Helgarpósturinn - 10.07.1986, Side 36
Er Suöursveitin tómur hugarburöur? Er Engilbert Jensen góður í marki? Féll
Eiríkur Hauksson á skyndiprófinu? Kann Pálmi Gunnarsson á bíl? Komst Eggert
Porleifsson til Hornafjarðar á réttum tíma? Er Helga Möller nógu fín? HP kemst
að því —
„Góöa kvöldiö. Ég œtla ad
byrja á því aö segja þennan 3ja
aöalfund Hafskips settan. Aöur
en við förum í sálmana vil ég
kynna fyrir ykkur hljómsveit
Ragnars Kjart.... Nei annars, ég
œtla aö kynna fyrirykkur hljóm-
sveitina Faraldur. Hér eru meöal
annars staddir — trúiö þiö því?
— snillingarnir frá Bergen sem
hrepptu hiö eftirsótta 16da sœti!
Hér til hœgri handar höfum viö
— nei, þetta er ekki Björgólfur
Guömundsson — þetta er léttasti
saxófónleikari á höfuðborgar-
svœöinu, aöeins 19 kíló og
kannski ennþá léttari, því hann
var allur aö flagna, saxófónn-
inn er 17 kíló, þannig aö saman-
lagt eru þeir Jens Hansson og
saxófónninn 97 kíló. Jens Hans-
son, gjöriðisvovel! Trommuleik-
arinn er hann Siguröur okkar
Reynisson. Siguröur er ekki enn-
þá farinn aö oela, en þaö fer aö
veröa kominn tími á þaö — fylg-
ist meö, góöir gestir, það gerist
frammi viö kvennaklósett um
eittleytiö! Ætlaröu aö taka smá-
sólo, Siguröur, og fara svo fram
aö fá þér aö éta, vinur? Jájá,
þetta er gott. Tryggvi Hubner er
aö lœra nautaat á Spáni, og eins
og allir vita er dýrt að læra
nautaat — Tryggvi þarf nefni-
lega aö borga nautin sjálfur.
Tryggvi er þessi sœti hérna
vinstra megin og veitir víst ekk-
ert af peningunum. Nœstur er
Pálmi Gunnarsson frá Vogi, gjör-
H
■ ■ a? Á Selfossi? Það fer kliður
um salinn. Við erum nefnilega stödd
óravegu frá Selfossi og Ölfusinu, á
allt öðrum stað á jarðarkringlunni, í
sumarblíðunni austur á Höfn í
Hornafirði, þar sem er félagsheimil-
ið Sindrabær. Spaugarinn Eggert
Þorleifsson reynir að fóta sig á hál-
um brautum landafræðinnar og seg-
ir við Selfyssinga: „Vaaá, eru ekki
allir í stuði — já, það er alveg ágætt
að vera í stuði..." Og Selfyssingarnir
hornfirsku svara með margrödduðu
„jaaaáii!" Og ekki minnkar fögnuð-
urinn að marki þegar Eiríkur
VOOOWWW Hauksson stígur fram
á sviðið með töffaralegan rafmagns-
gítar, klæddur í leðurbuxur, og
fyrstu tónarnir í Gaggó Vest, þjóð-
söng allra gagnfræðaskólanema,
berast fram í salinn — „einsog sést,
einsog sést, þá er ég alinn upp í
Gaggó Veeest..." Þær eru ekkert til-
takanlega háaldraðar ungmeyjarn-
ar sem þyrpast fram á gólfið með
litlu vasamyndavélarnar sínar og
Ijósmynda Eirík í bak og fyrir, en að-
dáun þeirra er fölskvalaus og sönn
— þegar líður á dansleikinn sér
maður þær skáskjótast á bak við
sviðið í þeirri einlægu von að fá eig-
inhandaruppáskrift hjá popphálf-
guðunum að sunnan.
Stundarkorni síðar stígur á pall
söngpípan Helga Möller. Eiríkur tví-
hendir míkrafóninn, einsog hann
hafi ekki gert annað um dagana, og
tilkynnir að þau ætli að „taka lag
sem við erum búin að syngja milljón
sinnum" —- „ef kassettan er í lagi,“
bætir Pálmi Gunnarsson við, „ann-
ars tökum við bara til á meðan“; og
Hvaða lag skyldu þau nú
vera að syngja, Æsí-flokk-
urinn?
iöiösvovel. Pálmi er að lœra á bíl
þessa dagana. Hvernig er þaö,
Pálmi, eruð þiö ekki á leiöinni til
Bergen...? Já, þakka þér fyrir,
Pálmi — ávallt drengur góöur!
Síðastur, en langt í frá sístur, er
Eiríkur VOOOWWW Hauksson.
Ætlaröu aö gefa okkur eitt
VOOOWWW, Eiríkur? Þess má
geta aö Eiríkur kenndi lengi
dýrafrœöi við Melaskólann í
Reykjavík; ég ætla aö leggja fyr-
ir þig stutt skyndipróf, Eiríkur —
geturöu nefnt mér þrjú klaufdýr
alveg í skyndi? Já, kýr... rétt er
þaö, svín... ha? Konan þín... er
konan þín klaufdýr, Eiríkur????
