Helgarpósturinn - 27.03.1986, Blaðsíða 32

Helgarpósturinn - 27.03.1986, Blaðsíða 32
Wk að er ekki laust við, að menn hafi brosað í kampinn yfir hræsn- inni í Davíð Scheving Thorsteins- syni, þegar hann lýsti yfir því, að hann væri reiðubúinn til að lækka vörur fyrirtækis síns ef raunvextir yrðu lækkaðir. Þannig er nefniiega mál með vexti, að Davíð er stjórnar- formaður Iðnaðarbankans, sem er stór eigandi í fyrirtækinu Glitnir hf. ásamt norska fyrirtækinu Nevi AS og Eddu Helgason, sem á fyrir- tækið Sleipner í London. Fyrirtæki þetta sérhæfir sig í svokallaðri fjár- mögnunarleigu og einmitt þessa dagana er fyrirtækið að bjóða út 100 milljónir í skuldabréfum með sjálfskuldarábyrgð Iðnaðarbank- ans. Meðalávöxtunarkrafa á íslensk- um markaði er í kringum 10,5%, ríkið býður 9%, en ávöxtunarkrafa Glitnis, þ.e. Davíðs og félaga er 12%. Þannig hefur Davíð tekið þátt í því að hækka raunvexti um 1%, því ljóst er, að önnur fyrirtæki verða að fylgja í kjölfarið. í Morgunblaðinu á þriðjudag snuprar Þorsteinn Páls- son Davíð fyrir yfirlýsingu sína og nefnir hana sósíalista (skammaryrði hið versta í munni Þorsteins), en Þorsteinn hefði gjarnan mátt minna Davíð á bréfaútboð Glitnis hf. . . I ■ síðasta blaði veltum við vöng- um yfir því hvort verið gæti, að póli- tísk tengsl hafi ráðið því, að Nói og Síríus (Geir Hallgrímssonar-fjöl- skyldan) hafi fengið leyfi til sölu á sæigæti á Keflavíkurflugvelli. Þessu neitar Kristinn Björnsson harð- lega á ritstjórnarsíðu blaðsins í dag. En rétt er, að fram komi, að vanga- veltur af þessu tagi eru ofureðlileg- ar. Skal nefnt dæmi: í fyrra var ætl- unin að setja á stofn McDonald's hamborgarastaði á Keflavíkurflug- velli. En af því varð ekki. Og ástæð- an? Jú, sterkur pólitískur stuðnings- maður Matthíasar Á. Mathiesen núverandi utanríkisráðherra rekur veitingastað af sams konar gerð og óttaðist samkeppnina. Hann mun því hafa farið þess á leit við pólitíska vini sína, þeirra á meðal Matthías, að McDonald's fengi ekki að opna hamborgarastað á Vellinum og það tókst. Þannig getur pólitík spilað inn í svona mál hvað svo sem gerðist í Nóa og Síríus dæminu. . . lEins og menn hafa séð í blöð- um keppast menn um að eigna sér nýgerða samninga. Allt byrjaði þetta með því, að stjórnarandstaðan fór að tala um Garðastrætissamn- ingana (þar sem VSÍ hefur aðsetur). Steingrímur Hermannsson fór þá upp á þing og kvaðst hafa átt frum- kvæðið. Þessu reiddist Guðmund- ur Jaki og talað var um pólitískan áróður. Síðan gerist það, að Morgun- blaðið eignar samningana Þor- steini Pálssyni fjármálaráðherra og Ásmundi Stefánssyni forseta ASÍ hugmyndina að samningunum. Síðasta útspilið í þessari keppni eru ummæli Jóns Sigurðssonar þjóð- hagsstofnunarstjóra, sem hefur staðhæft í margra manna viðurvist, að hugmyndin sé upphaflega komin frá „litla bróður", Vinnumálasam- bandi samvinnufélaga. Hvað skyldi koma næst?... A dögunum fór fram svokall- að forval hjá Alþýðubandalaginu á Akureyri. í fyrsta sæti lenti Sigríð- ur Stefánsdóttir bæjarfulltrúi flokksins, en í öðru sæti lenti ungur heimspekingur, Þröstur Ás- mundsson. En þessi úrslit voru flokkseigendunum fyrir norðan ekki að skapi og því var Þresti hent neðarlega á listann og í hans stað valinn verkalýðsskrifstofumaður, Heimir Ingimarsson. Velta menn nú vöngum yfir því hvers vegna Ak- ureyrarallaballar hafi yfirleitt verið