Helgarpósturinn - 06.11.1986, Blaðsíða 35

Helgarpósturinn - 06.11.1986, Blaðsíða 35
Mér finnst ég skána Sigurður Þórir vígir nýtt gallerí með níundu einkasýningu sinni í Reykjavík Siguröur Þórir er fyrstur myndlist- armanna til aö sýna í nýju galleríi viö Óöinstorg. Þaö er kennt uiö Svart á hvítu og var fjallaö um þaö í Listapósti í síöustu viku, en meöal aöstandenda þess eru Halldór Björn Runólfsson, Jón Þórisson, Björn Jónasson og nöfnurnar Mar- grét Auöuns og Andrésdóttir. Sigurður Þórir útskrifaðist frá MHI árið 1970 og hélt að því búnu til myndlistarkennslu í Þorlákshöfn. Leiðin lá svo til Köben þar sem hann var við nám í Konunglegu akademí- unni í fjögur ár, frá 1974 til 1978. Þar lagði hann áherslu á módel-vinnu, grafík, auk þess sem hann teiknaði mikið meðfram námi. Eftir heim- komuna hefur hann lengst af kennt myndlist meðfram frjálsri listsköp- un, en hætti kennslunni í fyrra, þeg- ar hann ákvað að helga krafta sína undirbúningi að þeirri sýningu sem hann opnar núna við Öðinstorg á laugardag klukkan tvö. HP spuröi Sigurö Þóri hvernig til- finning þaö væri fyrir listamann aö vígja nýjan sýningarsal. „Það er erfitt að segja. Ég er ekki viss um að það sé mikið frábrugðið því að sýna í sal komnum á aldur, nema ef vera skyldi að sýning manns fengi meiri athygli í nýjum sal. Ég hef haldið átta einkasýning- ar í Reykjavík og hingað til hefur það alltaf verkað eins á mig að opna sýningu: Þarna er maður að opna sig, veita tiffinningum sínum útrás. Og maður verður að vera búinn að sætta sig við það að þessar tilfinn- ingar verði mönnum sjáanlegar áð- ur en til sýningarinnar kemur. Mað- ur verður að vera klár á því að þarna stendur maður berstrípaður og getur ekki annað." — Ertu spéhrœddur maöur? „Ég er það innst inni. En það er að myndast brynja um mann smám saman." — Nervösítetiö hverfur samt von- andi aldrei? „Sviðsskrekkurinn er náttúrlega af hinu góða, þó maður gangi alltaf fram í góðri trú um að núna sé mað- ur búinn að gera sitt besta. Þetta er kannski svipað og halda sýningu á börnum sínurn." — Þú nefndir átta einkasýningar í Reykjavík. Þú hefur komiö víöar viö? „Jújú, Köben, Þórshöfn í Færeyj- um. Og svo er þetta samtíningur af samsýningum víðar um lönd.“ — Yrkisefniö: Hvernig hefur þaö þróast á þessum árum? „í byrjun tók ég mikið á umgjörð mannsins, einkum starfsvettvangi hans. Þetta voru býsna harðar myndir, sem fjölluðu um hráan hversdagsleika, nánast realismus eins og Benedikt Gröndal hefði orð- að það. Ég hef verið að söðla um upp á síðkastið: Ég er kannski mýkri núna, fjalla um innri veruleika mannsins, samskipti hans. Og þetta óræða er svoltið komið inn í mynd- ina.“ — Hvaö meö tœknilega þróun? „Alltaf betri. Mér finnst ég skána með árunum; allavega þoli ég ekki gömlu myndirnar mínar. Ég held ég verði sífellt frjálsari í myndlistinni. Ég á líka einfaldlega auðveldara með þetta eftir því sem árin líða.“ — Aldurinn gerir menn þá frjálsa? „Já, í mínu tilviki." -SER KVIKMYNDAHUSIN Stella f orlofi. ★★★ Léttgeggjuð ærsl a la islanda kl. 5, 7, 9 og 11. Purpuraliturinn (The color purple) ★★★ Manneskjulegur og hrlfandi Spielberg kl. 9 fyrir 12 ára og uppúr. Innrásin frá Mars (Invaders from Mars) ★ Geimd leiðindi, en spennó kl. 5,7,9 og 11 fyrir 10 ára og eldri. BlÓHÖIJUÍL Stórvandræði f Litlu Kfna (Big trouble in Little China) ★★ Uppátækjasamt sprell, galdrafjör og hrekkir kl. 5,7,9 og 11 fyrir eldra fólk en 12 ára. I klóm drekans (Enter the Dragon) ★★★ Eina