Helgarpósturinn - 27.03.1986, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 27.03.1986, Blaðsíða 10
HP HELGARPÓSTURINN Ritstjórar: Ingólfur Margeirsson og Halldór Halldórsson Blaðamenn: Friðrik Þór Guðmundsson, Jóhanna Sveinsdóttir, Jónlna Leósdóttir og Sigmundur Ernir Rúnarsson Útlit: Jón Óskar Hafsteinsson Ljósmyndir: Jim Smart Handrit og prófarkir: Magnea J. Matthfasdóttir Útgefandi: Goðgá h/f Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Auglýsingar: Steinþór Úlafsson Dreifing: Garöar Jensson (heimasfmi: 74471) Afgreiðsla: Berglind Björk Jónasdóttir Ritstjórn og auglýsingar eru að Ármúla 36, Reykjavfk, sfmi 68-15-11. Afgreiðsla og skrifstofa eru að Ármúla 36. Sími 68-15-11 Setning og umbrot: Leturval s/f Prentun: Blaðaprent h/f Sofandi á verðinum í Helgarpóstinum ídag eru rædd- ar hugmyndir um það sem menn kalla af feimni, að þvf er virðist, „innra öryggi" á islandi. Með þess- um orðum er átt við það hlutverk, sem leyniþjónustur eða öryggislög- regla annarra landa annast. Blaða- manni reyndist ákaflega erfitt að fá haldgóðar upplýsingar um málið og raunar reyndist nær ómögulegt að fá staðfestingu á því, að við ís- lendingar hefðum sinnt einhvers konar öryggisgæslu fram til þessa. Nýskipaður lögreglustjóri í Reykja- vík, Böðvar Bragason, hafði þó þann manndóm í sér og nútíma- iega hugsun að viðurkenna strax, að á vegum lögreglunnar hefðu störf af þessu tæi verið iðkuð hér- lendis a.m.k. frá árinu 1950. Raunar er þetta fyrirbæri eldra, því hérlendis höfðu stjórnvöld gæt- ur á ýmsum mönnum, innlendum og erlendum, sem grunaðir voru um að vera njósnarar þriðja ríkis Hitlers. Um þetta má lesa í bókum Þórs Whitehead Ófriður í aðsigi og Strfð fyrir ströndum. Hér verður ekki efast um nauð- syn einhvers konar leyniþjónustu. Hér á landi er bandarísk herstöð og hérlendis eru starfandi sendiráð með miklum mannafla, sem hafa þann starfa helstan að afla upplýs- inga um herstöðina, íslendinga og skoðanir þeirra. Hingað til hafa ís- lendingar verið alltof saklausir og grunlausir um t.d., að hérlendis séu stundaðar stórfelldar persónu- njósnir af erlendum ríkjum. Það þarf ekki annað en að líta á ótrúlega mannmargt sendiráð Sov- étmanna hér í Reykjavík til þess að gera sér grein fyrir því, að þessi mannskapur stundi beinar og óbeinar njósnir. Jafnframt þekkjum við, sem á blöðum störf um, að Sov- étmenn reyna að koma áróðri að í (slenskum blöðum, þótt ekki hafi þeir haft erindi scm erfiði. Þá er þess að geta, að sovéskir sendi- ráðsmenn sækjast mjög eftir vin- fengi áhrifamanna í fslensku þjóð- félagi. En við megum heldur ekki gleyma Bandaríkjamönnum. Þeir eru líka með fjölmennt sendiráð og þeir hafa enn fleiri liðsmenn sendi- ráðsins á Keflavikurflugvelli, þar sem viðkomendur eru skráðir með öðrum hætti en sem sendiráðs- starfsmenn enda þótt störf þeirra séu fyrst og fremst í þágu sendi- ráðsins, bandaríska utanríkisráðu- neytisins og öryggis- og njósna- deilda hersins og varnarmálaráðu- neytisins bandarfska. Raunar eru til dæmi um starfs- menn á Keflavíkurflugvelli, sem hafa lent í því að vera eltir, síma- hleraðir o.s.frv. Þess vegna verður það að teljast háðuleg heimska að ræða um „innra öryggi" á islandi á fundi hjá Varðbergi að viðstöddum fulltrúum bandaríska sendiráðsins á islandi. Slíkt ber vott um, að ís- lendingar hafi ekkert að fela f þeim efnum gagnvart Bandaríkjamönn- um. Og sú afstaða segir okkur ekk- ert annað en það, að við séum svo rækilega undir hælnum á þessari bandalagsþjóð okkar í Atlantshafs- bandalaginu, að þeir megi kássast í öllum okkar málum og mættu þess vegna fá aðstöðu í utanríkis- ráðuneytinu eða dómsmálaráðu- neytinu til þess að auðvelda þeim störfin. Öryggismál á islandi eru íslenskt innanríkismál og það verða ráða- menn þessarar þjóðar að skilja. Annað er hreinn undirlægjuháttur. BRÉF TIL RITSTJÖRNAR