Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 10.07.1986, Qupperneq 12

Helgarpósturinn - 10.07.1986, Qupperneq 12
„PROFMAL SEM VARMR ÖRLÖG ÖTAL EINSTAKLINGA" SEGIR KARVEL PÁLMASON, SEM KREFST SKAÐABÓTA AF REYKJAVÍKURBORG FYRIR HÖND BORGARSPÍTALANS I aprílmánudi sídastlidnum birti Helgarpósturinn vidtal vid Karvel Púlmason alþingismann, þar sem fram kom aö hann heföi faliö lög- frœöingi aö kanna möguleika á málshöföun á hendur lœknum Borgarspítalans. Þó hljótt hafi veriö um Karvelsmáliö svokallaöa aö undanförnu, er langt því frá aö á þeim vettvangi sé einhver ládeyöa. Karvel hefur, í samráöi við lögfrœö- ing sinn, ákveöiö aö fara í mál og aö því hefur veriö unniö af fullum krafti í margar vikur. Blaöamaöur HP tók þingmanninn tali fyrir skömmu og fékk fregnir af fram- vindu málsins. Hafi fólk haldið að Karvel Pálma- son léti sér nægja að bera sjúkra- sögu sína á torg í HP og síðar í sjón- varpi og síðan ekki söguna meir, skjátiast því hrapailega. í samtali okkar tók Karvel það margsinnis fram, að hann ætlaði að fylgja mál- inu eftir þar til niðurstaða fengist. Sú niðurstaða yrði svo birt almenningi með sama hætti og upphaf málsins. Sagði þingmaðurinn að hann fyndi sig knúinn til þess að halda þessu til streitu. Hann hefði orðið var við að almenningur gerði kröfu til þess. Sjálfur sagðist hann sífellt verða sannfærðari um að þetta væri rétt ákvörðun því þeir læknar, sem fjaliað hefðu um málið opinberlega af hálfu spítalans, hefðu einungis forherst ef eitthvað væri. Líkti Kar- vel þessu við það að rónar væru sagðir koma óorði á brennivín, því hann teldi viðkomandi lækna koma óorði á stéttina í heild. Viðbrögð þeirra lækna, sem ekki teldu málið snerta sig persónulega, sagði þing- maðurinn mjög jákvæð. Viðurkenna vlta- vert kæruleysi En hvers vegna lætur Karvel Pálmason sér ekki nægja að hafa fengið í hendur bréf frá læknaráði, þar sem viðurkennd eru mistök í meðferð hans? „Það má segja að þetta sé eins konar prófmál. Þess vegna er ábyrgð mín auðvitað afar mikil og hefur satt best að segja valdið mér ákveðnum áhyggjum. Ég hef það hins vegar á tilfinningunni, og byggi það á upplýsingum frá fólki sem haft hefur samband við mig, að ótalinn fjöldi einstaklinga hafi þurft að gjalda þess kerfis, sem við búum við gagnvart læknastéttinni. Það má einnig vera að ég verði látinn gjalda þess að koma í þetta blaðaviðtal núna, en þá er bara að taka því. Ég er fyrst og fremst að fara í mál til þess að fá viðurkennda skaða- bótaskyldu spítaians. Þetta geri ég til að almenningur geti séð fram á möguleika á að leita réttar síns í framtíðinni. Þú minnist á bréfið frá læknaráði, sem Helgarpósturinn forklúðraði reyndar í birtingu í apríl, með því að smækka það svo grimmt að enginn gat lesið það. í bréfinu koma fram niðurstöður rannsókna læknaráðs og á mæltu máli þýða þær einfaid- LANDLÆKNIR ___ Raykjavik. 25.03.1986 Hr. alþingismaóur Karvel Pálmason c/o Alþingi v/Austurvöl 1 riivíwn okk«i: öö/hþ 101 Reykjavik filviiun »ð*i Hr. Karvel Pálmason, Á fundi Læknaráös þann 05.03.1986 var lögó fram ályktun Sióa- máladeildar Læknaráós um mál yóar. Nióurstöóur umræóna uróu eftirfarandi. Læknaráó álýtur: "aó of langur timi hafi lióió frá því aó siökomin ígeró i skurói yfir bringubeini K.P. gerói vart vió sig (14.09.1985) og þar til hann var innlagóur á Borgarspitalann (23.09.1985)" - "aó of langur timi hafi liðió frá innlögn og þar til venjuleg lungnamynd var tekin 30.09.1985" "aó óeólilega langur timi hafi liöió frá þvi aó blóóþynning var mæld (26.08.1985) og þar til ný mæling var geró (22.09.1985) enda þótt geró hafi verió acut TT mæling á Bolungarvik 06.09. 1985 sem sýndi 7%". "aó eólilegt hafi verió aó leggja K.P. inn á sjúkrahús þegar hann lét vita af blóómigu" F.h. Læknaráós Landlaknir Simi 91-27555 Tele» 2050 ; Laugevegl 116 2225 eiiern is 105 Reykjevlk Bréfið frá læknaráði, dagsett 25. aprfl sl., þar sem viðurkennd eru mistök í meðferð Karvels Rálmasonar. lega að sýnt hafi verið vítavert kæruleysi við meðferð á mér á Borgarspítalanum. Það er þó ekki þar með sagt að allir læknarnir séu jafnsekir. Yms gögn, sem þegar liggja fyrir, sýna að sumir læknar vildu haga meðferðinni á annan hátt en gert var. Óeining meðal læknanna, sem önnuðust mig, olli drætti sem hafði úrslitaþýðingu varðandi þróun málsins. Viðkom- andi munu hins vegar