Helgarpósturinn - 10.07.1986, Qupperneq 20
HUN VERÐUR A Ð N Á SÉR í
KARLMANN
KVENRÉTTINDAKONAN ÁSDÍS SKÚLADÓTTIR TELUR ÞAÐ VERA NEYÐAR-
ÚRRÆÐI MARGRA ÍSLENSKRA KVENNA AÐ ÞURFA AÐ NÁ SÉR í EIGINMANN.
HÚN ER í MARGRÆÐU HP-VIÐTALI.
G. Pétur Matthíasson mynd Árni Bjarnason
Þrátt fyrir miklar annir gefur félagsfrœdingurinn, leikarinn, kennarinn,
félagsrádgjafinn, leikstjórinn og jafnvel stjórnmálafrœdingurinn Ásdís
Skúladóttir sér tíma til aö koma í vidtal viö Helgarpóstinn. Hún segist gera
það leikritsins vegna. Leikritiö sem hún á við er Njálssaga sem nú er sýnd
í Rauöhólum við Reykjavík. Þar leikur atorkukonan Ásdís Skúladóttir
sjálfa Bergþóru; bóndakonuna, ráðgjafann, móðurina og jafnvel stríðs-
manninn — ef hœgt er að kalla erjur hennar og Haltgerðar stríð. Ásdíssam-
þykkir viðtal, fái hún að tala um leikritið. Við moelum okkur mót á þeim
eina tíma sem hún hefur, á sunnudagsmorgni klukkan tíu. Ég kem heim
til hennar viðbúinn með spurningar um Njálssögu og hvernig standi á því
að hún leiki þar. Viðtalið leiðist strax út í eitthvað allt annað. Ásdís hefur
svo gífurlegan áhuga á kvenréttindamálum og félagsmálum aldraðra að
sjálf Bergþóra fellur ískuggann, eða er það kannski Bergþóran íÁsdísi sem
brýst svona fram? En þetta er skiljanlegt því Ásdís drakk í sig jafnréttishug-
sjónina með móðurmjólkinni. Hún er dóttir Önnu Sigurðardóttur sem nú
er forstöðukona Kvennasögusafnsins. Hún vinnur hjá Félagsmálastofnun
Kópavogs að málefnum eldra fólks með meiru. Þó er það ekki œvistarf því
hún er í lausamennsku á íslenskum vinnumarkaði.
,,Það er ekki von að þú munir það,“ segir
Ásdís þegar ég spyr hana hvort rétt sé að hún
hafi ekki leikið mikið. Með þessu vísar hún til
aldursmunarins, sem er nokkur. „Ég útskrifaðist
úr leiklistarskóla Leikfélags Reykjavíkur 1968.
Og það má segja að ég hafi leikið á fullu með
Leikfélaginu frá því og allt til þess að Er þetta
ekki mitt HP. var sett upp. Frá því hef ég lítið leik-
ið, fyrir utan nokkur útvarpsleikrit og svo lék ég
í Jóni Oddi og Jóni Bjarna. Ég lék mömmu rauð-
hærðu krakkanna. Þetta var ægilega skemmti-
leg vinna. Eitt það skemmtilegasta sem ég hef
lent í. Það heillaði mig þetta frelsi í kvikmynd-
inni. Maður fékk vissa línu frá Þráni Bertelssyni
en síðan var maður látinn impróvisera dálítið
mikið."
í eilífum sumarvinnum
Asdís er lœrd leikkona, hún er lœrdur kennari
og hún nam félagsfrœði og stjórnmálafrœði við
Háskóla íslands. Þess vegna er það, þegar ég
spyr hana hvað hún hafi gert annað en að leika,
að hún teygir sig í Kennaratalið. Þar tekur hún
þrefalt meira pláss en flestir aðrir. Hún hefur
komið víða við og unnið á fjölmörgum stöðum.
Eg slœ því fram eftir lesturinn að þetta sé líkt og
sumarvinnuromsan manns.
,,Ja, það er rétt,“ segir hún. ,,Það má segja að
ég sé í eilífum sumarvinnum. Ég hef enda verið
í lausamennsku frá því ég var 29 ára. Ég veit
ekki hvað þetta er en ég hef aldrei getað hugsað
mér að setjast á skrifstofustól, mér finnst það
nöturleg framtíð að sitja alltaf á sama stólnum.
Mér hefur fundist að með því að setjast á slíkan
stól myndi ég fórna frelsi mínu. Mér finnst það
ekki skemmtileg tilhugsun að vera bundin á
sama klafann fyrir lífstíð, fá sex vikna sumarfrí
og basta. Og því miður búa flestir við þetta. En
það sem auðvitað hefur bjargað mér er að ég
hef haft þetta fernt: kennarann, leikstjórann,
leikarann og félagsfræðinginn. Þess vegna hef
ég getað verið laus á vinnumarkaðnum. Og það
hefur verið þannig að ég bíð ekki eftir einhverju
heldur er það síminn sem hringir og ég er beðin
um að gera eitthvað. Síðan er það spurningin
hversu lengi síminn heldur áfram að hringja, því
nú er ég að verða 43 ára. Staðreyndin er að
kvenfólk hættir að vera spennandi vinnuafl
svona almennt með aldrinum. En ég get sagt
þér að enn er ekkert lát á hringingunum.
