Helgarpósturinn - 05.04.1986, Page 3

Helgarpósturinn - 05.04.1986, Page 3
FYRST OG FREMST ÞESSA SÖGU segjum við fyrst og fremst vegna þess, að okkur þótti hún skrambi skondin. Hins vegar tökum við strax fram, að hún barst okkur með vindinum, vorblænum. Þannig er mál með vexti, að á kaffistofu embættis ríkissaksóknara munu hafa orðið alltíðar breytingar á þeim kaffi- tegundum, sem starfsmenn embættisins hafa slokrað í sig. Astæðan er af lögfræðilegum toga. Þannig er, að í fræðum Iaga er til hugtakið „instrumenta sceleris", sem er skilgreint sem tæki það eða áhald, sem notað er til að brjóta af sér. Þannig er morðvopn slíkt instrúment. En hvernig kemur þá kaffið þeirra hjá saksóknara þessu við? Jú, þannig er, að Braga-kaffi mun, samkvæmt ströngum lögfræðilegum skilningi, vera instrúment af þessu tagi vegna kaffibaunamáls Sambands- ins. Af þessum sökum ákvað Pórdur Björnsson ríkissaksóknari, að hætt yrði við Braga-kaffið, sem hefur að sögn verið drukkið á kaffistofu embættisins lengi. Og þá var skipt yfir í kaffi frá O. Johnsen & Kaaber, og líkaði bara vei. En þá kom að því, að saksóknari óskaði eftir rannsókn á kaffi- bauna- og afsláttarmálum þess fyrirtækis. Og þá varð úr, að hætta við Kaaber-kaffið sem hugsanlegt „instrument sceleris". Og það síðasta, sem við fréttum af kaffidrykkju starfsmanna ríkis- saksóknaraembættisins er það, að nú sé drukkið kaffi í sænskum pakkningum, sem flugumferðar- stjóri einn mun flytja til landsins í frístundum. AUGLÝSINGAREGLUR útvarpsins hafa löngum verið aug- lýsendum og starfsmönnum útvarpsins til ama. Samkvæmt þeim er auglýsendum sniðinn ákaflega þröngur stakkur. Nýjar auglýsingareglur tóku gildi fyrir nokkru, en ekki virðast þær auka svigrúmið, því í vikunni lenti Sigurjón Valdimarsson ritstjóri Sjómannablaðsins Víkings í því að fá ekki birtar tvær auglýsingar um efni í nýju tölublaði rits síns. Annar textinn var á þessa leið: „Tollverðir finna ekki það sem er beint fyrir framan nefið á þeim. Smyglarar segja frá í Sjómanna- blaðinu Víkingi." Eftir því, sem við höfum fregnað þótti Markúsi Erni Antonssyni felast of þungur áfellis- dómur yfir stétt tollvarða í auglýs- ingunni. Staðhæfingin er hins vegar komin beint frá viðmæl- anda blaðsins, sem stundað hefur fíkniefnasmygl með farskipum og þekkir þessi mái ef eigin reynslu. Hin auglýsingin, sem var bönnuð, hljóðaði svona: „Með vasana fulla af fíkniefnum við nefið á gagns- lausum hasshundi. Fíkniefnasmygl- arar segja frá í Sjómannablaðinu Víkingi." í þessu tilviki þótti útvarpsstjóra, að ómakiega væri vegið að þjálfurum hasshundsins. Hins vegar þótti honum, að því er við vitum best, ekki ómaklega vegið að blessuðum hasshund- inum. Staðhæfing auglýsingar- innar byggist í þessu tilviki, eins og hinni fyrri, á fullyrðingu manns, sem gerði sér það að leik að „plata" hasshundinn og um- sjónarmenn hans. Málamiðlunin í þessu tilviki var sú að fellt var niður orðið „gagnslaus". ÞESSA sögu heyrðum við á Selfossi. Maður í bænum vildi gjarnan stríða kunningja sínum sem honum var ekki alltof vel við. Hann minntist þá þess, að fyrir nokkrum árum gekk algjört æði yfir landið að kaupa fótanuddtæki sem jólagjöf ársins. Seldust allar birgðir landsins af fótanudd- tækjum upp á skömmum tíma. Þessi ágæti maður setti inn smá- auglýsingu í DV þar sem hann auglýsti eftir að kaupa notað fótanuddtæki, gaf upp símanúmer vinarins og beið átekta. Og það var ekki af sökum að spyrja, landslýðurinn var greinilega orð- inn lúinn í fótunum af öllu fóta- nuddinu, því vinurinn fékk um tvö HELGARPÚSTURINN Páskar Langafrjádagsfríið er fullt með sálarháska. En Drottinn síðan sendi mér sæla skíðapáska. Uppi þúsund símtöl, þar sem honum var boðið notað fótanuddtæki til sölu. Aumingja Selfyssingurinn vissi náttúrulega ekkert hvaðan á sig stóð veðrið og hvers vegna allt landið var að bjóða honum öll þessi notuðu tæki til sölu. Að endingu mun maðurinn hafa staðið og öskrað í símann: „Nei, nei og aftur nei! Ég hef ekki óskað eftir því að kaupa fótanuddtæki!!!" Hins vegar höfum við ekki frétt af áframhaldandi vináttu þessara ágætu manna. KARL STEINAR GUÐNASON, verkaiýðsleið- togi