Helgarpósturinn - 27.03.1986, Blaðsíða 21
r
Þ
essa dagana er verið að sýna
í Stjörnubíói barnamyndina Ronju
ræningjadóttur. Myndin er með ís-
lensku tali og er það Hitt leikhúsið,
sem á veg og vanda að þessu fram-
taki. Þetta hefur að sjálfsögðu í för
með sér aukakostnað og þvi fóru að-
standendur Hins leikhússins þess á
leit við Þorstein Pálsson fjármála-
ráðherra og Sverri Hermannsson
menntamálaráðherra og helsta tals-
mann íslenskunar á erlendum
texta, að felldir yrðu niður tollar af
myndinni vegna kostnaðaraukans.
Það fékkst ekki í gegn og þess vegna
kostar hver miði kr. 190.00. . .
l síðastaHPnefndum viðnokkra
hugsanlega umsækjendur um starf
RÚVAK-stjóra. Nú hefur nýtt nafn
borið á góma, en það er enginn ann-
ar en Stefán Jón Hafstein fyrr-
verandi fréttamaður og núverandi
fréttamaður útvarpsins í Bandaríkj-
unum. Þá höfum við frétt, að yfir-
stjórn útvarpsins vilji gjarnan sjá út-
lenskt menntaðan mann í þessu
starfi. Þannig gæti Stefán Jökuls-
son einnig komið til greina, því
hann var í fyrra um skeið í læri hjá
BBC í London. . .
Q
meira um RUVAK. Nú þeg-
ar Jón Baldvin Halldórsson
fréttamaður er á leið suður yfir
heiðar þarf að ráða nýjan mann í
hans stað. Sá mun, eftir því sem við
höfum heyrt, vera Gísli Sigur-
gestsson núverandi ritstjórnarfull-
trúi á Degi á Akureyri. . .
A
ii^^^uglýst hefur verið til leigu
skrifstofuhúsnæði ,,á besta stað í
bænum", eða í Kirkjuhvoli og horn-
húsinu á milli Kirkjuhvols og Þórs-
hamars, en það hús er í eigu Alþing-
is. Munu margir hafa sýnt því áhuga
að fá þarna leigt, enda húsnæðið í
hjarta gamla miðbæjarins, beint á
móti Dómkirkjunni og í kallfæri frá
þinginu. Við höfum heyrt að
Bandalag jafnaðarmanna hafi
m.a. lagt inn fyrirspurn varðandi
leigufjárhæð og kjör. . .
er um endursýning-
ar í sjónvarpinu um þessar mundir,
þá sjaldan að það sendir út. Það hef-
ur vakið athygli manna að það efni,
sem endursýnt er, hefur gjarnan
verið unnið af Hrafni Gunnlaugs-
syni, Birni Björnssyni og Agli
Edvarðssyni. Sem dæmi má nefna
þátt með Savannatríóinu (en þar
fengu Þórir Baldursson og Jónas
R. Jónsson líka endursýningar-
greiðslur upp í hendurnar), Undir
sama þaki, Silfurtúnglið og þátt með
Spilverki þjóðanna. í „spilverkinu"
voru auðvitað ýmsir út Stuðmanna-
genginu, m.a. Egiil mágur Hrafns.
Já, það er munur að eiga frenner og
venner. ..
K
■i^kvikmyndafélagið Óðinn
hefur verið lýst gjaldþrota, en það
fékk ekki risið undir kostnaði við
Atómstöðina. Félagið fékk að sjálf-
sögðu styrk úr Kvikmyndasjóði, en
hann dugði engan veginn til. Það
virðist hins vegar lítið þurfa til að fá
slíka styrki, því „sjóðsstjórar" snör-
uðu út þremur og hálfri milljón til
Hilmars Oddssonar (Björnsson-
ar, leikritaskálds) í frumraun hans,
Eins og skepnan deyr, eins og um-
deilt varð. . .
Þ
að er ekki víst að allir geri sér
grein fyrir þeim gífurlega kostnaði,
sem fylgir því að senda sjónvarps-
þætti beint út utan af landi. Þannig
er talið, að kostnaðurinn vegna þátt-
arins Á líðandi stundu, sem send-
ur var frá Akureyri hafi kostað á
aðra milljón króna. Að þættinum
unnu um 20 manns, sem þurftu að
dvelja á Akureyri í nokkra daga,
upptökubílar, flutningar o.s.frv. . .
Foreldrar!
Komið með börnin í mat
til okkar á sunnudögum
og sparið!
Öll börn 12 ára og yngri
sem koma með foreldr-
um sínum fá:
Frían
hamborgára m/frönskum t-ða 'h rétt
dagsins i sleikjó.
Munið góða barnahornið.
tt kaffi, velur þú
Hefur þú smakkað
COLOMBIAKAFFIÐ
okkar?
Kaffibrennsla Akureyrar hf
Hj ■ wtk
í 'y/% iBi
^ Jj P
ét Éf • ImI
r-fei gj|ji l|pi fHs^.
ijy l o Jfe ■Æt
^ á.. .. __M
HELGARPÓSTURINN 21