Helgarpósturinn - 10.07.1986, Síða 37
eftir Egil Helgason
myndir Gunnar Gunnarsson
En samt börðust menn áfram, og
alltaf skyldu þeir komast á leiðar-
enda. En þá tók hinsvegar miklu
verra við, það var einsog að fara úr
öskunni í eldinn, mannraunirnar
voru einsog dægilegt sumarfrí mið-
að við það sem tók við í félagsheim-
ilum á dreifbýlissvæðum landsins.
Þar mætti lerkuðum hljómsveita-
mönnum sjaldnast annað en skiln-
ingsleysi og kauðaháttur, oftar en
ekki voru aliar dyr harðlokaðar —
ballinu aflýst.
„That’s Icelandic rock’n’roll," seg-
ir Eiríkur Hauksson á alþjóðamál-
inu með raddblæ þess sem er löngu
orðinn úrkula vonar um breytta og
betri tíð.
Við keyrum inní langþráða sól,
sem hefur verið í sjónvarpsfréttun-
um, þegar við erum komnir lang-
leiðina austur í Vík. Hljóðkúturinn
er að gefa sig, Pétur ökumaður held-
ur sér vakandi með neftóbaks-
neyslu. „Mikið helvíti er þetta leið-
Arnar Jónsson; nei hann er
ekki að gefa eiginhandar-
áritun í þetta skiptið, og
hann er ekki að yrkja —
hann er að reyna að læra
rulluna sína. . .
Jensen stóð í markinu. Hann þurfti
auðvitað að styrkja sig svolítið fyrir
átökin, en meðan Jensen var í ró-
legheitum að súpa á kútnum í einu
markhorninu notaði gæinn tæki-
færið og skoraði úr vítinu. Ég er
ekki búinn að fyrirgefa honum enn-
þá.“
„Hann verður samt í marki...”
„Og Helga verður á miðjunni —
hún verður að sýna að hún verð-
Þ
Hvaða lag eigum við að
taka næst — kunnið þið
einhver lög, strákar? Jens
Hansson, Eggert, Pálmi,
Eiríkur og Rétur bílstjóri.
inlegt,” heyri ég hann tauta fyrir
munni sér. Hann hefur keyrt margar
poppstjörnur; Bubba, Megas, Drýsil
— og nú er hann á faraldsfæti í
sumar. . .
að er alltaf eins þegar ég fer
austur á land. Ég sker alltaf hrúta á
söndunum og er sofandi þegar keyrt
er framhjá Skaftafelli, og Suður-
sveitin, mér hefur ekki ennþá auðn-
ast að sjá hana, líklega vegna ein-
bers sofandaháttar. En hvernig er
það annars — er hún til, eða var hún
bara tómur hugarburður og stælar
, hjá Þórbergi?
Ég veit allavega að Eggert Þor-
leifsson leitaði líka að Suðursveit-
inni út um allt austanvert landið, en
fann hvorki tangur né tetur af
henni...
Ferðafélagar mínir, hljómsveitar-
menn, eru farnir að rumska, úfnir
um kollinn og krumpnir í framan,
og hafa um annað að hugsa en bók-
menntafræðilega landafræði.
„Heyrðu, hvað voru þeir annars
að segja í gær? Stendur ekki til að
við keppum í fótbolta við bæjar-
stjórnina á Höfn?”
„Náum við ekki saman í ellefu
manna lið?”
„Jú, ef þú verður í marki...”
„Nei, Jensen verður í marki, hann
er fæddur markvörður!”
Og þessu til sönnunar rifjar
Tryggvi Húbner upp fótboltaleik
sem skrallhljómsveitin Haukar tap-
aði fyrir misgáning á Hvammstanga
í eina tíð. Þá reyndi verulega á
markmannshæfileika Engilberts:
„Það var dæmt á okkur víti og
skuldi að eiga þennan sambýlis-
mann...”
Við keyrum fram á tvo einstakl-
inga, líklega hjón, úr mengi þess
bjartsýnisfólks sem kýs að ferðast
um Island í sumarfríinu — hjólandi.
Það eru líklega fyrstu mannaferðir
sem við höfum séð síðan á Selfossi.
Aftan úr rútunni heyrist þreytuleg
og tóbaksrám rödd, algjörlega á
skjön við ferðamennina sem hjóla
glaðbeittir til móts við morgunsól-
ina í austri: „Það er tvennt sem ég
vildi alls ekki vera. Kind — af því
þær eru svo heimskar- og túristi á
Islandi — af því þeir eru svo hlægi-
legir...”
Við keyrum síðasta spottann með
óskaplegum skellum og dynkjum.
Það liggur þokuslæða yfir Hornaf-
irðinum, en þegar við komum niðrá
Höfn er albjart og glampandi sól.