Hef alltaf þráð að leika
Þegar hér er komið tekur Ásdís öll völd af
spyrjandanum og leiðir okkur aftur til áranna
þegar hún gekk í Menntaskólann í Reykjavík.
„Ég hef alltaf þráð að leika," segir hún. „Ég byrj-
aði að leika strax í barnaskóla og svo í mennta-
skóla. I fjögur ár lék ég í fjórum Herranóttum,
gæti ég leikið var allt vel þegið. Ég hef alltaf vilj-
að verða leikari og kannski er það þess vegna
sem ég hef ekki ráðið mig í fasta vinnu. Ég hef
alltaf þessa von að fá að starfa við það að leika.
Enda hefði ég t.d. ekki getað leikið Bergþóru
núna hefði ég ekki nokkurn veginn ráðið mín-
um tíma.
Já, svo starfaði ég við Melaskólann í átta ár. En
ég var í tvöfaldri vinnu. Ég hef alltaf verið tvö-
föld í roðinu. í menntaskóla var ég í Herranótt,
í stjórn Framtíðarinnar, það hefur alltaf verið
nóg að gera hjá mér. Nú, þegar ég var í Meló var
ég einnig í Leiklistarskólanum til að byrja með
og síðan þegar ég fór í Háskólann lék ég líka hjá
Leikfélagi Reykjavíkur."
Og það er greinilegt að Ásdís hugsar einnig
um eitthvað tvennt í einu: „Nú dettur mér í hug,
í sambandi við Njálssögu, saga sem ég sagði ein-
mitt í frumsýningarpartíinu. Þegar ég var í öðr-
um bekk í Gaggó-Hring þá leikstýrði Erlingi
Gíslason leikriti í skólanum. Hann var þá ungur
maður og upprennandi leikari. Ég varð alveg
óstjórnlega ástfangin af Erlingi Gíslasyni. Meira
að segja svo ástfangin að ég klippti út mynd af
honum og setti í dagbókina mína. Ef mig hefði
grunað það þá, í minni ungmeyjarást, að ég ætti
eftir að leggjast undir einn feld með Erling Gísla-
syni hefði ég sennilega andast. í Herranótt leik-
stýrði Helgi Skúlason en þá var ég orðin þrosk-
aðri en svo að ég teldi að eldri menn vildu eitt-
hvað með mig hafa.“
Auðvitað vildi ég leika Bergþóru
Hér sé ég fceri á að spyrja um Njálssögu og
spyr hvernig hafistaðið á því að hún hafi fengið
hlutverk. •
„Síminn hringdi einn daginn upp á Félags-
málastofnun Kópavogs. Helga Bachmann var í
símanum og spurði hvað ég væri að gera í sum-
ar. Spurði þá hvort ég vildi leika Bergþóru. Nú,
ég sagði að sjálfsögðu já.“
Ég var mikil kvenréttindakona
En Ásdís hefur engan tíma til að staldra við á
Rauðhólum, hún hverfur aftur til menntaskóla-
áranna.
„Þegar ég var í menntaskóla var ég gífurlega
mikil kvenréttindakona, enda alin upp á kven-
réttindaheimili. En það þótti ekki fínt í þá daga.
Og maður var ekki að flíka þeirri skoðun sinni
að konur væru kúgaðar. Það var í raun skamm-
aryrði að kalla einhverja stúlku kvenréttinda-
konu.
Eg man eftir einu atviki í sambandi við þetta.
Það var eitt sinn sem oftar að ég gekk fram með
oddi og egg í tolleringum á þriðjubekkingum.
Kemur þá til mín bekkjarbróðir minn og spurði
mig — og hann hvíslaði þegar hann spurði." Hér
kemur leikarinn upp í Asdísi og hún hvíslar með
tilþrifum: „Er það satt, Ásdís, að þú sér kvenrétt-
indakona." Svona var þetta mikið leyndarmál.
En ég hafði gaman af því að svara já, því þetta
var svo óskaplega mikið já.
