Helgarpósturinn - 10.07.1986, Page 22
KRÖNUR
OG KLÁRAR
SÖGUSAGNIR UM TVEGGJA MILLJÓNA KRÓNA
TILBOÐ í SKAGFIRSKAN STÓÐHEST Á NÝLOKNU
LANDSMÓTI HESTAMANNA VEKJA UPP HUG-
LEIÐINGAR UM UPPHÆÐIRNAR SEM GILDA
ORÐIÐ í ÞESSUM GEIRA
íslenski hesturinn var hér ádur
fyrr kaUaöur ,,þarfasti þjónninrí'
þegar hann gegndi mikilvœgu hlut-
verki í atvinnu- og samgöngumál-
um þjóöarinnar. Ogennþá má kalla
hann þarfan þjón því menn hafa af
hestum hina mestu skemmtun og
ánœgju. Svo er hann líka prýöis
markaösvara og eftirsóttur erlendis.
En hestamennska hefur þó löngum
veriö nokkuö dýrt sport. . .
Um síðustu helgi lauk 10. Lands-
móti hestamanna sem haldið var að
Gaddstaðaflötum við Hellu. Um 14
þúsund manns, þar af um 3 þúsund
útlendingar, og á þriðja þúsund
hesta sóttu mótið. Innkoma mótsins
mun vera 10—12 milljónir og mótið
var fjölmennasta hestamannamót
sem haldið hefur verið til þessa. Að
sögn Gunnars Jóhannssonar for-
manns framkvæmdastjórnar lands-
mótsins má reikna með að hagnað-
ur hafi verið nokkur og skiptist
hann milli þeirra 15 hestamannafé-
laga og Landssambands hesta-
manna sem stóðu að mótshaldinu.
Þau leigðu mótsstaðinn af Rangár-
bökkum sf. sem er sameignarfélag 9
hestamannafélaga austan Hellis-
heiðar og austur að Lómagnúp, og
Rangárbakkar sf. hafa lagt út í tug-
milljóna króna kostnað við að koma
mótsaðstöðunni upp. Eins og mun
vera um fjölmenn mót af þessu tæi
gátu héraðsmenn grætt nokkuð á
veitinga- og gistisölu. Ljóst er því að
margir peningaseðlar skiptu um
eigendur og margir peningarseðlar
voru í umferð. En svo er líka þegar
íslenskir hestar eru annars vegar.
Peningarnir og hestar skiptu líka
um eigendur, og þótt forsvarsmenn
markaðsnefndar Félags hrossa-
bænda og búvörudeildar Sam-
bandsinssem eru helstu milligöngu-
aðilar um hestasölu telji að ekki hafi
verið mikil hestasala á mótinu,
buðu útlendingar hátt verð fyrir
suma stóðhesta og þær sögur hafa
flogið fjöllum hærra að boðnar hafi
verið allt að 2 milljónir króna fyrir
einn stóðhest. Og það leiðir hugann
að hestasölu og hestaviðskiptum.
Kynbótahross
a.m.k. 620 þúsund
Landbúnaöarráöuneytiö ákveður
lágmarksverð ísienskra kynbóta-
hrossa til útflutnings. Kynbótahross
sem hlotið hefur 1. verðlaun sem
„einstaklingur" og 1. verðlaun fyrir
afkvæmi kostar a.m.k. 620 þúsund
krónur. Kynbótahryssa sem hlotið
hefur sömu verðlaun kostar hins
vegar a.m.k. 300 þúsund krónur.
Lágmarksverðið fer síðan stiglækk-
andi eftir því sem hestarnir fara neð-
ar í veltilgreindum og nákvæmum
verðlaunastiganum. Lágmarksverð
ósýndra og óskoðaðra stóðhesta er
t.d. 150 þúsund krónur og ósýndar
en ættbókarfærðar hryssur kosta
minnst 70 þúsund krónur.
Markaðsnefnd Félags hrossa-
bænda og búvörudeild Sambands-
ins hafa komið sér saman um lág-
marksverð annarra „hestaflokká',
s.s. geldinga og fjölskylduhesta.
