Helgarpósturinn - 27.03.1986, Blaðsíða 28

Helgarpósturinn - 27.03.1986, Blaðsíða 28
Stefán Palsson, bankastjóri Búnaðar- bankans og Bogmaður. Þeir, sem á annað borð taka mark á stjörnuspádómsfrœðum, hafa gjarnan á takteinum hnitmiðaðar iýsingar á merkjunum tólf. Þessar persónulýsingar eru sídan hermdar upp á fólk eftir því hvenœr þad fœddist í þennan heim, þó þaö tak- ist misvel ad fá slíkar alhœfingar til aö falla ad staðreyndum. Öll þekkj- um við eitthvað afslíkum merkimið- um stjörnuspádómanna. Sagt er t.d. að Hrútar séu sjálfselskir, Naut séu þrjósk, Toíburar séu lítt stóðuglynd- ir, Meyjan sé snyrtimennskan upp- máluð, Vogin taki sér óratíma í að gera upp hug sinn og að Bogmenn missi iðulega út úr sér sœrandi sannleikskorn án þess að œtla sér það. „Það er ekkert til sem nefnist lukka eða skapadómur. Það eru aðeins einfeldningar sem slíku trúa. Vér sköpun vor eigin forlög. Eins og vér sáum munum vér uppskera. Það er orsök fyrir sérhverri afleiðing. Sérhver sá, sem les bók þessa og fylgir ráðleggingum' hennar ná- kvæmlega mun öðlast frið, ham- ingju og velmegun. Hinn rétti og sanni vegur til lífsins, er hér sýndur. Hugsandi og skynsömum mönnum, sem keppa að betra takmarki vísa þessi vísindi leiðina." Þessar yfirlýsingar má lesa í æva- gömlu riti um stjörnuspádóma, sem rak á fjörur blaðamanns HP fyrir skemmstu. Rit þetta er hin merki- legasta lesning, en því miður vantar titilsíðu þess eintaks sem við höfum undir höndum. Þess vegna getum við ekki sagt til um hvenær það var gefið út, eða af hverjum. Við það verður þó stuðst varðandi lýsingar á persónueinkennum einstakra stjörnumerkja og gamalli stafsetn- ingu haldið. Vörður staðinn um bankastjóra Það liggur í augum uppi, að ef Valur Valsson, Vatnsberi og bankastjóri í Iðnaðarbankanum. lagður er trúnaður á kenningar stjörnuspádóma, hljóta hin ýmsu starfssvið að eiga misvel við fólk eftir því í hvaða stjörnumerki það er fætt. Við gerðum því könnun á þremur starfsstéttum, sem áttu það sameiginlegt að vera nokkuð af- markaðar og þar af leiðandi þægi- legar til notkunar í þessum tilgangi. Þetta voru bankastjórar, sjónvarps- fréttamenn óg þingmenn. Þar sem alþingismenn eru með starfsvali sínu orðnir hálfgerð al- menningseign, var það ofureinfalt mál að komast að fæðingardögum þeirra. Fréttamenn sjónvarps reynd- ust heldur ekki erfið viðfangsefni hvað slíka upplýsingaöflun varðar. Málið fór hins vegar heldur en ekki að þæfast, þegar röðin kom að því að kanna fæðingardag bankastjór- anna. Um þessa menn er greinilega staðinn dyggilegur vörður og þótti hinum tryggu bankastarfsmönnum mörgum of langt gengið að ætlast til þess að þeir létu frá sér fara jafn per- sónulegar upplýsingar og fæðingar- dag yfirmanna sinna. í sumum til- vikum var engu líkara en blaðamað- ur hefði beðið um númerið á ávís- anahefti bankastjórans — svo við- kvæmt virtist málið vera og svo al- varlegum augum var það litið! Alls könnuðum við fæðingardaga sextán bankastjóra við aðalbank- ana á höfuðborgarsvæðinu, en þeir reyndust dreifast á