Helgarpósturinn - 06.11.1986, Blaðsíða 36
ÉpÉáeftir Friðrik Þór Guðmunc^ssón teikhingár Jórj Óska'r
HELGARPÓSTURINN KANNAR PÓLITÍSKA LITRÓFIÐ I RÁÐUNEYTUNUM:
Fjármálin
Sjálfstsedisflokkur
Framsóknarflokkur
Alþ. handalag/Sós.fl.
Alþýduflokkur
ALÞÝÐUBANDALAGSMAÐUR HEFUR
ALDREI SETIÐ í FORSÆTISRÁÐUNEYTINU,
UTANRÍKISRÁÐUNEYTINU EÐA DÓMSMÁLA-
RÁÐUNEYTINU, EN GUNNAR THORODDSEN
BRAUT BLAÐ MEÐ ÞVÍ AÐ HLEYPA KOMMA í FJÁR-
MÁLARÁÐUNEYTIÐ ALÞÝÐUFLOKKSMAÐ-
UR HEFUR ALDREI STÝRT FJÁRMÁLUNUM EÐA
LANDBÚNAÐARMÁLUNUM EF FRÁ ERU TALDAR
ÁHRIFALITLAR MINNIHLUTASTJÓRNIR SJÁLF-
STÆÐISFLOKKURINN HEFUR LÍTINN ÁHUGA
Á FÉLAGSMÁLUNUM FRAMSÓKNARFLOKK-
URINN VILLÓLMUR LANDBÚNAÐARMÁLIN EN
HUNDSAR IÐNAÐARMÁLIN AÐ MESTU
Frá því að lýðveldið Island var
stofnað og utanþingsstjórnin fór frá
völdum árið 1944 hafa 11 meiri-
hlutastjórnir setið hér að völdum
auk þriggja minnihlutastjórna. Þeg-
ar kjörtímabili núverandi ríkis-
stjórnar lýkur í apríl verða liðin
fjörutíu og tvö og hálft ár frá því aö
fyrsta „pólitíska“ ríkisstjórn lýð-
veldisins settist að völdum, en það
var söguleg ríkisstjórn því þá var
„kommúnistum“ (Sósíalistaflokkn-
um) í fyrsta skiptið hleypt inn í
landsstjórnunina. Ríkisstjórnir á
lýðveldistímanum hafa verið mis-
jafnlega líflangar. Afber Viðreisnar-
stjórn Sjálfstœðisflokksins og Al-
þýðuflokksins, sem sat samfleytt við
völd í tœp 12 ár 1959—1971. Einnig
varð löng seta helmingastjórna
Sjálfstœðisflokks og Framsóknar-
flokks 1950—1956 eða rúm 6 ár. Á
öllu þessu tímabili hefur engin ríkis-
stjórn setið án þátttöku annars eöa
beggja, Sjálfstæðisflokks og Fram-
f t
MAIAMIHALFUMMOMJM.
GOÐURMATUROGÓDYR!
sóknarflokks. Aðeins einu sinni hef-
ur „fimmti flokkurinrí‘ fengið aðild
að landsstjórnuninni — Samtök
frjálslyndra og vinstri manna
1971-1974.
Þó allir flokkar reyni að komast til
valda sýnir úttekt Helgarpóstsins að
allt lýðveldistímabilið hefur
ákveðnum flokkum verið úthýst úr
sumum ráðuneytum en greiðlega
hleypt í önnur. Segja má að allir
hinna fjögurra hefðbundnu flokka
hafi fengið sín tækifæri til að stjórna
— en það er ekki sama um hvaða
málaflokka er að ræða.
VERKSTJÓRNIN ER
BLÁGRÆN
Ef frá eru taldar áhrifalitlar minni-
hlutastjórnir hefur jafnaðarmanna-
flokkunum, Alþýðuflokki og Al-
þýðubandalagi/Sósíalistaflokki, ver-
ið nánast úthýst úr forsætisráðu-
neytinu. Þar hefur enginn „kommi"
setið og enginn „krati" í meirihluta-
stjórn frá því að Stefán Jóhann
Stefánsson fór úr ráðuneytinu í des-
ember 1949. Þannig hafa Sjálfstæð-
isflokkur og Framsóknarflokkur
skipst á um að ieiða ríkisstjórnir lýð-
veldisins — Sjálfstæðisflokkur 57%
tímabilsins og Framsóknarflokkur
33%.
