Helgarpósturinn - 10.07.1986, Page 14
Þegar eplið fellur langt frá eikinni
ÆTTLERAR
Helgarpósturinn tekur tali einstaklinga sem hafa tileinkað sér allt
önnur viðhorf en foreldrarnir og œttin
Eitt af þeim frómu máltœkjum
sem huad oftast heyrast, er á þessa
leið: ,,Sjaldan fellur eplid langt frá
eikinni". Þá er audvitad átt viö aö
börnin leiti gjarnan í sama farveg
og foreldrarnir. En epliö á þaö til aö
rálla talsveröa vegalengd þegar
stormasamt er. Iþessari grein er ein-
mitt fjallaö um einstaklinga sem
hafa tileinkaö sér allt annaö lífsviö-
horfen ríkjandi er og var í fjölskyldu
þeirra og œtt.
Helgarpósturinn ræddi við
nokkra einstaklinga, sem fallið hafa
nokkuð langt frá eikinni, og sést af-
raksturinn hér í opnunni. Fleiri til-
vik hefði auðvitað mátt tína til á síð-
ari tímum. Við getum t.d. nefnt að
Guömundur J. Guömundsson,
verkalýðsforingi og alþýðubanda-
lagsmaður, er sonur Guömundar H.
Guömundssonar, sem var talsvert
virkur í sjálfstæðisfélögunum Verði
og Óðni. Höröur Sigurgestsson, for-
stjóri Eimskipafélagsins, er sonur
virks verkalýðsforingja, Sigurgests
Guöjónssonar. Thor Vilhjálmsson
rithöfundur og vinstrisinni, er sonur
Guömundar Vilhjálmssonar, sem
lengi var forstjóri Eimskipafélagsins
og stjórnarformaður Flugleiða og
að auki af hinni voldugu Thorsætt.
Jónas Haralz, bankastjóri Lands-
bankans, tilheyrir gegnheilli sjálf-
stæðismannaætt; hann var hins
vegar gallharður sósíalisti fyrr á ár-
um — en hefur snúið við blaðinu síð-
an.
Samantekt þessi einskorðast
þannig við börnin sem fóru allt aðra
leið en foreldrarnir og ættin. Hitt er
ljóst að af nógu væri að taka ef sam-
antektin yrði í víðara samhengi og
tekin dæmi af óvenjulegum hjóna-
böndum og fjölskyldutengslum.
Dettur þannig einhverjum í hug að
tengja saman Magnús Kjartansson
heitinn, ráðherra Alþýðubandalags-
ins, og Morgunblaðið og Thorsætt-
ina? Jú, Ólöf Magnúsdóttir Kjart-
anssonar er gift Kjartani Thors, syni
Björns Thors, blaðamanns Morgun-
blaðsins, og Helgu Valtýsdóttur fyrr-
verandi ritstjóra Morgunblaðsins
Stefánssonar. Austri er þannig
tengdur Staksteinum!
Svo má nefna að Freyr Þórarins-
son, sem er annálaður vinstrisinni,
er tengdasonur Geirs Hallgrímsson-
ar, fv. formanns Sjálfstæðisflokksins
og núverandi stjórnarformanns Ar-
vakurs, útgáfufélags Morgunblaðs-
ins. Loks skulum við nefna, að
Guöni Jóhannesson, formaður Al-
þýðubandalagsins í Reykjavík, er
tengdasonur Sverris Hermannsson-
armenntamálaráðherra.
í viðtölum hér í opnunni kemur í
ljós að viðbrögðin við óvæntum
ferðalögum „eplanna" eru ærið mis-
jöfn. í tilfelli Guörúnar Ágústsdótt-
ur, borgarfulltrúa Alþýðubanda-
lagsins, var ,,mengunin“ erfiður biti
að kyngja, aðrir mættu skilningi og
frjálslyndi eins og Hannes Hólm-
steinn, sem þó segist eiga við for-
eldravandamál að stríða hvað póli-
tíkina varðar! Og Árni Hjartarson
telur sig ekki hafa rúllað svo langt
frá eik sinni sem í fyrstu mætti ætla.
