Helgarpósturinn - 10.07.1986, Page 18
Leiöarvísir til handa þeim, er œtla sér eitthvad í lífinu, um hvernig
œtlast er til ad þeir hegði sér er þeir sœkja um betri vinnu. Leiðarvís-
irinn er einkum œtlaður þeim er sœkja á innan viðskiptalífsins en
gœti gagnast öðrum að einhverju leyti.
Pad er hryggileg stadreynd en
samtsönn ad fáir una oid sitt. Flestir
vilja njóta meiri virdingar og eign-
ast meiri peninga en þeir hafa nú.
Svo margir, ad þad er álitið ein-
hverskonar klikkun að láta sér
nœgja það sem maður hefur. Þetta
eru gömul sannindi og það hafa
margir orðið til þess að agnúast útí
þessa löngun mannsins í gegnum
árhundruðin en haft nœsta lítinn ár-
angur af erfiði sínu.
Nú er það fyrir löngu orðið svo að
ekki nokkur heilvita maður hefur
nennu í sér til að taka undir þennan
kór og flestir hafa tekið þá ákvörð-
un að sætta sig við orðinn hlut.
Menn hafa jafnvel snúið hinum
gömlu andmælum við og komist að
því að löngun manna eftir virðingu
og völdum sé í raun hin allra besta
og eina kennd mannsins sem eitt-
hvað sé byggjandi á. Þannig hafa
margar kenningar í vísindum jafnt
og mörg alþýðuspekin snúist um
það að reyna að beygja sem flesta
þætti mannlegs lífs undir þessa
kennd. í henni hafa menn séð
hreyfiafl samfélagsins jafnt sem
hamingju sérhvers einstaklings.
Það er því orðið langt um liðið síð-
an menn höfðu um það nokkra bak-
þanka að koma ár sinni vel fyrir
borð og heyja kappróður við með-
bræður sína. En með tímanum hef-
ur róðrarlagið breyst og það sem
einu sinni þóttu góð og gild meðul
eru nú hin klossuðustu axarsköft.
Eins og allir vita er nútíminn hrað-
skreiður fararskjóti og ef menn ætla
sér ekki að sogast niður í hringið-
una verða þeir að horfa vökulum
augum í kringum sig og fylgjast vel
með hvað gerist þar.
Meðlimum fárra þjóða er meiri
þörf á þessu en íslendingum. Sú
þjóð hrökk úr koki forneskjunnar,
eins og biti er sat fastur, og er varla
búin að fóta sig á glerhálu gólfi nú-
tímans. Brögðin sem áar okkar not-
uðust við til að koma sér sæmilega
fyrir duga ekki einu sinni fyrir lifi-
brauði lengur og allt eins víst að þeir
sem hygðust nýta sér þau yrðu tugt-
húsaðir hið fyrsta. Jafnvel leikreglur
foreldranna verða fornfálegar þar
sem leikvöllurinn er nú orðinn allt
annar og mun fleiri sem leika sama
leikinn. En þar sem það er nú einu
sinni kynslóð foreldranna sem hefur
töglin og hagldirnar og hefur réttinn
til að flauta mann útaf, er vissara að
kunna göngulag hennar.
Þannig verður sá sem er að vinna
sig upp stigann í dag að ganga í takt
við þá sem fóru um hann í gær og
jafnvel þrátt fyrir það að hann sé á
hlaupum. En þeir sem á eftir koma
þurfa ekki að vera svínbeygðir und-
ir duttlunga hinna sem eru ráðsestir
hið efra. Nýliðar hafa eins og nafnið
gefur til kynna eitthvað nýtt í far-
teskinu sem þeir geta selt hinum
eldri og jafnvel gert þá sólgna í. Þeir
hafa líka kapp sem hinir eldri hafa
skemmtun af að stýra með forsjá.
