Helgarpósturinn - 27.03.1986, Blaðsíða 31

Helgarpósturinn - 27.03.1986, Blaðsíða 31
FRÉTTAPÓSTUR .K^OUE-WESe,,,, Gerðardómslög á mjólkurfræðinga Stjórnarflokkarnir tóku sig til á mánudagskvöldið og sam- þykktu gerðardómslög á Mjólkurfræðingafélag íslands og brutu þannig á bak aftur verkfall mjólkurfræðinga sem var nýhafið. Þingmenn Alþýðubandalags og Kvennalista greiddu atkvæði á móti, en þingmenn Alþýðuflokks og Bandalags jafnaðarmanna sátu hjá. Samkvæmt þessum lög- um skal kjaradómur, tilnefndur af hæstarétti, ákvarða um kaup og kjör mjólkurfræöinga fyrir 1. maí og leggja til grundvallar gildandi samninga miðað við þær launa- og kjarabreytingar sem almennt hefur samist um á vinnu- markaðinum. 184 ákærðir í okurmálinu Gefin hefur verið út ákæra á hendur Hermanni Björgvins- syni og 123 öðrum einstaklingum í kjölfar rannsóknarinn- ar á svokölluðu „okurmáli". Hermanni er gefið að sök að hafa 1984—1985 veitt 35 aðilum peningalán og tekið tæp- lega Sl milljón króna umfram lögleyfða vexti. Hinir 123 ákærðu veittu Hermanni peningalán og fengu i sinn hlut tæplega 42 milljónir króna alls umfrani lögleyfða vexti. Samtals gera þetta rúmlega 62,2 milljónir króna. Ríkissak- sóknaraembættið hefur neitað enn sem komið er að upplýsa nöfn hinna 123 einstaklinga, en segir þá úr öllum stéttum þjóðfélagsins. Er haft eftir Jónatan Sveinssyni, saksóknara að óþarfi sé að auka á hrellingar þessa fólks! Flest málin verða höfðuð fyrir Sakadómi Reykjavíkur eða 73, en 28 í Hafnarfirði, Garðakaupstað og á Seltjarnarnesi. Irilla með tveimur sjómönnum ferst Fimmtudagskvöldið 20. mars fórst trillan Sigurður Þórðar- son GK-91 út af Seltjarnarnesi og með henni tveir sjómenn. Þeir hétu Jóhann Sveinbjörn Hannesson, 29 ára Sandgerð- ingur og Þorbjörn E. Friðriksson, 32 ára Keflvikingur. Jó- hann lætur eftir sig eiginkonu og þrjá syni, en Þorbjörn var ógiftur og barnlaus. Ráðning forstöðumanns Dalbrautar veldur deilum Margrét Einarsdóttir, sjúkraliði og varafulltrúi Sjálfstæðis- flokksins i borgarstjórn, hefur verið ráðin forstöðumaður þjónustuíbúða aldraðra við Dalbraut. Ráðningin hefur mælst illa fyrir meðal fulltrúa minnihlutans, sem taldi að annar umsækjandi, Hrönn Jónsdóttir, hjúkrunarfræðing- ur, væri mun hæfari til starfans, hefði meiri menntun og reynslu. Taldi minnihlutinn að sú staðreynd, að gengið hefði verið framhjá Hrönn sýndi, að hér væri augljóslega um pólitíska veitingu að ræða. Verkfall rafeindavirkja óleyst Hvorki gengur né rekúr í verkfalli rafeindavirkja, er unnu hjá Ríkisútvarpinu og Pósti & síma. Símkerfi landsmanna er mjög úr skorðum og sömuleiðis dagskrá rikisfjölmiðl- anna. Þannig urðu útsendingar aðeins annan hvern dag í síðustu viku og engar útsendingar þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag í þessari viku. Eru eigendur myndbanda- fyrirtækja að vonum himinlifandi, enda aðsókn í hámarki. Þorsteinn Pálsson, fjármálaráðherra, hefur látið svo um mælt í utandagsskrárumræðum á þingi, að ekki komi til greina að ræða við rafeindavirkja sem eru í