Helgarpósturinn - 06.11.1986, Blaðsíða 31

Helgarpósturinn - 06.11.1986, Blaðsíða 31
LISTAPÓSTURINN Nýtt skáldverk eftir Steinar Sigurjónsson eftir tólf ára hlé: ✓ Eg er hreinn sveinn segir skáldið í sambandi við auglýsingaskrumið sem fylgir bókaútgáfunni í landinu Steinar Sigurjónsson hefur rofid tólf ára þögn sína sem rithöfundur. Núna í nóvember sendir Menningar- sjóöur frá sér nýja skáldsögu sem hann lauk viö ísumarlok. Hún heit- ir Síngan Rí. Inntakiö er meö heim- spekilegu ívafi. Upprunaleg gerö hennar var lesin í útvarp á vetrar- mánuöum 1982, en Steinar hefur bœtt hana mikiö síöan. Það er mikill viðburður þegar jafn sérstakt skáld og Steinar kveður sér hljóðs eftir langt hlé, en því hefur oftsinnis verið haldið á lofti að hann sé mörgum yngri rithöfundum okk- ar fyrirmynd. Steinar sjálfur gefur ekkert út á það, þegar haft er sam- band við hann upp í Víðines þar sem hann hefur búið um nokkurt skeið. Tónninn verður ö|lu þyngri þegar vikið er að nýju skáldverki við hann. Hann segist vera orðinn drep- leiður á þessu verki sínu, sé búinn að vera að skrifa það með hléum nokkur undanfarin ár og yfirlegan yfir próförkum síðustu vikurnar hafi alveg verið að fara með sig. „Kannski er þessi bók búin að gera mig snargeggjaðan. Ég er að minnsta kosti mjög vankaður eftir hana,“ segir Steinar blaðamanni HP. „Ég hef alltaf verið brúnaþungur þegar ég hef lokið mér af við bóka- fangelsi." skrif. Þetta er eins og að koma úr Hann segir það fráleitt að hann fari að lýsa inntaki Síngan Rí áður en hún kemur út, og það sé prinsipp hjá sér. „Bókinni væri það ban- vænt,“ og svo tekur hann á rás: „Mér finnst orðið með öllu óþolandi hvernig rithöfundar haga sér um það leyti sem bækur eru að koma út eftir þá.“ Og blaðamaður spyr hvernig hann upplifi það: „Menn eru þetta að spenna sig í fjölmiðlum. Ó, þetta er svo flatt og ógeðslegt. Bækur eiga að tala sínu eigin máli — og ef ekki, þá fari þær fjandans til. Bók- inni er ekki vorkunn ef hún getur ekki staðið sig sjálf." Þegar Steinar er inntur eftir því hverja ástæðu hann telji vera fyrir löngum hléum í bókaskrifum sín- um, minnist hann á útgefendur: „Þeir hafa forðast mig lengi, enda hafa þeir ekki séð pening í mér, ekki eyri. Ég tek ekki þátt í auglýsinga- skrumi... Aldrei," og svo klykkir rithöfund- urinn út með að segja: „Ég er hreinn sveinn í þeim efnum." Hann segist þakka sínum sæla fyrir að hafa feng- ið ríkið til að gefa út þetta nýjasta skáldverk sitt, því þar með þurfi hann ekki einu sinni að sýna við- leitni í frekari viðtölum sem þess- -SER. LEIKHUS eftir Steinþór Ólafsson Sterkur Strindberg, veikur Þorgeir Alþýöuleikhúsiö sýnir í kjallara Hlaövarpans: Hin sterkari eftir August Strindberg. Sú veikari eftir Þorgeir Þorgeirsson. Leik- stjóri: Inga Bjarnason. Aöstoöar- leikstjóri: Ólöf Sverrisdóttir. Búningar og sviösmynd: Vil- hjálmur Vilhjálmsson og Nína Njálsdóttir. Þýöing á Hin sterk- ari: Einar Bragi. Leikarar: Margrét Ákadóttir, Anna Sigríöur Einarsdóttir, Elfa Gísladóttir, Harald G. Haralds. Áður hefur verið fjallað um leik- ritið „Hin sterkari" eftir Ágúst Strindberg, sem var frumsýnt síð- astliðið sumar. Þó er ekki hægt að skrifa um Þá veikari eftir Þorgeir Þorgeirsson, sem var frumflutt miðvikudaginn 29. október 1986 án þess að fyrst minnast á leikrit Strindbergs. Sú veikari var sýnt í beinu framhaldi af Hinni sterkari. Þar sem þessi verk eru sýnd sam- an hlýtur maður að bera þau sam- an, þó svo að sá samanburður geti verið ósanngjarn. Fyrst örfá orð um Hina sterkari í þýðingu Einars Braga. Þetta verk er eitt af meistaraverkum Strind- bergs, mjög agað verk og knappt