Þannig mun lágmarksverð fjörugra
og fallegra gæðinga vera um 65
þúsund krónur, bandvön, „gang-
laus" hross kosta minnst 25 þúsund
krónur og lágmarksverð hesta í slát-
urhús er 12 þúsund krónur en þá er
væntanlega ekki hægt að fara neðar
í skránni. En allt er þetta lágmarks-
verð og slyngir hestasölumenn geta
komið verði eins stóðhests upp í 2
milljónir króna. Stóðhestar munu
reyndar vera langdýrastir enda
mjög eftirsóttir en meðalverð
þokkalegra reiðhesta hátt í 70 þús-
und krónur.
Hestasala innan-
lands sjaldnast gef-
in upp til skatts
Ýmis tilbrigði munu vera í innan-
landssölu hesta. Að sögn sr. Hall-
dórs Gunnarssonar í Holti, for-
manns markaðsnefndar Félags
hrossabænda, eiga menn þar ýmiss
konar skipti sín á milli og kaupend-
ur reyna að prútta um verð, sem er
verslunarmáti sem þekkist frekar í
suðrænum löndum en hér á íslandi.
Hestaeigendur munu líka hafa gam-
an af því að fara í hrossakaup, þ.e. að
skipta á hrossum upp á von og óvon.
„Þessu fylgir nokkur spenna því
menn ákveða að láta nokkur hross
sín en vita ekki hvað þeir fá í stað-
inn,“ sagði sr. Halldór í samtali við
HP.
Markaðsnefnd Félags hrossa-
bænda og búvörudeild SÍS hafa hins
vegar annast gerð sérstakra sölu-
skráa og þannig geta kaupendur
sem ekki hafa áhuga á því að taka
áhættu í hrossakaupum snúið sér til
þeirra. „Við höfum lítil áhrif á innan-
landssöluna en reynum að höfða
meira til þeirra sem vilja vita hverju
þeir eru að festa kaup á, hvort sem
um er að ræða íslenska eða erlenda
kaupendur og í þeim tilgangi var
sölusýningin sem við stóðum að á
landsmóti hestamanna haldin.“
Hestasala innanlands er skattskyld
en að sögn sr. Halldórs er hestasalan
sjaldnast gefin upp til skatts. „Þetta
eru viðkvæm mál og það mætti
túlka þau sem skattsvik en menn
hafa gjarnan talið hestasölu sína til
hiunninda í búskap. Hlunnindi eru
ekki til nema þau séu nýtt. Hrossa-
rækt er einungis aukabúgrein og ef
kaupandi æskir þess að hestasalan
sé ekki gefin upp hefur það verið
raunin.“
Útflutningurinn
gegndarlaus á
arum áður
Öðru máli gegnir um útflutning
hesta. Þar hlaupa menn ekki undan
skattinum. Að vísu er enginn sölu-
skattur hirtur af lifandi dýrum
hvorki af sölu innanlands né í út-
flutningi. Kaupandi greiðir 20% af
söluverði ógeldra hesta og 10% af
söluverði hryssa til stofnverndar-
sjóðs íslenska hestakynsins, sem er
sjóður í vörslu Búnaðarfélags ís-
lands og á að veita hrossaræktar-
samböndum, stofnræktarfélögum
og stofnræktarbúum lán eða styrki
BÚGREINASTRÍÐ: KJÚKLINGAR, SVÍN OG LÖMB BERJAST
UMKÚNNANN
„NÝJfl" FJALLALAMBIÐ
ER í RAUN HUNDGAMALT
— Fjallalömbin eru öll komin til útlanda, segir Eldjárn Magnús-
son hjá Hagkaupum um fjallalömbin, sem markaðsnefnd er að
reyna að selja hérlendis
„Eg held aö fjallalömbin séu nú
öll komin til útlanda," sagöi Eldjárn
Magnússon, innkaupastjóri hjá
Hagkaupum, í samtali viö HP um
átak markaösnefndar landbúnaö-
arins til sölu á lambakjöti. Fœstir af
viömœlendum HP úr hópi bœnda,
kaupmanna og fleiri hópum höföu
trú á því söluátaki sem nú er ráöist
í meö kynningu á hinu íslenska
fjallalambi. A hinn bóginn er Ijóst
aö öll aukin sala á lambakjöti verk-
ar til þess aö minnka sölu á öörum
landbúnaöarafuröum — svo sem
nautakjöti, svínakjöti, fuglakjöti og
hrossakjöti. Kjötneysla íslendinga
hefur fariö minnkandi ár frá ári og
mest hefur minnkunin oröiö á
neyslu lambakjöts. Það er svo eng-
um blööum um þaö aö fletta aö
sölustríö á kjötmarkaönum er tog-
streita milli einstakra búgreina
bœnda.
