Helgarpósturinn - 10.07.1986, Page 23
til kaupa á stóðhestum sem annars
yrðu fluttir úr landi. Markaðsnefnd
Félags hrossabænda og búvörudeild
SÍS gefa öll kaup sem þau sjá um að
koma í kring upp til skatts og
hrossaræktarbændur munu greiða
a.m.k. 1,25% af söluverði hests í líf-
eyrissjóð bænda og 2,5% af verðinu
í svokallað búnaðarmálasjóðsgjald.
Hestasala til útlanda er annars
engin ný bóla. Þannig munu á ár-
unum 1870—1930 hafa verið fluttir
út 2—3 þúsund hestar árlega, marg-
ir í námavinnu og 1850—1950 hafa
t.d. 160.000 hestar farið úr landi.
Lágmarksverðið var ekki sett á að
ástæðulausu! Gunnar Bjarnason
fyrrverandi hrossaræktarráðunaut-
ur Búnaðarfélagsins mun um mið-
bik þessarar aldar hafa beitt sér
mjög fyrir hestasölu til útlanda og
upp frá þeim tíma hafa verið seld úr
landi um 300—500 'hross á ári. Frá
síðustu áramótum hafa markaðs-
nefnd Félags hrossabænda og bú-
vörudeild Sambandsins unnið sam-
an að hestaútflutningi. Að sögn Sig-
urdar Ragnarssonar sölufulltrúa
aðilanna er hér um tilraun að ræða
sem gefist hefur vel því þegar hafa
verið seldir rúmlega 300 hestar úr
landi það sem af er þessu ári. „Til-
raun okkar felst í því að reyna að
skapa hrossabændum tækifæri til
að selja hross erlendis og reyna að
þrýsta fiutningsverði til útlanda nið-
ur.“ Síðastliðinn vetur hefðu þessir
aðilar t.d. tekið sérstakt gripaflutn-
ingaskip á leigu og þannig tekist að
lækka flutningskostnað um helm-
ing frá því sem áður var þegar hest-
ar voru fluttir út með venjulegum ís-
lenskum fragtskipum eða í flugvél-
um.
Flutningskostnaður
nemur allt að einu
hestsverði
Sigurður sagði að í kjölfar lands-
mótsins mætti búast við mikilli
hestasölu til erlendra hestamanna,
vanir erlendir kaupendur munu
halda að sér höndum á hesta-
mannamótum því þá rýkur verð
upp um allan helming, og því væru
markaðsnefnd Félags hrossabænda
og búvörudeildin á höttunum eftir
öðru gripaflutningaskipi þessa dag-
ana. „Flutningskostnaður hefur oft
hamlað útflutningnum því þess eru
dæmi að sá kostnaður hafi farið upp
í heilt hestsverð," sagði Sigurður í
samtali við HP. Einnig hefðu aðil-
arnir staðið að útgáfu á bæklingi og
sent bréf til tengiliða erlendis og
upplýsingar í erlend tímarit sem
fjaíla um íslenska hesta. ,,Ef við fá-
um fyrirspurnir frá útlendingum um
hestasölu aðstoðum við eftir bestu
getu. Menn á vegum okkar hafa t.d.
farið með útlendinga til að skoða
hesta og við höfum staðið að sér-
stökum hestamörkuðum. Við höf-
um alltaf nóg fyrir stafni og reynum
að taka þátt í allri umræðu um ís-
lenska hesta hvort sem hún fer fram
á íslandi eða erlendis, í þeim til-
gangi að örva söluna og efla mark-
aðsstöðu okkar erlendis."
200 þúsund króna
fóðurkostnaður á
mánuði
Hrossaræktarbændur binda mikl-
ar vonir við aukinn hestaútflutning
og að sögn Gunnars Sveinssonar
hrossaræktarmanns á Sauðárkróki
er verðlag á hrossum fyrst nú að
verða þess eðlis að hrossaræktar-
mönnum kunni að takast að lifa af
hrossarækt einni saman. Það hafi
hins vegar ekki náðst fram til þessa
og hrossarækt sé alls staðar auka-
búgrein. Ríkissjóður styrki að vísu
einstaka þætti hrossaræktarinnar
en það vegi hvergi upp á móti þeim
gífurlega kostnaði sem hrossarækt
fylgi. „Við feðgarnir sem rekum
saman hrossarækt erum einungis
með 30 hesta og fóðurkostnaður
okkar á mánuði nemur einn 200
þúsund krónum."
Nú er lokið stækkun og algjörri endurbyggingu hótelsins og bjóðum
við nú upp á stórglæsileg herbergi, öll með sér baðherbergi, síma,
útvarpi og sjónvarpi.
Höfðaberg: Veitingasalur með úrval sérrétta.