sanna karate-myndin með Bruce Lee (endursýnd) kl. 5, 7, 9 og 11 fyrir stálpaðri krakka en tólf. Hellisbúarnir (The Clan of the Cave Bear) ★★ Hægeng ferð á slóðir forfeðranna kl. 7 og 11. I svaka klemmu (Ruthless people) ★★ Sjúklegur ærslaleikur kl. 5, 7, 9 og 11. Á bakvakt (Off Beat) ★★ Notalegt grín a la Disney kl. 5, 7, 9 og 11. Mona Lisa ★★★ Elskuleg mynd, hörku drama og leikur kl. 9. Lögregluskólinn 3: Aftur í þjálfun (The Rolice Academy: Run for Cover) ★★ Ágætis ærsl af framhaldi að vera kl. 5 fyrir 16 ára og eldri. Eftir miönætti (After Hours) ★★★ Fágað grin Scorsese kl. 5, 7, 9 og 11. BÍÓHÚSIÐ Aulabárðarnir (Wise Guys) Ný Grallaragrfn (allar áttir kl. 5, 7, 9 og 11 eftir Brian de Palma! Back to school Ný Sprell að hætti hússins kl. 5, 7 og 9. LAUGARÁS B I O Sweet Liberty Ný Grfn með Alda, Caine og Bob Hoskins kl. 5, 7, 9 og 11. 1 skugga Kilimanjaro (In the Shadow of Kilimanjaro) ★★★ Bavíanar og bljúgir menn, plús spenna kl. 5, 7, 9 og 11 fyrir 16 ára og eldri. Aftur til framtfðar (Back to Future) ★★★ Ein stór brella fyrir nútfmabörn (endur- sýnd) kl. 5, 7, 9 og 11.05. REGNBOGfiNN Draumabarnið (Dream Child) Ný Fyrirmynd Lísu f Undralandi kl. 5, 7, 9 og 11. Hold og blóð (Flesh + Blood) ★★★ Sverð, skjöldur og ruddamennska á miðöldum kl. 5, 7, 9 og 11. Við nefnum nokkrar ólfkar, en góðar við mismunandi skilyrði. Psycho III tryllir sannarlega, Woody Allen f Regn- boga mjúkur og elskulegur. Rudda- mennska f Holdi og blóði ( sama sýn- ingarhúsi. Stella skemmtileg í orlofi. En umfram allt Brian de Palma (Bfóhúsinu með — og haldiði ykkur nú — sinn fyrsta farsa, glens og gaman. 1 skjóli nætur (Midt om natten) ★★★ Notalegur danskur millitryllir kl. 9, Bönnuð yngri en 16 ára. Hanna og systur hennar (Hannah and her sisters) ★★★ Lffsglaður, sætur og næmur Woody kl. 7.10, 9.10 og 11.10. Þeir bestu (Top Gun) ★★★ Stjörnur, strfpur og óheflaður militar- ismi kl. 3, 5, 7, 9 og 11.15. Stundvfsi (Clockwise) ★★ Guðdómlega geggjaöur Cleese a la Hulot kl. 5 mfn. yfir 3, 5, 7, 9 og 11. BMX-meistararnir ★ Hjólandi vitleysa, en smá smart engu að sfður kl. 3.10 og 5.10. Mánudagsmyndin Kona hverfur ★★★ Hitchcock frá 37. Unaður kl. 7.15 og 9.15. I úlfahjörð Ný Frönsk stelumannaspenna kl. 5,7,9 og II eftir Claude Brasseur. Með dauðann á hælunum (8 million ways to die) ★★★ Hal Ashby með hörku trylli kl. 5,7,9 og 11.10 fyrir 16 og uppúr. Karatemeistarinn II ★★ Sérhæfð en að mörgu leyti mjúk af- þreying kl. 3 um helgina. 'lonM TÓNABIÓ Psycho III ★★★ Sjá umsögn. Mynd milli skinns og hörunds kl. 5, 7 9 og 11 fyrir 16 ára og eldri. ★ ★ ★ ★ framúrskarandi ★ ★ ★ mjög góð ★ ★ miðlungs ★ þolanleg O mjög vond MYND VIKUNNAR HVAÐ ÆTLARÐU AÐ GERA UM HELGINA? Ingibjörg Sólrún borgarfulltrúi: „Það er auðvitað margt sem freistar, en annað hvað maður ætl- ar sér að gera. Það vill svo til að um næstu helgi er landsfundur Kvennalistans og þangað ætla ég. Við ætlum þar að ræða saman um hugmyndafræðina og auðvitað verður komið inn á alþingisfram- boðið. Það er allt saman Ijóst með Reykjavík og Reykjanes, en enn er óvissa með landsbyggðina — þó veit ég að það er hugur í konum í Vesturlandskjördæmi. Ég veit ekki hvort það er tfmi til að gera eitt- hvað annað, enda eru helgarnar varla til ráðstöf unar þegar maður er með tvö lítil börn. En ef ég gæti komist eitthvað þá yrði það sjálf- sagt bíóferð, enda á ég eftir að sjá Stellu í orlofi." HELGARPÓSTURINN 35

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.