Helgarpósturinn - 06.11.1986, Blaðsíða 39

Helgarpósturinn - 06.11.1986, Blaðsíða 39
ERLEND YFIRSÝN Sigur demókrata í kosningum til Öldunga- deildar Bandaríkjaþings er meiri en flesta ór- aði fyrir. Venjuleg sveifla í öldungadeildar- kosningum á miðju kjörtímabili forseta er fjögur sæti andstöðuflokki hans í hag. Slík breyting hefði nú gefið demókrötum naum- an meirihluta, 51 öldungadeildarsæti af 100. í þetta skipti virðist sveiflan hafa orðið ailt að helmingi meiri. Þegar þetta er ritað spá tölvur demókrötum átta sæta meirihluta, 54 sætum. Hafa þá styrkleikahlutföll flokkanna í þeirri deild Bandaríkjaþings sem meiri hef- ur völdin gert meira en að snúast við í kosn- ingunum í fyrradag. I Öldungadeildinni höfðu repúblikanar áður 53 sæti, eða sex sæta meirihluta. Afleiðingarnar af frægum sigri demókrata verða víðtækar, bæði í bráð og lengd. Stjórn- málaástand breytist til muna í risaveldi hins vestræna heims það sem eftir er af valda- skeiði Ronalds Reagans forseta. Þar á ofan blasa við nýjar stjórnmálahorfur, þegar að því kemur að velja eftirmann hans. Hægri öflin í Bandaríkjunum, þeir sem kalla sig íhaldsmenn og hófu Reagan til valda, hafa ekki farið dult með von sína um að kosningasigrar hans, tveir í röð, með öllu öðru sem þeim fylgir á þingi, í þjóðfélags- málum og skipun dómstóla, hefðu í för með sér straumhvörf í bandarískum stjórnmál- um. Lokið væri drottnunarskeiði demó- krataflokksins, sem hófst með forsetaferli Franklins D. Roosevelts á fjórða tug aldarinn- ar, og repúblíkanar fengju einungis rofið af og til með því að laga sig að verulegu leyti að frjálslyndum viðhorfum og stefnumiðum keppinautsins. Nú skyldi hrein og ómenguð íhaldsstefna ríkja í krafti umskipta í valda- hlutföllum flokkanna. Driffjöður umskiptanna átti að vera upp- gangur íhaldssamra repúblíkana á helsta hagvaxtarsvæði Bandaríkjanna, sólarbelt- inu svonefnda. Það nær yfir suður- og suð- vesturfylkin. Þar hafa vaxtargreinar drottn- andi atvinnuvega hátæknialdar haslað sér völl, samfara hnignun hags og mannlífs í gömlu iðnaðar- og landbúnaðarfylkjunum. Fólkið fylgdi svo atvinnunni, og íbúafjöldi fylkja ákveður tölu þingmanna þeirra í Full- trúadeild þingsins og kjörmanna í samkund- unni sem velur forseta fjórða hvert ár. f forsetakosningunum 1980 dró Ronald John Breaux þakkar forustu repúblíkana, að hann hélt sæti demó- krata í Louisiana. Sigur demókrata gerir ad engu umskiptadraum íhaldsmanna Reagan að sér svo mikið fylgi í suðurfylkjun- um, að hann fleytti með sér inn á þing öld- ungadeildarmönnum á stöðum, þar sem demókratar höfðu skipað slík sæti óslitið frá því á síðustu öld. í kosningunum í fyrradag kom að því, að þessir fylgdarmenn Reagans á valdastóla þurftu í fyrsta skipti að verja sæti sín. Reagan forseti lét einskis ófreistað að styrkja pólitísk afkvæmi sín í sessi, og kosningasjóði höfðu þeir til umráða marg- falda á við demókrata. Allt kom þetta fyrir ekki. Árgangur öldungadeildarmanna repú- blíkana frá 1980 féll í suðurfylkjunum sem hráviði. Svipuð var sagan í vesturfylkjunum, í heimkynnum forsetans, þar sem hann lauk