Helgarpósturinn - 06.11.1986, Blaðsíða 4
SVORT SKYRSLA EMBÆTTISMANNANEFNDARINNAR
NEFNDARMENN UPPLÝSA ÁÐUR
ÓÞEKKTA OG ÓEÐLILEGA ÞÆTTI í STARF-
SEMI STOFNUNARINNAR. RANNSÓKN-
IN BEINDIST EINUNGIS AÐ ÁRUNUM
1984 OG 1985. HVERNIG VAR STARFSEM-
IN FYRIR ÞANN TÍMA?
Skýrsla rannsóknarnefndar sem
Jón Helgason, dóms- og kirkju-
málaráöherra skipaði ,,til aö upp-
lýsa staöreyndir um starfsemi"
Hjálparstofnunar kirkjunnar hefur
nú verið birt. Nefndin var skipuð í
kjölfar greinaskrifa Helgarpóstsins
um starfsemi stofnunarinnar og
miðaði rannsókn sína við skrif
blaðsins. Niöurstöður nefndarinnar
leiða ótvírœtt í Ijós aö uppljóstranir
Helgarpóstsins voru réttar og öll
skrif blaðsins því á sterkum rökum
reist.
EKKI LAGT MAT Á
ÁRANGUR STARFSINS
Skýrsla rannsóknarnefndarinnar
er svört skýrsla fyrir þá sem haldið
hafa um stjórnvölinn hjá Hjálpar-
stofnun kirkjunnar. Auk þess að
renna stoðum undir óneitanlega
mjög harðar ásakanir sem birst hafa
í Helgarpóstinum rákust nefndar-
menn á atriði í bókhaldi og rekstri
stofnunarinnar sem þeir töldu
ámælisverð, aðfinnsluverð og þess-
leg að trúnaði gefenda í garð Hjálp-
arstofnunarinnar væri stefnt í
hættu.
í einu atriði komst rannsóknar-
nefndin að annarri niðurstöðu en
Helgarpósturinn. Það snýst um
stefnu Hjálparstofnunarinnar í þró-
unarmálum; hvort stofnunin eigi að
einbeita sér að neyðarhjálp eða
hjálp til sjáifsbjargar. Nefndin kemst
að þeirri niðurstöðu að núverandi
áhersla stofnunarinnar á neyðar-
hjálp sé í samræmi við stofnsamn-
ing hennar og því ekki óeðlileg.
Hins vegar leggur nefndin ekki mat
á hvernig Hjálparstofnuninni hefur
tekist til að framfylgja þessari stefnu
að ööru leyti en því að hún undir-
strikar fullyrðingar Helgarpóstsins
um há laun, mikinn rekstrarkostn-
að, óhóflegan ferðakostnað, bíla-
brask fyrir söfnunarfé o.s.frv.,
o.s.frv.
STAÐFESTING Á
SKRIFUM HP
Litum nánar á skýrsluna út frá
skrifum Helgarpóstsins.
1. Helgarpósturinn uppljóstraði um
óheyrilegan launakostnað Hjálp-
arstofnunar kirkjunnar. Blaðið
fullyrti að Guðmundur Einars-
son, framkvæmdastjóri stofnun-
arinnar, væri með ráðherralaun.
í skýrslu rannsóknarnefndarinn-
ar kemur fram að laun Guð-
mundar fara langt fram úr ráð-
herralaunum. Launagreiðslur til
hans í ýmsu formi nema 156 þús.
kr. á mánuði. Guðmundur er því
mun betur launaður en biskup-
inn yfir Islandi.
2. Helgarpósturinnuppljóstraðium
kaup Hjálparstofnunarinnar á
húseigninni að Engihlíð 9 fyrir
10,5 millj. kr. og fullyrti að stofn-
unin gæti ekki keypt þetta hús án
þess að seilast í söfnunarfé sem
ætlað var hungruðum í heimin-
um. I skýrslu nefndarinnar kem-
ur fram að nú þegar hafa forráða-
menn stofnunarinnar tekið 1
millj. kr. af fé sem ætlað var til
Hr. Bétur Sigurgeirsson, biskup. Hann og eiginkona hans þáðu 75 þús. kr. af neyðar-
hjálparfé Hjálparstofnunar kirkjunnar árið 1984. Rannsóknarnefndin telur sllkt ekki for-
svaranlegt.
Frá blaðamannafundi sem stjórn Hjálparstofnunar kirkjunnar boðaöi til eftir að rannsóknarnefndin skilaði skýrslu sinni. Á þess-
um fundi lagði stjórnin fram sln eigin gögn ásamt skýrslu hinna óvilhöllu aðila. Gögn Hjálparstofnunarinnar hafa síðan blandast
skýrslu nefndarinnar í meðförum fjölmiðla.
neyðarhjálpar og notað sem
greiðslu fyrir þessa húseign.
Nefndin upplýsir einnig að ekk-
ert fé sé til í sjóðum Hjálparstofn-
unarinnar og því sýnt að enn
þurfi að taka af gjafafé til hungr-
aðra í heiminum til að standa í
skilum við seljanda Engihlíðar 9.
FLEIRI SANNANIR . . .
3. Helgarpósturinnuppljóstraðium
óheyrilegt bílabrask sem starfs-
menn stofnunarinnar notuðu
ráðstöfunarfé hennar til að fjár-
magna. Nefndin upplýsir að 7
bifreiðir (Helgarpósturinn hafði
sagt þær vera 12, samkvæmt
upplýsingum frá Bifreiðaeftirlit-
inu) hafa farið í gegnum bókhald
Hjálparstofnunarinnar á síðast-
liðnum tveimur árum. Nefndin
telur að vafasamt sé að þessi við-
skipti séu stofnuninni hagstæð.