eflaust reyna að verja sig, kannski meðal annars með breyttum dagsetningum á sjúkraskýrslunum." Peningar skipta engu máii — Hvernig hefur undirbúningi málsins veriö háttaö? „Þetta mál er auðvitað erfitt í vinnslu, eins og þú getur ímyndað þér. Það er hvergi hliðstæðu að finna, segja sérfróðir menn. Skurð- irnir á brjóstkassanum á mér eru 165 cm langir og í honum eru engin bein eftir, utan rifbein. Brjóstið er allt saman vöðvafylling, sem fengin er annars staðar úr líkamanum. Þeir sem að þessu máli vinna fyrir mig, eiga þess vegna erfitt um vik, og hafa þar að auki framtíð og örlög ótal einstaklinga í höndum sér. Hér er um það að ræða hvort réttur ein- staklingsins sé virtur eða ekki. Þó um skaðabótamál sé að ræða, skipta peningar engu í þessu sam- bandi. Tryggingayfirlæknir hefur haft yf- irumsjón með söfnun gagna í mál- inu og þetta hefur allt tekið sinn tíma, en ég vonast til að málið verði lagt fyrir lögfræðing Reykjavíkur- borgar núna í júlí. Ég hef enga eirð til þess að sitja aðgerðalaus hvað þetta varðar.“ — Þaö vakir sem sagt fyrir þér aö sýna fram á og láta skjalfesta þaö aö mistök geti hent lœkna eins og aöra menn og aö þeir veröi aö taka afleiöingum þeirra eins og viö hin? „Læknar eru engir guðir, Jónína. Þeir eru misjafnir eins og aðrir menn. Sumir þeirra eru mjög traust- ir, en það loðir við aðra að menn eigi í erfiðleikum með að treysta þeim. Sú spurning hefur orðið áleit- in hjá fleirum en mér, hvers virði læknaeiðurinn sé mönnum sem hegða sér svona í starfi. Nú þegar liggja m.a. fyrir upplýs- ingar um að fullyrðingar Éinars Baldvinssonar um að hann hafi sagt mér að hætta lyfjatöku nokkrum dögum áður en ég var lagður inn á Borgarspítalann í annað sinn, eru rangar. Þann 11. september er ég í skoðun í Reykjavík og bendi Einari á að skurðurinn sé farinn að breyta sér, en hann lætur ekki röntgenmynda mig eins og til hafði staðið. Einungis þremur dögum síðar, þann 14. sept- ember, verður héraðslæknirinn fyr- ir vestan að opna skurðinn, sem þá var orðinn mjög bólginn vegna þess að það gróf í brjóstholinu á mér. Þetta er allt skjalfest. Eftir að menn eru einu sinni farnir að ljúga, hvernig á maður þá að geta treyst þeim? Ég vil heldur ekki trúa því að þeim, sem hengja sig aftan í lygar og ósannindi, sé sjálfrátt. Þar á ég við læknana og hjúkrunarfræð- inginn sem skrifuðu undir staðhæf- ingar Einars Baldvinssonar um einkasamtöl hans við mig.“ Tilbúinn að fara fyrir æðstu dóm- stóla — Nú varst þú í upphafi alls ekki ákveöinn í aö þetta yröi dómsmál. Ertu sáttur viö þessa þróun? „Já, líklega var það best að svona færi. Ekki endilega mín vegna, held- ur fyrir almenning í landinu. Mér er það ekkert kappsmál að fá menn dæmda fyrir dómstólum — ég vil taka það fram. Það er hins vegar mikilvægt að fá menn í læknastétt til þess að hlíta lögmálum almennra mannlegra samskipta. Það er ljóst að vítavert gáleysi var sýnt í meðhöndlun á mér og það sama hefur eflaust hent marga aðra sjúklinga að einhverju marki. Ég er viss um að ótalmargir hafa borið skarðan hlut frá borði í viðskiptum við þessa stétt. Eins og ég hef þegar sagt, þá mun skaðabóta verða krafist vegna þess- arar meðferðar á Borgarspítalan- um. Það fer eftir þróun mála hvort - þetta fer í opinberan dóm eða ekki, en það er ekkert til fyrirstöðu af minni hálfu. Ég er tilbúinn að fara fyrir æðstu dómstóla, ef því er að skipta. Almenningur á kröfu á því og ég vil á engan hátt bregðast hvað það varðar." — Hefur veriö leitaö umsagnar ensku lœknanna, sem tóku viö þér þegar þú komst til London í annaö sinn meö Landhelgisgœsluvélinni? „Ég hef fullan hug á að leita til þeirra, já. Kannski vita þeir manna best hvað hér um ræðir." — Hvernig leggjast vœntanleg úr- slit málsins í þig á þessu stigi? „Þau leggjast vel í mig. Mér er sem ég sjái dómstóla landsins segja læknaráð fara með rangt mál! Þá sæi almenningur í landinu líka sína sæng útbreidda varðandi það að sækja rétt sinn gagnvart læknastétt- inni. Hins vegar hef ég enga trú á öðru en að réttlætið sigri.“ Helgarpósturinn hafði samband við Einar Baldvinsson, lækni á Borgarspítalanum, og spurði hvort hann hefði áhyggjur af yfirvofandi málssókn Karvels Pálmasonar. Sagðist Einar ekki vilja tjá sig um þetta mál við fjölmiðla. eftir Jónínu Leósdóttur mynd Jim Smart 12 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.