Helgarpósturinn - 06.11.1986, Blaðsíða 7
AF GIFTUM MANNI
SEGIR VIÐMÆLANDI HP SEM SMITAÐIST AF AIDS í FYRRA
„Mér datt ekki (hug að ég væri smitaður vegna þess að ég hafði verið svo lengi ( parsambandi," segir viðmælandi HP meðal annars í viötalinu. (Uppstilling).
Vinur átti vin sem hafdi trúad
honum fyrir að hann vœri smitaður
afAlDS; mœldist jákvœöur fyrir ári
síðan. Sá smitaði var reiðubúinn að
greina frá reynslu sinni í viðtali við
blaðið, einkum í þeirri von að það
gœti leitt til upplýstari og opinskárri
umrœðu um þennan sjúkdóm, brot-
ið eitt þeirra fjölmörgu banna sem
honum tengjast í íslensku þjóðfé-
lagi, jafnvel innan læknastéttarinn-
ar og Samtakanna '78 sem hann er
meðlimur í. Af sjálfu leiðir aö þessi
maður kaus að koma fram undir
nafnleynd.
Það skal tekið fram að hann er al-
veg einkennalaus, en samkvœmt
niðurstöðum rannsókna fœr meira
en helmingur þeirra sem eru smit-
aðir einhver einkenni sjúkdómsins
innan fimm ára. Möguleikinn er
alltaf fyrir hendi þó að sumir sýkist
ef til vill aldrei.
Viðmœlandi reyndist ungur að ár-
um og ekki varð betur fundið en
hann vœri ígóðu andlegu og líkam-
legu formi. Og viðrœðugóður.
Ég spurði hann fyrst hvort hann
hefði grunað að hann gæti verið
smitaður þegar hann fór í mótefna-
mælinguna fyrir ári síðan.
„Ég kveið fyrir að fara, en mér
datt ekki í hug að ég væri smitaður
vegna þess að ég hafði verið svo
lengi í föstu parsambandi. Ég þurfti
síðan að bíða eftir niðurstöðunum í
þrjár vikur. Það var óvissutímabil og
ég fór að velta fyrir mér hvort ég
gæti hugsanlega verið smitaður.
Það er svo skrýtið að fara í læknis-
rannsókn þegar maður kennir sér
einskis meins. Ég var og er stál-
hraustur. Hins vegar má segja að
menn séu oft kærulausari um heilsu
sína ef þeir eru verkjalausir."
SAMA HEILBRIGÐA
MANNESKJAN OG
ÁÐUR
„Meðan á biðtímanum stóð slitn-
aði upp úr parsambandi mínu. A
þessum þremur vikum gat ég rætt
þetta við vini mína innan Samtak-
anna, við höfum þrýst á hvern ann-
an að fara í próf. En þó að hinn fasti
kjarni virkra homma í Samtökunum
geri það er það einungis lítið brot af
þeim sem þyrftu að fara.“
— Hvernig varð þér við þegar þú
fékkst þá niðurstöðu að þú vœrir já-
kvœður?
„Ég grét nú ekki, en mér brá rosa-
lega. Það er erfitt að lýsa líðaninni
vegna þess að mér fannst ég vera
sama heilbrigða manneskjan fyrir
og eftir fréttina. En mér var sagt að
ég væri með einhvern aðskotahlut í
líkamanum sem ég fann samt sem
áður ekkert fyrir.“
— Gastu rakið smitið?
„Já, það gat ég gert. Af því að ég
hafði verið i föstu sambandi og fyrr-
verandi sambýlismaður minn
reyndist ekki vera smitaður kom að-
eins einn maður til greina. Það er
giftur maður sem lifir tvöföldu lífi
eins og svo margir. En þar sem ég
þekki aðeins fornafn hans og veit
ekkert um hann gat ég ekki haft
samband við hann. Mér finnst ólík-
legt að hann hafi farið í próf.
Laumuhommar stunda margir
hverjir nafnlaus skyndikynni og því
er oft ógerlegt að hafa uppi á þeim.“
— Hvernig hagaði lœknirinn orð-
um sínum við þig?
„Hann var ekki beinlínis óþægi-
legur, en mjög ópersónulegur. Fyrst
spurði hann mig út úr eins og hver
annar kynsjúkdómalæknir. Hvernig
kynlífi mínu hefði verið háttað síð-
ustu fimm árin, hve marga einstakl-
inga ég hafði haft mök við og þar
fram eftir götunum. Fyrst í stað fyrt-
ist ég við og svaraði út í hött að ég
hefði nú eiginlega lifað stóðlífi!"
MANNLEGA ÞÆTTINUM
GJÖRSAMLEGA
ÁBÓTAVANT
— Veitti hann þér einhverjar upp-
lýsingar um hvernig þú œttir að
haga þér, til dœmis í kynlífi?
„Nei, ég þurfti sjálfur að spyrja
hann. Mér fannst hann gefa frekar
loðin svör og óábyrg. En sem betur
fer hafði ég sjálfur kynnt mér hvað
ég mætti og hvað ég mætti ekki.
Læknirinn sagði mér bara að taka
það rólega og fá góðan nætursvefn.
Hann verkaði svo sem vingjarnleg-
ur en virtist ekki vita með hvaða
veganesti hann ætti að senda fólk
út. Hinum mannlega þætti var
þarna gjörsamlega ábótavant.
Síðan var mér sagt að koma aftur
mánuði seinna í ónæmisprufu, til að
láta rannsaka ónæmiskerfið, sem
reyndist í góðu lagi. Og svo var mér
bara sagt að koma aftur eftir hálft ár.