GUÐRÚN ÁGÚSTSDÓTTIR
BORGARFULLTRÚI:
MÁTTI EKKI RÆÐA
f SÍMA!
„Það gerði svo sannarlega enga
lukku í fjölskyldunni þegar fram
fóru að koma vinstri tilhneigingar
hjá mér í kringum 1970, en það var
í tengslum við þátttöku mína í Rauð-
sokkahreyfingunni. Eftir nokkur ár
fannst mér ljóst að það var útilokað
að vera sjálfstæðismaður, því sá
flokkur vann beinlínis gegn kvenna-
baráttunni. Fað var síðan 1974 að
ég fór í framboð fyrir Alþýðubanda-
lagið og ég væri að skrökva ef ég
segði það hafa gert lukku í minni
fjölskyldu, þar sem allflestir voru
flokksbundnir í Sjálfstæðisflokkn-
um eða studdu þann flokk heilshug-
ar.“
Það er Guörún Ágústsdóttir, borg-
arfulltrúi Alþýðubandalagsins, sem
þannig lýsir því hvernig hún tileink-
aði sér stjórnmálaskoðanir þvert á
línu sinna nánustu. Guðrún er dóttir
Ágústs Bjarnasonar, sjálfstæðis-
manns og söngvara, sem aftur er
sonur Bjarna Jónssonar vígslubisk-
ups, sem var sérstakur forseta-
kandídat Sjálfstæðisflokksins í for-
setakosningunum 1952, en hann
tapaði tiltölulega naumlega fyrir Ás-
geiri Ásgeirssyni. Guðrún er og var
umvafin sjálfstæðismönnum og til
marks um hversu „alvarlegt hliðar-
spor“ hennar taldist, segist hún hafa
heyrt þá sögu, að þegar faðir henn-
ar hringdi í móður sína og sagði
henni frá þvi að dóttirin færi í fram-
boð fyrir Alþýðubandalagið hafi
svar ömmu hennar verið: „Svona
lagað ræðir maður ekki í síma!“
Guðrún segist þó ekki selja þessa
sögu dýrar en hún keypti hana.
„Við barnabörnin, önnur kynslóð-
in eftir afa og ömmu, höfum í meira
mæli dreift okkur á hina ýmsu
flokka. Ég held að segja megi að við
forsetakosningarnar 1968 hafi mjög
margt ungt fólk fylgst með kosn-
ingavél Sjálfstæðisflokksins og
Morgunblaðinu og að það hafi opn-
að augu mjög margra sem fylgdust
með.
A mínum unglingsárum vann
maður svo sem í kosningastarfi fyrir
Sjálfstæðisflokkinn og það var talið
eðlilegt og sjálfsagt að maður fetaði
í fótspor foreldranna, færi sömu
leið. Sviptingarnar 1968—1970
breyttu því hins vegar. Og þótt þetta
hafi ekki gert lukku þá er það nú svo
að tíminn líður og skynsamt fólk
lætur svona lagað ekki hafa áhrif á
vináttu sína. Fjölskyldulífið gengur
nú enda vel — þótt maður hafi
fyrstu árin forðast mjög að ræða
pólitík. Ég hef aldrei ætlað mér að
breyta afstöðu föður míns, ég þykist
vita að það tæki nokkrar aldir þótt
markvisst væri unnið! Og ég'held að
hann hafi áttað sig á því að hann
breytir ekki afstöðu minni og nú rík-
ir full virðing okkar á milli fyrir
skoðunum hvors annars," segir Guð-
rún.
Guðrún Ágústsdóttir er dóttir sjálf-
stæðismannsins Ágústs Bjarnasonar,
sem er sonur sjálfstæðismannsins og for-
setaframbjóðandans Bjarna Jónsson-
ar vígslubiskups. Allir hennar nánustu
eru sjálfstæðismenn og það gerði ekki
beinlínis lukku þegar Guðrún fór í fram-
boð fyrir allaballa 1974...