Súlnaberg: Matstofa með úrval veitinga á sann-
gjörnu verði.
Bjóðum einnig upp á fulikomna aðstöðu fýrír
hverskonar funda- og ráðstefnuhald svo og fyrír
matarhópa, veislur og aðra mannfagnaði.
Verið ávallt velkomin.
-SIMI-
22200
Elsta, en um leið nýjasta, hótel bæjarins
HOTEL
KE/A
býdurydnr
velkomin.
ræða samkeppni einstakra kjötteg-
unda eða búgreina.
Halldór Kristinsson svínabóndi
taldi að stjórnun á svínakjötsfram-
leiðslu yrði mjög óvinsæl meðal
framleiðenda. „Stjórnun á kinda-
kjötsframleiðslu er komin til af illri
nauðsyn og hefur alls ekki gefið
góða raun. I okkar búskap framleið-
um við ekki meira en þarf og menn
vita að þeir geta ekki leitað til neins
nema sjálfra sín ef illa gengur. Auð-
vitað heltast alltaf einhverjir úr lest-
inni en menn vilji hafa þetta svona.
Ég held að það hafi aldrei verið út-
sala á svínakjöti nema í kjölfarið á
kindakjötsútsölu sem hefur þá sett
okkar sölu úr lagi,“ sagði Halldór.
Svipuð sjónarmið ráða ríkjum með-
al kjúklingabænda en í báðum þess-
um búgreinum eru það fá og stór bú
sem framleiða obbann af öllu sem
fer á markaðinn.
í nautakjötsframleiðslu hefur ver-
ið offramleiðsla um nokkurt skeið
og þar hafa samtök bænda verð-
launað bændur fyrir að slátra kálf-
um sínum kornungum — eða áður
en þeir verða að söluhæfu kjöti.
Sé ég eftir sauðunum/
sem að koma af fjöll-
unum,. .. íslensk villi-
og fjallalömb í fjár-
rekstri niður með
Þjórsá. Víða er sá tími,
sem líður frá réttum til
slátrunar, notaður til að
ala sláturlömbin á auð-
meltu fóðurkáli — en
kannski breytist það
með átaki markaðs-
nefndar.
Stólað ó
útigrillin
Fyrsta júní síðastliðinn voru til í
landinu rúm 5000 tonn af lamba-
kjöti sem er um 1000 tonnum meira
en á sama tíma í fyrra. 1985 var
mjög dræm sala í júní vegna verð-
hækkana 1. júní sem orsökuðu
aukna sölu í maí. Nú virðist aftur á
móti sem sala hafi verið með þokka-
legasta móti í júní og almennt hefur
sala kindakjöts á vormánuðum ver-
ið góð undanfarin ár. „Sala á þess-
um grillmánuðum getur verið mjög
mikil en fer að sjálfsögðu eftir
veðri," sagði Jón H. Bergs, forstjóri
SS, í samtali við HP. Verðlagsári lýk-
ur 1. september og á síðasta ári voru
þá afgangs um 2000 tonn sem velt
var yfir á þetta ár. Þrátt fyrir líflegri
sölu í júní í ár en í fyrra er óraunhæft
að ætla að öll þau 5000 tonn sem
eru í landinu seljist upp á þessum
tíma.
Fjallalambsherferð markaðs-
nefndar kostar samkvæmt heimild-
um HP um 3,5 til 4 milljónir króna
en heildar„verðmæti“ þeirra kjöt-
tonna sem óseld eru nemur rúmum
milljarði króna. Margir heimilda-
menn HP töldu að vonlaust væri að
sú herferð skilaöi verulegum ár-
angri nema verðið væri lækkað um
leið. Verðlækkun og einhverskonar
kjötútsala (sem nú er ákvörðun
ríkisstjórnarinnar) mun aftur á móti
velta vandanum yfir á næsta verð-
lagsár með því að stórsala fyrir slát-
urtíð mun drepa niður sölu á nýja
kjötinu fyrst þegar það kemur á
markað. „Þetta er hrikalegt kvik-
syndi, menn tapa meiru og meiru á
því að halda uppi neyslunni, kostn-
aður á bilinu 1 til 2 milljarðar — svo
það er ekki nema von að reynt sé að
klóra í bakkann," sagði einn heim-
ildamanna HP.
GERNI JET TURBO
HREINSITÆKI
Hreinsun verður leikur einn
GERNI JET, ný gerð af háþrýstihreinsitæki með Turbo spíss.
Mjög handhæg - létt og afkastamikil.
Aðeins 18 kg á þyngd og með allt að 120 BAR þrýsting.
Ýmsir fylgihlutir, t.d. fyrir sandblástur.
Þú sparar tfma, fé og fyrirhöfn með GERNI JET.
HELGARPÖSTURINN 23
ÖRKIN/SlA