Helgarpósturinn - 10.07.1986, Page 16
Engar kröfur um hœfni eða menntun þeirra sem
vinna að gerð ,,svartra lista“ um vanskilaaðila í
viðskiptalífinu
Hús Reiknistofunnar hf. er að Flatahrauni 29 í Hafnarfirði.
Tvisvar á ári gefur einkafyrirtœk-
iö Reiknistofan hf. út skrá yfir ein-
staklinga, fyrirtæki og adrar ,,lög-
persónur“ sem teljast vera í vanskil-
um og því vafasamt að eiga viö láns-
viöskipti. Eins og HP ftefur áöur
skýrt frá, er þessi svokallaöi ,,svarti
listi" upp á nokkur hundruö blaö-
síöur þar sem um 10 þásund aöilar
meö rámlega 20 þásund mál á bak-
inu eru skráöir, sumir fyrir miklar
sakir en aörir vegna vanskila sem
ekki ná 1000 krónum. Listann
kaupa t.d. viöskiptabankarnir og
stœrri fyrirtæki sem stunda lána-
starfsemi í viöskiptum sínum, t.d. í
formi víxla og skuldabréfa. íbyrjun
jání bar þaö hins vegar til aö for-
svarsmenn Auglýsingastofunnar
GBB, auglýsingaþjónustunnar ráku
augun í aö þeir voru ranglega
skráöir í gjaldþrotameöferö í
splunkunýrri útgáfu listans. Höföu
þeir því strax samband viö Gylfa
Sveinsson, forstjóra Reiknistofunn-
ar ht, og kröföust þess aö listinn
yröi tafarlaust leiöréttur. Þegar Gylfi
tók því fálegd, sneru forsvarsmenn
auglýsingafyrirtœkisins sér til tölvu-
nefndar, ríkisskipaörar nefndar sem
veitir tölvuþjónustufyrirtœkjum á
borö viö Reiknistofuna hf. starfs-
leyfi. Tölvunefnd brá skjótt viö og
kallaöi Gylfa á sinn fund. Þegar far-
iö var aö skoöa máliö betur, kom
hins vegar í Ijós aö Auglýsingastof-
an GBB, auglýsingaþjónustan var
fráleitt eini aöilinn sem Reiknistofan
hf. haföi ranglega skráö í gjald-
þrotameöferö heldur voru a.m.k.
eitt hundraö og ellefu mál afþvítagi
á þessari nýju átgáfu listans. Þar aö
auki viöurkenndi forstjóri Reikni-
stofunnar hf. aö þessi mistök vœru
ekki ný af nálinni. Tölvunefndar-
menn gáfu Reiknistofunni hf. fyrir-
mœli um aö stööva þegar dreifingu
listans, sem þá stóö yfir, endurkalla
eintökin sem þegar höföu veriö
send út, átbúa nýjan lista, og senda
þar aö auki út sérstakan leiörétting-
arlista og fjölritaö afsökunarbréf til
allra þeirra sem höföu oröiö fyrir
baröinu á þessum mistökum. Sem
Reiknistofan hf. og geröi.
INNKÖLLUNARAUGLÝS-
INGAR í LÖGBIRTINGA-
BLAÐINU
En hvernig stóð á þessum mistök-
um Reiknistofunnar hf? Að sögn
Jóns Thors, ritara tölvunefndar og
deildarstjóra í dómsmálaráöuneyt-
inu, höfðu starfsmenn Reiknistof-
unnar hf. skráð niður svo til allar
auglýsingar í Lögbirtingablaðinu
sem eru undir fyrirsögninni „Inn-
kallanir“ og fellt viðkomandi aðila
sem þar voru nafngreindir, undir lið-
inn „gjaldþrotameðferð“, án tillits til
þess hvort þeir sættu gjaldþrota-
meðferð eða ekki. Það skipti þannig
ekki máli hvort innköllunarauglýs-
ingarnar, þ.e. þegar verið er að lýsa
eftir kröfuhöfum, voru á vegum
skiptaráðanda vegna eiginlegra
gjaldþrotaskipta eða hvort um var
að ræða innkallanir í dánarbú eða
vegna slita á fjárfélagi hjóna þar
sem engin gjaldþrotaskipti voru á
dagskrá. Hlutafélög, sem sett höfðu
innköllunarauglýsingar í Lögbirt-
ingablaðið t.d. vegna fyrirhugaðrar
niðurfellingar félaganna eða sam-
einingar við önnur hlutafélög og
áttu heldur ekkert skylt við gjald-
þrotaskipti, höfðu einnig verið felld
undir „gjaldþrotameðferðarkvót-
ann“.
„Þetta eru nú nokkuð frumstæð
mistök sem lýsa mikilli vanþekk-
ingu starfsmanna Reiknistofunnar
hf. á grundvallareðli innkallana,"
sagði Jón Thors hjá tölvunefnd. Þvi
má svo bæta við að einu innköllun-
arauglýsingarnar sem fullvíst er að
ekki höfðu farið á skrá og fengið
þessa meðferð hjá fyrirtækinu eru
auglýsingar um glataðar banka-
bækur þarsem skorað er á handhafa
nefndra viðskiptabóka að segja til
sín innan 6 mánaða. Ennfremur
höfðu skiptaráðendur borgar- og
bæjarfógetaembætta ranglega ver-
ið skráðir í gjaldþrotameðferð (sic!)
en að sögn Jóns á Reiknistofan hf. í
raun ekki sök á því, heldur liggja
mistökin í kerfinu.
