Helgarpósturinn - 06.11.1986, Blaðsíða 18

Helgarpósturinn - 06.11.1986, Blaðsíða 18
 ■ .'t ,l! I þessu húsi að Bfldshöfða 16 var hið gjaldþrota fyrirtæki, Veitingamaðurinn, til húsa. Kjötmiðstöðin hefur nú bætt þessu fyrirtæki við rekstur sinn. Á innfelldu myndinni er Rétur Sveinbjarnarson forstjóri hins gjaldþrota fyrirtækis. Gialdþrot uppá 40 50 milljónir Veitingamadurinn, fyrirtœki Péturs Sveinbjarnarsonar, gjaldþrota. Gífurlegar skuldir. Þrotabúiö tók yfir reksturinn á fimmtudegi. Seldi Kjötmiöstöðinni á föstudegi. Sölu- veröiö taliö innan viö 10 milljónir króna. Um 100 kröfuhafar í Veitingamanninn. Þaö er skamml stórra högga á milli í vidskiptaheiminum. Stórt fyr- irtœki í veitingabransarwm var selt á föstudaginn. Kaupendurnir gengu grunlausir til hvunndagsstarfa á föstudagsmorgni, en um kvöldiö haföi stórt fyrirtœki hellst uppá þeirra könnu. Veitingamaðurinn, fyrirtæki Pét- urs Sveinbjarnarsonar, hafði ekki fundið tóninn í þessum viðskiptum. Fyrirtækið er fyrst og fremst eldhús sem framleiðir mat, veislumat og brauð. Það hefur haft stóra við- skiptavini og í tengsium við fyrir- i tækið hefur veitingastaðurinn Höfðakaffi verið rekinn. Fyrir nokkrum dögum var fyrir- tækið tekið til gjaldþrotameðferðar og er talið að kröfuhafar séu um 100 talsins og kröfurnar hljóði upp á 40 milljónir króna. Söluverð Veitinga- mannsins hefur hvergi verið gefið upp, en samkvæmt heimildum HP mun það vera innan við 10 milljónir króna. Það var þrotabúið sem seldi og telur að þannig megi best tryggja hag kröfuhafa. Höfðakaffi er áfram rekið af þrotabúinu, en taiið er lík- legt að það muni einnig seljast á næstunni. GÍFURLEGAR SKULDIR í rauninni vita engir hverjar skuld- irnar eru í 'raun og veru. Þær verða að berast næstu tvo mánuði, svo sem lög gera ráð fyrir. En sam- kvæmt heimildum HP skuldaði fyr- irtækið m.a. í vor í áætluðum sölu- skatti yfir 17 milljónir, launaskatt- skuldir yfir 3 milíjónir og fleira í sama dúr. Ríkið var hins vegar sjálft meðal stærstu viðskiptavina fyrir- tækisins fram í septembermánuð. Mörgum þykir kaupin hafa gengið fljótt fyrir sig. Pétur lætur af stjórn fyrirtækisins sl. fimmtudag er þrota- búið tekur yfir. Daginn eftir er fyrir- tækið selt einum kröfuhafanum, Kjötmiðstöðinni. Söluverðið fæst hvergi upp gefið nákvæmlega. Sú var tíð að bjartara var yfir at- hafnasemi Péturs Sveinbjarnarson- ar. Hann átti í eina tíð veitingastað- inn Ask bæði við Suðurlandsbraut og Laugaveg, Júmbó-samlokur, Ask-borgarann, ísbúðina við Hjarð- arhaga og átti í fyrirtækjum einsog Kaupstefnunni. Oll þessi fyrirtæki hafa verið seld á umliðnum árum. Skýringar á gjaidþroti Veitinga- mannsins eru margar. Sumir telja að Pétur hafi verið hugmyndaríkur stjórnandi en hann hafi farið illa út- úr þróun í peningamálum og offjár- festingar hafi háð starfseminni alla tíð. Þá segja sumir að hann hafi ekki fengið nægilega mikla bankafyrir- greiðslu