alþýðuflokksmanna á Suður- nesjum, hefur húmor fyrir ellinni. Eða þannig. Ýmis námskeið hafa verið haldin á vegum Félagsmála- stofnunar og annarra aðilja sem búa roskið fólk undir ellina. Ný- lega pantaði Verkalýðs- og sjó- mannafélag Keflavíkur, þar sem Karl Steinar: Með húmor fyrir ellinni. Karl Steinar er formaður, sérstakt námskeið hjá Menningar- og fræðslusambandi alþýðu (MFA) fyrir 60 ára og eldri. Námskeiðið átti að búa fólk undir ellina eins og fyrr segir. Karl Steinar hefur greinilega tilfinningu fyrir prakt- ísku skaupi, því hann sendi mörgum vinum sínum og kunn- ingjum á miðjum aldri og niður í þrítugt tilkynningu um námskeiðið og boð um að taka þátt í því. Menn velta nú fyrir sér hvort þessi gamanmál Karl Steinars beri vitni um elliglöp, en telja flestir að svo sé ekki. HAFIÐ ÞIÐ HEYRT nýjasta söng tölvuáhugamanna? Ekki það? Hann byrjar svona: Það er draumur að vera með DATA. . . SMARTSKOT Var verið að magna Rússagrýluna? Ögmundur Jónasson fréttamaður „Nei, nei. Þetta 1. aprílgabb sjónvarpsins var ekki gert með það fyrir augum að ýta undir Rússahræðsluna. Enda ekki tekið fram að um Rússa væri að ræða sem strandað hefðu kafbát í Hvalfirðinum. En það var skýrttekiðfram í„fréttinni" að kafbát- urinn væri greinilega ekki frá neinu aðildarlandi Atlantshafs- bandalagsins." — En ég meina — rauð stjarna á kafbátslíkinu? ,Jú, jú, tilvísunin var nokkuð Ijós. En það er þarft að benda á, að það er krökkt af kafbátum á miðunum kringum landið frá báðum stórveldunum. Nú, svo má kannski skilja þessi tíðindi sem áminningu um að hér er bandarískt herlið með herstöðvar. Þannig að ekki var verið að magna Rússagrýluna." — Þetta var sem sagt velheppnað gabb? „Já, ætli megi ekki segja það. Þetta var nokkuð gott gabb. Einhverjir hafa látið gabbast. i það minnsta hringdu margir og sögðust hafa orðið varir við dularfullar mannaferðir í Hvalfirð- inum um kvöldið og nóttina eftir að fréttin var send út. Ég held að gabbið hafi verið sannfærandi. Alla vega tóku nógu margir þátt í því." — Hve margir? „Ja, ég hef nú ekki nákvæma tölu. En þarna voru starfsmenn Landhelgisgæslunnar, lögreglumenn og hjálparsveitir skáta." — Var þetta ekki dýrt spaug? „Nei, ég held að kostnaðurinn hafi ekki verið mikill. Lögregl- an er mikið á ferli á þessum slóðum og hjálparsveitir skáta tóku fúslega þátt í þessu og ég held að Landhelgisgæslan hafi verið að æfingum í næsta nágrenni ásamt læknum. Nú, leiktjöldin eru fyrir, bæði fjöll, hólar og fjörðurinn. Það eina sem þurfti að smíða sem leikmynd var kafbátslíkið. Ég sá það nú reyndar aldrei almennilega." — Hver átti eiginlega hugmyndina að þessu gabbi? „Hugmyndin kom frá Hrafni Gunnlaugssyni yfirmanni inn- lendrar dagskrárgerðar, Ómari Ragnarssyni og Birni Emilssyni og dagskrárdeild sá einnig algjörlega um útfærsluna og vinn- una í sambandi við þennan „fréttaflutning". Ég leik þarna bara hlutverk fréttamannsins." — Þið skutuð „fréttinni" inn á milli dagskrárliða. Var það gert til að spenna upp áhorfendur sérstaklega? ,Jú, það má kannski orða það þannig. En upphaflega átti að rjúfa dagskrárlið með þessari frétt, en það var hætt við þá hugmynd." — Er fréttastofan orðin svo slöpp að þið þurfið að búa til stórfréttir til að komast í feitt? „Ha, ha, ha! Ég svara þessari spurningu ekki. En ég get bent HP á, að fæstir tóku eftir hinu aprílgabbi sjónvarpsins. i frétta- tímanum 1. apríl sagði Ólafur Sigurðsson frá bílafríðindum ráð- herra og bankastjóra. Þar kom m.a. fram að þessum hags- munahópum yrði bætt upp sú bílafríðindarýrnun sem lækkun tolla hefði í för með sér. Nú heyri ég að bæði ráðherrar, banka- stjórar og almenningur trúi þessari frétt og hafi lítið við hana að athuga, telji hana normal og eðlilega. Það segir nú sína sögu." ögmundur Jónasson er fréttamaður á fréttastofu sjónvarps. Hann lék fréttamann íaprílgabbi sjónvarpsins 1. apríl en það fjallaði um erlendan kafbát með rauðri stjörnu sem strandað hefði í Hvalfirðinum. „Frétt" þessi vakti talsverða eftirtekt, ekki síst fyrir viðamikla sviðsetningu og útfærslu. UÓSMYND JIM SMART HELGARPÓSTURINN 3

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.