SKAÐABÖTAMÁL?
Eins og fyrr sagði voru í nýju van-
skilaskránni um 111 mál af þessu
tæi, þar sem samtals um 100 ein-
staklingar, fyrirtæki eða „lögper-
sónur“ voru ranglega felld undir lið-
inn „gjaldþrotameðferð". Flest eru
þó fyrirtækin, eða um 60. HP hafði
samband við forsvarsmenn tveggja
fyrirtækja sem sættu þessari með-
ferð. Halldór Guömundsson, fram-
kvœmdastjóri Auglýsingastofunnar
GBB, auglýsingaþjónustunnar kvað
fyrirtæki sitt líklega hafa lent á
„svarta listanum" þegar auglýsinga-
fyrirtækin tvö, sem að fyrirtækinu
standa, hefðu sett lögbundnar inn-
köllunarauglýsingar í Lögbirtinga-
blaðið vegna sameiningar fyrirtækj-
anna. Tilgangurinn hefði verið að
ganga úr skugga um hverjir teldu
sig eiga kröfur á þau til glöggvunar
stöðu fyrirtækjanna við samrunann
og hefði fyrsta auglýsingin birst í
marsbyrjun á þessu ári. Halldór
sagði að enn hefði ekki verið tekin
afstaða til þess hvort fyrirtækið færi
út í frekari aðgerðir gegn Reiknistof-
unni hf. svo sem skaðabótamál, en
mistök Reiknistofunnar hf. hefðu
valdið fyrirtækinu talsverðum ama
og kostnaði. „Málinu er ekki lokið
af okkar hálfu, þótt þessi leiðrétting
hafi verið gerð. Okkur þykja það
undarleg vinnubrögð að geta ekki
greint á milli innkallana vegna
gjaldþrotaskipta og annarra innkall-
ana. Listar sem þessi eru að mörgu
leyti mjög gagnlegir ef þeir eru unn-
ir af skynsemi. En það er frumskil-
yrði að það sé hægt að treysta þeim.
Ég hef t.d. heyrt að menn hafi lent
inni á vanskilalistum fyrir mistök í
bankakerfinu og átt í erfiðleikum
með að komast út af þeim aftur."
Halldór bætti því við að það væri og
umdeilanlegt hvort listar sem þessi
ættu yfirhöfuð rétt á sér.
Sveinn Grétar Jónsson hjá Hljóö-
rita hafði svipaða sögu að segja.
Hljóðriti hefði lent á „svarta listan-
um“ þegar nokkur lítil hlutafélög,
þar sem hann og faðir hans voru
aðaleigendur, hefðu verið sameinuð
í eitt hlutafélag og hefðu þeir birt í
Lögbirtingablaðinu innköllunar-
auglýsingar þar að lútandi. „Mistök
Reiknistofunnar hf. eru mjög alvar-
leg. Það að lenda á „svarta listan-
um“ svertir mjög orðstír fyrirtækja
og rýrir lánstraust þeirra og engan
langar í slíka meðferð, hvað þá að
ófyrirsynju. „Svarti listinn" hefur
ekki bara áhrif á þær lánastofnanir
sem við skiptum við, heldur líka á
viðskiptavini okkar sem hingað
koma til að taka upp hljómplötur.
Þeir kæra sig ekki um að skipta við
fyrirtæki sem þá og þegar á lokun
yfir höfði sér og eiga þar með á
hættu að það sem þeir hafa þegar
tekið upp sé unnið fyrir gýg.“ Sveinn
Grétar sagði að fyrirtæki sitt hefði
sent Reiknistofunni hf. skeyti þar
sem fram kæmi að það áskildi sér
allan rétt til frekari aðgerða á hend-
ur henni.
MISTÖKIN VÖRÐUÐU
EKKI STARFSLEYFIS-
SVIPTINGU
En hvað með starfsleyfið? Sáu
tölvunefndarmenn ástæðu til að
„Vil ekkert segja44
Gylfi Sveinsson, forstjóri Reiknistofunnar hf.,
neitar enn og aftur að ræða við blaðamann
Helgarpóstsins
Tœplega 100 aöilar voru vegna
mistaka fyrirtœkis þíns ranglega
skráöir í gjaldþrotameöferö á
,,svarta listanum" sem fyrirtæki
þitt gefur út. Hvernig stendur á
því?
„Ég vil ekkert um þetta mál
segja.“
Mistök ykkar aö gera ekki grein-
armun á innköllunum vegna sam-
runa hlutafélaga og skipta á
dánarbúum annars vegar og inn-
köllunum vegna aöila sem teknir
hafa veriö til gjaldþrotaskipta
hins vegar, eru einstaklega klaufa-
leg, ekki satt?
„Já, eru þau það? Það fer eftir
því hvaða augum þú lítur á það.“
Hvaöa augum ég lít á þaö? Fer
þaö ekki frekar eftir því hvaöa
augum tölvunefnd lítur þaö?
„Jú, og það eru fleiri aðilar sem
málið varðar."
Mér er tjáö aö þessi mistök séu
ekki ný af nálinni.
„Þú færð nú engar slíkar upplýs-
ingar hjá mér.“
Teluröu þaö hag fyrirtœkis þíns
fyrir bestu?
„Ég er alveg maður til að taka
mínar ákvarðanir sjálfur."
Og standa viö þœr?
„Það geri ég yfirleitt alltaf."
Þú vilt sumsé ekki rœöa þetta?
„Nei, það vil ég ekki.“
leftir Margréti Rún Guðmundsdóttur myndir Jim Smarti