RAGNAR í SÖGULEGU
HLUTVERKI
Þegar dr. Gunnar heitinn Thor-
oddsen leiddi Ragnar Arnalds í stól
fjármálaráðherra var brotið sögu-
legt blað. í fyrsta skipti í sögunni var
„komma" hleypt í krónurnar! Fram
að því hafði fjármálaráðuneytið ver-
ið útiiokað jafnaðarmönnum. í
þessu ráðuneyti hafa sjálfstæðis-
menn setið 60% tímabilsins en
framsóknarmenn um 30%. Svipaða
sögu er að segja af dómsmálaráðu-
neytinu. Þar er hin sögulega undan-
tekning seta „kratans" Finns Jóns-
sonar 1944—1947. Næstu fjóra ára-
tugina eiga Sjálfstæðisflokkur (57%)
og Framsóknarflokkur (34%) þetta
ráðuneyti svo gott sem alfarið. Hið
undarlega er að eini jafnaðarmað-
urinn sem mögulega virðist geta
brotið þetta blað er áðurnefndur
Ragnar Arnalds. í skyndikönnun
HP, þar sem leitað var til fjölda lög-
lærðra manna um tilnefningu í
þetta ráðherraembætti eftir næstu
kosningar, var Ragnar nánast sá eini
utan Sjálfstæðisflokks og Framsókn-
arflokks sem fékk tilnefningar.
UTANRÍKISMÁL í
„ÖRUGGUM"HÖNDUM
, .Lýðræðisf lokkarnir" svokölluðu,
Sjálfstæðisflokkur, Framsóknar-
flokkur og Alþýðuflokkur, hafa ver-
ið hjartanlega sammála um það, að
hleypa ekki undir neinum kringum-
stæðum „kommum" í utanríkismál-
in. Svo samstíga eru þessir flokkar
um þetta að þeim virðist alveg sama
hver þeirra stýrir málum þar. Þeir
hafa enda skipt þessum málaflokki
nánast bróðurlega á milli sín á lýð-
veldistímabilinu. Alþýðuflokkurinn
hefur flokkanna lengst stjórnað þar
(38%), en Framsóknarflokkur (31%)
og Sjálfstæðisflokkur (30%) hafa
skipt afganginum á milli sín. Þar,
eins og í áðurnefndum ráðuneytum,
hefur því öll stefnumótun verið
mjög einhliða, enda utanríkismála-
stefna þessara þriggja flokka í
grundvallaratriðum mjög lík.
MENNTAMÁLIN —
SKIPTIMYNT?
í menntamálaráðuneytinu hafa
ráðherrar fimm flokka setið á þessu
tímabili. Jafnaðarmannaflokkarnir
— Alþýðuflokkur, Alþýðubandalag
/Sósíalistaflokkur og Samtök frjáls-
lyndra og vinstri manna — hafa set-
ið þar til hálfs á móti Sjálfstæðis-
flokki og Framsóknarflokki. Algjöra
sérstöðu hefur dr. Gylfi Þ. Gíslason,
Alþýðuflokki, sem stýrði þessum
málaflokki samfleytt í 15 ár frá
sumri 1956 til sumars 1971. f heild
hefur enda Alþýðuflokkurinn vinn-
inginn í þessu ráðuneyti (36%), til-
tölulega jafnir eru Sjáífstæðisflokk-
ur (25%) og Framsóknarflokkur
(24%) og síðan Alþýðubandalag/
Sósíalistaflokkur (8%) og Samtökin
(7%).
VINSTRI MENN EIGA
FÉLAGSMÁLIN
Jafnaðarmenn hafa lagt ofur-
áherslu á að fá til sín félagsmála-,
heilbrigðis- og tryggingaráðuneytin
frá fyrstu tíð og kannski hafa hinir
flokkarnir verið ósköp sáttir við þá
formúlu. Félagsmálaráðuneytið hef-
ur nánast hálft tímabilið verið í
höndum „krata" (45%) og þegar
Alþýðubandalag / Sósíalistaflokkur
og Samtökin eru talin með má segja
að tvo þriðju hluta þessa tímabils
hafi jafnaðarmenn stýrt félagsmál-
unum og heilbrigðis- og trygginga-
málunum (sem lengst af féllu undir
félagsmálaráðuneytið eða til 1971
36 HELGARPÖSTURINN