að efna til forvals... | Framsóknarflokknum eru uppi miklar áhyggjur um framtíð flokks- ins. Einkum er það unga fólkið og kvenfólkið, sem hugsar um þessi mál. Þó eru þrír þingmenn sem hafa lýst áhyggjum sínum og eru það þeir Steingrímur Hermannsson for- maður, Halldór Ásgrímsson og LAUGARDAG KL. 7-16 Laugalæk 2 — S: 686511 Guðmundur Bjarnason. Það er vilji þessara manna að efla flokkinn í þéttbýli, því ella gæti flokkurinn dáið. Haraldur Olafsson fram- sóknarþingmaður Reykvíkinga er þessu að sjálfsögðu sammála, en hann er sjaldnast talinn með þunga- vigtarmönnum, þegar þessi mál ber á góma. Vandi Framsóknarflokksins er fólginn í afstöðu hinna 10 þing- manna flokksins, sem allir eru dreif- býlisþingmenn og vilja efla flokkinn úti á landi á sama tíma og hann er að deyja í þéttbýli. Til marks um slappleikann í þéttbýlinu er gjarnan bent á Reykjavíkurlistann fyrir kosningarnar í vor. Þar er í efsta sæti tiltölulega óþekkt kona Sigrún Magnúsdóttir og í öðru sæti Alfreð Þorsteinsson hjá Sölu- nefnd varnarliðseigna, en hann mun ekki vera vinsælasti maður á þessari jörðu... Þ að hittist vel á fyrir Ómar Ragnarsson, að engin útsending verður hjá sjónvarpinu í kvöld, mið- vikudag. Hann var nefnilega fyrir löngu búinn að lofa að skemmta á þorrablóti íslendinga, sem búsettir eru í Kaliforníu, og þar er hann nú. Til stóð að senda þáttinn út án Óm- ars. Af Ómari er það annars að frétta, að hann verður ekki með í Sumargleðinni í sumar, eins og mörg undanfarin sumur og verður þetta í fyrsta skiptið, sem þessi vin- sæli skemmtikraftur og sjónvarps- maður fer í frí frá því árið 1959... daginn, að bóndi einn við Eyjafjörð hefði keypt upp heila sýningu á Silfurtúnglinu til þess að tryggja, að leikstjóri leikhóps á Grenivík gæti verið viðstödd frumsýningu á verki, sem hún hafði unnið að og ekki síður til þess, að hún kæmist í frumsýningarpartíið á eftir. Hér var á ferðinni Sigurður Þórisson, bóndi í Hléskógum og hefur HP fregnað, að Sigurður hafi gengið í digran sjóð, sem hann hefur safnað sér til þess að komast í langa og góða reisu til Kanaríeyja. Það eru víst lítil takmörk fyrir því hvað menn leggja á sig í þágu leiklistar- gyðjunnar. . . V, ið skýrðum frá því um dag- inn, að meðeigendur Tomma í Tommahamborgurum væru allir hættir að reka veitingastaðinn Sprengisand með honum. Raunar eiga þeir Úlfar Eysteinsson, Sverrir Hermannsson og Ásgeir Hannes Eiríksson pulsusali á hættu að missa allar eignir sínar vegna rekstrarörðugleika Sprengi- sands. Kostnaður við staðinn mun hafa verið um 50 milljónir króna og að því er við höfum heyrt er fjár- magnskostnaðurinn á mánuði 1700 þúsund krónur og reksturinn mun víst ekki standa undir þessum út- gjöldum einum. En okkur skilst jafn- framt, að Tommi hafi með aðstoð lögfræðings fengið niðurfelld opin- ber gjöld... l^^ikill hiti hljóp í Arnar- flugsmenn vegna ummæla Sigurð- ar Helgasonar stjórnarformanns Flugleiða í þá veru, að Arnarflug hefði verið illa rekið. í sömu ræðu sagði Sigurður fleira. Meðal annars vék hann að verkfalli flugfreyja fyrr í vetur og taldi hann það hafa verið ósæmilegt. Mun flugfreyjum vera heitt í hamsi yfir þessum orðum þótt ekki hafi þær rekið upp ramakvein eins og Arnarflugsmenn... s jónvarpið sagði frá því um \FRÐG4SLA -góð vöm gegn vetðhækkunum VERÐIAGSSTOFNUN 32 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.