Ferð þeirra sem eru á Ieið til betri
staða er því oft skrítinn dans með
hnarreistum hergöngutakti og
bljúgum hneigingum á milli. Allt fer
þetta eftir settum reglum því eftir
því sem fleiri eru á vellinum verða
sviptingarnar og hraðinn meiri.
Menn bregða sér á milli stiga á leið-
inni upp ef þeir telja sér það henta
og þegar einhver hinna eldri fellir
stigann fyrir félaga sínum liggur líf-
ið við að ná taki á einhverju því ann-
ars er hætta á að maður steypist nið-
ur í hyldýpið.
Þegar mennirnir hafa þannig
endaskipti og staldra stutt við á
hverjum stað er nauðsyn á venjum
og einkennum svo ekki fari á milli
mála hvað snýr upp og hvað niður.
Því hafa með tímanum orðið til
nokkurs konar umferðarreglur á
leið mannanna upp á við. Með
ákveðinni hegðan er hægt að gefa
til kynna að maður ætli sér framúr
næsta og eins gefa menn stefnuljós
þegar þeir skipta um akrein. Og
þegar regla er komin á ferðavenjur
manna verða sumar brautir að aðal-
brautum og eins hafa aðrar orðið að
botnlöngum. Þrátt fyrir þessar ann-
ars fastmótuðu venjur eru til menn
er göslast yfir blindhæð á vitlausri
akrein og komast jafnvel upp með
það, sumir hverjir.
Þar sem erfitt er að henda reiður
á nokkru í allri þessari hringiðu
manna á hraðferð á betri staði hafa
þeir sem eiga eitthvað undir sér
fengið sérþjálfað starfsfólk til að
velja þá úr sem kunna að gagnast
þeim á einhvern hátt. En þar sem
hraðinn er mikill þarf þetta fólk að
draga hratt í dilkana og hefur því
með tímanum komið sér upp tiltölu-
lega einföldu kerfi til þess. Þetta get-
ur líka komið sér vel þegar sérþjálf-
aða starfsfólkið rýkur sjálft af stað til
betri staða og annar sérþjálfaður
þarf að taka upp þráðinn. Þó er það
ekki algilt þar sem buslugangur á
hverjum nýjum stað þykir bera vott
um atorkusemi, til hvers svo sem
breytingarnar eftir buslið kunna að
leiða.
Úrið
Vandað og látlaust úr. Rolex getur
virst ofmetnaður hjá mönnum er
ekki hafa verið í vellaunuðum störf-
um, en menn verða að stefna að því
að eignast slíkt áður en yfir lýkur.
Barmur
Kiwanismerki í barminum er traust.
Sömuleiðis merki frá Lions, Rotary,
Sjálfstæðisflokknum, jafnvel JC og
svo öll merki er gefa til kynna að sá
sem ber þau hafi látið eitthvað af
hendi rakna til hjálparstarfs. öll
áberandi barmmerki eru hinsvegar
illa séð og merki Flokks mannsins
er alger dauðadómur.
Buxur
Ullarbuxur eru traustar. Litvana
eins og annar fatnaður og í sam-
ræmi viö hann. Krumpur um hnés-
bæturnar eru slæmar og því er
nauðsynlegt að taka létt í þær
hnén þegar menn setjast.
Taska
Taskan á fyrst og fremst aö vera úr
samskonar leöri og skórnir. Hún má
vera hörð eða mjúk, en alltaf vel hirt
og snyrtileg. Þaö má ekki leggja
hana frá sér fjær en í seilingarfjar-
lægð, því í henni eiga aö vera mikil-
vægari hlutir en svo að þeir megi
liggja á glámbekk.
KARLMAÐUR 25
Best er að eiga góða konu og vera
ráðsettur vel eða vera á leiðinni að
verða það. Hinsvegar gefa þeir ein-
hleypu til kynna að þeir séu tilbúnir
að vinna töluverða eftirvinnu, en
enginn vafi má leika á hárréttri kyn-
hegðan.