4. Helgarpósturinn uppljóstraði um
óheyrilegan ferðakostnað starfs-
manna Hjálparstofnunarinnar. I
skýrslu nefndarinnar kemur
fram að þeir sjö einstaklingar
sem voru í fastri vinnu hjá stofn-
uninni um lengri eða skemmri
tíma á árunum 1984 og 1985 fóru
alls 49 ferðir til útlanda. Sigurður
Heiðarsson, skrifstofustjóri, fór
flestar ferðirnar, eða 11 á tveim-
ur árum.
. . . OGENN SANNANIR
5. Helgarpósturinn gagnrýndi að
gjafir til Hjálparstofnunarinnar
voru metnar til fjár á ársreikn-
ingum stofnunarinnar. Nefndin
var sammála Helgarpóstinum og
gerði að tillögu sinni að þessara
gjafa yrði getið utan eiginlegs
ársreiknings.
6. Helgarpósturinn gagnrýndi að
framlög frá erlendum hjálpar-
stofnunum skyldu færð innanum
og samanvið innlent söfnunarfé í
ársreikningum stofnunarinnar.
Nefndin var sammála Helgar-
póstinum og taldi ástæðu til að
gera sérstaklega grein fyrir
þessu fé.
7. Helgarpósturinn fullyrti að
hjúkrunarfræðingar sem Hjálp-
arstofnunin hefur ráðið til starfa
í þróunarlöndunum þægju laun
frá Láterska heimssambandinu
(Lutheran World Federation). í
skýrslu nefndarinnar kemur
fram að Hjálparstofnunin endur-
greiddi þessari stofnun rúm 600
þús. kr. vegna launaútgjalda
hennar til hjúkrunarfræðing-
anna. Auk þess kemur fram í
skýrslunni að Lutheran World
Service lagði 2.9 millj. kr. til
Hjálparstofnunar kirkjunnar
vegna launa hjúkrunarfræðinga.
Nefndin tekur ekki afstöðu til
hvort fullyrðingar Helgarpósts-
ins séu sannar, en ofangreindar
upplýsingar leiða að því sterkar
líkur.
HÖRÐUSTU ÁSAKAN-
IRNAR STANDA
ÓHAGGAÐAR
Nefndin tekur ekki afstöðu til
hörðustu ásakana Helgarpóstsins í
garð Hjálparstofnunar kirkjunnar,
þ.e. að 70—80% af innlendu söfnun-
arfé fari í rekstur og dæmi séu um ár
þar sem 90% af innlendu gjafafé
hafi farið í rekstur. En nefndin stað-
festir nær allar forsendur sem lágu
að baki þessari niðurstöðu Helgar-
póstsins. Hún stendur því óhögguð.
Forsvarsmenn Hjálparstofnunar
kirkjunnar hafa látið á sér skilja frá
því að niðurstöður nefndarinnar
voru birtar, að í þeim væru þessar
ásakanir Helgarpóstsins hraktar.
Slíkt eru vísvitandi blekkingar (sjá á
öðrum stað í opnunni).
En nefndin gerir meira en að
sanna mál Helgarpóstsins. í skýrslu
nefndarinnar koma ýmis ný atriði
fram sem dekkja enn þá mynd sem
hér hefur verið dregin upp af Hjálp-
arstofnuninni.
NÝJAR UPPLJOSTRANIR
Nefnum dæmi:
1. Viðskipti Hjálparstofnunarinnar
og Skálholtsútgáfunnar, þar sem
Guðmundur Einarsson átti sæti í
framkvæmdanefnd, voru ámæl-
isverð að dómi rannsóknar-
nefndarinnar. Hjálparstofnunin
greiddi Skálholti fyrir verk sem
aldrei voru unnin og þegar Ijóst
varð að útgáfan gat ekki greitt
skuld sína við stofnunina var
skuldin færð til gjalda hjá Hjálp-
arstofnuninni undir liðnum „ráð-
stafað erlendis".
2. Stokkfiskur h/f framleiddi
skreiðartöflur fyrir Hjálparstofn-
unina á sínum tíma. Stofnunin
greiddi Stokkfiski 2,50 kr. fyrir
vinnslu á hverri töflu en auk þess
rann hálf milljón kr. úr sjóðum
Hjálparstofnunarinnar til Stokk-
fisks. Nefndin taldi það að-
finnsluvert.
3. Skrif Helgarpóstsins hafa að
mestu leyti verið byggð á árs-
reikningum stofnunarinnar.
Rannsóknarnefndin kannaði
sjálft bókhaldið sem liggur að
baki ársreikningunum. Hún
komst að þeirri niðurstöðu að
það gegndi ekki „því hlutverki
stjórntækis sem því er ætlað, né
heldur geti það notast gagnrýn-
um gefendum til þess að fylgjast
svo með stofnuninni sem nauð-
synlegt er til að trúnaður hald-
ist".
HRÖÐ OGVELUNNIN
NEFNDARSTÖRF
Þessar upplýsingar nefndarinnar
eru athyglisverðar, sérstaklega sök-
um þess að við rannsókn sína studd-
4 HELGARPÓSTURINN
leftir Gunnar Smára Egilsson myndir Jim Smartl