„Það er mikið til í því,“ sagði
Magnús G. Friðgeirsson hjá búvöru-
deild SÍS þegar HP bar undir hann
að tilraunir til að auka sölu á einni
kjöttegund bitnuðu jafnharðan á
sölu á öðrum landbúnaðarafurð-
um.“ En það getur líka verið til-
færsla milli hefðbundinna slátur-
dýra annarsvegar og hinsvegar
kjúklinga og fisks.“
En auglýsing markaösnefndar á
fjallalambi — er ekki bara gert grín
aö þessu þegar veriö aö breyta um
nafn á dilkakjöti sem fólk hefur ver-
iö aö éta í áratugi? Og viö vitum aö
þessi lömb bíta rœktuð tún og fóöur-
kál í bland viö fjallagróöurinn!
„Þetta er náttúrlega fjallalamb að
miklum meirihluta, en með þessu
22 HELGARPÓSTURINN
vaknar kannski meðvitund um það
hjá framleiðendum að þetta er eftir-
sóknarverð vara sem fjallalamb og
því ekki rétt að eyðileggja þá fram-
leiðslu þegar það kemur af fjalli. En
ég lít nú ekki á þetta sem alveg
breytt nafn á þessari vöru. Þetta fór
nú frekar mjúklega í mig. Mér finnst
þessi auglýsing setja ferskan blæ á
þessa sölu, en það er engin söluleið
nákvæmlega rétt. Það er úr sögunni
að hægt sé að segja fólki að borða
meira feitt ket.“
Eri hefur fjallalambiö ekki veriö
flutt út? Eru þaö ekki helst fitulitlir
skrokkar af fé sem hefur þá ekki
gengiö í fóöurkáli og rœktarlandi
sem valiö er úr til útflutnings?
„Ég er nú ekki sammála þessu.
Það er fluttur út 1. flokkur og hann
er ansi breiður, getur verið frá mjög
mögru yfir í það að vera feitt. En að
öllu jöfnu þá er það eins og þú segir
magurt kjöt sem er flutt út. En hitt
eru fjallalömb engu að síður."
Útsala eina leiðin?
„Það sem flutt er út er það kjöt
sem er hæfast til sölu og það er mag-
urt dilkakjöt," sagði Eldjárn Magn-
ússon hjá Hagkaupum og benti á að
magra kjötið væri af því fé sem hvað
helst hefði lifað á villtum fjalla-
gróðri en ekki bitið ræktuð tún og
verið spikað með fóðurkáli. En Eld-
járn taldi fleira þurfa til svo hægt
væri að auglýsa kindakjöt sem nýja
og áður óþekkta vöru. „í dag eru
ærnar látnar bera miklu fyrr en var
og slátrað heldur seint. Þessar sömu
kindur eru svo á fóðri sem gerir það
að verkum að mjólkin er mjög
sterk. Eftir að hafa lifað á henni fara
þessi lömb á fjallið þar sem blessuð
þjóðargjöfin bíður þeirra. Þessu þarf
öllu að breyta og nær ekki nokkurri
átt að fara bara allt í einu að auglýsa
hér nýja vöru sem er samt sú sama
og fólk hefur veri að éta í 30 ár. En
það var öðruvísi kjöt sem var af-
greitt hér fyrir svona 30 til 40 árum
— þá gekk féð ekki á ræktuðu
landi.“ Aðspurður um söluaukningu
núna vegna auglýsinga markaðs-
nefndar um hið íslenska fjallalamb
kvaðst Eldjárn ekki hafa orðið var
við að þær hefðu áhrif og taldi raun-
ar að það eina sem hægt væri að
gera til að örva sölu á lambakjöti
væri að lækka verðið. „Verðlækkun
í kjölfar svona herferðar gæti skilað
talsverðu — en ein og sér gerir
svona herferð ekki neitt," sagði einn
af heimildamönnum HP. En hvað
gerir verðlækkun eða útsala á
lambakjöti?