Og þá skulum viö segja aö þessi
38di aöalfundur Faralds hér á
Selfossi sé bara byrjaöur.
það kemur náttúrlega á daginn að
sjálfur Æsí-flokkurinn þarf ekki að
hafa fleiri orð um þann eina og
sanna Gleðibanka, enda hvia ungir
Hornfirðingar, hrópa og klappa af
slíkum ógnarkrafti að útveggir -
Sindrabæjar ganga í bylgjum.
s
^^^kemmtifólkið sem skipar
Faralds-flokkinn var að tínast austur
á Hornafjörð eftir ýmsum króka-
leiðum daginn sem dansiballið var
haldið í Sindrabæ. Pálmi var auðvit-
að í veiði í einhverjum afdalnum og
kom seint og um síðir á sínum prí-
vatbíl. Helga Möller vaknaði
snemma og kom með flugi um
morguninn. Engilbert Jensen svaf
ásamt föruneyti á Kirkjubæjar-
klaustri og kom um eftirmiddaginn
til að Ieita að týndum snúrum og
syngja Bláu augun þín og Heim í
Búðardal, sem alltaf gerir jafnmikla
Eggert Þorleifsson; „Eru
ekki allir í stuði hérna á Sel-
fossi?"
lukku, enda bæði lögin óvefengjan-
lega sígild. Eggert Þorleifsson og
meðreiðarsveinn hans, Arnar Jóns-
son, misstu af flugi í Reykjavík,
fengu engan bílaleigubíl og enga
leiguflugvél heldur, nema þá sem
kostar næstum 50 þúsund fyrir
skottúrinn, og komu loks keyrandi í
loftköstum austur með strandlengj-
unni, en undir stýri sat kunningi
þeirra, gamall glanni, sem keyrði á
fjórum tímum frá Reykjavík til
Hornafjarðar. Að sögn aðflutts
Hornfirðings, sem farið hefur þessa
leið ótal sinnum, er þvílíkur hraði
„næsti bær við dauðann," einsog
hann orðaði það. En það dugir víst
ekkert „elsku raamma" þegar mað-
ur er í sjóbissness og þeir Eggert og
Arnar endasentust niður Horna-
fjarðarafleggjarann rétt í þann
mund sem innfæddir voru farnir að
ókyrrast í sætum sínum. En allir
komust sumsé á áfangastað að lok-
um, sæmilega vel upplagðir, og
Hornfirðingar fengu sitt ball þetta
föstudagskvöld, enda þótt þeir ættu
margir hverjir að mæta eldsnemma
í vinnu morguninn eftir.
E
A
Iður en við erum komnir
framhjá Nesti í Ártúnsbrekkunni er
ég orðinn þess vísari að bílstjóri litlu
Mercedes Benz-rútunnar er frændi
Þorgríms Gestssonar fréttamanns á
útvarpinu. Það þykir mér afar
traustvekjandi að heyra, enda vann
Þorgrímur einusinni á Helgarpóst-
inum. Frændinn heitir Pétur og er
fyrrverandi strætóbílstjóri, keyrði
leið þrjú, Nes-Háaleiti. Ég hef oft
ferðast með þeim strætó. Hinir far-
þegarnir í rútunni eru ekki margir,
aðeins þrír, en allir í miklum metum
hjá unga fólkinu, að því ég best veit.
Sigurður Reynisson, trommuleikari
úr hljómsveitinni Drýsli, situr
frammí hjá bílstjóranum og tekur
upp harðfiskpakka þegar hann er
„Það væri nú lítil eftirsjá í því, þótt
þú misstir röddina," segir Pétur rútu-
bílstjóri. „Allavega myndi ég ekki
sjá eftir henni." Pétur fór einu sinni
hringveginn með hljómsveitinni
Drýsli, og gleymir því sennilega
aldrei — að minnsta kosti ekki partí-
inu á loftinu í Sindrabæ eftir ballið.
Eiríkur nennir ekki einu sinni að
þykjast vera móðgaður.
„Ég er líka með svona rosalega
skrítið kvef í puttanum," heyrist í
manninum sem fór á Gaukinn og
beinir allt í einu huganum að nær-
tækari hlutum en spænska fótbolt-
anum. „Sko, þegar ég beygi puttann
svona, þá er einsog hann læsist aft-
ur og... Ég er ekkert viss um að ég
geti spilað á morgun..."