að formi til. Styrkur Hinnar sterk- ari er það, sem ósagt er. Sá hluti verksins sem áhorfendur skapa sjálfir, eða lesa á milli línanna. Áhorfandinn er skilinn eftir í algjörri óvissu um hver hin sterk- ari er. Það ræðst af túlkun og reynslu hvers og eins. Verkið er byggt á miklum sálrænum skiln- ingi. Þýðing Einars Braga verður að teljast til meistaraþýðinga seinni tíma. Leikur þeirra Önnu Sigríðar Einarsdóttur og Margrét- ar Ákadóttur er einstakur. Inga Bjarnason leikstýrir af mikilli snilld og næmleika. Þjónustustúlk- an er leikin af Elfu Gísladóttur og gerir hún það með miklum sóma. I fáum orðum mjög góð sýning. Sýningin Sú veikari er spegil- mynd af Hinni sterkari. Uppsetn- ing og atburðarás er svipuð. Sömu konurnar halda áfram að leika. Tvær konur eru að leika seinasta hluta ieikritsins Hin sterkari fyr- ir kvikmyndaupptöku. Kvik- myndaleikstjórinn kemur æðandi inn og hefur undirbúning fyrir myndatökur. í ljós kemur að önn- ur konan er eiginkona kvik- myndaieikstjórans og hin er móð- ir hans. Skömmu seinna æðir hann út aftur og skilur þær eftir. Farsíminn (sem eiginmaðurinn aldrei skilur við sig) hringir og frú- in svarar. Hjákona mannsins er í símanum. Frúin eys úr skálum reiðinnar og beiskjan brýst fram. Hún talar jöfnum höndum við tengdamömmuna og hjákonuna. Eftir samtalið brotnar hún saman. Síminn hringir aftur og frúin er minnt á að taka pillurnar sínar (taugaveikitöflurnar). Hlutverkunum er snúið við. Sú sem hélt uppi eintalinu í Hinni sterkari situr nú og þegir og hlust- ar. Hinni þögla er tengdamamma. Frúin, sem sat og hlustaði í Hin sterkari, lætur móðan mása í leik- ritinu Sú veikari. Þorgeir Þorgeirsson notar oft sömu orðin eða setningarnar til að tengja þessi tvö verk enn betur saman. Þorgeir stefnir saman þrem konum, þ.e. eiginkonunni, móðurinni og hjákonunni (sem aldrei sést). Eiginkonan talar við hjákonuna í símann og segir henni dæmisögu af fílnum Eskil (Elskil er sonur ann- arrar konunnar í Hinni sterkari) og sjö fílkúm, sem eru svo afbrýði- samar hver útí aðra að þær ráðast á fílinn Eskil ef einhver reynir við hann. (í raun sama saga og Mjall- hvít og dvergarnir sjö.) Frúin er í mikilli geðshræringu. Hún segist hafa lært að elska af syninum, sem lærði það af gleðikvendi. Frúin ásakar tengdamömmu sína fyrir ástlaust uppeldi á syninum. Hin sterkari fjallar um ást á ein- um manni. í Sú veikari snýst þetta við. Nú fjallar leikurinn um hatur. Hatrið er ef til vill tilkomið vegna framkomu eiginmannsins, en það kom ekki fram í leikritinu. Ekki var gerð tilraun til að skýra fram- komu mannsins. Ef til vill var framkoma hans réttmæt? Þorgeir sýnir bara hatrið, sem virðist vera tilkomið vegna framhjáhalds kvik- myndaleikstjórans. Leikritið Hin sterkari er fágað, sérstaklega málfarslega séð. Þor- geir notar subbulegt orðbragð. Dæmi um þetta er þegar Strind- berg notar „tæfan hún Fredrika" notar Þorgeir í hliðstæðri merk- ingu „djöfuls tussan þín“. Þetta er klámfengin meðferð á málinu, og þá nota ég klám í merkingunni, ljótt, groddalegt og subbulegt. Dæmi: Djöfuls holræsakerfi, sorp- ið (í tvíræðri merkingu), hættu að grenja, mellur, pervertar, þegiðu, og að leggja guðsorð við hégóma. Þessi notkun á málinu er í hróp- andi ósamræmi við málnotkun Strindbergs. Styrkur Strindbergs er hið ósagða og það sem ekki sést, eins og til dæmis eiginmaðurinn í Hin sterkari, en hann sér maður fyrst í Sú veikari. Áhorfandinn er skil- inn eftir í óvissu um hver hin sterk- ari er í raun og veru hjá Strind- berg. Engin slík óvissa finnst í leik- verki Þorgeirs. En Þorgeir er aftur á móti með dylgjur í sínum