daginn fyrir kjördag löngum og erfiðum kosningaleiðangri, sem nú kemur á daginn að hann hefði getað sparað sér. Af úrslitum öldungadeildarkosninganna hlýst, að Reagan á undir þingmeirihluta stjórnarandstöðuflokksins, hverjum löggjaf- armálum hann kemur fram þau tvö ár sem eftir eru af kjörtímabilinu. Hann er „hölt önd", á máli bandarískra stjórnmálamanna. Ljóst er af því sem á undan er gengið, að áhrifin verða mest á hervæðingarstefnu for- setans og skefjalausan hallarekstur á ríkis- sjóði Bandaríkjanna. Þeim sem vilja taka upp haftastefnu í milliríkjaviðskiptum eykst ásmegin á þingi. Þar að auki eru endanlega dauðadæmd áform forsetans um að þóknast heittrúuðum stuðningsmönnum sínum með því að fá hnekkt með lagasetningu dómum Hæstaréttar Bandaríkjanna um trúariðkanir í ríkisskólum og fóstureyðingar. Fram til þessa hefur Reagan reynst hlut- skarpur í að fá á sitt band nægilega marga demókrataþingmenn til að hafa sitt mál fram gegn forustu flokks þeirra í Fulltrúadeild- inni, svo sem þegar hann barðist fyrir að fá fjárveitingu til að halda áfram hernaðinum sem hófst á vegum leyniþjónustunnar CIA gegn Nicaragua. Nú eru aðstæður breyttar. Forsetinn er að ljúka valdaferli og á ekki framar kost að launa eða lúskra á þingmönn- um í kosningabaráttu eftir því hversu þeir brugðust við óskum hans. Sér í lagi hefur for- setinn ekki nokkur minnstu tök á nýjum öld- ungadeildarmönnum demókrata. Hann beitti sér gegn þeim af offorsi í harðri kosn- ingabaráttu. Þeir eiga fyrir höndum sex ára kjörtímabil, og þurfa því ekki að sæta dómi kjósenda fyrr en samtímis öðrum forseta- kosningum hér frá. Demókratar í suðurfylkjunum hafa lengst af verið íhaldssamasti hluti flokks síns. Sumir nýju öldungadeildarmannanna af svæðinu skipa sér líka í þá sveit, svo sem Terry San- ehir Magnús Torfa Ólafsson ford í Norður-Karólínu og Bob Graham í Flór- ída. En á hitt er líka að líta, að þessir og fleiri sigurvegarar áttu í höggi við erkiíhaldsmenn úr röðum repúblíkana. Meðal þeirra sem lögðu keppinauta af slíku sauðahúsi að velli voru líka frjálslyndir demókratar. Má þar sér- staklega til nefna Wyche Fowler í Georgíu, sem fyrirfram var talinn vonlaus í viðureign- inni við Mack Mattingly öldungadeildar- mann. Úr sömu skúffu er Barbara Mikulski, dæmigerður félagsmálafrömuður úr alþýðu- hverfi í Baltimore. Hún vann í Maryland öld- ungadeildarsæti sem repúblíkani hafði gegnt og lagði að velli eina af þeim konum sem mest hefur verið hampað í stjórn Rea- gans, íhaldsfork að nafni Linda Chavez. Demókrötum tókst nú á ný að fylkja um sína frambjóðendur í suðurfylkjunum yfir- gnæfandi meirihluta kjósenda úr röðum svertingja. Víða hefur það ráðið úrslitum. Til að mynda var John Breaux, frambjóðandi demókrata til öldungadeildarsætis fyrir Louisiana, talinn eiga hverfandi litlar sigur- líkur framan af kosningabaráttunni. En þá felldu repúblíkanar sinn frambjóðanda, W. Henson Moore, á eigin bragði. Uppvíst varð að flokksstjórn repúblíkana- flokksins hafði skipulagt herferð, sem að því miðaði að fá svertingja í suðurfylkjunum strikaða út af kjörskrá. Aðferðin var