Helgarpósturinn - 27.03.1986, Blaðsíða 8
BÖÐVAR BRAGASON LÖGREGLUSTJÓRISIAÐFESIIR, AÐ SVOKÖLLUÐUINNRA ÖRVGÍ
Að undanförnu hafa svo köllud
„innri öryggismál" mikid veriö til
umrœdu, og er ástœdan sú ad utan-
ríkisrádherra, Matthías A. Mathie-
sen, lagði fram í ríkisstjórninni til-
lögu um samþykkt varðandi „innra
öryggi" þjóðarinnar. Með þesssu er
átt við bœði viðbúnað gegn hryöju-
verkum öfgamanna og þvísem kall-
að er ólögmœt upplýsingastarfsemi
og heitir á íslensku njósnir.
Utanríkisráðherra segir ,,að tíma-
bært sé að efla sérstaklega viöbán-
að gegn hverskyns starfsemi er mið-
að því að grafa undan öryggi og
sjálfstæði landsins innanfrá" eða
svo er eftir honum haft í Morgun-
blaðinu. Utanríkisráðherra leggur
til að stofnuö verði sérstök deild inn-
an lögreglunnar til að sinna fram-
kvœmd þessara mála. Lögreglu-
stjóri, Böðvar Bragason, segir aftur
á móti að þessum málum hafi verið
sinnt innan tögreglunnar í áratugi
og að þetta sé ekkert nýtt mál. Þrátt
fyrir það er látið í það skína að hér
á landi hafi aldrei verið fylgst með
mönnum. Þannig virðist utanríkis-
ráðherra ekki hafa kynnt sér málið
hjá samráðherra sínum Jóni Helga-
syni dómsmálaráðherra. Spurning-
in er ekki hvort hér sé starfrœkt
leyniþjónusta eða ekki heldur
hvernig eigi að starfrœkja hana.
Varðbergs-
fundurinn
Fundur var haldinn um þessi mál,
ekki á Alþingi heldur á Hótel Sögu,
að tilhlutan Varðbergs og Samtaka
um vestræna samvinnu. Þetta hefur
verið gagnrýnt talsvert því þar var
rætt um innri öryggismál íslands af
utanríkisráðherra, starfsmanni
dómsmálaráðuneytisins Ólafi Walt-
erStefánssyni, blaðamanni Morgun-
blaðsins Guðmundi Magnússyni og
þingmönnunum Haraldi Ólafssyni
(B) og Eiði Guðnasyni (A). Einnig
sátu fundinn starfsmenn bandaríska
sendiráðsins en starfsmenn sendi-
ráða aðildarríkja Atlantshafsbanda-
lagsins hafa heimild til að sækja
fundi þessara félaga. Þegar Eiður og
Haraldur gagnrýndu veru þeirra á
fundinum svaraði einn starfsmanna
bandaríska sendiráðsins því til að
þeir væru á fundinum í góðri trú
sem gestir fundarboðenda, sam-
kvæmt því sem segir í frétt Morgun-
blaðsins af fundinum. Aðrir fjölmiðl-
ar virðast ekki hafa verið á fundin-
um.
Sjm j '
fflssm;.
‘Á/ S: ■ :
/, í
1r i |
1
$ U'y i pg /gHI
/'Æ
Ganga fslenskir leyniþjónustumenn inn og út um þessar dyr?
„Innri öryggismálum" sinnt frá
1950
Margvisleg verkefni og
mikill árangur orðið
Fyrirspurn á
Álþingi
Vegna þessa hefur Steingrímur J.
Sigfússon þingmaður Alþýðubanda-
lagsins (en fulltrúa þess flokks var
ekki boðið á Varðbergsfundinn) lagt
fram fyrirspurn til utanríkisráð-
herra. Þar spyr hann hvort eigi að
koma á fót leyniþjónustu, hverju
sæti að slíkar hugmyndir skuli vera
reifaðar á fundi hjá Varðbergi áður
en þær eru kynntar á Alþingi, einn-
ig spyr hann ráðherra hvort hann
telji eðlilegt að um þessi mál sé rætt
í áheyrn erlendra sendiráðsstarfs-
manna. Ekki er útlit fyrir að ráð-
herra svari fyrirspurninni fyrr en
eftir páskaleyfi þingmanna. En sam-
kvæmt því sem Matthías sagði í
samtali við Helgarpóstinn þá þykir
honum ekki óeðlilegt að málið var
rætt fyrst á Varðbergsfundi en vísar
á dómsmálaráðuneytið í sambandi
við hvort hér eigi að koma á fót
leyniþjónustu. Hann vildi ekki út-
skýra hvað hann ætti við með orða-
laginu „ólögmæt upplýsingastarf-
semi“, sagði að það lægi í augum
uppi.
