Helgarpósturinn - 27.03.1986, Blaðsíða 19
m helgina birti Morgun-
blaðið niðurstöður skoðanakönn-
unar sem Hagvangur framkvæmdi
3—11. mars. Niðurstöðurnar benda
eindregið til þess að í Reykjavík séu
kjósendur mjög að pólaríserast, þ.e.
að hverfa frá miðjuflokkunum til
flokkanna yst til vinstri og hægri.
Einkum virðast kjósendur Alþýðu-
flokks og Framsóknarflokks leita nú
til Alþýðubandalags.
Ef borgarstjórnarkosningarnar í
vor færu í anda þessarar skoðana-
könnunar yrðu næsta kjörtímabil í
borgarstjórn alls 10 sjálfstæðis-
menn, 4 alþýðubandalagsmenn og
ein kvennalistakona. Þá mættu við
hverja atkvæðagreiðslu fjórir sjálf-
stæðismenn með góðri samvisku
hlaupast undan merkjum.
Alþýðuflokkurinn og Framsókn-
arflokkurinn eru samkvæmt þessu
langt frá því að eiga mann inni. Það
virðist ætla að duga krötum
skammt að hafa í prófkjöri skellt
Sigurði E. Guðmundssyni, en á
hinn bóginn er rétt að hafa í huga að
könnunin er framkvæmd tiltölulega
skömmu eftir að Sigurður var með
stóryrtar yfirlýsingar í fjölmiðlum
um ástæður þess að hann féll. En
allt um það virðist Bjarni P.
Magnússon eiga langt í land, hvað
þá eiginkona formanns Alþýðu-
©
flokksins, Bryndís Schram. Fyrsti
maður á lista Framsóknarflokksins,
Sigrún Magnúsdóttir, á sömuleið-
is ansi langt í land. . .
Húseigendur
Húsfélög
Stofnanir
Skrifstofur
DÖNSK GRAM TEPPI
á stigahús og stofnanir í hágæðaflokki.
Sérlega endingargóð, 5 ára ábyrgð
Tökum mál og gerum tilboð yður að
kostnaðarlausu.
Opið laugardaga kl. 10—12.
Teppaverslun Friðriks Bertelsen h/f
Síðumúla 23 s: 686266
HÆFILEIKAR
ÞÍNIR?
PROFIL-hæfileikamatiS mælir þá þætti í fari fólks, sem
skipt geta sköpum við val á starfi eða við námsval.
PRÓFÍL-prófið metur m.a.:
• Sköpunarhæfileika
• Skipulagshæfni, streituþol
• Innlifun, samskiptahæfni
• Ábyrgð og sjálfsöryggi
Með 10 þátta PRÓFÍL-línuriti færðu yfirlit um þínar
sterku hliðar og hvaða eiginleikar gætu verið til trafala
— jafnt í starfi sem námi.
Upplýsingar & tímapanfanir í síma 68 70 75 kl. 10—12
alla daga.
Sálfræðistöðin
Psychological Center Inc.
Bolholti 6, V. hæð,
105 Reykjavík
Sími: (91 )-68 70 75
Álfheiður Steinþórsdóttir — Guðfinna Eydal
HELGARPÓSTURINN 19