Einu sinni stofnuðum við, sem í þessum kven-
réttindamálum stóðum, til málfundar við bekk
þar sem var m.a. Friðrik Sophusson. Það er svo
skrítið á hvern hátt umræður um kvenréttinda-
mál leystust oft upp í þá daga. Það kom fyrir oft-
ar en einu sinni eftir að maður hafði þanið sig í
ræðustól, full af ákafa, að strákarnir sögðu:
Láttu ekki svona, þú gengur örugglega út — ein-
hvern tímann. Það var nefnilega aðalmálið fyrir
stúlku að ganga út. Einu sinni steig Friðrik Sop-
husson á stokk og lofaði mér því að þegar allt
um þryti og ég næði ekki í neinn þá skyldi hann
bjarga málunurn. En það hefur aldrei komið til
þess að ég rukkaði Friðrik um þetta loforð. Ég
hef þó alltaf verið svolítið skotin í Frikka þannig
að það er nú aldrei að vita.
Við vorum nokkuð margar stelpur sem sótt-
um fundi hjá Kvenréttindafélagi íslands. Við töl-
uðum þar á fundum og vorum byrjaðar að pæla
í þessum málum. Aftur á móti var oftlega hlegið
að okkur í skólanum. En þetta skipti mjög miklu
máli fyrir mig og fyrir okkur stelpurnar. Þá var
ástandið þannig (þetta var 1963—64) þegar við
stóðum að framboði Sigríðar Hjartar til inspect-
or scholae að fjöldinn allur af stelpum var mikið
á móti því að stelpur byðu sig fram. En margar
þeirra eru frelsaðar nú og hafa séð ljósið. Aftur
á móti voru nokkuð margir strákar sem studdu
okkur dyggilega. í raun og veru var þetta smá-
bylting, við reyndum byltingu án þess að gera
okkur beint grein fyrir því. Þetta var æðislega
skemmtilegt, maður var heitur og ákafur í þá
daga. Annars töpuðum við kosningunni og það
var svona glott við tönn. Síðan þá hefur gífur-
lega mikið gerst í kvenréttindamálum.
En þó við létum svona nokkrar í menntaskóla
þá var enginn áhugi á þessum málum. Jarðveg-
urinn var ekki tilbúinn á þessum árum. Þegar ég
var t.d. komin upp í Kennaraskóla veturinn
1964—^65 átti að halda fund um kvenréttindi en
það varð að fella hann niður vegna þess að það
kom enginn. Ekki einu sinni kvenfólk hafði
áhuga á þessum málum."
Vildi ekki vera kennari í hálfa öld
Og enn stjórnar Ásdís viðtalinu og stoppar
mig með því aö segja að nú sé nóg komið um
þetta. Eg spyr hana þvíum Háskólann og félags-
frœðina.
„Þegar ég var liðlega tvítug, kennari í Mela-
skóla, spurði ég sjálfa mig hvort ég ætlaði að
vera þar næstu hálfa öldina í sama starfinu og
svarið var nei. Ekki það að kennarastarfið væri
leiðinlegt, langt því frá. En mér fannst þetta
óhugnanleg framtíð að sitja í sama hjólfarinu og
rúlla eftir því alla ævina.
Ég hafði mikinn áhuga á pólitík og félagsmál-
um og fór því í félagsvísindin, hafði reyndar beð-
ið dálítið eftir deildinni. Ég var í Háskóla íslands
frá 1973 til ’77.
Ég var mjög pólitísk á þessum tíma en félags-
vísindadeildin flatti mig út, pólitískt séð. Þeir
sem hafa haldið því fram að deildin hafi einhver
pólitísk áhrif á fólk til vinstri, vaða í villu og
svíma. Kennararnir stækkuðu sjóndeildarhring-
inn hjá manni, menn eins og Haraldur Ólafsson,
Olafur Ragnar Grímsson og Þorbjörn Brodda-
son. Það er kannski réttara að segja að þeir hafi
hreinlega flatt mig út flokkspólitískt séð. En
þetta var mjög skemmtilegt tímabil. Ég lék allan
tímann á fullu hjá Leikfélaginu, samfara nám-
inu, þannig að þetta var svakaleg törn, en
skemmtileg.
Frístundahópurinn Hana-nú
Og þá er komið að félagsmálunum, hluta-
starfinu sem félagsráðgjafi og öldrunarfélags-
frœðingur.
„Hefurðu heyrt um frístundahópinn Hana-nú
í Kópavogi? spyr Ásdís. „Þá verð ég að segja þér
frá honum.
Þetta er hópur fólks eldra en 50 ára sem býr
í Kópavogi. Hópurinn var stofnaður 1983 að
frumkvæði Hrafns Sœmundssonar sem hafði
reynt af eigin raun hvernig það er að vera at-
vinnulaus og hvernig sú staða getur einangrað
mann og fyllt mann vonleysi meðan hún varir.
Hópurinn var stofnaður til að fólk á þessum aldri
gæti notið félagsskapar, fengið andlega upplyft-
ingu. Þetta byrjaði með tólf manns og samkomu
einu sinni í mánuði, nú eru félagar tæplega 400
og hópurinn skiptist í nokkra klúbba auk heild-