tíu stjörnumerki. Sú staðreynd gerir auðvitað allar kenningasmíðar erfiðar. Tvö merki skáru sig þó örlítið úr, þrír banka- stjórar voru bæði í Bogmanninum og Vatnsberanum. Bogfimi í bönkum Þegar flett er upp á kaflanum um Bogmanninn í fyrrnefndu stjörnu- spádómsriti, sést að það er greini- lega ekki svo galið fyrir fólk í þessu merki að velja sér bankastörf og stjórnun að ævistarfi: „Fólk sem fætt er undir þessu merki er eftirtektarvert á margan hátt. í fyrsta lagi veit það oftast að hverju það keppir og með hvaða móti, og nær í flestum tilfellum tak- markinu. Er vanalega framsýnt, sér HP kannar tengsl á milli starfsvals og stjörnumerkja # Bankastjórar gjarnan Bogmenn eða Vatnsberar # Sjónvarpsfréttamenn helst Ljón eða Tvíburar # Meirihluti þingmanna í Voginni, Krabbanum, Sporðdrekanum og Tvíburamerkinu Ragnar Arnalds, þingmaður — „ráðgáta fyrir sina bestu vini"? og veit oft hvernig endirinn verður í byrjuninni. Fari það eftir eigin hug- boði verður það sigursælt; en fylgi það ráðleggingum annarra þá mis- takast tilraunir þess. Mjög er það hneigt til verzlunar og heilsa þess og hamingja er undir því komin að það sé sístarfandi. Fátt af því er latt, heldur þvert á móti; það vekur undran og eftirtekt annarra með at- orku sinni og dugnaði. Einn af þess bestu kostum er sá, hve vel það ræk- ir sinn eigin starfa en lætur aðra afskiftalausa. Mjög varkárt með alt, er það hefir með höndum og vill ljúka einu verkinu áður en það byrj- ar á hinum. Afkastar meirú í heim- inum en nokkurt annað fólk og ávinnur sér frægð og auð. Að náttúrufari er það þrifið og reglubundið og mjög gætið í pen- ingasökum, sparsamt en ekki nískt eða smásálarlegt. Oftast hefir það peningaafl vegna þess, að það legg- ur fyrir til morgundagsins. — Skilur vel, að „vegur til auðlegðar er eins auðfarinn og vegurinn til sölutorgs- ins". Hann samanstendur af tveim orðum: iðjusemi og sparsemi. Með öðrum orðum: það eyðir hvorki tíma né peningum en færir sér í nyt hvorttveggja." Þessi ummæli áttu við um Bog- menn, en því merki tilheyra banka- stjórarnir Bragi Hannesson (Iðn- aðarb.), Stefán M. Gunnarsson (Al- þýðub.) og Stefán Pálsson (Búnað- arb.). Það voru hins vegar einnig þrír bankastjórar fæddir í Vatns- beramerkinu. Þeir eru Valur Vals- son (Iðnaðarb.), Geir Magnússon (Samvinnub.) og Baldvin Tryggva- son (Sparisj. Rvk. og nágrennis). Hvað skyldu fræðin hafa að segja um eiginleika þessara manna? Jóhanna Sigutðardóttir fyllir fjölmennan flokk Voga á þingi. Vdtnsberandi bankastjórar „Hið sterkasta og veikasta fólk heimsins er fætt undir þessu merki og stykur þess og vanmáttur er al- gjörlega í þess eigin valdi, af þeirri ástæðu, að það getur gjört sig hvernig sem því helzt líkar. — Unnið getur það hin mestu og beztu af- reksverk, ef það vill, en því getur líka algjörlega misheppnast. Að náttúrufari er það vel gefið og mörg- um hæfileikum gætt, og er því ein- göngu sjálfu að kenna ef það ekki kemst áfram í lífinu. Það reiðir sig of mikið á aðra en hefur ekki nógu mikið traust á sjálfu sér. Einkenni- leiki