Helgarpósturinn - 27.03.1986, Blaðsíða 15
Valdimar Indriðason: Formaður banka-
ráðs Útvegsbankans, þingmaður Sjálf-
stæðisflokksins.
Helgi Seljan: Þingmaður Alþýðubanda-
lagsins, sat f bankaráði Búnaðarbankans.
Garðar Sigurðsson: Þingmaður Alþýðu-
bandalagsins, í bankaráði Útvegsbank-
ans.
illMIRTELJA ÞETTA EKKIVERA NEITTMÁL
flokksins, formaður bankaráðsins er
Pétur Sigurdsson þingmaður og
sjálfstæðismaður. Lárus Jónsson
einn af bankastjórum Útvegsbank-
ans er fyrrverandi þingmaður Sjálf-
stæðisflokksins sem og forveri hans
í starfi, Jónas Rafnar, tengdafaðir
Þorsteins Pálssonar formanns Sjálf-
stæðisflokksins. Úr sama flokki er
Valdimar Indridason formaður
bankaráðs Útvegsbankans.
Alþýðuflokkur og Alþýðubanda-
lag hafa líka sína tauma inn í banka-
kerfið. í bankaráði Búnaðarbankans
situr Alþýðuflokksmaðurinn Hauk-
ur Helgason, sem er áhrifamaður í
þeim flokki pg einn af forystumönn-
um BSRB. í þessu bankaráði var
einnig til skamms tíma Helgi Seljan,
alþingismaður úr Alþýðubandalagi.
Kollegi hans, þingmaðurinn Garðar
Sigurðsson, fékk nú fyrir áramót
sérstaka traustsyfirlýsingu til áfram-
haldandi setu í bankaráði Útvegs-
bankans frá þingflokki sínum, Al-
þýðubandalaginu. í bankaráði
Landsbankans á Alþýðubandalagið
hauk í horni þar sem er Lúðuík
Jósepsson, fyrrverandi formaður
fiokksins.
Hættan á hagsmunaárekstrum er
augljós, hvernig er annað hægt en
að ruglast á hlutverkum þegar einn
stjórnmálamaður hefur tíu til
fimmtán hlutverk á sinni könnu þar
sem hagsmunir hljóta einhvern tím-
ann að fara annað en saman.
Verkalýðshreyfingin
Hættan á hagsmunaárekstrum er
ekki eingöngu í kringum fjármála-
stofnanirnar. Forustumenn í verka-
lýðshreyfingunni hafa löngum verið
virkir baráttumenn í stjórnmáia-
flokkum landsins. Þeir hafa verið
sakaðir um að beita hreyfingunni og
lífskjörum fólksins í flokkspólitísk-
um tilgangi þegar mikið hefur legið
við að koma höggi á andstæðinga.
Þeir Guðmundur J. Guðmundsson
og Karl Steinar Guðnason alþingis-
menn eru í forystu VerkamannS-
sambands íslands. Guðmundur J. er
einnig formaður Dagsbrúnar. Björn
Þórhallsson varaforseti ASÍ er í mið-
stjórn Sjálfstæðisflokksins og Ás-
mundur Stefánsson forseti ASÍ er í
miðstjórn Alþýðubandalagsins.
Vegna þessara augljósu pólitísku
tengsla hvílir ætíð sá skuggi yfir
störfum þeirra að hagsmunir flokka
þeirra annars vegar og hreyfingar-
innar hins vegar rekist á þegar átök
eru um lífskjör.
Stóriðjunefnd
Þeir Gunnar G. Schram og Birgir
ísleifur Gunnarsson eru alþingis-
menn Sjálfstæðisflokksins og eru
báðir í samninganefndum, sem rík-
isstjórnin hefur starfandi til að gera
samninga við útlendinga um stór-
iðju á íslandi. Því hefur Gunnar G.
Schram verið í nefndinni, sem hefur
samið við ÍSAL. Hann á einnig sæti
í iðnaðarnefnd Neðri deildar Al-
þingis. Einhver stærstu verkefni
þeirrar nefndar á þessu kjörtímabili
hafa verið að yfirfara og meta samn-
Ásmundur Stefánsson: Forseti ASi, mið- Gunnar G. Schram: Þingmaður Sjálf-
stjórnarmaður í Alþýðubandalaginu. stæðisflokksins, stóriðjunefnd, iðnaðar-
nefnd Neðri deildar.
inga ríkisstjórnarinnar við ÍSAL. Þá
situr þar löggjafinn og eftirlitsmað-
urinn Gunnar G. Schram og metur
viðskipti, sem samningamaðurinn
Gunnar G. Schram hefur gert fyrir
hönd íslenska ríkisins.
Ótal slík dæmi finnast í íslensku
stjórnkerfi en enginn virðist hafa
neitt við þau að athuga nema líkt og
í dæmunum hér að ofan þar sem um
er að ræða að embættismaður á fyr-
irtæki sem hefur sama rekstur og
hann starfar við hjá ríki eða borg.
Athugasemdir við stjórnmálalega
hagsmunaárekstra eru gjarnan af-
greiddar sem að viðkomandi sé að
koma höggi á pólitískan andstæð-
ing.
Ekkert athugunarvert!
í lögum um réttindi og skyldur
starfsmanna ríkisins segir að rétt sé
að banna starfsmanni atvinnustarf-
semi ef hún fari ekki saman við starf
hans í þjónustu ríkisins. (34. gr.) En
Ólafur Jóhannesson segir í Stjórn-
arfarsrétti að ,,í löggjöfinni er t.d.
engin fyrirmæli að finna um sér-
stakt vanhæfi ráðherra, stjórnar-
ráðsstarfsmanna eða lögreglustjóra.
Fara þeir embættismenn þó með úr-
skurðarvald sem vissulega er þýð-
ingarmikið". Ráðherrar og þing-
menn geta þannig átt fyrirtæki, set-
ið í stjórnum fyrirtækja og félaga án
þess að löggjafinn sjái nokkuð at-
hugavert við að þessir sömu menn
setji lög á Alþingi um t.d. félög og
fyrirtæki.
Birgir isleifur Gunnarsson: Þingmaður
Sjálfstæðisflokksins, stóriðjunefnd.
ÆVINTÝRAMYND
EFTIR SÖGU
ASTRID LINDGREN
SPENNANDI,
DULARFULL OG
HJARTNÆM SAGA
T ext i: U msión:
Þórhallur Sigurðsson.
Raddir: Bessi Bjama-
son, Anna Þorsteins-
dóttir og Guðrún
Gísladóttir.
ATH.: BREYTTAN
SÝNIN G ARTÍMA
Sýnd kl. 2,4.30,7 og 9.30.
VERÐ KR.190,-
ATH.: Engin sýning á föstu-
daginn langa og páskadag.
H/TT L^ikhúsið
RcenínGoa
ÖÓttíR
HELGARPÓSTURINN 15