Helgarpósturinn - 06.11.1986, Blaðsíða 24

Helgarpósturinn - 06.11.1986, Blaðsíða 24
kunna annars að hafa fyrir, um títt- nefnt rannsóknarefni. Ef á heildina er litið, þá virka ofbeidiskvikmyndir sem sagt hvorki hvetjandi né letj- andi á almenna ofbeldishneigð í þjóðfélaginu. í þess stað teiur Klapp- er að ofbeldi í kvikmyndum styrki menn í fyrri trú, hvað varðar við- horf þeirra til fyrirbærisins. Þess ber e.t.v. að geta, að við framangreindar rannsóknir gaf hann sér nokkuð annarskonar forsendur, en flestir aðrir af þeim aðilum er nefndir hafa verið hér að framan. Hann leit s.s. þegar frá upphafi á atriði eins og félagsbundnar atferlisreglur og gild- ismat, félagslegt hlutverk einstakl- inga og fjölskyldutengsl, sem höfuð- áhrifavalda á eðli og þróun ofbeldis- hneigðar meðal einstaklinga innan nánar tiltekinnar félagslegrar heild- ar. Hann áleit m.ö.o. þessa, og aðra ámóta félagslega þætti, ráða mestu um það, hvaða áhrif ofbeldi í kvik- myndum og sjónvarpi hefði á áhorf- endur. Þannig munu t.d. þeir sem á annað borð eru (sökum félagslegra aðstæðna) haldnir einhverskonar ofbeldishneigð styrkjast í trú sinni, fyrir tilstuðlan „réttlætanlegs" of- beldis í nefndu fjölmiðlaefni. Aðrir munu snúast öndverðir gegn því, sömuleiðis á grundvelli þess öllu friðvænlegra félagslega uppeldis er þeim hefur fallið í skaut. UNDANTEKNINGIN Frá þessu megininntaki kenni- setningar sinnar tilnefnir Klapper þó eina marktæka undantekningu. En það er lítill minnihluti einstakl- inga sem af ýmsum uppeldisástæð- um skortir bæði andiegan og félags- legan stöðugleika í samskiptum sín- um útávið. Þessa aðila (einkum ef um er að ræða börn og ómótaða ffl. ilaferð 21/12—04/01 Hvað er betra en að rífa sig úr dægur- þrasi og njóta dvalar á fjarlægum en kunnuglegum stað, sofa út á morgnanna, njóta sólarinnar yfir daginn og fá sér svo gott að borða á kvöldin? Hitinn er reglulega þægilegur, þetta upp í 20 gráður á daginn og svalt á kvöldin og um nætur. Jólahátíðin fer fram á íslenska vísu með hangikjöti og tilheyr- andi. Einnig verður efnt til kirkjuferðar þannig að allt verði sem hátíðlegast. Verð aðeins frá 23.280.-* * miðaö við 4 í íbúð. Vet rardvöl 04/01 ->-15/04 Og enn á ný býður Atlantik upp á Mall- orkaferð fyrir fólk á öllum aldri. Þessi ferð er kjörin fyrir þá, sem vilja fá mikið fyrir peningana. Ferðin kostar aðeins frá krónum 28.050.-* á mann (eða rétt um 275 kr. á dag) með flugferðum báðar leiðir, ferðum til og frá flugvelli og gistingu á góðu hóteli. Upplagt tækifæri til að njóta veðurblíðu hásumars eins og það gerist best á íslandi, hitinn 20—23 gráður og sjávarhitinn um 15 gráður á þessum árstíma. Nú er dýrara að vera heima. íslenskir fararstjórar á staðnum. Pantið timanlega. Þessar ferðir seljast upp á skömmum tíma. Feröaskrifstofa, Iðnaðarhusinu Hallveigarstíg 1. Símar 28388-28580. Umboð a IslancJt fyrir OINERSCLUB INTERNATIONAL unglinga) skortir af einhverjum ástæðum nauðsynleg félagsleg tengsl við fjölskyldu sína, vini og kennara svo dæmi séu nefnd, og eiga þar af leiðandi erfitt með að laga sig að þeim skilorðsbundnu siða- reglum er þjóðfélagið