L
skenkir kaffi og tjáir okkur að sjáist
vín á verkafólki í vinnu á laugar-
dagsmorgnum sé það umsvifalaust
rekið. Nýjar reglur, engin miskunn!
í öðru lagi eru þeir svo margir
skemmtikraftarnir sem keppa um
hylli landsbyggðarfólks á sumrin;
Sumargleðin er að taka á rás þetta
sama kvöld í Njarðvíkunum, og
Tryggvi spyr undirleitur hvort ekki
séu sætaferðir frá Höfn í Stapann.
Upplitið er orðið heldur aumt á
mönnum þegar kemur svo í ljós að
það er mikil rokk- og sólarhátíð
austur á fjörðum, og líka stjörnur,
stórar en kannski ekki jafnstórar,
sem ætla að halda uppi gleði alla
helgina í botni Seyðisfjarðar. Það
eru góðhjartaðar vinstrikonur sem
standa fyrir þessari nýbreytni í
Fjarðarbotninum — líklega til að
reyna að bæta austfirskum æskulýð
upp mikinn og sáran missi, þau
sorgartíðindi að ekkert verslunar-
mannahelgarfyllerí verði í Atlavík
þetta árið.
Og ekki batnar ástandið þegar
staðarhaldarinn í Sindrabæ segir
þungur á brún: „Nei, ég á ekki von
á stóru balli í kvöld. . .
loksins fæ ég þá tækifæri til að
koma á þennan fræga stað Hérann
á Höfn, sem ég hef heyrt mærðan í
ljóði, sem aldrei hefur birst á prenti
og sennilega fáir heyrt.
I kaffinu á þessu ágæta veitinga-
húsi liggur yfir hópnum svartsýnis-
ský, enda þótt sólin skíni úti; náttúr-
lega eru menn velktir eftir rútuferð-
ina, heitir það ekki „jet-lag” þegar
maður flýgur. Svo er hitt, að hljóm-
sveitatöffararnir okkar þykjast þess
fullvissir þarna í morgunsárið að
enginn láti sér detta í hug að koma
á ball hjá Faraldri/Æsí/Helgu/-
Pálma/Eiríki/Engilbert/Eggerti og
Arnari í Sindrabæ. í fyrsta lagi eru
Hornfirðingar að drukkna í vinnu,
og framreiðslustúlkan á Héranum
I elga Möller er flogin austur
og segir frá því að síðast hafi hún
spilað þar með hljómsveit sem hét
Melrakkarnir, sem var dóttursveit
annarrar hljómsveitar sem hét
Gaddavír. Það mun hafa verið sögu-
leg skemmtun og vart við alþýðu-
skap. „Hávaðinn var alveg ærandi,
gestirnir að verða vitlausir, strák-
arnir gjörsamlega útúrdrukknir og
dóu smátt og smátt fram á hljóðfær-
in. Það var hræðilega neyðarlegt,"
segir Helga.
„Það verður þá þér að kenna ef
það verður messufall, þeir þekkja
þig aftur," segir Eiríkur Hauksson.
Pálmi Gunnarsson er kominn úr
veiði og gjörþekkir staðhætti þarna
fyrir austan eftir að hafa unnið á
Hornafirði sem unglingur og náttúr-
lega líka eftir eilíft hringsól um þjóð-
vegina í tvo áratugi. Þegar Pálmi
gengur inní Sindrabæ segist hann
mundu rata um flest félagsheimilin í
dreifbýlinu, þótt hann yrði allt í einu
sleginn blindu.
„Pálmi heilsar málverkunum í
anddyrinu,” bætir Eiríkur við.
Líklega er þó íslandsmeistarinn í
|?jóðvegahringsóli og félagsheimil-
um Engilbert Jensen sem stendur í
ógnarbasli við að róta upp kynstr-
um af hátölurum, míkrafónum og
svuntuþeysurum á sviðinu í Sindra-
bæ. Hvað ætli Engilbert hafi farið
marga hringi í kringum landið —
eða sjálfan sig?
Snúrur og aftur snúrur og enn
snúrur. „Hvar eru snúrurnar,” spyr
Engilbert pirraður. „Hefur einhver
stolið snúru?”
Einn tveir þrír og one two three
og halló og aðeins meiri diskant og
fídbakk...
Það er ekkert sældarlíf að vera
rótari, en Engilbert fær erfiðið
margborgað í allsherjarfagnaðarlát-
um þegar hann syngur Heim í Búð-
ardal og Bláa augað þitt, einsog
Eggert kallar það í kvikindisskap
sínum. . .
lEggert er baksviðs að troða
samanvöðlaðri klósettrúllu uppí
munninn á sér, líklega í þeirri trú að
hann verði gerbreyttur maður fyrir
vikið. Arnar Jónsson, „þessi bráð-
myndarlegi maður," einsog horn-
firsk heimasæta orðaði það, er að
reyra utaná sig einhver ljósgræn-
ustu og vemmilegus’tu jakkaföt í
samanlagðri sögu fatatískunnar.