Það þótti mér fulllangur tími, ýmis-
legt getur gerst á hálfu ári. Ég hef
farið þrisvar til þessa læknis en á nú
pantaðan tíma hjá öðrum sem ég
hef heyrt að sé viðræðubetri."
— Hefur vitneskjan um smitið
breytt lífi þínu á einhvern hátt?
„Hún setti mig ekki gjörsamlega
út af laginu. Ég hef alltaf getað séð
jákvæðu hliðarnar á lífinu. Ég hef
lent í það miklu að ég hef komist að
raun um að það er alveg ötrúlegt
hvað maður getur þolað.
En auðvitað verður maður að
taka sjálfan sig í gegn, lifa heilbrigðu
lífi á allan hátt til að styrkja ónæmis-
kerfi líkamans. Þetta hefur breytt
litlu fyrir mig andlega séð, en ég hef
breytt mínum lífsmáta að því leyti
að ég gæti þess að borða vítamín-
ríka fæðu og fer í sund og göngutúra
til að halda mér í formi. Sjálfsagt
gerir maður aldrei nógu mikið af
því. Svo varast ég það sem ber að
varast í kynlífi. Ef ekki, væri maður
gjörsamlega óábyrgur."
ÞEIR SMITUÐU RÆÐAST
EKKI VIÐ
— Trúöirðu strax þínum nánustu
vinum frá smitinu?
„Já, ég gerði það. Fyrst í stað
komu þeir af fjöllum af því að þeir
vissu ekki nákvæmlega hvað þetta
þýddi. Ég var talsvert einangraður
framan af. En þessir vinir mínir hafa
umgengist mig alveg á sama hátt og
áður og það hjálpaði mér mikið.
Sumir þeirra höfðu vitneskju sína
um AIDS að einhverju leyti úr æsi-
fréttum blaðanna og héldu að þeir
gætu smitast við það að snerta
mann, það eru enn ótrúlega margir
sem halda það. Þegar yngra fólk
fréttir að ég sé hommi spyr það
gjarnan hreint út hvort ég sé smitað-
ur. Þá svara ég því til að ég beri ekki
einkamál mín á borð fyrir hvern
sem er.“
— Þekkirðu aðra sem eru smitað-
ir?
„Það er nú það. Ég þykist vita fyr-
ir víst að nokkrir sem ég þekki séu
smitaðir en þeir hafa ekki gefið það
í skyn. Menn taia um að þeir hafi far-
ið í próf og þeir neikvæðu segja síð-
an frá niðurstöðunni. Hinir þegja.
Því hef ég ekki getað rætt við neinn
hérlendis sem ég veit að er smitað-
ur. Það er það pínlegasta í þessu að
þeir sem eru smitaðir skuli ekki geta
rætt saman og haft stuðning hver af
öðrum eins og t.d. á hinum Norður-
löndunum þar sem hafa verið stofn-
aðar svokallaðar pósitífar heilsu-
grúppur. Þar ræða smitaðir og sýkt-
ir hommar um þessi mál undir nafni
í málgögnum sínum. En hér er
þögnin sama og samþykki. Ég vildi
gjarnan taka þátt í opnum umræð-
um um þessi mál, en fyrst þyrfti
mórallinn að breytast."
— Hvað teluröu að margir viti að
þú ert smitaður?
„Að minnsta kosti tíu manns,
kannski fleiri en ég held, en það
stressar mig ekkert. Ég er ekkert
endilega að leyna því, en ég auglýsi
það heldur ekki fremur en ég aug-
lýsi úti á götu að ég sé hommi. Það
er ekki nóg með það að meginþorri
þeirra sem smitast séu hommar og
þar með undirmálshópur, heldur er
jafnframt litið á þá sem annars
flokks homma með öllu því andlega
álagi sem því fylgir.
En það var erfiðast að láta fjöl-
skyldu sína vita um smitið. Það var
eins og að koma úr felum í annað
sinn. Foreldrar mínir búa úti á landi
og ég bað systur mína um að segja
þeim þetta. Þau tóku fréttinni væg-
ar en ég hafði búist við. En það er
það stutt síðan að ég hef ekki hitt
þau í millitíðinni.“
SUMIR FLÝJA LAND
— Þannig að það er mikið pœlt í
þvt í þínum hópi hverjir séu smitaðir
og hverjir ekki?
„Já, það er óþægilegt. Ég veit
meira að segja um stráka sem ætla
að flýja land bara út af kjaftagang-
inum, þó að þeir séu ekki smitaðir.
Þetta sýnir bara hvað það er við-
kvæmt mál að aðrir skuli halda að
maður sé smitaður.
Mig langar til að rífa niður þennan
múr, ég sé að mörgum líður alveg
hræðilega illa. Ég veit t.d. um einn
rúmlega tvítugan sem er smitaður.
Það gæti farið svo að ég bryti ísinn
innan Samtakanna. Ég hlýt að hafa
eitthvað að gefa öðrum og þeir
mér.“
— Hvað finnst þér um allt þetta
tal um áhœttuhópa?
„Mér finnst það oft á tíðum óá-
byrgt. Til dæmis þegar læknar
halda því fram á prenti að 5% karl-
manna séu klárt og kvitt hommar.
Samkvæmt Kinsey skýrslunum hef-
ur mjög stór hluti karlmanna ein-
hvers konar kynmök við aðra karl-
menn einhvern tíma ævinnar. Það
eru einmitt laumuhommarnir,
hulduherinn, sem svo erfitt er að ná
til. Fæstir þeirra láta sér koma í hug
leftir Jóhönnu Sveinsdóttur myndir Jim Smart