Helgarpósturinn - 06.11.1986, Blaðsíða 15
MEKKLEYSA
flRAFNI
YNI FYRSTA
IGARSKJALIÐ
Hrafn Gunnlaugsson veitir viðtöku fyrsta viðurkenningarskjali Smekkleysu sm/sf sið-
astliðinn þriðjudag. Frá vinstri: Björk Guðmundsdóttir ásamt Sindra syni sínum, Hrafn,
Sif Eldon og Jóhamar.
fólk verður líka að taka þetta sem
vinsamlega ábendingu og ætti því
að fara að hugsa sinn gang.“
— Sá sem hlýtur fyrsta viöurkenn-
ingarskjal félagsins er Hrafn Gunn-
laugsson kvikmyndageröar- og
sjónvarpsgúrú. Ástœðan?
„Jú, í starfi sinu hjá sjónvarpinu
hefur Hrafn gert hluti sem maður
hefði aldrei trúað að óreyndu að
hann myndi gera,“ svarar Þór, „t.d.
að hampa vinum og kunningjum í
dagskrárgerðinni og að auglýsa eig-
in kvikmynd með því að fóðra
hrafna í kynningarþætti um vetrar-
dagskrá sjónvarpsins. Svo hafa ýms-
ir gullmolar hrotið af munni hans
eins og alþjóð ætti að vera kunnugt.
Við veitum Hrafni viðurkenningar-
skjal okkar fyrir glæsilega smekk-
laus afköst á árinu á öllum sviðum:
innan veggja sjónvarpsins, svo og í
tengslum við Listahátíð og alla bitl-
ingana sem hann fékk í sambandi
við afmælishátíð Reykjavíkur."
— Hvad lídur annarri starfsemi
félagsins?
„Jú, í framkvæmdum okkar og
sköpun látum við stjórnast af eigin
hvötum, en það sjokkerar fólk yfir-
leitt og því finnst við ósvífin," svarar
Björk. „Þegar við stofnuðum hljóm-
sveitina Sykurmolana í sumar upp
úr Kukli og Purrki Pillnikk kom í ljós
að með flestum okkar hafði blundað
þrá fyrir svona veisluþjónustu sem
tekur t.d. að sér að eyðileggja partí,
einkum fjölskyldusamkvæmi, gegn
vægu verði. Við tökum líka að okk-
ur hvers kyns byltingar, tökum bara
fast gjald, alls ekki höfðatölugjald,
alla vega ekki hér innanlands."
PLÖTUR, BÆKUR OG
KVIKMYN DATÓN LIST
„Svo kom leiðtogafundurinn eins
og hver önnur guðsgjöf sem reynd-
ist ákaflega smekklaus," bætir Þór
við. „Af því tilefni gáum við út
smekklaust póstkort og seldum.
Fyrir ágóðann ætlum við að fjár-
magna útgáfu á tveggja laga plötu
Sykurmolanna sem kemur út síðar í
þessum mánuði. í febrúar kemur
svo út stór plata sem við erum hér-
umbil búin að taka upp og Einar Örn
er þegar farinn að vinna í hljóðveri
í London."
— Sker þessi plata sig ad ein-
hverju leyti frá því sem þið hafið áð-
ur gert á tónlistarsviðinu, svo sem í
Kuklinu?
„Já, þetta er óvenjuleg plata að
því leyti að textarnir eru mjög bein-
skeyttir, þetta er hreinn alþýðu-
skáldskapur, en ekki súrrealískar
líkingar í kippu eins og við erum svo
þekkt fyrir," svarar Þór. „Textarnir
fjalla um samskipti: annars vegar
manns og kattar og hins vegar
tveggja einstaklinga á aldrinum
fimm og fimmtíu ára. Og þessa dag-
ana eru Sykurmolarnir önnum
kafnir við að semja tónlist við mynd
Friðriks Þórs Friðrikssonar, Skytt-
urnar."
„Það var mjög gott að við skyld-
um fá þetta verkefni," segir Björk.
„Sykurmolarnir eru svo ung hljóm-
sveit og í þessari vinnslu fáum við
tækifæri til að koma tónlistarlegum
hlutum á hreint."
— Ertu þetta bœði effektar og
rokklög?
„Þetta er fremur rokktónlist en
effektar," segir Þór. „Eitt lagið, Drek-
inn, sem fjallar um samband manns
og bíls, verður líkast til nokkurs kon-
ar þema.“
Þá er ýmislegt á döfinni í bókaút-
gáfumálum. Á allraheilagramessu,
31. október, gaf Smekkleysa út
ljóðabók eftir Braga Ólafsson sem
ber heitið Dragsúgur. í lok nóvemb-
er kemur svo út ljóðabók eftir Þór
Eldon og sú þriðja sem er eftir Jó-
hamar er tilbúin og fylgir í kjölfarið
fyrir jólin.
„Líkast til dreifum við bókunum í
bókabúðir, svona til málamynda,"
segir Bragi. „En aðallega verða þær
þó seldar í strætinu."
Þá má geta þess í lokin að fyrir-
tækið sem flytur inn Dansukker
styrkir hljómsveitina Sykurmolana
með sykurmolum sem hafa komið í
góðar þarfir við að halda hrifningu
æstra aðdáenda í skefjum.
Mýkir vöðva, losar um vöðvabólgur.
Slakar á taugum, losar um innri
spennu.
örvar blóðrás og rennsli sogæða-
vökva og stuðlar þannig að hreinsun
og endurnýjun líkamsvefja.
Fegrar samhjiða almennri slökun og
með auknu blóðrennsli til húðar.
Stuðlar að líkamlegu sem andlegu
heilbrigði.
Nuddstofa
Hilmars Þórarinssonar
Lindargötu 25, Reykjavik, simi 621990
nuddscrtraBðmgur (C.W. T ) fra nuddskólanurr i Boulder, Kóloradc. Bandarikjunum.
námskeið fyrir jói
mánudaginn 10. nóvember.
é'
•Pjr
«
LÍKAMSRÆKT OG MEGRUN
fyrir konur á öllum aldri. Flokkar sem hæfa öllum.
FRAMHALDSFLOKKAR
Þyngri tímar, aðeins fyrir vanar.
MEGRUNARFLOKKAR
4x í viku fyrir þær sem þurfa og vilja missa aukakílóin núna.
AEROBIC J.S.B.
Okkar útfærsla af þrektímum með góðum teygjum. Hörku púl- og svitatímar
fyrir ungar og hressar.
KERFI
Morgun- dag- og kvöldtímar,
sturta — sauna — Ijós.
Allir finna flokk við
sitt hæfi hjá JSB
Innritun hafin.
Suðurver, sími 83730.
Hraunberg sími 79988.
LIKAMSRÆKT
JAZZBALLETTSKÓLA
BÁRU
HELGARPÓSTURINN 15