Helgarpósturinn - 27.03.1986, Qupperneq 10

Helgarpósturinn - 27.03.1986, Qupperneq 10
HP HELGARPÓSTURINN Ritstjórar: Ingólfur Margeirsson og Halldór Halldórsson Blaðamenn: Friðrik Þór Guðmundsson, Jóhanna Sveinsdóttir, Jónína Leósdóttir og Sigmundur Ernir Rúnarsson Útlit: Jón Óskar Hafsteinsson Ljósmyndir: Jim Smart Handrit og prófarkir: Magnea J. Matthíasdóttir Útgefandi: Goðgá h/f Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Auglýsingar: Steinþór Ólafsson Dreifing: Garðar Jensson (heimasími: 74471) Afgreiðsia: Berglind Björk Jónasdóttir Ritstjórn og auglýsingar eru að Ármúla 36, Reykjavík, simi 68-15-11. Afgreiðsla og skrifstofa eru að Ármúla 36. Sími 68-15-11 Setning og umbrot: Leturval s/f Prentun: Blaðaprent h/f Sofandi á verðinum i Helgarpóstinum í dag eru rædd- ar hugmyndir um það sem menn kalla af feimni, að því er virðist, „innra öryggi" á ísiandi. Með þess- um orðum er átt við það hlutverk, sem leyniþjónustur eða öryggislög- regla annarra landa annast. Blaða- manni reyndist ákaflega erfitt að fá haldgóðar upplýsingar um málið og raunar reyndist nær ómögulegt að fá staðfestingu á því, að við is- lendingar hefðum sinnt einhvers konar öryggisgæslu fram til þessa. Nýskipaður lögreglustjóri í Reykja- vík, Böðvar Bragason, hafði þó þann manndóm í sér og nútíma- lega hugsun að viðurkenna strax, að á vegum lögreglunnar hefðu störf af þessu tæi verið iðkuð hér- lendis a.m.k. frá árinu 1950. Raunar er þetta fyrirbæri eldra, því hérlendis höfðu stjórnvöld gæt- ur á ýmsum mönnum, innlendum og erlendum, sem grunaðir voru um að vera njósnarar þriðja ríkis Hitlers. Um þetta má lesa í bókum Þórs Whitehead Ófriður í aðsigi og Stríð fyrir ströndum. Hér verður ekki efast um nauð- syn einhvers konar leyniþjónustu. Hér á landi er bandarísk herstöð og hérlendis eru starfandi sendiráð með miklum mannafla, sem hafa þann starfa helstan að afla upplýs- inga um herstöðina, Islendinga og skoðanir þeirra. Hingað til hafa is- lendingar verið alltof saklausir og grunlausir um t.d., að hérlendis séu stundaðar stórfelldar persónu- njósnir af erlendum ríkjum. Það þarf ekki annað en að líta á ótrúlega mannmargt sendiráð Sov- étmanna hér í Reykjavík til þess að gera sér grein fyrir því, að þessi mannskapur stundi beinar og óbeinar njósnir. Jafnframt þekkjum við, sem á blöðum störfum, að Sov- étmenn reyna að koma áróðri að í íslenskum blöðum, þótt ekki hafi þeir haft erindi sem erfiði. Þá er þess að geta, að sovéskir sendi- ráðsmenn sækjast mjög eftir vin- fengi áhrifamanna í fslensku þjóð- félagi. En við megum heldur ekki gleyma Bandaríkjamönnum. Þeir eru líka með fjölmennt sendiráð og þeir hafa enn fleiri liðsmenn sendi- ráðsins á Keflavíkurflugvelli, þar sem viðkomendur eru skráðir með öðrum hætti en sem sendiráðs- starfsmenn enda þótt störf þeirra séu fyrst og fremst í þágu sendi- ráðsins, bandaríska utanríkisráðu- neytisins og öryggis- og njósna- deilda hersins og varnarmálaráðu- neytisins bandaríska. Raunar eru til dæmi um starfs- menn á Keflavíkurflugvelli, sem hafa lent í þvf að vera eltir, síma- hleraðir o.s.frv. Þess vegna verður það að teljast háðuleg heimska að ræða um „innra öryggi" á íslandi á fundi hjá Varðbergi að viðstöddum fulltrúum bandaríska sendiráðsins á Islandi. Slíkt ber vott um, að is- lendingar hafi ekkert að fela f þeim efnum gagnvart Bandaríkjamönn- um. Og sú afstaða segir okkur ekk- ert annað en það, að við séum svo rækilega undir hælnum á þessari bandalagsþjóð okkar í Atlantshafs- bandalaginu, að þeir megi kássast í öllum okkar málum og mættu þess vegna fá aðstöðu í utanríkis- ráðuneytinu eða dómsmálaráðu- neytinu til þess að auðvelda þeim störfin. Öryggismál á Islandi eru íslenskt innanríkismál og það verða ráða- menn þessarar þjóðar að skilja. Annað er hreinn undirlægjuháttur. BRÉF TIL