Síðastliðinn vetur var útsala á
lambakjöti í nóvember og seldist þá
allmikið af birgðum landsmanna.
Næstu mánuði á eftir var sala í al-
gjöru lágmarki. Sala á öðru kjöti
minnkaði talsvert sem svo aftur olli
birgðasöfnun á þeim vettvangi og
útsölu á svínakjöti í mars — sem aft-
ur dró úr sölu á sauðaketi. „Við í
hvíta kjötinu erum náttúrlega ekki
hressir með samkepjmi við ríkis-
rekna atvinnugrein. Utsölur eins og
sú sem var í haust kemur engum til
góða nema þeim sem vill ná vísitöl-
unni niður. Það selst ekkert meira af
kjötinu, heldur dettur salan niður
næstu mánuði á eftir, þannig að í raun
og veru er þetta eins og að taka launin
fyrirfram en bara með verulegum
afföllum," sagði Halldór Kristinsson
á Hraukbæ í Eyjaf irði um dilkakjöts-
útsöluna í haust, en Halldór er for-
maður félags svínabænda. Halldór
sagði að mönnum í svínarækt væri
eðlilega illa við stórar útsölur en ótt-
uðust ekki mjög áform um sölu á
„fjallalambi" á meðan því átaki
fylgdi ekki útsala á kjötinu.
Ríkið keypti kjötið
Það sem gerir sölumál kindakjöts
athyglisverð í ár er að ríkissjóður
hefur ábyrgst greiðslur til bænda og
vinnslustöðva fyrir allt það kjöt sem
til er í landinu. Ný framleiðsluráðs-
lög gera ráð fyrir markvissari stjórn-
un á kindakjötsframleiðslu en um
leið að bændum verði greitt fullt
verð fyrir það magn sem þeir mega
framleiða á hverju ári. Á þessu verð-
lagsári ábyrgist ríkissjóður greiðslur
fyrir 12.150 tonn en á því næsta
11.800, og gert er ráð fyrir að talan
fari stiglækkandi. Raunar hefur
kindakjötsframleiðsla farið ört
minnkandi á síðustu árum. Mest var
framleitt árið 1978, eða um 16.500
tonn. Vandinn liggur svo að stórum
hluta í því að á sama tíma hefur kjöt-
neysla landsmanna dregist hraðar
saman og mest hefur þar munað
um samdrátt í kindakjötsáti. Á sama
tíma er aukning í neyslu á hvítu kjöti
— svína- og fugla.
„Það er ekki opinber stýring á
neinni annarri kjötframleiðslu og
vissulega er mikið rætt um það
meðal sauðfjárbænda," sagði Jón H.
Bergs, forstjóri Sláturfélagsins, í
samtali við HP. „Þó er staðreynd að
það er offramleiðsla í allri kjötfram-
leiðslu og ekki einasta útsala á
kindakjöti heldur líka á til dæmis
svínakjöti og kjúklingaframleiðend-
ur hafa bundist samtökum um aö
halda framleiðslunni niðri.
Þá benti Jón ennfremur á að auk-
in sala á kindakjöti kæmi ekki ein-
vörðungu niður á sölu annarra kjöt-
tegunda heldur væri kjötið einnig í
samkeppni við aðrar tegundir mat-
væla, svo sem fisk og grænmeti.
Aðrir viðmælendur HP tóku undir
að vissulega gætu til dæmis kjötút-
sölur verkað til þess að draga úr
samdrætti í kjötáti landsmanna en
þó væri hér fyrst og fremst um að