Bakgrunnur
Starfsferillinn þarf að vera þráð-
beinn upp á við og stefna að því
starfi er maðurinn sækir um. Sum-
arvinna frá því á skólaárunum getur
jafnvel skipt sköpum. Ekkert grugg-
ugt má finnast í ástæðum fyrir því
að maðurinn hefur skipt um starf.
Að hætta vegna missættis við yfir-
mann sinn er dauðadómur. Hvaða
fyrirtækjum maöurinn hefur unnið
hjá skiptir einnig miklu máli. SÍS er
blettur á ferli sérhvers manns og
meira að segja hið opinbera er
skömminni skárra ef menn hafa
ekki hangiö þar of lengi. Starfsferill
erlendis getur veriö af hinu betra,
svo framarlega sem um rétt lönd er
að ræöa. Bandaríkin, Bretland og
Þýskaland eru góö, en Frakkland,
Spánn og önnur þessleg fylki lyfta
engum upp.
Menntun vegur ekki jafn þungt og
margur heldur. Viðskiptafræðingur
sem er nýskriðinn úr skóla og hefur
unnið í vegavinnu á sumrin getur til
dæmis ekki búist við að geta valið
úr girnilegum störfum. Námskeið
hjá Stjórnunarfélaginu geta jafnvel
gert mann, sem hefur bara verslun-
arpróf, að eftirsóknarverðum
starfsmanni. Það gefur til kynna aö
fyrri atvinnuveitendur hafi metið
manninn það mikils að þeir hafi
kostað hann á námskeið, eða þá að
maðurinn sé svo metnaðarfullur að
hann leggi sjálfur til stórfé til að
koma sér áfram. JC er náttúrlega
langt frá því jafn virðulegt og
Stjórnunarfélagið, en lægra settir
starfsmenn geta fengið þar þjálfun
í stjórnun og komið sér síðan áfram
á þeirri reynslu. öll tölvunámskeið
reiknast til tekna á þessum öru tím-
um.
Andlit
Frísklegt útlit er alger nauðsyn. Það
er tiltölulega auövelt að koma sér
því upp og þarf ekki að kosta annað
en nokkrar ferðir í Ijósalampa. Sól-
brúnka er „sportý" og „sportý" er
heilbrigði og heilbrigði er bæði
skýrleiki og færri veikindadagar.
— 40 ARA
Íhaldssemi í stjórnmálaskoðunum
er af hinu betra en þó er flest leyfi-
legt í þeim efnum ef menn fara vel
með. Hinsvegar er Flokkur manns-
ins algert bannorð því hann þýðir í
raun ekkert annað en hærri síma-
reikninga og ofnotaðar Ijósritunar-
vélar.
Augu
Augnatillitið þarf að vera hiklaust
og alls ekki flöktandi. Horfa beint í
augun á viðmælanda og gefa með
því til kynna að maður hafi ekkert
aö fela. Gott er að reyna að koma
einhverjum skarpleika fyrir íaugun-
um ef hægt er.
Nef
Menn skyldu gæta að nefinu.
Menn sem eru óaðfinnanlegir í alla
staði hafa hrunið í áliti er lítið hár
gægist niður um aðra nasaholuna
eins og upphrópun um skort á sýn
á smáatriði. Óþarfi er að taka það
fram að fingur sem læðist í nef er
sjálfsmorð.
Munnur
Þrátt fyrir niðurlægingu íslenskrar
tungu eru ennþá til þeir menn af
eldri kynslóðinni sem nota talanda
manna til þess að mæla greind. Því
ber að gæta þess að tala skýrt og
nota vandaða íslensku þegar talað
er um almenn málefni en hinsvegar
er nauðsynlegt að sletta vandaðri
ensku þegar talið snýst að sérsviö-l
um. Margir telja norðlenskan fram-
burð aðalsmerki og það er sjálfsagt
að flagga honum ef menn geta og
koma sér honum upp ef menn hafa
ekki. Þá er það oft talið merki um
greind aö tala hratt en menn verða
að varast að ofgera sér. Brandarar
geta verið varasamir áður en geng-
ið er úr skugga um í hvernig skapi
viðmælandi er.
