Helgarpósturinn - 05.04.1986, Side 25
MYNDLiST
eftir Guðberg Bergsson
Halldór Runólfsson: Innihald og hiö ytra byrði
Málaralistin á það sameiginlegt skáld-
sagnagerðinni, að hún er langbest þegar hún
er sem minnst sett á svið. Hér á ég við það,
að tilgangur eða innihald séu ekki látin liggja
um of í augum uppi, sökum lærdóms og
þekkingar listmálarans. Best er hið sakleysis-
lega — já og jafnvel hið heimskulega yfir-
bragð. En á bak við andlit barnsins leynist
saga mannkyns.
Þegar ég kom inn á sýningu Halldórs B.
Runólfssonar, sem haldin er í Nýlistasafninu
við Vatnsstíg, datt mér í hug ljóð eftir
spænska nóbelsskáldið Vicente Aleixandre.
Ljóðið heitir Á torginu, og það hljóðar þann-
ig, að hluta til, í fljótgerðri þýðingu:
Ósköp er gott, yndislega látlaust og traust,
örvandi, og sú kennd djúp
að dvelja í sól á meðal (ólks og vera ýtt,
teymdur, leiddur, flæktur og dreginn í niðinn.
Þetta datt mér í hug, vegna þess að Halldór
hefur nú látið eðli sitt draga sig að einhverju
leyti frá listfræðinni á torg listamannanna.
Hann er teymdur, leiddur, flæktur og dreg-
inn í niðinn.
Og nú getur hann ekki horfið aftur á skrif-
stofuna. Hann veit, eins og stendur í ljóðinu,
að „Engum er hollt að bindast bakka / líkt
og bryggju, ellegar vera skeldýr það / sem
reynir með kóral sínum að líkjast kletti. /
Heldur er óblandið og vekur frið að fyllast
gleði iðunnar og glatast, / að hitta sjálfan sig
aftur í straumi, sem stórt / hjarta mannsins
slær í takt við.“
Og þess vegna segi ég við Halldór, eins og
Aleixandre í lok ljóðsins:
Stígðu því nöktum fæti. Farðu inn í ys torgsins.
Steyptu þér í strauminn sem heillar, vertu þú sjálfur þar.
Ó, litla örsmáa hjarta sem langar ákaft að slá
og slást í hóp sameinaðra hjartna sem fundu eðli sitt.
Aftur á móti dettur mér ekki í hug að segja
við Halldór, eins og Aleixandre fyrr í kvæð-
inu:
Stígðu gætilega inn í mannhafið líkt
og logandi hræddur baðgestur, ástfanginn af
en samt tortrygginn á vatnið...
Vegna þess að ég held að Halldór hafi í
raun og veru teiknað sig frá varúðinni í flest-
um litlu myndunum. Við vitum of vel hvað er
að gerast á þeim — og í þeim: þær eru aðeins
eða að mestu leyti fyrir augað sem ann létt-
um lestri eða upprifjun þess sem lesið hefur
verið áður. En í þeim er ágætur katarsis —
eða hreinsun eða skíring. Og hið sama er lík-
lega hægt að segja um myndir þær sem bera
númerin frá 1—11. Gallinn við þær myndir
er, að mínu viti, sá að innihaldið er ekki nógu
leynt í ytra byrðinu, það er: í litnum eða
pensildráttunum (sem við getum kallað
saumaskapinn).
Ég er ekki endilega að segja að Halldór
falli í gröf listfræðingsins og setji þessar
myndir um of á svið til þess að þær geti verið
„...Halldór hefur nú látið
eðli sitt draga sig að
einhverju leyti frá
listfræðinni á torg
listamannanna... Og nú
getur hann ekki horfið
aftur á skrifstofuna."
verulega heillandi og óljóst málverk, heldur
jaðra þær við það að vilja gera auganu of
mikið til geðs — og þá hinu „uppfrædda viti"
líka. í þeim er of fljótfarið í saumana.
í list má hið uppfrædda vit helst ekki fá
neitt bitastætt til að tönnlast á og naga. Upp-
frædda vitið verður að bíta klakann hvað
kúnstina varðar.
Eitthvað svipað hlýt ég að segja um mynd
númer 12 og heitir Rætur harmieiksins. Hún
minnir mig of mikið á samnefnda bók eftir
Nietzsche; einkum þá kafla hennar sem
heita: Andi tónlistarinnar, uppruni harm-
leiksins.
Best er eins og Aleixandre segir í ljóðinu:
Kn hann breiöir út faöminn, breiöir loks út arma.
Sundmaöurinn þekkir nú eigið afl, verður áræöinn .. .
leggst til sunds, eys upp lööri, öruggur og þreytist,
engist og kafar eins og hjarta í iöandi vatni,
syngur og er ungur.
Slíkt gerir Halldór einmitt í hinum ágætu
myndum sínum, sem falla þin í listastraum
tímans: Bautasteinn, Sigurvilji og En nú falla
öll vötn til Dýrafjarðar. Og þar er hann ekk-
ert að minna okkur á Gaston Bachelard (eins
og listfræðingi gæti hætt til), á verk hans:
Vatniö og draumarnir. Ritgerd um ímyndun-
arafl efnisins.
í þessum verkum er Halldór í sinum eigin
vötnum sem falla öll til Dýrafjarðar. Hann er
harmsögulegur í litnum. Og hann veit að
ekki verður aftur snúið.
Þarna er hann bestur, eins og gladíator
með sverð sem blómgast í hendi hans.
LJÓSABEKKIR-GUFUBÖÐ-AEROBIC-TÆKJASA
oc
<
(/)
D
0.
O
o
Q
D
2
O
I
(0
I
oc
D
BJARTUR
RÚMGÓÐUR
ÆFINGARSALUR
Líkamsræktarstöðin
Borgartúni
29 kynnir:
Aerobic-leikfimi alla virka
daga
Blandaðir tímar alla daga frá kl. 17.00.
Kennarar: Sólveig Róbertsdóttir og Katrín Gísladóttir.
Upplagt fyrir alla er vilja sameina aerobic og æfingar í
tækjasal. Frúarleikfimi undir stjórn Sólveigar
Róbertsdóttur á þriðjudögum og fimmtudögum frá
kl. 13.00. Öllum námskeiðum fylgir aðgangur í
tækjasal.
Innritun í Líkamsræktarstöðinni Borgartúni 29,
sími 28449.
Höfum einnig upp á að bjóða einn stærsta og
fullkomnasta tækjasal til líkamsræktar á íslandi.
Reyndir og færir leiðbeinendur ávallt til staðar til
aðstoðar byrjendum og þeim sem lengra eru komnir.
Opnunartímar:
Mánud.
Þriðjud.
Miðvikud.
Fimmtud.
Föstud.
Laugard.
Sunnud.
11.30- 22.00
11.30- 22.00.
11.30-22.00.
11.30- 22.00.
11.30- 20.00.
10.00-15.00.
10.00-15.00
Æfið í
tækjum
sem Arnold
mælir með
Líkamsræktarstöðin Borgartúni 29, sími 28449.
c
30
vsvrMBTa-oisouBv-aoandnÐ-HiMMaavson
HELGARPÓSTURINN 25
SVÆÐAIMUDP-BIOPULSAR