Nói og Síríus skýra máliö I slúðurdálki Helgarpóstsins, er út kom 20. marz sl., er m.a. klausa um Nóa-Síríus hf. Þar segir efnislega, að Nói-Síríus sé búinn að koma sér upp einhverjum fjölda sjálfsala á Kefla- víkurflugvelli og seíji þannig fram- leiðsluvöru sína á staðnum. Síðan er því hreyft, hvort frændsemi undir- ritaðs og Geirs Hallgrímssonar, fyrr- verandi utanríkisráðherra, geti þarna verið um að þakka, eða kenna, allt eftir því, hvernig menn kjósa að líta á málið. Ekki er öll vitleysan eins. Eg vil þó ekki láta hjá líða að leysa úr þessum vangaveltum dálkahöfundar, hver svo sem hann kann að vera. Einhvern tíma á síðasta ári barst Félagi íslenskra iðnrekenda boð frá stjómendum verslana á Keflavíkur- flugvelli, um að senda sveit manna á vettvang til skrafs og ráðagerða. Tilgangur Bandaríkjamanna með heimboðinu var að láta í ljós áhuga þeirra á frekari verslun við íslensk framleiðslufyrirtæki. Undirritaður var einn af þeim, sem fór í þessa heimsókn. Þar voru okkur sýndar verslanir þessara u.þ.b. 5000 manna, sem þar mega versla og jafnframt vorum við spurðir, hvort íslenskir aðilar framleiddu ekki eitt- hvað, sem selja mætti þessu fólki. Var ákveðið að efna á þessu ári, í LAUSN Á SPILAÞRAUT Það reynist oft vel að gefa fyrsta slag þegar legan er svipuð þessari. Þá er sambandið rofið á milli spil- anna. En hér virðist það tilgangs- laust. Þá gæti austur tekið slaginn með spaða kóngi og spilað trompi og þarmeð er allt komið í hvínandi vandræði. Með hvaða spili ættir þú þá að trompa? Nei, í þessu til- felli tökum við strax á ásinn. Til þess að átta okkur á legu spil- anna, þurfum við að komast að því hver á tromp kónginn. Við lát- um lítinn tígul úr borðinu og svín- um gosanum. Þegar það heppn- ast, þá látum við hjarta ásinn og þar kom kóngurinn siglandi, svo nú var spilið komið í höfn. vor eða sumar, til sérstakrar Islands- kynningar í stærstu versluninni, auk þess sem félagsmenn iðnrekenda yrðu hvattir til að gefa þessum markaði aukinn gaum. En frum- kvæðið var sem sagt Bandaríkja- manna og ber að meta það. Það er skemmst frá að segja, að þetta framtak vakti okkur hjá Nóa- Síríus til umhugsunar. Nokkrum dögum eftir heimsóknina fóru sölu- menn okkar í þessar verslanir og er nú svo komið, að við seljum þessum aðilum reglulega okkar vöru. Það bendir aftur til, að varan seljist í búðunum, sem þá þýðir, að hún lík- ar vel. Það í sjálfu sér kemur ekki á óvart. Hvað varðar sjálfsala þá er það rétt, að okkar vörur eru til sölu í þeim. Yfir því erum við ákaflega stoltir. En auðvitað eigum við ekki þessa sjálfsala. Þeir eru í eigu Bandaríkjamanna. Sjálfsalar eins og þeir, er hér um ræðir, hafa verið á Keflavíkurflugvelli um árabil. Þeir hafa hingað til verið fullir af útlendri vöru, sem Bandaríkjamenn flytja inn sjálfir milliliðalaust. Þannig að ekki einu sinni íslenskir innflytjend- ur njóta þar góðs af. Það er svo sem eftir Helgarpóstinum að gera reki- stefnu út af því, að íslensk vara ryð- ur útlendri á burt. I sannleika sagt er þéssi grein blaðsins óttaleg lágkúra. í þessu til- felli, eins og svo oft áður, hefði verið auðvelt að komast að hinu sanna, með því að leita eftir því. En sá ljóð- ur er á þeirri athöfn, að fréttin verð- ur ekki eins spennandi. Ég hefi oft staðið sjálfan mig að því, að lesa þessar slúðursögur Helgarpóstsins og þykja sumar hverjar bara nokk- uð góðar. Hreint alveg ótrúlegt hvað fólki dytti í hug og hvað væri að ger- ast í þessu landi. Ég sé nú, að full ástæða er til að taka á sér góðan vara við slíkan lestur. Virðingarfyllst, Nói-Síríus hf., Kristinn Björnsson Blind- hæðir og brýr eru vettvang- ur margra um- ferðarslysa. Við slikar aðstæður þarf að draga úr ferð og gæta þess að mætast ekki á versta stað. Til fermingargjafa i DOMUS Laugavegi 91 10 HELGARPÖSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.