Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 10.07.1986, Qupperneq 7

Helgarpósturinn - 10.07.1986, Qupperneq 7
YFIRHEYRSLA nafn: Ásmundur Stefánsson fæddur 21.3. '45 í Reykjavík staða Forseti Alþýðusambands íslands heimili: Njörvasund 38, Reykjavík bifreið: Datsun Cherry árg. 1980 laun: 93.179 með yfirvinnu heimilishagir: Kvæntur Guðrúnu Guðmundsdóttur, framkvæmdastjóra Þjóðviljans. Tvö börn Fráleitt að ég verði formaður eftir Sigmund Erni Rúnarsson myndir Jim Smart Kjaramál og árangur verkalýöshreyfingarinnar á síöustu árum er ekki til umfjöliunar hér, heldur nýjustu yfirlýsingar Þjódviljaritstjórans um bladid, flokkinn ogstödu einstakra manna' innan og utan hvorstveggja — og þó einkanlega um Ásmund Stefánsson, forseta ASÍ. Hann er yfirheyrdur. — Hefur verkalýðsforustan, með þíg fremstan manna, haldið flokksforustu Alþýðubandalagsins í pólitískri gísl- ingu, eins og einn gagnrýnandi ykkar komst að orði? „Ég held það sé nú skynsamlegra að spyrja flokksforustuna um það hvernig líðan henn- ar hefur verið á undanförnum árum...“ — Viltu ráða því hvernig flokkurinn og málgagn hans, Þjóðviljinn, fjallar um kjaramál? „Ég hef aldrei haft nokkurn áhuga á því að verða hvort sem væri blaðamaður eða rit- stjóri á Þjóðviljanum. Ég hef hinsvegar verið óánægður með skrif Þjóðviljans og ég er það ennþá. Blaðamennskan þar er ekki nógu góð. Mál eru ekki nægilega vel skýrð. Það er blandað of mikið saman ritstjórnarstefnunni og hinni daglegu fréttamennsku, bæði í vali á fréttum, viðmælendum, fyrirsögnum og því hvernig mál eru sett frarn." — Finnst þér gagnrýni þeirra á þig og Verkalýðshreyfinguna ekki einfaldlega vera of hörð? „Nei, málið snýst ekki um það. Það snýst hinsvegar um mikla þröngsýni af hálfu blaðsins. Það fá alltof fá sjónarmið að koma fram á síðum Þjóðviljans.” — „Einn verkalýðsforinginn fór fram á það við mig að éjg bæri ieiðaraskrifin undir sig,“ segir Ossur ritstjóri í nýju viðtali við Heimsmynd, en vill ekki nefna hann á nafn. A hann við þig? „Ég veit satt að segja ekki hvern hann á við. En ég vildi sjá þann mann sem hefði geð- heiisu til þess að fara yfir alla leiðara Þjóðvilj- ans.“ — Sérðu hagkvæmni í því að verka- Iýðshreyfingin fái beina línu inn til rit- stjóra Þjóðviljans — hjálpi til við leiðara- skrifin? „Nei.“ — Hefur þig langað til að skrifa leiðara í Þjóðviljann? „Ég hef ajdrei sýnt áhuga á því.“ — Viltu Össur út af ritstjórn blaðsins? „Össur segir sjálfur í Heimsmyndarviðtal- inu að ég hafi viljað sparka honum þaðan. A einföldu íslensku máli er það lygimál. Ég hef hvergi sett fram slíkar kröfur. Ég hef hinsveg- ar sett fram þá skoðun að það sé nauðsynlegt að við hlið hans sé annar ritstjóri til aö tryggja þá víðsýni og yfirsýn sem ég tel blað- inu vera nauðsynlega." — Ertu að tala um einhverskonar yfir- frakka? „Ef Össur telur ekki að það geti verið starf- andi ritstjóri við hlið hans í almennum skrif- um á blaðinu — en það er Árni Bergmann, vel að merkja, ekki eins og verkaskiptingin er í dag — án þess að sá hinn sami sé yfir- frakki, þá sýnist mér að það sé þeim mun meiri þörf á ritstjóra við hliðina á honum." — Veldur Össur ekki ritstjórahlut- verkinu að þínu mati? „Nei, hann tryggir ekki einn þá breidd sem nauðsynleg er.