leik- þætti, sem jaðra við níð. Dæmi um slíkar dylgjur er kvikmyndaleik- stjórinn í leikþættinum. Hann er kenndur við Hagaskólaárshátíð, Vilgot (Sjöman), Ingimar (Berg- man) og Kurosawa. Mamma hans er leikkona. Einn af fremstu kvik- myndaleikstjórum íslendinga er sagður vera undir sterkum áhrif- um frá fyrrnefndum erlendum leikstjórum, var á Hagaskólaárs- hátíð og móðir hans er leikkona. Strindberg fjallar um innri tog- streitu, þ.e. sálræna togstreitu. Togstreita Þorgeirs er ytri tog- streita, þ.e. átök um mann, sem virðist vera ákaflega lítið eftir- sóknarverður miðað við þá mynd sem áhorfandinn fékk í byrjun leikþáttarins. Boðskapur Strindbergs er um ást í meinum og um ást sem fær að þróast og þroskast. Einnig hvort sé sterkara að gefa eða þiggja. Boð- skapur Þorgeirs er hatur, beiskja og ásakanir. Nú er það ekki svo að boðskapurinn sé settur svo fram öðrum víti til varnaðar, heldur er velt sér upp úr ósómanum. Til- gangur Strindbergs með því að gefa ekkert svar um hver hin sterkari sé er að vekja áhorfendur til umhugsunar og eigin sköpunar. Tilgangur Þorgeirs er einfaldlega að skrifa leikrit. Subbulegt orð- bragð dregur leikritið niður og gerir úr því lágkúru. Leikur þeirra Onnu Sigríðar og Margrétar er með miklum ágætum sem fyrr og eins er um leikstjórn Ingu Bjarna- son. En afurðin er aldrei betri en efniviðurinn. Sú veikari er óþörf viðbót við Hina sterkari. ÆFINGAR eru nú rétt hafnar á nýju ieikriti eftir Herdísi Egilsdóttur í Þjóöleikhúsinu. Þetta er barnaleik- rit að nafni Tapaö — fundiö og fjall- ar um ófyrirleitnu kellinguna Rympu sem býr á ruslahaugunum með hauslausum tuskukarli. Sigrún Edda Björnsdóttir og Gunnar Rafn Guömundsson leika Rikka og Skúla sem lenda í ævintýrum á öskuhaug- unum á öskudag, en með önnur hlutverk í verkinu fara Sigríöur Þor- valdsdóttir, Margrét Guðmundsdótt- ir og Viöar Eggertsson. Leikstjóri er Kristbjörg Kjeld, en Messíana Tóm- asdóttir ætíar að sjá til þess að krakkar og aðrir áhorfendur hafi gaman af umgjörðinni. HALLMAR Sigurðsson fékk að vita að hann hefði verið ráðinn næsti leikhússtjóri Leikfélags Reykjavíkur í miðri törn við upp- setningu á Veginum til Mekka, næsta leikverki á fjölum lönó. Hall- mar getur snurfusað fram á sunnu- dag, en þá klukkan hálf níu, verða tjöldin dregin frá þessu áleitna verki suður-afríska rithöfundarins Athol Fugard sem setur fram spurningar varðandi rétt manneskjunnar til sjálfstæðis og frelsis, en þær telur hann hafnar yfir allar takmarkanir rúms og tíma. Það er Sigríöur Haga- lín sem leikur roskna konu sem á miðjum aldri tók að fást við óhefð- bundna og ögrandi listsköpun sem ógnar kirkjuskipaðri vanahugsun nágranna hennar. Guörún Gísla- dóttir leikur bandamann þeirrar gömlu, en Jón Sigurbjörnsson aftur- haldssaman prest. Þetta er í fyrsta skipti sem verk er sýnt eftir Fugard á Islandi, en hann er einn þekktasti leikritahöfundur samtímans. NEGRARNIR hér að ofan heita Michael Simpson og Nik Abra- ham og fara með hlutverkin í gesta- leikritinu Wosa Albert sem sýnt verður þrisvar á Litla sviöi Þjóöleik- hússins frá og með þriðjudags- kvöldi, klukkan hálf níu. Héðan kemur leikritið frá Café teater í Köben eins og við höfum greint frá áður í þessum dálkum, en leikstjór- inn er Peter Bensteder. Wosa Albert var unnið í hópvinnu fyrir nokkru síðan og fjallar á farsakenndan hátt um kynjamisrétti í Suöur-Afríku. „Leiklistin getur verið margs konar, en sjaldan eins bráðnauðsynleg og í ,þessu tilfelli," sagði Mogens Garde hjá Berlingske Tidende þegar stykk- ið var sýnt hjá Dönum. HELGARPÓSTURINN 31

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.