þess er, að það leitar ráða til annarra en fylgir þeim svo ekki; spyr spurninganna en gleymir strax svörunum." Ekki virðist þessi lýsing eiga vel við þann, sem skipar bankastjóra- stöðu — svo ekki sé meira sagt. Síð- ar í kaflanum um Vatnsberana, birt- ir hins vegar til: „Ekki er auðvelt að draga (Vatns- bera) á tálar, því töluverðir mann- þekkjarar er (þetta fólk). Þá er það dregið úr þessum letidvala er það mjög iðjusamt og framkvæmda- samt. Það þekkir vel hve sparsemin er áreiðanleg og hve alvarleg at- hygli er nauðsynleg við hvað sem er. Það borgar jafnan fyrir sig en safnar ekki skuldum; veit að skuldir vekja freisting í huga einstaklingsins og gjöra hann að slava. Skuldir eru mesta bölvun mannkynsins." Þar hafa skuldarar þessa lands það á hreinu hvaða augum framan- greindir bankastjórar líta á skulda- söfnun. Þess má síðan geta, að tveir bankastjórar voru í Tvíburamerkinu og tveir í Ljónsmerkinu. Einn bankastjóri var í hverju hinna merkjanna, þó var enginn af þess- um 16 bankastjórum Steingeit og enginn var Hrútur. Næsti starfshópur, sem rannsak- aður var með tilliti til stjörnu- merkja, var hinn fríði flokkur frétta- manna hjá sjónvarpinu. Þeir reynd- ust vera fimmtán talsins og skiptast á sjö stjömumerki. Sem sagt, minni dreifing en hjá bankastjórunum. Hins vegar skar ekkert stjörnu- merki sig úr svo áberandi væri, þó þrír fréttamenn væru í Ljónsmerk- Ingvi Hrafn Jónsson, yfirljón á fréttastofu sjónvarps. inu (Einar Örn Stefánsson, Ingvi Hrafn Jónsson og Ólafur H. Torfa- son) og þrír væru Tvíburar (Helgi E. Helgason, Olafur Sigurðsson og Páll Magnússon. Fréttamenn Ljón inn við beinið Um Ljónsmerkið má lesa eftirfar- andi fróðleik: „Að eðlisfari er (fólk í Ljónsmerk- inu) tilfinninga-næmt, séð og aðlað- andi; kemst vanalega gegnum lífið með hægu móti. Skemtið í viðræð- um, segir vel sögur og fljótt að sjá hvað eina; vegna þessarra hæfileika er eftir því sótt af öllum. Það hefur heillavæn áhrif á aðra. Þegar eigin- leiki þessa merkis stjórnar fólkinu þá gjörir hann það velhugsandi, ein- lægt, öruggt, hreinhjartað og ríku- legt. Það rannsakar vel eðli hlut- anna, er hagsýnt og innblæs öðrum að gjöra gott." Einar Órn, Ingvi Hrafn og Ólafur H. ættu samt ekki að láta þessa lýs- ingu stíga sér til höfuðs, því um þá er líka sagt: „Þó það sé fljótt að þekkja annað fólk, er samt vissara að gjöra ekki ágizkan of fljótt." Svo mörg voru þau orð. Fréttamenn í Tvíbura- merkinu Þá var athugað hvernig það færi saman að vera fæddur í Tvíbura- merkinu og stunda sjónvarpsfrétta- mennsku: „Undir öllum merkjum sólmerkja- hringsins finst ekki fólk ástúðlegra, greiðviknara, óeigingjarnara né meir fyrir að leggja í sölurnar fyrir aðra heldur en (fólk í Tvíburamerk- inu). Hugmyndaafl þess er mikið og finnur oft efni í góða leiki og skáld- sögur. Alt fagurt í náttúrunni hrífur tilfinningar þess, sérstaklega kven- fólksins. Útskýringar og þrætur eru árangurslausar við það." Helgi, Ólafur og Páll ættu þó ekki 28 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.