RITSTJÓRNAR Nói og Síríus skýra málid í slúðurdálki Helgarpóstsins, er út kom 20. marz sl., er m.a. klausa um Nóa-Síríus hf. Þar segir efnislega, að Nói-Síríus sé búinn að koma sér upp einhverjum fjölda sjálfsala á Kefla- víkurflugvelli og selji þannig fram- leiðsluvöru sína á staðnum. Síðan er því hreyft, hvort frændsemi undir- ritaðs og Geirs Hallgrímssonar, fyrr- verandi utanrikisráðherra, geti þarna verið um að þakka, eða kenna, allt eftir því, hvernig menn kjósa að líta á málið. Ekki er öll vitleysan eins. Ég vil þó ekki láta hjá líða að leysa úr þessum Það reynist oft vel að gefa fyrsta slag þegar legan er svipuð þessari. Þá er sambandið rofið á milli spil- anna. En hér virðist það tilgangs- laust. Þá gæti austur tekið slaginn með spaða kóngi og spilað trompi og þarmeð er allt komið i hvínandi vandræði. Með hvaða spili ættir þú þá að trompa? Nei, í þessu til- vangaveltum dálkahöfundar, hver svo sem hann kann að vera. Einhvern tíma á síðasta ári barst Félagi íslenskra iðnrekenda boð frá stjórnendum verslana á Keflavíkur- flugvelli, um að senda sveit manna á vettvang til skrafs og ráðagerða. Tilgangur Bandaríkjamanna með heimboðinu var að láta í ljós áhuga þeirra á frekari verslun við íslensk framleiðslufyrirtæki. Undirritaður var einn af þeim, sem fór í þessa heimsókn. Þar voru okkur sýndar verslanir þessara u.þ.b. 5000 manna, sem þar mega versla og jafnframt vorum við spurðir, hvort íslenskir aðilar framleiddu ekki eitt- hvað, sem selja mætti þessu fólki. Var ákveðið að efna á þessu ári, í felli tökum við strax á ásinn. Til þess að átta okkur á legu spil- anna, þurfum við að komast að því hver á tromp kónginn. Við lát- um lítinn tígul úr borðinu og svín- um gosanum. Þegar það heppn- ast, þá látum við hjarta ásinn og þar kom kóngurinn siglandi, svo nú var spilið komið í höfn. vor eða sumar, til sérstakrar íslands- kynningar í stærstu versluninni, auk þess sem félagsmenn iðnrekenda yrðu hvattir til að gefa þessum markaði aukinn gaum. En frum- kvæðið var sem sagt Bandaríkja- manna og ber að meta það. Það er skemmst frá að segja, að þetta framtak vakti okkur hjá Nóa- Síríus til umhugsunar. Nokkrum dögum eftir heimsóknina fóru sölu- menn okkar í þessar verslanir og er nú svo komið, að við seljum þessum aðilum reglulega okkar vöru. Það bendir aftur til, að varan seljist i búðunum, sem þá þýðir, að hún lík- ar vel. Það í sjálfu sér kemur ekki á óvart. Hvað varðar sjálfsala þá er það rétt, að okkar vörur eru til sölu í þeim. Yfir þvi erum við ákaflega stoltir. En auðvitað eigum við ekki þessa sjálfsala. Þeir eru í eigu Bandaríkjamanna. Sjálfsalar eins og þeir, er hér um ræðir, hafa verið á Keflavíkurflugvelli um árabil. Þeir hafa hingað til verið fullir af útlendri vöru, sem Bandaríkjamenn flytja inn sjálfir milliliðalaust. Þannig að ekki einu sinni íslenskir innflytjend- ur njóta þar góðs af. Það er svo sem eftir Helgarpóstinum að gera reki- stefnu út af því, að íslensk vara ryð- ur útlendri á burt. 1 sannleika sagt er þéssi grein blaðsins óttaleg lágkúra. í þessu til- felli, eins og svo oft áður, hefði verið auðvelt að komast að hinu sanna, með því að leita eftir því. En sá ljóð- ur er á þeirri athöfn, að fréttin verð- ur ekki eins spennandi. Ég hefi oft staðið sjálfan mig að því, að lesa þessar slúðursögur Helgarpóstsins og þykja sumar hverjar bara nokk- uð góðar. Hreint alveg ótrúlegt hvað fólki dytti í hug og hvað væri að ger- ast í þessu landi. Ég sé nú, að full ástæða er til að taka á sér góðan vara við slíkan lestur. Virðingarfyllst, Nói-Síríus hf., Kristinn Björnsson hæöir og brýr eru vettvang- ur margra um- ferðarslysa. Við slikar aðstæður þarf að draga úr ferð og gæta þess að mætast ekki á versta stað. LAUSN Á SPILAÞRAUT DOM Laugavegi 91 10 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.