ólöglegu verk- falli — þeir verði fyrst að snúa sér að sínum fyrri störfum. Engin hlutafjáraukning hjá Flugleiðum Á aðalfundi Flugleiða var tillaga stjórnarinnar um þreföld- un hlutafjár með útgáfu jöfnunarbréfa felld í síðustu viku. Tillagan þurfti að fá 80% atkvæða, en hlaut 75,5% gegn 24,5% mótatkvæðum. Á móti þessu munu einkum hafa ver- ið fyrrverandi flugmenn Loftleiða — hópur sem kallar sig Orlofsdvöl og segir sagan að andstaðan hafi stafað af því að Dagfinnur Stefánsson hafi ekki náð kjöri í stjórn. Stjórn- endur Flugleiða voru afar óánægðir með þessa afgreiðslu. Hlutafé Flugleiða er nú 35 milljónir króna og þreföldun hefði því þýtt 105 milljónir. Taprekstur hjá Eimskipafélaginu Tap á rekstri Eimskipafélagsins árið 1985 varð 46,7 milljón- ir króna. 1984 varð einnig tap á rekstrinum, upp á 57 millj- ónir króna. Heildartekjur fyrirtækisins 1985 urðu 2.714 milljónir króna. Þetta kom fram á aðalfundi fyrirtækisins í síðustu viku og kom enn fremur fram að 3% samdráttur varð á flutningum fyrirtækisins, flutningsgiöld fóru lækk- andi og verðfall varð á skipum. Þó varð umtalsverð aukning í strandflutningum og þreföldun á flutningi fersks fisks. Samþykkt var að tvöfalda hlutabréf fyrirtækisins með út- gáfu jöfnunarbréfa og að greiða 10% arð. • Sverrir Hermannsson, menntamálaráðherra, vill leggja á sérstakan eignaskattsauka á hátekjumenn til að f jármagna lokaframkvæmdir við Þjóðarbókhlöðuna á næstu þremur árum. Slíkur eignaskattsauki er fyrir hendi, en rennur til Byggingasjóðs rikisins. • Samkvæmt skoðanakönnun Hagvangs er Alþýðubanda- lagið í talsverðri sókn um þessar mundir, sérstaklega þó í Reykjavik og meðal kvenna. Skoðanakönnunin bendir til þess að ríkisstjórnin hafi verulega styrkt sig í kjölfar kjara- samninganna, niðurstaðan varð sú að 63,7% þeirra sem af- stöðu tóku styðja rikisstjórnina en 36,3% voru á móti henni. • Kvennaframboðið á Akureyri hefur ákveðið að bjóða ekki fram til bæjarstjórnarkosninganna þar, telja ekki þörf á því, meðal annars i ljósi þess hversu margar konur væru á list- um annarra framboða. • í vikunni voru þrír tæplega þrííugir menn dæmdir í 2—3ja ára fangelsi og fésektir fyrir tilraun til að smygla hassi, amfetamíni og kókaíni inn til landsins frá Hollandi með Lagarfossi árið 1983. • Látin er Sigriður Einarsdóttir, hjúkrunarkona, á 92. ald- ursári. Hún var gift Finnboga Rúti Þorvaldssyni og dóttir þeirra er Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands. C'fJ/Æ r.ui-: Ný verslun á gömlum grunni Pf ¦*&k Lifandi páskaungar til sýnis fyrir börnin. Hangikjöt úrbeinaður frampartur kr. 338 kg. London lamb úrbeinaður frampartur kr. 389 kg. Svali á Nautakjöt á mjög lágu verði: Hakk kr. 325 kg. buff kr. 715 kg. innanlæri kr. 767 kg. 69 kr. 6 í pakka Heildósir af niðursoðnum ávöxtum i&* 75 kr. Allir fá aS smakka Góður afsláttur á kókómjólk. Allt svínakjöt á lágu verði. verslunin Starmýrl 2 S. 30420 - 30425 Opið 9.-18.30 miðvikudag. 10—16 laugardag. '•V HELGARPÓSTURINN 31

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.