óneitanlega setur þeim hvað varðar möguleika þeirra til að leysa ágreiningsmál sín við aðra. „Réttlætanlegt" ofbeldi í kvikmyndum og sjónvarpi getur því óneitanlega (og þá einfaldlega vegna skorts á öðrum uppeldisleg- um áhrifavöldum) haft töluverða þýðingu fyrir félagslega mótun þessara einstaklinga. Eins og af framangreindu má ráða, eru þeir aðilar er lagt hafa stund á rannsóknir er þessi mál varða tæpast á eitt sáttir um fullyrt orsakasamband milli fjölmiðlaof- beldis og þeirrar auknu afbrota- tíðni, sem orðið hefur vart meðal vestrænna þjóða á liðnum áratug- um. Flestir þessara aðila hafa þó nokkuð til sins máls, og í reynd má rekja tildrög skoðanaágreinings þeirra til gagngerðs mismunar á þeim forsendum, er gengið er útfrá við nefndar rannsóknir. Eitt atriði er þó sammerkt öllum þessum rann- sóknum, og er það jafnframt einn helsti ljóðurinn á starfseminni, og á vafalaust sinn þátt í því hve báglega hefur til tekist við að samræma nið- urstöður allra þessara rannsókna í eina trúverðuga heildarniðurstöðu um eðli títtnefnds rannsóknarefnis. En það er sú staðreynd, að fram til þessa hafa flestar rannsóknir á þessu sviði miðast að því að meta skammtímaáhrif svonefnds fjöl- miðlaofbeldis á áhorfendur. Þ.e.a.s. menn hafa (einfaldlega vegna skorts á nægjanlegu fjármagni til rannsókna) einskorðað sig við að kanna t.d. hvaða áhrif einstakir dagskrárliðir hafi á viðbrögð áhorf- enda og eru það þá fyrst og fremst auglýsingaaðilar sem standa að og fjármagna þessar rannsóknir og það í þeim eina tilgangi að meta hversu söluvænlegur viðkomandi dag- skrárliður muni verða á markaðn- um, með tilliti til þeirra krafna er auglýsendur gera til slíks dagskrár- efnis. Út frá forsendum þessara kannana eru síðan dregnar álykt- anir, sem menn telja að megi yfir- færa á þjóðarheildina. INNPRENTUÐ SIÐFERÐISKENND í raun réttri eru það hins vegar langtímaáhrifin, sem mestu ráða um það, hvaða þýðingu ofbeldi í fjöl- miðlum geti haft fyrir t.d. félags- legan þroska barna og unglinga. Einstaka morð og nauðganir í fram- haldsþáttum sjónvarps hafa kannski ekki svo ýkja mikla þýðingu, ef á heildina er litið og mið tekið af áhrifamætti annarskonar félags- mótandi þátta (s.s. foreldra og skóla- kerfis). Þegar til lengri tíma er litið horfir málið hinsvegar talsvert öðruvísi við. Þegar nútímaungling- ar og börn eiga þess kost á upp- vaxtarárum sínum að verða vitni að 40—50 morðum og líkamsmeiðing- um ýmiskonar í viku hverri, og það í nafni réttlætisins... lögbundins rétt- ar einstaklingsins til friðvænlegs líf- ernis, hlýtur slíkt að hafa einhvers- konar áhrif á innprentaða siðferð- iskennd þeirra. Hún getur alltént enganveginn skoðast sem með- fæddur eiginleiki, heldur mótast hún alfarið af þeim félagslegu að- stæðum er þau búa við... aðstæðum sem á liðnum árum hafa í sífellt auknum mæli einkennst af tilkomu nýrra tegunda fjölmiðla, sem óneit- anlega veita einstaklingum (þar með talið börnum og unglingum) aukið frelsi til eigin ákvörðunartöku hvað efnisinntak fjölmiðlaneyslunn- ar varðar. 24 HELGARPÖSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.