Helgarpósturinn - 06.11.1986, Blaðsíða 48

Helgarpósturinn - 06.11.1986, Blaðsíða 48
í salti um skeið, en á morgun, föstu- dag, verður aftur tekið til hendinni í Sakadómi Reykjavíkur vegna dómsrannsóknar málsins. Flestir topparnir hjá SÍS, Erlendur Ein- arsson, Hjalti Pálsson, Valur Arnþórsson o.fl., o.fl. hafa verið yfirheyrðir og eru yfirheyrslurnar sumar allmiklar að vöxtum vélritað- ar. Þannig er dómsyfirheyrslan yfir Hjalta Pálssyni framkvæmda- stjóra innflutningsdeildar um 90 blaðsíður. Þeir sem lesið hafa þann texta segja, að öll tilsvör Hjalta ein- kennist af ótrúlegri gleymsku og aðrir halda því fram, að minni Hjalta sé einkum slappt, þegar frá- farandi forstjóri þarfnast verndar. Og raunar um ýmislegt annað. Til dæmis kom fram í yfirheyrslum yfir Hjalta, að sennilega væru kaffi- baunaviðskiptaskeytin frá NAF, sem sá um innkaupin, til SÍS með öllu týnd. Þá kveðst Hjalti ekki vita hver skipaði afsláttarnefndina frægu, en í henni sátu Geir Geirsson, Geir Magnússon, Snorri Egilsson og Guðmundur Skaftason. . . u ■ W Biklum sögum hefur farið af smölun nýrra félaga í Sjálfstæðis- flokkinn fyrir prófkjör fíokksins í Reykjavík á dögunum. Talað hefur verið um 6—700 nýja félaga sem þeir Albert Guðmundsson og Ásgeir Hannes komu með. Stað- reyndin mun hins vegar vera, að um 1300 nýir hafi skráð sig í flokkinn fyrit prófkjörið og þykir sumum sjálfstæðismönnum það svo sem ekki mikið miðað við félagafjölda upp á vel rúmlega 20 þúsund manns. Síðan hafa um 20—30 sagt sig aftur úr flokknum og í þeim hópi munu vera einhverjir, sem ekki gátu sætt sig við sigur Alberts Guð- mundssonar um fyrsta sætið. Ann- ars hringdi ónafngreindur maður í Valhöll og reyndi að fá afmáðan úr flokknum nokkurn hóp manna í einu lagi, en var vinsamlega bent á að það yrði hver og einn einstakl- ingur að gera í eigin persónu eða skriflega... l kvöld, fimmtudagskvöld, ætlar hópur fólks á Akureyri að halda fund þar sem kannaður verður áhugi norðanmanna á stofnun leiksmiðju eða eins konar tilraunaleikhúss. Upphafsmaður þessarar hugmynd- ar er Finnur Magnús Gunnlaugs- son leikhúsfræðingur og útvarps- maður á Rúvak og hefur hann sett markið hátt í þessum efnum, því við heyrum ekki betur en hér sé verið að tala um vísi að öðru atvinnuleik- húsi nyrðra . . . BSitthvert bakslag virðist vera komið í gleði ráðamanna yfir leið- togafundinum heimsfræga. Þor- steinn Pálsson, fjármálaráðherra, hefur altjént neitað að borga skip- verjum á varðskipinu Tý þá yfir- vinnu sem þeir unnu við að vakta Höfða á sínum tíma. Skipverjarnir ætla að ganga í land ef þeir fá ekki greitt samkvæmt samningum þeirra verkalýðsfélaga, er þeir tilheyra. . . JL XJU//JI AJLU. JUIAJLf X XXX XXXI VXXrjf^ GOÐUR MATUR OG ODYR! SMÁBRAUÐ/N MÁLTÍÐ Frönsk smábrauð eru bökuð samkvæmt uppskrift sem fengin er frá Frakklandi. Frakkar hafa svo sannarlegavitáfranskbrauðiþvíþau eru hluti af svo til hverri einustu máitíö þar í landi. Frönsk smábrauð henta viðólíkustu tækifæri. Þú lætur þau þiðna, bregður þeim nokkrar mínútur inn í ofn og útkoman erfransktbrauðeins og það gerist best. Frönsku smábrauðin eru alltaf eins og ný - beint úr djúpfrystinum. Taktumeðþérpoka, þú finnur hann í frystiborðinu. BRAUÐ HF. - SÍMI 83277

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.