fyrir starfsemina. En gagnrýnni raddir hafa aðra sögu að segja. Þær herma að vegna tengsla Péturs við Sjálfstæðisflokk- inn hafi hann fengið meiri fyrir- greiðslu en margur annar hjá kerf- inu. Því miður reyndist ekki unnt að ná sambandi við Pétur vegna máls- ins þrátt fyrir tilraunir. Athygli er vakin á því, að fyrirtækið var hluta- félag — og því er Pétur sjálfur ekki gjaidþrota og gæti þess vegna hafið rekstur fyrirtækis á nýjan leik. KJÖTMIÐSTÖÐIN KAUPIR Samkvæmt upplýsingum HP skuldaði Veitingamaðurinn Kjöt- miðstöðinni um 3 milljónir króna. Þarmeð var Kjötmiðstöðin meðal stærstu lánardrottna Veitinga- mannsins og hefði að líkindum tap- að peningum sínum, ef kaupunum hefði ekki verið komið á. í öðru lagi hefði starfsemi fyrirtækisins lagst niður, hefði ekki komið til kaup- anna. Það var þrotabú Veitingamanns- ins sem seldi firmað. Skiptaráðandi, Jón Finnbjörnsson var í sumarleyfi, en bústjórinn Sigurður G. Guðjóns- son var erlendis í vikunni, svo HP varð að leita fregna annars staðar af málavöxtum. Samkvæmt heimild- um HP er reiknað með að fyrst verði greidd vangoldin laun og launa- tengd gjöld en síðan geti um 100 kröfuhafar gert ráð fyrir að fá um 20% uppí skuldir fyrirtækisins hjá viðkomandi. Hrafn Bachmann í Kjötmiðstöð- inni telur Veitingamanninn eiga margvíslega möguieika m.a. með verðlækkunum. ,,Það verður ekk- ert gefið eftir í samkeppninni," segir Hrafn. íhuga nýju kaupendurnir að fjárfesta í vélum til viðbótar, allt að 5 miiljón króna virði. Kaupendurnir hafa ekki viljað gefa upp kaupverð- ið á Veitingamanninum en sam- kvæmt heimildum HP er talið að það sé um 10 milljónir króna, eða lægra. Með þessu móti telja Hrafn og fé- lagar að hægt sé að auka hag- kvæmnina í rekstrinum og fram- leiða ódýrari og betri vöru: matar- bakka í hádeginu, brauð og matar- veislur. I þessum viðskiptum er mjög hörð samkeppni og mörg veit- ingafyrirtæki hafa gengið illa að undanförnu. Einnig mun koma til álita að nýju kaupendurnir selji fljót- lega Veitingamanninn, en það mun vera talinn lakari kostur. Einsog Helgarpósturinn hefur áð- ur sagt frá, eru auk Hrafns Bach- manns aðaleigendur þeir forstjórar Ávöxtunar; Armann Reynisson og Pétur Björnsson. Með þessum kaup- um er Ávöxtun og þeir Pétur og Ármann enn að færa út starfsemi sína. Auk Kjötmiðstöðvarinnar eiga sömu aðiljar Kjötvinnsluna. Ávöxt- un hefur einnig sett á laggirnar hug- búnaðarfyrirtæki og á verslun Hjartar Nielsen. Auk þess er Pétur aðaleigandi fyrirtækja einsog tog- araútgerðarinnar Hersis í Hafnar- firði og fyrirtækisins Islensk mat- væli hf. Hér er lögð áhersla á að tryggja ítök með hlutaeign í mörg- um fyrirtækjum. Að gamni látum við fylgja með skipurit af þessari fyrirtækjakeðju sem stöðugt lengist. Ný keðja fyrirtækja (Ávöxtunar s.f.) 18 HELGARPÓSTURINN leftir Óskar Guðmundsson mynd: Jim Smartl

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.