Helgarpósturinn - 27.03.1986, Blaðsíða 27
v
V ið heyrðum það á almanna-
færi, að Magnús Hreggviðsson
framkvæmdastjóri og eigandi út-
gáfufyrirtækisins Frjáls framtaks
væri kominn á kaf í bókhald Arnar-
flugs á vegum þeirra DV-félaga
Sveins R. Eyjólfssonar og Harð-
ar Einarssonar. Þeir tveir ásamt
nokkrum öðrum, svo sem Sam-
vinnuferðum-Landsýn, eru nýir hlut-
hafar í Arnarflugi. Hins vegar er all-
ur varinn góður og því mun Magnús
vera að stússa þetta fyrir þá. Þetta
mál tengist annarri frásögn, sem við
vorum með hér í blaðinu fyrir
nokkru, en þá sögðum við, að
Magnús hefði boðið Frjálsri fjölmiðl-
un (Sveini og Herði) Frjálst framtak
til kaups. Þessu til viðbótar fylgir
svo sögunni, að til álita komi, að
Magnús Hreggviðsson verði næsti
framkvæmdastjóri Arnarflugs og ef
af því verði kunni svo að fara, að
þeir Sveinn og Hörður kaupi Frjálst
framtak svona í leiðinni. Viðskipta-
heimurinn getur verið skrýtinn...
fjöllunum hærra, að kvensjúkdóma-
læknir þar í bæ hafi haft nú nýlega
einar litlar 700 þúsund krónur í tekj-
ur á einum mánuði. Viðkomandi er
læknir á Fjórdungssjúkrahús-
inu, en hefur jafnframt stofu úti í
bæ. Síðan tekur hann á móti kven-
fólkinu á FSA sem prívatsjúklingum
og þiggur laun í samræmi við það í
opinberum sjúkrahúsvinnutíma sín-
um...
Þ
eir eru harðir í útgáfumálun-
um hjá Máli og menningu. Nú
bjóða þeir upp á fimm nýjar uglur á
næstunni í einum pakka, sem á að
kosta 500 krónur, þ.e. 100 krónur
bókin. I nýja pakkanum eru Stríð og
friður eftir Tolstoj, fyrsta bindi,
tveggja binda verk sem heitir Vitni
deyr, eftir P.D. James, Veggjakrot
og annar vísdómur, sem fjallar um
alls kyns riss og krass á veggi (graff-
iti) og loks Jörð í Afríku eftir Karen
Blixen. Til stóð að prenta bækurn-
ar erlendis, en Prentsmiðja G. Ben.
náði verkefninu.. .
-----------------------------------------------------
*■ " SB , i. w?'
k líYiailUl'í
Drekkum mjólk
’ Mjólk: Nýmjólk, léttmjólk, eða undanrenna
Til þess að bein líkamans vaxi eðlilega í œsku og haldi styrk
sínum á efri árum þurfa þau daglegan skammt af kalki,
Mjólkin er ríkasti kalkgjafi sem völ er á. Líkaminn framleiðir
ekki kalk sjálfur en verður að treysta á að daglega berist
honum nœgilegt magn til að halda eðllegri líkamsstarfsemi
gangandi.
99% af kalkinu fertil beina og tanna; hjá börnum og unglingum
til að byggja upp eðlilegan vöxt; hjá fullorðnu fólki til að viðhalda
styrknum og hjá ófrískum konum og brjóstmœðrum til viðhalds
eigin líkama auk vaxfar fóstursins og mjólkurframleiðslu í
brjóstum,
Kalkið gegnir því veigamiklu hlutverki og skortur á því getur haft
slœmar afleiðingar. Algengasta einkennið er beinþynning,
hrörnunarsjúkdómur sem veidur stökkum og brothcettum
beinum auk breytinga á líkamsvexti.
Með daglegri mjólkurneyslu má vinna gegn kalkskorti og
afleiðingum hans, byggja upp sterk bein hjá börnum og
unglingum og viðhalda styrknum hjá fullorðnu fólki.
Afleiðingar
beinþynningar
HÆD
140
Helstu heimildir: Bæklinqurinn Kalk og betnjynning efír dr. Jón
Óttar Ragnarsson og Nutrition and Ptiysical Fitness, 11. útg.,
efbr Briggs og Calloway, Holt Reinhardt and
Winston, 1984,
ALDUR
Hvernig beinþynning leikur útlitið
A. Eðlileg Iðgun og eðlileg hœð
B. Bogið bak og minni hœð
C. Herðakistill og enn minni hœð
MJÓLKURDAGSNEFND
0 RENAULT ÞÚ KAUPIR ÞÉR EINTAK í LAUSASÖLU OG SÍÐAN ERT ÞÚ ÁSKRIFANDI
< KRISTINN GUÐNASON HF. £\ SUÐURLANDSBRAUT 20 — SÍMI686633
HELGARPÓSTURINN 27
I