Helgarpósturinn - 05.04.1986, Síða 32
myndasjóði innan skamms og vænt-
anlega strax eftir helgi. Staðið hefur
á úthlutun vegna þess að enn liggur
ekki fyrir skrifleg heimild fyrir fé
því sem Sverrir Hermannsson
menntamálaráðherra lofaði sjóðn-
um. Sverrir lofaði 10 milljón króna
viðbót í sjóðinn og eiga þeir pening-
ár að koma úr Iðnlánasjóði. Er verið
að ganga frá þeim máium þessa
dagana. Af Kvikmyndasjóði er það
að segja að mjög margar umsóknir
hafa borist og talsverður kurr kom-
inn í umsækjendurna, því nú vorar
óðum og vilja menn fá fjármálin á
hreint áður en upptökur hefjast í
sumar. Virðast slæmar fjárhagshorf-
ur kvikmyndaiðnaðarins íslenska
ekki aftra mönnum að halda
ótrauðir áfram í innlendri kvik-
myndagerð...
A
næstu dögum og manuð-
um má væntra margra og mikilla
frétta frá lögreglumönnum, sem nú
hafa sagt upp störfum og þeim, sem
eftir sitja. Meðal lögreglumanna er
ekki eingöngu uppi gagnrýni vegna
lélegra launa, heldur hefur HP frétt,
að lögreglumenn hafi þegar komið
á framfæri mjög harðri gagnrýni á
yfirstjórn dómsmála í landinu. I
skýrslu, sem fram hefur komið hjá
lögreglumönnum, er m.a. mjög
hörð gagnrýni á Þórd Björnsson
ríkissaksóknara og vikið að því
hvort hann sé hæfur eður ei. Eftir
því, sem HP hefur heyrt segir í þess-
ari skýrslu, að ekki sé verjandi, að
hann hafi þau völd, sem hann hefur.
Annars er engin furða, að hæfustu
lögreglumennirnir hverfi úr störfum
sínum og fari t.d. tii öryggisþjónust-
unnar Securitas, því okkur er sagt,
að þar bjóðist þeim 60 þúsund krón-
ur á mánuði. . .
E ins og við sögðum frá í síðasta
blaði var haldinn aðalfundur í
Lögmannafélagi íslands á dögun-
um. Par var Sveinn Snorrason
kjörinn nýr formaður. A þessum
fundi hélt Benedikt Blöndai
hæstaréttarlögmaður gagnorða
ræðu, þar sem hann gagnrýndi
Hæstarétt og hæstaréttardómara
harðlega. Átaldi hann réttinn fyrir
aö dæma seint í málum og þar sem
þeir afsökuðu sig sýknt og heilagt
með því að vera svo uppteknir við
útgáfu Hæstaréttardóma ætti að
taka það verk af þeim svo þeir gætu
þá farið að dæma. Þá kom fram
mjög ákveðin gagnrýni á misræmi í
dómum Hæstaréttar. Nú væri svo
komið, að ómögulegt væri að átta
sig á hugsanlegum dómum
Hæstaréttar, því allt færi þetta eftir
því hvaða ,,holl“ dæmdi málið.
Gleggstu skilin meðal
hæstaréttardómaranna munu vera
annars vegar á milli Magnúsar
Thoroddsens og Gudmundar
Jónssonar fv. borgardómara ann-
ars vegar og svo hins vegar prófess-
oranna fyrrverandi og sakadómar-
anna fyrrverandi. . .
rétt. Á dögunum var dæmt, að
þungaskattur hefði verið ólöglega
lagður á, en hins vegar bæri ríkinu
ekki skylda til þess að endurgreiða
eina einustu krónu, þar sem vöru-
bílaeigendur og fleiri hefðu ekki
gert fyrirvara um endurgreiðslu
þegar þeir reiddu fram greiðsluna.
Þetta er tekið sem dæmi um, að
sumir hæstaréttardómaranna séu
allhrikalega hallir undir ríkið og
hafi t.d. í þessu tilviki sparað ríkinu
tugmilljónir í endurgreiðslur. Þá
þykir mönnum það heldur hlálegt,
að menn þurfi að hafa vit á því að
gera slíkan fyrirvara og nefna sem
dæmi opinber gjöld einstaklinga,
sem kynnu að vera ólöglega lögð á.
Það væri þokkalegt, ef fólk þyrfti að
gera fyrirvara um nánast hvaða
greiðslu sem er, ef svo kynni að fara,
að greitt gjald reyndist vera lög-
laust. . .
M
■ W ■ikil eftirvænting rikir um
það hver hreppi starf útvarpsstjóra í.
Akureyrardeild Ríkisútvarpsins. Við
höfum velt vöngum yfir þessu hér í
HP og nú getum við staðfest, að
Erna Indriöadóttir fréttamaður
útvarpsins á Akureyri hefur sótt um,
eins og við spáðum. Þá eru enn
nefndir þeir Stefán Jökulsson og
Ólafur H. Torfason. Stefán Jón
Hafstein mun vera búinn að gefa
þessa hugmynd frá sér og pælir nú
í störfum fyrir Rauða krossinn á er-
lendri grundu.. .
„Eitt besfa
veifingahus í Evrópu
• > *'
I ii(]U siOui i'] ' ...
hjcinu-n.m IullLmwjjLi *•'f%
m (? il"\'Ti \v lujuwui u i'ITW ||
uoiinui lcu,(4 írcncLuu U
32 HELGARPÓSTURINN