Skúladóttir, Ellert A. Ingi- mundarson, Baröi Guömundsson, Sunna Borg, Þráinn Karlsson, Pétur Eggerz, Vil- borg Halldórsdóttir o.fl. Sýningartími 3 klukkustundir. í „Blóðbræðrum" eru raktar tvær, þrjár eða jafnvel fleiri sögur sem allar eru spunnar saman í einn einkar haglega gerðan allsherj- ar örlagavef, en hafa enga beina sjálfstæða tilveru, líkt og gerist til dæmis í sápuóper- um. Því er þetta verk býsna margbrotið og flókið, þó það virðist einfalt á yfirborðinu. Aðaluppistaða þessa örlagavefs er að sjálf- sögðu saga hinnar ógæfusömu móður svo og samskiptasaga tvíburanna sem ekki mega komast að hinu skelfilega leyndarmáli um uppruna þeirra, sagan af því hvernig tveir afar eðlislíkir persónuleikar fara hvor í sína áttina vegna gjörólíkra aðstæðna og uppeld- is. Þarna gengur höfundur vitanlega út frá því sem gefnu að umhverfi og uppeldi ráði meiru um mótun manna en erfðir, og kann sitthvað að vera rétt í því, þó að sumum þyki ef til vill sem höfundur einfaldi hlutina um of. Þá eru þarna sagðar hinar tvær mjög svo ólíku fjölskyldusögur bræðranna, einnig er þarna saga um ástarþríhyrning, glæpasaga og sitthvað fleira ef vel er gáð. Hér er á ferðinni sýning sem svo sannarlega spilar á allan tilfinningaskalann, allt frá hæstu gleði og galsa til dýpstu eymdar og ör- væntingar. Og ofan á allt þetta bætist hár- beitt og hnitmiðuð þjóðfélagsádeila sem gengur eins og rauður þráður í gegnum alla sýninguna. Allt er þetta svo kryddað með tónlist sem á yfirborðinu verkar einföld, að miklu leyti unnin úr tveim eða þrem stefjum, en er í rauninni afar flókin en áheyrileg og sumar ballöðurnar mjög grípandi. Það vekur einnig athygli að tónlistin er ekki aðeins not- uð líkt og í söngleikjum, heldur einnig sem „effektamúsik" líkt og í kvikmynd og eykur það oft á áhrifin, þó bar það einstöku sinnum við að tónlistin yfirgnæfði aðeins samtölin þannig að þau heyrðust ekki sem skyldi til dæmis í lokaatriðinu. Einhversstaðar sá maður þessa sýningu kallaða „eina með öllu“, og lýsir það eðli hennar að mörgu leyti ágætlega. Ef til vill má segja að hér sé á ferð- inni einhversskonar melódrama, afar nú- tímalegt að mörgu leyti, en þó finnst manni alltaf næstum því eins og andi gamla Shake- speares sé stundum ekki fjarri. Það er Magnús Þór Jónsson, betur þekktur sem Megas, sem snúið hefur þessu ágæta melódrama úr Lifrarpolli, á okkar ástkæra, ylhýra mál, og virðist svo sem hið „megasar- lega“ málfar hæfi vel lágstéttarfólki Liver- poolborgar. Hinsvegar er það svolítið um- deilanlegt hvort rétt hafi verið að staðfæra verkið. Island er nefnilega ekki Bretland og Akureyri ekki Liverpool. Steingrímur mun aldrei komast með tærnar þar sem Thatcher hefur hælana. Það er Páll Baldvin Baldvinsson sem hefur veg og vanda af leikstjórn þessarar sýning- ar, og hefur honum tekist að skapa einkar fjörlega en þó mjög agaða uppfærslu. Hrað- inn og tempóið detta næstum aldrei niður, sem verður að teljast afrek þegar um þriggja tíma sýningu er að ræða. Það er helst í fyrstu atriðunum eftir hlé að stígandinn dettur nokkuð, þó ekki mjög lengi. Sviðið, sem mun vera allt að þrisvar sinnum minna en venju- lega gengur og gerist þegar verk þetta er sviðsett, er mjög haganlega nýtt, einkum er skemmtileg notkun hliðarsviðanna, þar sem heimi hinna tveggja fjölskyldna er meðal annars komið fyrir, en miðsviðið látið tákna samfélagið fyrir utan. Þarna hjálpar hin haganlega leikmynd Gylfa Gíslasonar og stórgóð lýsing Ingvars Björnssonar mikið, og sú lausn sem líklega var sú eina við sviðsetn- inguna, að gera hina flóknu hluti eins ein- falda og kostur er gengur alveg fyllilega upp. Þá er sýningin blessunarlega, að mestu leyti laus við væmni sem þó handritið býður fylli- lega uppá. Ekki má gleyma búningum Frey- gerðar Magnúsdóttur sem undirstrika frá- bærlega það meginþema verksins sem er stéttaskiptingin, og má í því sambandi alveg sérstaklega nefna búninga hinna aðskildu tvíbura t.d. í lokaatriðinu. Tónlistin líður að mestu hnökralaust fram undir styrkri stjórn Roars Kvam, það var helst að manni fannst blásararnir stundum ekki alveg vera með á nótunum. Það er Þráinn Karlsson sem fyrstu birtist á sviðinu í gervi sögumanns eða einskonar persónugervings forlaganna, og sem síðar bregður sér í ýmis gervi önnur. Eru flestar þessar persónur með ýmsum tilbrigðum eftir Reyni Antonsson annaðhvort kómískar eða tragikómískar, og gerir Þráinn þeim hin bestu skil, en kosið hefði ég eilítið kraftmeiri framsögn hjá hon- um í flutningi hins bundna máls örlagavalds- ins, þó ekki væri nema til að undirstrika bet- ur hinn þjóðsagnakennda, „Shakespeariska" þátt sýningarinnar. Erla B. Skúladóttir leikur móður tvíburanna sem hér er kölluð Jóna, og tekst af snilld að túlka allar hinar marg- brotnu tilfinningar þessarar einföldu og lífs- glöðu alþýðustúlku sem lífið fer svo ómjúk- um höndum um, en aldrei lætur bugast. Andstaða hennar er hin ofdekraða, duttl- ungafulla frú Ljóna sem Sunna Borg gerir ágætis skil, og hið sama má segja um Theó- dór Júlíusson sem túlkar skemmtilega eigin- mann hennar, harðsvíraðan kapitalista, en alveg hrikalega gungu á heimilinu, og, svo ekki sé meira sagt, lítið í ætt við ljóns- hjarta, þrátt fyrir líkt nafn. Þá er komið að tvíburunum aðskildu sem þeir leika Ellert A. Ingimundarson og Barði Guðmundsson og tekst meistaralega upp sérstaklega í sam- leiksatriðunum þar sem svo glögglega kem- ur í ljós hversu líkir þeir eru að upplagi (sækj- ast meðal annars hvor á sinn hátt eftir hinu „græna grasi' í garði hins), en verða þó svo gjörólíkir vegna ólíks uppeldis og umhverfis. Sér í lagi voru atriðin þar sem þeir voru sýnd- ir á drengjaaldri óborganleg. Vilborg Hall- dórsdóttir sleppur alveg þokkalega frá hlut- verki Lindu, þó manni fyndist hún ekki alveg nógu sannfærandi þegar hún er að reyna að koma í veg fyrir eiturlyfjaneyslu Mikka, og Pétúr Eggerz hefði mátt vera ögn kraftmeiri í hlutverki vandræðaunglingsins og síðar glæpamannsins Samma. 24 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.