“ — Tekur því fyrir verkalýðshreyfing- una og þig að vera að æsa þig svona yfir jafn lítt útbreiddu blaði og Þjóðviljinn er? „í þessu sambandi er kannski rétt að und- irstrika að ég er fyrst og fremst að gagnrýna Þjóðviljann sem meðlimur Alþýðubanda- iagsins en ekki sem forseti ASI. — Hefur Þjóðviljinn svikið verkalýðs- hreyfinguna? „Hann hefur verið ákaflega einsýnn þegar hreyfingin er annars vegar. Jákvæðar fréttir hafa ekki átt upp á pallborðið hjá blaðinu. Þær hafa verið lagðar til hliðar, á meðan því neikvæða hefur verið slegið upp.“ — Stafar þetta fréttamat Þjóðviljans, sem þú lýsir, af persónulegri óvild ykkar Össurár og Óskars Guðmundssonar? „Ég kannast ekki við neina persónulega óvild þarna á milli." — Att þú ítök í ritstjórn Þjóðviljans? „Nei.“ — En í Alþýðubandalaginu, ertu sterk- ur þar? „Eg er ekki réttur maður til að dæma um það. En auðvitað reyni ég að fylgja mínum skoðunum vel eftir.“ — Ertu að taka yfir Alþýðubandalagið, eins og Össur vill meina? „Mér finnst nú satt að segja órar Össurar í Heimsmyndarviðtalinu vera mjög sérstakir. Það sem er kannski hvað athugaverðast er að þarna fer ritstjóri Þjóðviljans, maður sem fólk gerir sér almennt grein fyrir að hlýtur að vera í innsta hring Alþýðubandalagsins, með allskonar Gróusögur um það sem sé að ger- ast eða kunni að gerast í flokknum..." — Segirðu hann ljúga hlutum upp á Þíg? „É skal ekkert segja um það hvenær hann segir satt og hvenær hann segir ekki satt. Mér má að sjálfsögðu í léttu rúmi liggja þótt ofstækisfullir menn séu að reyna að gera mig að allsherjargoða til lands og sjávar í sínum martröðum og sálarþrengingutp. Mér finnst það hinsvegar mjög alvarlegt þeg- ar ritstjóri Þjóðviljans gengur opinberlega fram með það sjónarmið að það sé réttlætan- legt að Þjóðviljinn sé tæki ákveðins hóps í flokknum í innanflokksátökum. Og jafnvel að þau innanflokksátök séu aðdragandi að því að efna til sérframboðs með Bandalagi jafnaðarmanna og fleiri aöilum." — Þú hefur lýst því yfir að þú viljir kosningar í haust. Er sú yfirlýsing í ein- hverju sambandi við hugsaniega löngun sjálfs þín á þing? „Það fæ ég ekki séð. Ef ég stefndi á þing sýnist mér sá kosningatími mér óhagstæður. Eg þyrfti væntanlega undirbúningstíma til þess að afla mér fylgis og sá tími yrði þá æði skammur. — Þú ferð nú samt fram í haust, er það ekki, ef kosið verður þá? „Ég sé ýmsa kosti því samfara að forseti ASÍ sé jafnframt þingmaður, fyrst og fremst vegna þess að þar er hægt að taka upp mál og þar fer fram umræða. En gallarnir eru þeir að starf forseta er yfrið nóg eitt og sér, auk þess sem það getur skapað viss óþæg- indi þegar það fer saman við þingmennsku." — Hagsmunatogstreita? „Já, það getur kostað mikla hagsmunatog- streitu. Og einmitt þess vegna hef ég metið gallana við að fara fram til þings meiri en kostina." — En verðurðu ekki að fara fram strax, fyrst þú hefur áhuga, því ella gæti verið hætta á að missa af lestinni í