sú, að senda hverjum kjósanda á tiiteknum svæð- um bréf, og kæra síðan út af kjörskrá hvern þann sem póstur kvaðst ekki ná til. Miðstjórn demókrataflokksins kærði þetta athæfi, og fyrir dómstóli í New Jersey féllust repúblíkanar á að láta niður falla þessa til- raun til að notfæra sér tíð búsetursskipti fá- tækra svertingjafjölskyldna og fjarveru fyrir- vinnu frá heimili í atvinnuskyni til að taka af fólkinu atkvæðisrétt. Fyrir alríkisdómstólnum í New Jersey urðu opinber gögn, þar sem starfsmaður repú- blíkanaflokksins stærði sig af að með bréfa- sendingum þessum mætti „afmá að minnsta kosti 60.000 til 80.000 manns af kjörskrá" í Louisiana, og „mætti þannig fækka svert- ingjaatkvæðum til muná'. Eftir að þessi ummæli urðu uppská, átti Moore sér ekki viðreisnar von í kosningabar- áttunni í Louisiana, þótt fjárráð hans væru margföld á við kosningasjóð Breaux. VETTVANGUR Niðurstaðan ekki aðhlátursefni Það var ekki laust við, að undir- ritaður yrði undrandi, þegar hann leit á forsíðu DV á þriðjudaginn. Þar birtist stór mynd af þremur skælbrosandi mönnum, sem virt- ust bera það með sér, að þeir hefðu himin höndum tekið. Mynd- in var af Erling Aspelund for- manni stjórnar Hjálparstofnunar kirkjunnar, biskupnum yfir ís- landi, herra Pétri Sigurgeirssyni og Guðmundi Einarssyni fram- kvæmdastjóra Hjálparstofnunar- innar. Það sem virtist gleðja þessa ágætis menn var skýrsla, sem einn þeirra hélt á og hafði að geyma 21 blaðsíðu lágt stemmda en ákaf- lega hnitmiðaða gagnrýni á framangreinda stofnun kirkj- unnar. Það var ekki að sjá, að þess- ir menn hefðu skilið þær alvarlegu athugasemdir, sem þrír þaul- reyndir embættismenn höfðu tek- ið saman i tilefni af rannsóknar- skrifum Helgarpóstsins. Hvað um það. Hér skal vikið að kynningu nefndrar skýrslu og ekki síður að því hvernig fjölmiðl- arnir stóðu sig. Eftir lestur skýrsl- unnar var morgunljóst, að ótrú- lega margt í starfsemi Hjáipar- stofnunar kirkjunnar þótti athuga- vert og ber þó að hafa sérstaklega í huga erindisbréf nefndarmanna, sem þeir sjálfir gefa í skyn í skýrsl- unni, að hafi í raun takmarkað all- nokkuð sjálfa rannsóknina. Þetta kemur raunar strax fram í fyrir- sögn skýrslunnar, þar sem segir, að um sé að ræða skýrslu „til að upplýsa staðreyndir um starfsemi stofnunarinnar", þ.e. HK. í bréfi til HK frá Jóni Helgasyni kirkjumála- ráðherra segir svo, að ráðherra sé reiðubúinn til að veita liðsinni sitt til þess verks „þannig að það trún- aðartraust, sem almenningur í landinu hefur borið til hjálpar- starfa kirkjunnar bíði ekki varan- legan hnekki af“. Þrátt fyrir þessi takmarkandi fyrirmæli kveður nefndin upp úr um það, að stofnunin hafi lent á nokkrum villigötum. Samanlagð- ar athugasemdir eru síður en svo aðhlátursefni og raunar fer því víðs fjarri, að stjórn stofnunarinn- ar hafi hina minnstu ástæðu til að fagna nokkrum sköpuðum hlut í tilefni af skýrslunni. Samt „fagnar" stjórn HK, „lýsir sérstakri ánægju", „lýsir trausti á starfsfólk" o.s.frv. í sérstakri álykt- un, sem samþykkt var eftir að gagnrýnisskýrslan var kynnt í stjórninni. Hið hlálega er, að