Helgarpósturinn - 10.07.1986, Page 40
E
lins og kunnugt er, gerðu
stuðningsmenn Marcosar fyrrum
forseta á Filippseyjum uppreisnar-
tilraun fyrir skömmu og náðu á sitt
vald hóteli einu í Manila. Það hefur
hins vegar ekki farið hátt, að íslend-
ingur einn var staddur í hótelinu
þegar atburðurinn átti sér stað. Var
þar kominn Jón Ormur Halldórs-
son stjórnmálafræðingur og stóð
hann m.a. við hlið Tolentinosar í
anddyri hótelsins, þegar sá síðar-
nefndi sór embættiseið sinn sem
varaforseti landsins. Það er ekki að
spyrja að landanum.. .
Þ
að standa mörg kaupfélög
illa í landinu þessa dagana. Eitt
þeirra er Kaupfélagið Þór á Hellu.
Aðalhvatamaður að stofnun þessa
kaupfélags var á sínum tíma Ingólf-
ur Jónsson sjálfur. Nú eru menn
eins og Eggert Haukdal í stjórn
fyrir kaupfélagið. Á aðalfundi kaup-
félagsins Þórs, sem var haldinn ekki
alls fyrir löngu, voru lagðir fram árs-
reikningar 1985 og áætlaður efna-
hagsreikningur. Ársreikningar sýna
tap á rekstri kaupfélagsins árið 1985
upp á tæpar tuttugu milljónir króna,
helmingi meira tap en árið 1984 en
þá varð tapið tæpar tíu milljónir
króna. Fyrir aðalfundinn var sendur
maður frá Almennu verkfræðistof-
unni h/f til að skrifa upp og verð-
leggja fasteignir og annað lausafé
kaupfélagsins. Hann taldi eignir fé-
lagsins vera 117.440.000,- krónur.
Við það bætist hlutafé kaupfélagsins
upp á eina milljóna króna. En þetta
er ekki markaðsverð og verður því
að telja eignirnar mun minni. Lang-
tímaskuldir og skammtímaskuldir
umfram veltufjármuni eru hinsveg-
ar 82 milljónir króna. Vextir af því
gætu orðið allt að 25 milljónir á ári
og hlýtur að vera erfitt að eiga við
það þegar heildartekjur kaupfélags-
ins árið 1985 voru rúmlega 200
milljónir króna. En telja verður að
Þór eigi ekki eignir fyrir skuldun-
um. Því ákveður stjórnin að fara út
í hlutafjáraukningu upp á 30—40
milljónir til að grynnka á skuldun-
um. En meðan dyggir menn eru að
safna hlutafé um sveitina mega um-
ræddir ársreikningar og áætlaður
efnahagsreikningur ekki sjást. Þeir
sem sátu aðalfundinn voru nefni-
lega beðnir um að skilja þessi plögg
eftir þegar þeir færu heim til sín. . .
Gabriel
HÖGGDEYFAR
Ný sending
SKEIFUNNI 5A, SÍMI: 91-8 47 88
I austkosningar? Það er alltaf
verið að ræða um haustkosningar,
sem náttúrlega eru ákjósanlegt og
auðuppvakið fréttamál í þeirri
gúrkutíð sem gjarnan ríkir í íslensku
þjóðlífi á sumrin. Sjálfstæðismenn
eru enn sagðir mjög fúsir að leggja út
í haustkosningar, og jafnvel ungir
framsóknarmenn líka. Hinsvegar
vitum við um einn mann sem tekur
varla í mál að kosið verði í haust.
Það er sjálfur Steingrímur Her-
mannsson forsætisráðherra, sem
telur haustkosningar ekki hagfelld-
ar fyrir Framsókn. En það er víst
annað sem hefur líka áhrif á þessa
afstöðu Steingrims — hann á nefni-
lega að fara í opinbera heimsókn til
Alþýðulýðveldisins Kína í október í
haust, og haustkosningar gætu sett
það strik í reikninginn að Steingrím-
ur færi hvergi. . .
Vinsamlegast
FRAMVÍSIÐ BANKAK0RTI
þegar þið greiðið með tékka
1
Qildm n
Q3QQ QQQQ QQQ2 m
Bankakortið - tákn um traust tékkaviðskipti
Alþýðubankinn - Búnaðarbankinn - Landsbankinn - Samvinnubankinn
Útvegsbankinn - Verzlunarbankinn - Sparisjóðirnir
EUOOCARD
KJOTMIÐSTOÐIN
Laugalæk 2 — S: 686511
SVÍNAKJÖTÁ HEILDSÖLUVERÐI
Svínslœri 245 kr. kg.
Nýir svínabógar 247 kr. kg.
Nýir svínahryggir 440 kr. kg.
Svínakótilettur 490 kr. kg.
Svínahnakki úrbeinaöur 420 kr. kg.
Svínahnakka-fillet 410 kr. kg.
Sænsk kryddsteik 420 kr. kg.
Úrbeinuö ný svínslœri 310 kr. kg.
Úrbeinadir nýir svínabógar
295 kr. kg.
Svínagrillpinni m/ananas
og frábœrum lœrisvöövum adeins
40 kr. stk.
Odýra beikonid 250 kr. kg.
Svínalundir 666 kr. kg.
Svínagúllas 475 kr. kg.
Svínasnitchel 525 kr. kg.
Svínaskankar 96 kr. kg.
Svínalifur 125 kr. kg.
Svínahausar ca. 5 kg.
aðeins 100 kr. stk.
OPIÐ LAUGARDAGA
til kl. 16.00
AUK hf./SlA X2.5