Missir Eiríkur röddina? Nei, þið
þurfið ekki að bíða eftir framhaldi í
næsta blaði — hann missti ekki
röddina. Hinsvegar er ekki laust við
að E. Helgason, söngvari hinnar
stórmerku, en skammlífu og mis-
Helgasyni blaðamanni af
Helgarpóstinum í Reykjavík hlotn-
ast hinsvegar sá sérstaki heiður að
fá að hossast austur í lítilli rútubif-
reið af Mercedes Benz-gerð. Til þess
var líka leikurinn gerður — að fá að
kynnast frjálsu líferni hljómsveita-
töffara útá þjóðvegunum, eða „on
the road", einsog það heitir á al-
þjóðamálinu. Þegar ég sest uppí
rútubílinn minnist ég þess meira að
segja að hafa heyrt frægan hljóm-
sveitagæja, sem ég hafði eitt sinn
mætur á, lýsa því hversu háskasam-
legur „the road" er fyrir líkama og
sál þess sem þar hringsólar. í huga
hljómsveitamannsins skipar holótt-
ur þjóðvegurinn sama sess og græn-
golandi úthafið í vitund sjómanns-
ins, eða hvað sagði ekki popparinn
sem ég hafði mætur á „the road has
taken many lives". Ekki veit ég
hversu hringvegurinn hefur heimt-
að mörg íslensk popparalíf, en tel
það víst að hljómsveitatöffararnir
okkar hafa sprænt utan í næstum
því hverja þúfu sem liggur við hring-
veginn.
Eggert finnst greinilega
þreytandi að vera alltaf
fyndinn. Eirfkur er orðinn
þreyttur á að syngja Gleði-
bankann, en Rálmi er ekkert
þreyttur — enda var hann á
leiðinni í heimahaga sína á
Vopnafirði.
búinn að klára sviðin og appelsínið
sem hann keypti út um lúgu á Um-
ferðarmiðstöðinni. Eiríkur Hauks-
son söngvari, sem var með Sigga í
Drýsli, fitlar annars hugar við sól-
gleraugun sín — ég held hann sé að
velta því fyrir sér hvort hann geti
látið sjá sig í Don Cano-skokkbún-
ingnum sem keyptur var á leiðang-
ursmenn. Tryggvi Húbner gítarleik-
ari skrapp á Gaukinn áður en hann
lagði í hann og er byrjaður að hita -
sig upp fyrir ítarlegan fyrirlestur um
spænska fótboltann, sem hann
kynnti sér til hlítar veturinn sem
hann var ekki að læra nautaat á
Spáni, heldur meiri gítarleik.
Klukkan er að ganga tvö um nótt,
og Pétur ökumaður segist ætla að
vera klukkan fjögur í Vík, en klukk-
an átta á Höfn.
Og það stóðst svona hérumbil.
V
oðalegt er það hvað söngv-
arar þurfa að hugsa mikið um rödd-
ina í sér. Við erum ekki komnir aust-
urfyrir Selfoss og Eiríkur er hættur
að gjóa tortryggnisaugum á skokk-
gallana ljósgrænu, en farinn að fitla
við barkakýlið á sér í staðinn, dálítið
mæðulegur á svipinn. Þegar við
brennum framhjá Mjólkurbúi Flóa-
manna segir hann uppúr eins
manns hljóði:
„Ég er með eitthvað það alfurðu-
legasta kvef sem ég hef fengið, það
er næstum því einsog ég sé ekki
með neitt kvef en samt er ég kvefað-
ur. Ég missi röddina ef þetta heldur
svona áfram," segir Eiríkur og
kveikir í einni Salem lights máli sínu
til áhersluauka. Svoleiðis sígarettur
eru víst góðar fyrir röddina.
skildu hljómsveitar Gaukanna hafi
alið með sér þá von eitt andartak að
Eiríkur gæti allt í einu ekki stunið
upp hljóði, væri sumsé forfallaður á
síðustu stundu, örlagastundinni, og
allt í einu stæði hljómsveitin uppi
vængbrotin og söngvaralaus, með
engan til að syngja Gaggó Vest sem
hundruð öskrandi unglinga heimta
og engar refjar og þegar öll ráð eru
þrotin og allar hóstamixtúrur
gagnslausar stígur fram gamli
Gaukurinn, öngvu búinn að
gleyma, og býðst til þess að redda
málunum og lætur það ekkert á sig
fá þótt hvarvetna glampi vantrú í
augum ogsvoframvegis ogþarfram-
eftirgötunum rakleitt á toppinn —
kannski í söngvakeppni til Bergen,
Tromsö eða Tirana.
V
ið erum komnir yfir Markar-
fljótsbrúna, langleiðina austur undir
Eyjafjöll, og þeir eru farnir að segja
hrakfarasögur úr hljómsveitaferða-
lögum, allir nema Siggi trommari
sem er líka búinn með rækjusam-
lokuna sína og kitt-kattsúkkulaðið
og lagstur saddur til svefns í aftur-
sætinu. Þremenningarnir sem vaka
hafa allir lent í mannraunum þegar
þeir gerðu sitt ítrasta til að flytja
vestrænan skarkala og poppkúltúr í
friðsæla fjalladali og sofandaleg
sjávarþorp, oftar en ekki um hávet-
ur, eða þegar allt var gjörsamlega
ófært vegna vorleysinga ellegar
haustrigninga.
Það var margt sem hamlaði för:
grjóthrun, skriðuföll, fannfergi, belj-
andi jökulfljót, vatnavextir, flóð,
Kötlugos, Móðuharðindi — og ekki
síst hrikalegar ýkjur af þessu tagi.
36 HELGARPÓSTURINN