Helgarpósturinn - 27.03.1986, Blaðsíða 20

Helgarpósturinn - 27.03.1986, Blaðsíða 20
BÍLEIGENDUR BODDÍHLUTIR! Framleiðum trefjaplastbretti á eftirtaldar bifreiðar: Lada 1600. 1500, 1200 og Lada Sport. Subaru '77. '79. Mazda 323 77, '80, Mazda 929 '76-78, Mazda pickup 77-82, Daihatsu Charmant 78,79. Brettaútvikkanir á Lödu Sport. BÍLPLAST Vagnhöfða 19, sími 688233. I Tökumaðokkurtrefjaplastvinnu. Póstsendum. I Veljið islenskt. SPENNUM BELTIN & sjálfra okkar vegna! E i skoðanakönnun Hagvangs um fylgi flokka og samtaka fyrir borg- arstjórnarkosningarnar í Reykjavík virðist ekki hafa fundist einn einasti kjósandi reiðubúinn til að veita Flokki mannsins atkvæði sitt. FM fær sem sagt 0,0% atkvæða meðal hins 171 sem gaf Hagvangi upp afstöðu sína, samkvæmt því sem fram kemur í Morgunblaðinu að minnsta kosti. Hagvangur velur til- viljanakennt úrtak úr þjóðskrá, en samt hefur fyrirtækinu einhvern veginn tekist að sniðganga 2.700 félaga sem Flokkur mannsins segir að séu á skrá hjá sér í Reykjavík (sem gerir um það bil 4% kjósenda í borginni). Eru stuðningsmenn Flokks mannsins ef til vill í feluleik? Svo mætti ætla.. . _ va nema í tíma sé tekið Það er betra að panta í tíma þegar Reykjalundarrörin eru annars vegar. - Við höfum varla undan, enda hefur ekkert vatnslagnaefni reynst betur íslenskum aðstæðum. Meðferð röranna er auðveld, möguleikarnir endalausir og endingin gerist varia betri. REYKJALUNDUR Mosfellssveit, 270 Varmá Sími 91-666200 Telex 2268 var is í síðasta blaði sögðum við frá því, að Gísli Bragi Hjartarson múrari hefði lent í öðru sæti í próf- kjöri hjá krötum á Akureyri og gæti þetta orðið krötum mikill styrkur í bæjarstjórnarkosningunum í vor. Við létum það fylgja með, að Gísli Bragi ætti syni tvo, þá Alfreð lands- liðsmann í handbolta og Gunnar Iandsliðsmann í knattspyrnu. Við hefðum að sjálfsögðu átt að láta það fylgja með, að þrír aðrir synir Gísla Braga eru íþróttagarpar hinir mestu og allir landsliðsmenn. Þeir eru Hjörtur landsliðsmaður í lyftingum og frjálsum íþróttum og Garðar og Gylfi, sem báðir eru landsliðsmenn í lyftingum. Semsé sannkölluð landsliðsfjölskylda.. . S 'kemmtistaðirnir finna upp á ýmsu til að trekkja til sín skemmt- anaþyrsta fslendinga. Eins og merin rekur e.t.v. minni til þá var efnt til „blautbolakeppni" á skemmtistaðn- um Hollywood fyrir allnokkru. Á sunnudagskvöld var hátíð í Holly- wood og ýmislegt á dagskrá fyrir gestina. Og meðal skemmtiatriða var eitthvað sem kallað var „blaut- buxnakeppni" fyrir karlmenn. Ekki vitum við hvernig keppnin fór fram né hvað þurfti til að vinna. En langt er seilst til þess að þóknast gestun- um... hambo RTYKT svin KJÖTMIÐSTÖÐIN 686511 62 2511 20 HELGARPOSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.