HANNES HÓLMSTEINN
GISSURARSON
FRJÁLSHYGGJUMAÐUR:
„ÁKVEÐIÐ FORELDRA-
VANDAMÁL!"
„Ég hef stunduð orðað þetta svo,
að ég ætti við ákveðið foreldra-
vandamál að stríða. Móðir mín er í
Framsóknarflokknum og af mikilli
framsóknarætt og faðir minn er
sósíalisti. Ég hef hins vegar aldrei
verið vinstri maður," sagði Hannes
Hólmsteinn Gissurarson við Helgar-
póstinn um sitt tilfelli.
Mikið er um framsóknarmenn í
móðurætt Hannesar — Guðlaugs-
staðakyninu — meðal annars má
nefna Pál Pétursson þingflokksfor-
mann Framsóknarflokksins. Um
þetta kyn hefur verið kveðið:
Malar hátt í mærðardyn
mest á hundavaði,
þetta fræga kjaftakyn
kennt við Guðlaugsstaði.
Hannes segir að það hafi einmitt
verið fyrir tilstilli móður sinnar að
hann gerðist hliðhollur Sjálfstæðis-
flokknum!
„Þannig var að þegar ég var 8 ára
vildi móðir mín gjarnan að ég fengi
vinnu um sumarið. Á mínu heimili
voru keypt tvö blöð, Tíminn og
Þjóðviljinn, en hún gat bara fengið
blaðaútburð fyrir mig hjá Morgun-
Hannes Hólmsteinn Gissurarson er
að líkindum nafntogaðasti frjálshyggju-
maður landsins. En faðir hans er sósíalisti
og móðir hans framsóknarmaður af Guð-
laugsstaðakyni. Þegar Hannes var 8 ára
útvegaði móðir hans honum vinnu við
blaðaútburð — á Morgunblaðinu.
Hannesi þótti það gott blað...
blaðinu. Það varð til þess að ég las
þetta blað og mér fannst það miklu
betra blað og boðskapur en hjá hin-
um blöðunum. Þannig var það til-
raun móður minnar til að afla mér
sómasamlegrar vinnu sem olli því
að ég gerðist frjálshyggjumaður.
Annars voru mínir foreldrar frjáls-
lyndir að því leyti að þau voru ekk-
ert að skipta sér af því hvaða skoð-
unum ég fylgdi. Þó er heimilið og
var mjög pólitískt. í síðustu bæjar-
stjórnarkosningum var móðir mín á
lista Framsóknarflokksins, systir
mín á lista Sjálfstæðisflokksins og
faðir minn í stjórn Alþýðubanda-
lagsins í Kópavogi, þannig að þar
eru ýmsár skoðanir í gangi. Hjá mér
hafa þó vinstri tendensarnir aldrei
verið ríkjandi. Ég hef í huga að ís-
land byggðist út frá því að við neit-
uðum að greiða skatta til Haraldar
lúfu (hárfagra) og þannig varð frjáls-
lyndið og einstaklingseðlið til þess
að við brutumst undan framsóknar-
farginu," sagði Hannes.
ÞÓRARINN V.
ÞÓRARINSSON,
FRAMKVÆMDASTJÓRI VSÍ:
„LÍTT ÁHUGAVERT
TILFELLI"
„Ég vil nú síður tjá mig um þetta
núna. Ég held að það hafi lítið að
Þórarinn V. Þórarinsson er sonur
verkamanns í prentsmiðju Þjóðviljans og
sjálfur var hann meira að segja sendill hjá
þessu fjandriti vinnuveitenda. Fyrst í stað
var Þórarinn líka rauðliði...
14 HELGAFtPÓSTURINN
leftir Friðrik Þór Guðmundsson myndir Jim Smart, Árni Bjarnason og fleiri