Áhyggjur vinstri
manna
Þeir sem mestar áhyggjur hafa af
þessu máli eru vinstrisinnað fólk,
þeir sem í daglegu tali eru kallaðir
„kommar". Líklegt er að innan þess
hóps telji menn að hægt sé að finna
íslenska „treho!ta“ en vinstri menn
eru ekki óvanir því að með þeim sé
fylgst eftir því sem heimildarmenn
blaðsins segja. Þeir segja t.d. að
starfsmenn bandaríska sendiráðsins
taki myndir af og skrái fólk sem tek-
ur þátt í Keflavíkurgöngum, eins láti
hægrimenn í Háskóla Islands sendi-
ráðinu í té upplýsingar um vinstri'
menn í sama skóla o.s.frv. Heimild-
armennirnir telja líklegt að þessum
upplýsingum sé komið áleiðis til að-
ila hér innan lands. Enda sé viður-
kennt samstarf NATO-ríkja á þessu
sviði. Tilgangur umræðunnar nú
virðist því eingöngu vera sá að
stofna formlega leyniþjónustu á ís-
landi.
Örygaismál
Íslanas =
öryggismál
Bandarikjanna
Það er tvennt sem vekur sérstaka
Matthías Á. Mathiesen vildi lítið
um málið segja þegar HP hafði
samband við hann, annað en það
sem komið hefði fram í viðtali við
Morgunblaðið. Hann lagði
áherslu á að vinna þyrfti að þess-
um málum og því hefði hann lagt
til að skipuð yrði nefnd. Lítið vœri
um rnálið að segja þar sem það
vœri á umrœðustigi.
Ráðherranum fannst ekkert at-
hugavert við það að máliö var tek-
ið upp á Varðbergsfundi áður en
það kom inn á Afþingi, algengt
vœri að menn rœddu mál sem þeir
hefðu áhuga á annars staðar en á
Alþingi áður en þau vœru lögð
fram.
Þrátt fyrir að umræðan hefjist í
utanríkisráðuneytinu heyra þessi
mál undir dómsmálaráðuneytið
sem að sögn lögreglustjóra, Böðv-
ars Bragasonar, hefur sinnt þess-
um málum undanfarna áratugi
ásamt með útlendingaeftiriitinu.
Lögregiustjóri sagði að það hefði
verið stefna stjórnvalda að ræða
þessi mál ekki opinberlega en þar
sem menn væru að ræða málin án
þess að gera sér grein fyrir því að
„innri öryggismálum" væri og
hefði verið sinnt, væri ekki hægt
að komast hjá því að upplýsa það.
Böðvar Bragáson, lögreglustjóri: „Innri
öryggismálunum" er sinnt og þeim hef-
ur verið sinnt."
„Þessi starfsemi er búin að vera
í gangi í landinu í áratugi," sagði
Böðvar Bragason lögreglustjóri.
„Útlendingaeftirlitið er undir
minni stjórn og um það eru iög
nýjust frá árinu 1965 og eftirlitið
er áratuga gamalt fyrirbæri. Ef til
vill vegna þess að útiendingaeftir-
litið hefur verið hér við þetta emb-
ætti hefur þótt hagkvæmt að lög-
reglustjóraembættið sinnti því
sem má kalla „innri öryggismái"
eða eitthvað annað. Það skipulag
máia hefur verið við lýði allt frá
árinu 1950. Af eðlilegum ástæð-
um get ég ekki skýrt frá í hvaða
formi þetta hefur verið í gegnum
tíðina og ég get ekki heldur skýrt
frá því í hvaða formi þetta er í dag.
En ég get einfaldlega sagt að þess-
um málaflokki er sinnt. Að sjálf-
sögðu undir eftirliti réttra stjórn-
valda sem er dómsmálaráðuneyt-
ið. Þannig að það er mikill mis-
skilningur ef menn halda að þessi
mál hafi verið látin iiggja hjá garði
og að þeim sé ekki sinnt. En það var
líka ákvörðun stjórnvalda að með
þessi mál skyldi fara hljóðlega og
svo hefur verið alla tíð. Það getur
verið ástæða þess að það komi
flatt upp á ýmsa nú að þessi starf-
semi sé til í landinu.
Þar sem aðrir eru búnir að opna
þessa umræðu sé ég ekki aðra leið
færa en a.m.k. að svara því hvort
þessi starfsemi sé til eða ekki og
einsog ég hef sagt þá hefur þessi
starfsemi verið í gangi síðan 1950.
Þessum málum hefur verið sinnt
og það hafa margvísleg verkefni
komið upp í gegnum árin og mikill
árangur orðið á ýmsum sviðum án
þess að hægt sé að skýra nánar frá
því,“ sagði lögreglustjórinn að lok-
um.
Af þessum ummæium lögreglu-
stjóra má skilja að umræðan núna
sé röng á tveimur forsendum. f
fyrsta lagi sé um innanríkismál að
ræða miklu frekar en utanríkis-
mál. í öðru lagi sé þessum málum
sinnt og að þeim hafi verið sinnt.
Þess vegna sé umræðan óþörf og
geti jafnvel skaðað „innra öryggi"
þjóðarinnar.
8 HELGARPÓSTURINN