Helgarpósturinn - 27.03.1986, Blaðsíða 26

Helgarpósturinn - 27.03.1986, Blaðsíða 26
LEIKLIST Myrkur: Hasarstykki Veil mamma hvad ég vil? Myrkur eftir Frederick Knott Leikstjóri: Pétur Einarsson Galdraloftid Leikfélögin hér í bæ eru, eins og menn vita, orðin gríðarmörg, nánar tiltekið u.þ.b. óteljandi. Eitt splunkunýtt hélt sína fyrstu frumsýningu á föstudagskvöldið. Það heitir hvorki meira né minna en Veit mamma hvaö ég vil? (Leikfélag unga fólksins), en í leikskrá kallar það sig Mömmuleikflokkinn eða bara Mömmu. Þar segir að félagsmenn hafi fyrir áramót verið orðnir um 90, en nærri 30 er getið sem starfsmanna við þessa fyrstu sýn- ingu. Húsnæði leikhópsins er kallað Galdraloft- id, og er það uppi á hanabjálka í Hafnarstræti 9. Það er ekki beinlínis sérhannað til sam- komuhalds; og þvi aðeins kemur þessi leik- dómur fyrir sjónir lesenda að sýningarfólk hafði verið svo hugulsamt að negla þykkan svamplista á brúnina sem maður rekur höf- uðið í á efsta stigapalli. Salurinn rúmar ekki nema fimm sætaraðir, eða eiginlega hálfa fimmtu, svo að varla verða sýningarnar neitt stórgróðafyrirtæki. Hins vegar er mesta furða hve lítið þrengslin há sýningunni sjálfri. Leikmyndin er eftir leikstjórann, Pét- ur Einarsson, og mætir prýðilega þeirri þörf að tákna heila íbúð í litlu rými. Leikritið, Myrkur, er enskt sakamálaleik- rit, höfundur Frederick Knott, en þýðanda er ekki getið. Sú leið er valin í þýðingunni að staðfæra leikinn til Reykjavíkur, og er það vissulega til að lífga upp á. Ekki er þó stað- færslunni fylgt stranglega eftir, t.d. varðandi notkun ættarnafna og símaklefa. Leiktext- inn var kannski ekki áferðarslæmur í sjálfu sér, en ansi margar setningar vöfðust samt fyrir hinum óvönu leikurum, og held ég það hlyti að hafa mátt lagfæra að einhverju leyti með breytingum á textanum. Leikritið er vel upp byggður spennuleikur, gerist heima hjá blindri konu, og er íbúðin meira og minna undir lögð af glæpamönnum sem ýmist leynast fyrir konunni eða villa á sér heimildir við hana. Lokauppgjörið er spennu þrungið, ójafn leikur þrjótanna og konunnar, þar sem myrkrið er hennar helsta vörn, Gerist leikur- inn ófagur á köflum, menn vegnir bæði af sviði og á, enda ekki mælt með sýningunni fyrir börn. Sýningin er kannski ekki gallalaus á þann stranga mælikvarða sem atvinnuleikhúsin venja okkur á. En hér eru líka áhugamenn á ferð, langflestir innan við tvítugt, og er því eðlilegastur samanburðurinn við skólasýn- ingar framhaldsskólanna. Þann samanburð held ég Myrkur standist mætavel. Sýningin rennur eðlilega, stöður og hreyfingar vel æfðar, en þar reynir heilmikið á, ekki síst í átakasenum, bæði í björtu og í niðamyrkri. Stærsta hlutverkið, blindu konuna, leikur Þórunn Helgadóttir. Höfuðskúrkurinn er Már W. Mixa. (Þau Már og Þórunn leika sam- an hina áhrifamiklu lokasenu). Skárri glæpon er Þórir Bergsson og miklu skárri eftir Helga Skúli Kjartansson glæpon (inn við beinið) er Felix Bergsson. í öllum smærri hlutverkum eru Sólveig Svein- björnsdóttir (nágrannastelpa í snúningum hjá blindu konunni) og Héðinn Sveinbjörns- son (eiginmaður blindu konunnar). Svo eru þrír lögregluþjónar nánast statistar. Trúverðugleiki sýningarinnar stendur og fellur með því að Þórunn sé sannfærandi blind. Það tekst henni lygilega vel og hlýtur að liggja í því mikil vinna og alúð af hennar hálfu og Péturs leikstjóra. Líklega verður Þórunn því að teljast stjarna sýningarinnar. Þó var það Felix sem allra best fór með text- ann og aldrei skeikaði að leggja réttar áhersl- ur og eðlilegan tón í hvert tilsvar, ekki einu sinni þegar hann þurfti að hrópa fullum hálsi. Það vekur einnig athygli að yngsti leik- arinn, Sólveig sem er aðeins 15 ára, skilar hlutverki sinu mjög myndarlega. Og mætti raunar tína fleira til sem laglega er gert hjá leikendunum ungu. Ég býst við að margir gætu haft gaman af að sjá þau spreyta sig. UM PÁSKANA Við höfum opið alla páskahelgina frá kl. 11 til 23.30 daglega og bjóðum aldeilis frábæra kjúklingabita frá ísfugl. ChickOúnq Kjúklingastaðurinn Stigahlíð 45, Sími 38890 ísfugl Höfundurinn og stjórnandinn Ed Wubbe ræðir við hinn stjórnandann Ton Wiggers. íslenski dansflokkurinn og Þjóðleikhúsið: Stödugir ferðalangar ballettsýning eftir Ed Wubbe Sunnudaginn 6. aprtl kl. 20.00 frumsýna Þjóðleikhúsið og íslenski dansflokkurinn ballettsýninguna Stöðugir ferðalangar sem er byggð upp á þremur ballettum eftir hol- lenska danshöfundinn Ed Wubbe. Tónlistin er eftir John McDowell, Arvo Párt og þjóðlagatónlist frá Marokkó sem er flutt afSamira Ben Said og hljómsveit. Leikmyndir eru eftir Hep von Delft og brœðurna Ar- menio og Alberts Marcell, en bún- ingar eftir Heidi de Raad og Sigur- jón Jóhannesson. Arni Baldvinsson hannar lýsinguna en stjórnendur uppfœrslunnar eru Ton Wiggers og Ed Wubbe. Dansarar í sýningunni eru Ásdís Magnúsdóttir, Ásta Henriksdóttir, Birgitta Heide, Guðmunda Jóhann- esdóttir, Guðrún Pálsdóttir, Helena Jóhannsdóttir, Helga Bernhard, Ingibjörg Pálsdóttir, Katrín Hall, Lára Stefánsdóttir, Ólafía Bjarnleifs- dóttir, Sigrún Guðmundsdóttir, Örn Guðmundsson og erlendu gestirnir Patrick Dadey og Norio Mamiya. Ballettarnir þrír í sýningunni heita Fjarlœgðir, Tvístígandi sinna- skipti, sem er saminn sérstaklega fyrir íslenska dansflokkinn, og Annað ferðalag. Ballettinn sem fyrst var nefndur og sá síðasttaldi hafa áður verið sýndir í Hollandi þar sem þeir vöktu óskipta athygli en þeir eru meðal þekktustu verka Wubbes. Með þessari sýningu íslenska dansflokksins og Þjóðleikhússins gefst einstakt tækifæri til að kynn- ast verkum eins af fremstu ballett- höfundum nútímans. Frumsýning verður 6. apríl og önnur sýning 10. apríl. —gpm 26 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.