flokknum? „Ha... af hverju? Ég geri mér nú ekki grein fyrir því að það sé nein lest á ferðinni." — Eg á við að þú viljir búa þig undir formennsku Alþýðubandalagsins með þingmennskunni! „Þótt ég beri ágætt traust til andlegrar og líkamlegrar heilsu minnar, finnst mér nú ekki alveg raunhæft að ég sé, ásamt störfum mínum fyrir Alþýðusambandið, yfirritstjóri Þjóðviljans, þingmaður Alþýðubandalags- ins, formaður flokksins og þá væntanlega ráðherra síðar meir, eins og órar Össurar virðast snúast um þessa dagana." — Dreymir þig ráðherratign, svona fyrst þú nefnir starfið? „Nei.“ — En aftur á móti hvarflar formennsk- an að þér? „Hún hefur ekki verið á mínum óskalista." — Er þetta einlægt svar hjá þér núna? „Já. Ég held nánast að það sé fráleitt að ég verði formaður eins og sakir standa..." — Þannig að Ólafur Ragnar kemst óáreittur í formannssætið á næsta landsfundi? „Það er ekki rétt að setja spurninguna svona upp. Það er misskilningur að Svavar geti ekki haldið áfram formennsku, vegna reglna í flokknum, og reyndar tel ég að best fari á því að hann sitji." — Eru fylkingarnar í Alþýðubandalag- inu ósættanlegar? „Ákveðinn hópur í Alþýðubandalaginu, sem undir formerkjum valddreifingar vill flytja valdið allt til sín, virðist stefna í kiofn- ing ef dæma má af yfirlýsingum Össurar í Heimsmynd. Mér sýnist að þessi hópur vilji ekki samstarf við hinn hluta Alþýðubanda- lagsins..," — Er klofningurinn þegar hafinn? „Þessi hópur virðist heimta klofning. Ann- ars fer betur á því að þeir sem standa fyrir klofningnum, svari þessu." — Þú kvaðst áðan vilja kosningar strax í haust. Er ekki hætt við að flokk- urinn mætti veikur til leiks þar með upp- lausnina á Þjóðviljanum, Guðmundar- málið og klofninginn á herðunum? „Mál Guðmundar J. er flokknum ekki vandamál. Hitt getur verið stórt vandamál, ef hver fylkingin gengur á aðra í kosninga- baráttunni..." — Mál Guðmundar J. flokknum ekkert vandamál! „Ég tel ekki rétt að nein stofnun flokks- ins krefjist þess að Guðmundur segi af sér þingmennsku. Mér finnst framkoma ákveð- inna forystumanna flokksins í þessu máli hafa verið mjög ódrengileg og beinlínis óheiðarleg." — Það er þá kannski ekki um nein prinsipp að ræða í þessu máli!? „Það er auðvitað um það að ræða í þessu máli — og ég gæti vissulega farið út í rökræð- ur við þig um þau — en mín niðurstaða af málinu er sú að ég tel ekki rökrétt að flokkur- inn skipi Guðmundi eitthvað fyrir í þessu máli, nema eitthvað nýtt komi fram í rann- sókninni sem hann bað um.“ — Er flokknum stætt á að gagnrýna aðra flokka um hagsmunaárekstra og annað í þeim dúr eftir sem áður? „Já, það tel ég vera." — Svona í lokin. Þegar ég bað þig um að tala við mig, kvaðstu í fyrstu ekki vera áfjáður í að tala við þetta „sorp- blað“ sem ég starfaði við. Hversvegna kaustu að kalia HP þessu nafni? „Helgarpósturinn hefur lagt sig eftir Gróu- sögum og að mínu mati stundum verið með órökstuddar fullyrðingar um menn og mál- efni, stundum sagt ósatt. — En þú lætur þetta blað samt yfir- heyra þig „Já, og ekki í fyrsta sinn.“

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.