„Að hann skuli gera sér þetta, að
vera í svona fötum," segir heimasæt-
an hornfirska hálfgrátandi. Og þeg-
ar Eggert setur á hausinn sundur-
skorinn fótbolta, hvílíkt höfuðfat, og
fer i slitinn hlýrabol er ekki laust við
að þeir séu ansi lítilfjörlegir saman-
borið við fjölskyldu Péturs Hjalte-
sted hljómborðsleikara, sem spíg-
sporar um í ríbokk-skóm, ljósum
æfingagöllum, sólbrún, ljóshærð og
ósgu sæt.
En hvað gera menn ekki fyrir list-
ina?
„Er ég nógu fín," spyr Helga Möil-
er sem situr í makindum og lakkar
á sér neglurnar.
samdi þegar ég gerði mér grein fyrir
því að ég er ekki einsog fólk er
flest... Jæja, hlæjið þið líka þegar
fólk dettur i hálku? Við erum með
samtök í Reykjavík fyrir fólk sem
þjáist af þessu meini...
Og Eggert mundar gítarinn, ekki
óhönduglegar en vísnasöngvarinn
Megas, og næstu mínúturnar þarf
enginn að fara í grafgötur um hvað
er „hitt” kvöldsins, hvað annað en
baráttusöngurinn LÍTIL TIPPI
LENGJAST MEST. . .
D
aginn eftir er maður soldið
sloj, og þarf í ofanálag að keyra
sleitulaust í rútu frá Hornafirði á
Egilsstaði. Þeir segja að þar sé hit-
inn svo mikill að Héraðsbúar spæli
egg á asfaltinu.
Eggert er ennþá að leita að Suður-
sveitinni, og ég reyni að hjálpa til
eftir fremsta megni, en aðrir farþeg-
ar álíta að leitin sé til einskis.
Við komumst að þeirri niðurstöðu
að í Hamarsá hljóti menn að veiða
hamra, sagir, naglbíta og líklega hef-
ilbekki líka, það er að segja þeir sem
eru heppnir.
Landafræði íslands er þráttfyrir
allt ekki sú armæða sem maður hélt
á skólaárunum. Mig rámar óljóst í
að einhver nafnfræg sögupersóna,
ég man náttúrlega ekki hvað hún
hét, hafi tekið sig til og hent goðum,
jú voru það ekki goð, ofan af fjalli
sem við erum að keyra framhjá og
ég man ekki alveg hvað hét, ég held
samt að það sé Búlandstindur...
„Hvað segirðu, Egill, henti hann
boðorðum?"
„Nei, goðunum.”
„Þá hlýtur þetta að vera Sínaí-
Baksviðs...
„Nei!” er margróma viðkvæði úr
öllum hornum.
Eggert er ennþá að reyna að troða
klósettpappírnum uppí sig:
„Djöfull sem klósettpappírinn er
misjafn á þessum stöðum," andvarp-
ar hann mæðulega í þann mund
sem þeir félagarnir eru kallaðir
fram á sviðið.
V
aaá, allir í stuði! Var þetta
ekki Æsí-flokkurinn hérna áðan?
Var Eiríkur Hauksson með? Já, það
er víst lygi að hann sé hommi.
Sungu þau Gleðibankann? Já, gerðu
þau það? Ja, ég samdi nú einusinni
lag sem er hérumbil alveg einsog
Gleðibankinn. Nei, það var löngu
fyrir Bergen.
Færðu stundum móral yfir öllum
svikaprettunum, þeir sögðu þú vær-
ir svaka-svindlari í fréttunum...
Og hérna er annað lag sem ég
fjall!"
„Heyrðu, Pétur, er þetta Sínaí-
fjall?”
„Ja, þá hljótum við að hafa tekið
vitlausa beygju,"
„Hvað hét hann aftur, kallinn sem
henti goðunum?”
„Þor... eitthvað..."
„Þorgrímur?"
„Þorsteinn?"
„Þórgnýr?"
„Það hefur ekki verið Þráinn
Bertelsson? Hann er víst orðinn svo
voða trúaður...”
„Heyrðu, Eggert. Er þetta þá ekki
fljótið Níl?"
„Ja, ef svo er þá hlýtur þetta að
vera Brúin yfir fljótið Kwai"...
Á
Egilsstöðum var fullt hús
um kvöldið og greinilegt að þeir eru
ekki búnir að gleyma Gleðibankan-
um þar heldur...
HELGARPÓSTURINN 37