Helgarpósturinn - 10.07.1986, Síða 28
afmælishátíð Reykjavíkurborgar er
í fullum gangi og er ætlunin að 18.
ágúst muni borgin „skarta sínu feg-
ursta“. A afmælisdeginum á að
dreifa inn á hvert heimili á landinu
50—70 síðna dagskrárriti og hefur
undanfarið staðið yfir mikil auglýs-
ingasöfnun í ritið meðal fyrirtækja
og stofnana í borginni og utan. Með-
al þess sem á að skreyta borgina á
afmælinu er sérstaklega uppsett
krambúð upp á gamla móðinn og
verður hún áKjarvalsstöðum.Menn
hafa verið duglegir að safna göml-
um verslunarmunum í krambúðina
og hefur meðal annars verið leitað
til aðila á landsbyggðinni um lán á
munum. Nema hvað fleiri eiga 200
ára afmæli og þykir sumum forráða-
mönnum slikra bæjarfélaga orðið
nóg um að fá hin ýmsu „betlibréf"
frá borginni, sem þá telji sig hið eina
og sanna afmælisbarn . . .
iLiengi lifir í gömlum pappírum.
í Lögbirtingablaðinu frá því á föstu-
dag getur að líta áþreifanlega sönn-
un fyrir þessu. Undir liðnum Stefn-
ur gjörir yfirborgardómarinn í
Reykjavík kunnugt að honum hafi
tjáð Oddur C.S. Thorarensen —
apótekari í Garðabæ — að hann
þurfi að höfða mál til ógildingar á
veðskuldabréfi. Þetta væri varla til
frásagnar, nema hvað veðskulda-
bréfið var gefið út af Stefáni Thor-
arensen, föður Odds, hinn 28. sept-
ember 1923 — eða fyrir tæpum 63
árum! Bréfið var tryggt með öðrum
veðrétti og uppfærslurétti í fasteign-
inni númer 16 við Laugaveg (Lauga-
vegsapótek). Bréfið hljóðaði upp á
gamlar krónur 56 þúsund, sem sam-
kvæmt vísitölu vöru og þjónustu
samsvarar um það bil 2.6 milljónum
nýkróna. I tilkynningunni segir:
„Stefnandi kveður framangreint
veðskuldabréf vera að fullu greitt en
frumrit þess hafi glatast og ekki,
fundist þrátt fyrir mikla leit og eftir-
grennslan og hvíli það því enn á hús-
eigninni, sem stefnandi sé núver-
andi eigandi að. Honum sé því nauð-
synlegt að fá veðskuldabréfið ógilt
með dómi, svo unnt sé aö aflýsa því
af fasteigninni"
Já, svona er lifið hjá sneplunum.
Annað hvort flækjast þeir fyrir þeg-
ar enginn vill þá, eða þeir finnast
ekki þegar þörf er á. Hart er í heimi,
hvat?
Dýrin kunna ekki umferðarreglur. Þess vegna þarf að sýna aðgæslu
í nánd þeirra. Hins vegar eiga allir hestamenn að kunna umferðar-
reglur og ríða hægra megin og sýna bílstjórum sams konar viðmót
og þeir ætlast til af þeim.
^ PINGVör,r
Þingvellir skipa sérstakan sess í hugum okkar
Islendinga. Bæði vegna einstakrar náttúrufegurðar
og tengsla staðarins við sögu þjóðarinnar.
Hótel Valhöll á Þingvöllum er góður gististaður.
Öll herbergi hótelsins, 30 að tölu, eru rúmgóð
og vel búin. Bað fylgir hverju herbergi.
Á Hótel Valhöll eru allar veitingar í boði
og góðir veislusalir.
VATNSVIRKINN HF.
ÁRMÚLI 21 - PÓSTHÓLF 8620 - 128 REYKJAVÍK
SÍMAR: VERSLUN 686455, SKRIFSTOFA 685966
VÖNDUÐ VINNA - VANDAÐ VERK
RAMMA
MIÐSTOÐIN
Álrammar 15 stærðir
Margir litir
Smellurammar 20 stærðir
Plaköt mikið úrval
Innrömmun
28 HELGARPÖSTURINN