Eyra
Hringur í eyra hefur stöðvað frama
margra. Hann er yfirlýsing um að
tilfinningalíf viðkomandi sé brengl-
að ög allt að því viðsjárvert.
Að sjálfsögðu er öll vond lyki
óæskileg, en þó ber að varast að
reyna að kæfa hana meö alltof mikl-
um rakspíra eða ilmvatni. Armani-
ilmur kemur karlmanni lengst.
Hár
Hárið á að vera snyrtilegt og bera
vott um umhirðu, eins og reyndar
sem flest við útlitið. Stutt, örlítið
blásið, jafnvel með strípum en alls
ekki áberandi litað.
Vandaðar ítalskar eöa enskar leður-
mokkasíur úr samskonar leðri og
annað leöur á manninum. Skórnir
verða aö líta út fyrir að vera þægi-
legir, en fyrst og fremst vel burstað-
ir. Það er til heilmikil speki um skó
og margur trúir því að skór sé innri
maður og því ber að vanda sérstak-
lega til þeirra. Brúnir skór við svört
eða dökkgrá föt eru til dæmis alger
lágkúra.
Skyrta
Blá- eða gráröndótt skyrta frá rétt-
um framleiðanda.
Brjóstvasi
Pennar í brjóstvasanum á jakkan-
um eru ekki lengur af hinu góða.
Hinsvegar er nauðsynlegt að hafa
vandaðan penna í innri vasa til
reiðu. Ef hinsvegar veitingahúss-
miði dettur uppúr vasanum þegar
maðurinn grípur til pennans er auð-
séð að þar er á ferðinni óreglupési.
í brjóstvasann má hinsvegar setja
vasaklút en það getur virkað full há-
tíðlegt.
Jakki
Jakki af réttri tegund. Eins og aðrar
flíkur má hann ekki vera krumpaður
og að sjálfsögöu ekki rifinn. Hann á
að vera í lífvana samræmi viö ann-
an fatnað. Það að hneppa jakkan-
um frá er frjálslyndi og ber aö nota
á réttum stöðum.
Skeggstæði
Þar sem það er orðiö vel yfirlýst að
skeggbroddar séu „inni" ganga
þeir vel í suma. Annars er vel rakað-
ur vangi æskilegur og plástrar á
kinnum geta dregiö menn niöur.
Bindi
Bindið er nauðsyn. Flagaraklútar
og slaufur geta ekki komið í stað
þess. Það má vera líflegt og skera
sig örlítiö úr annars litvana klæðn-
aði en fyrst og fremst verður það að
vera frá einhverjum þekktum fram-
leiðanda. Hinn svokallaði skyrtu-
pinni þykir nú nauðsynlegur.
Hendur
Hendurnar vel snyrtar og handtakiö
traust. Slappt handtak hefur haldið
mörgum manninum niðri. Þvalir
lófar eru tilkynning um taugaveikl-
un. Þegar hendurnar eru ekki í
handtaki eiga þær að vera kyrrar.
Handapat er ekki af hinu góða. Gift-
ingarhringur er náttúrlega viss yfir-
lýsing. Aðrir hringar eru ekkert sér-
staklega eftirsóknarverðir, en verða
að vera í stíl við aðra skartgripi.
Skyrtuhnappar
Þar sem skyrtan gægist fram úr
jakkaerminni er gott að láta glitta í
skyrtuhnappa. Skartgripir karl-
manna eiga að vera vandaðir og án
alls útflúrs. Ef skyrtuhnapparnir eru
úr gulli veröur úrið og skyrtupinn-
inn að vera þaö líka.
18 HELGARPÓSTURINN
eftir Gunnar Smára Egilsson