sam- þykkt stjórnarinnar er nánast samantekt á þeim örfáu atriðum, sem rannsóknarnefndin sá ekki ástæðu til að gagnrýna og er hún síðan notuð á fundi með frétta- mönnum sem eins konar „smoke screen", þokutjald, væntanlega ætluð til að villa um fyrir frétta- mönnum og láta þá halda, að at- hugasemdir rannsóknarnefndar- innar væru lítilvægar. Að mati undirritaðs var samþykkt stjórnar Hjálparstofnunarinnar óheiðar- legt plagg. Sama er að segja um tölulegar upplýsingar, sem Guðmundur Ein- arsson framkvæmdastjóri HK lagði fram með skýrslu rannsókn- arnefndarinnar. Bæði vegna þess, að tölurnar eru villandi og rangt upp settar (eins og rakið er framar í blaðinu), og svo hins vegar og aðallega vegna þess, að bæði hann og aðrir fulltrúar HK úr stjórn létu í veðri vaka, að útreikn- ingar starfsmanna HK væru liður í niðurstöðum rannsóknarnefnd- arinnar. Raunar hefur formaður nefndarinnar séð sérstaka ástæðu til að taka fram opinberlega, að þessir útreikningar komi nefnd- inni ekkert við. Og enn eitt. í samþykkt stjórnar er mikill „fögnuður" yfir opin- skárri umræðu um hjálparstarf kirkjunnar, sem nefndin hafi komið fram með, málefnalegri umræðu ogjákvæðri gagnrýni, en klykkt út með þeim orðum, að öll umræða megi þjóna þeim málstað einum að efla hjálparstarfið. Hér hljótum við á HP að benda vinsamlegast á það, að sú gagn- rýni, sem við höfum birt um HK, hefur haft þau jákvæðu áhrif, að nefnd virtra einstaklinga í þessu þjóðfélagi hefur sagt bæði starfs- mönnum og stjórn HK til synd- anna fyrir að hafa farið villir vega. Mistök er hægt að fyrirgefa, en það er ákaflega erfitt að gera sér vonir um bót og betrun, þegar öll framsetning og túlkun forsvars- manna Hjálparstofnunarinnar á niðurstöðum nefndarinnar virðist miðast við það eitt að flagga örfá- um jákvæðum setningum úr ítar- legum dómi yfir stofnuninni og flíka og hengja utan í niðurstöð- una röngum tölum úr ársskýrslu, sem rannsóknarnefndin sjálf telur ófullnægjandi. Til viðbótar hljótum við að ítreka, að rannsóknarnefndin hafði ekki umboð né skipun um að fara ofan í forsendur þeirra upplýs- inga, sem fyrir hana voru lagðar. Þannig er ekki einu sinni víst, að öll kurl séu komin til grafar. Og ekki var það til að bæta úr skák að lesa t.d. frásögn Morgun- blaðsins af skýrslunni, en aðalfyr- irsögn á baksíðu á þriðjudag var „Færum til betri vegar það er af- laga kann að hafa farið“ og er hún höfð eftir formanni stjórnar. Og í inngangi er það nefnt sem aðal- atriði, að stjórnendur. og starfs- menn Hjálparstofnunarinnar „hafi einlægan vilja til þess að sinna verkum sínum vel, og stofn- unin hafi unnið mjög gott starf, en hún hafi lent á nokkrum villigöt- um við framkvæmdina". Þetta eru ekki aðalatriði úr skýrslunni og í ljósi þess, sem hér hefur verið sagt um óheiðarlega framsetningu á, .ítarefni" f rá sjálfri stofnuninni, sem koma sjálfri rannsóknarskýrslunni ekkert við, hlýtur maður að setja spurningu við „einlægan vilja" stjórnar og starfsmanna, því miður. Þessi mynd birtist á forsiðu DV á þriðjudag. HELGARPÓSTURINN 39

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.