Helgarpósturinn - 06.11.1986, Blaðsíða 16

Helgarpósturinn - 06.11.1986, Blaðsíða 16
BLÓMLEG LYFJAVERSLUN LYFJAFRÆÐINGAR HALDA MEIRIHLUTA í LYFJAVERÐLAGSNEFND ÁKVÖRÐUN NEFNDAR- INNAR VERÐUR EKKI BREYTT HEILDSALAR OG FRAMLEIÐENDUR ÁKVARÐA LYFJAVERÐ SELT FYRIR MILLJARÐ Á ÁRI Á sídustu tíu árum hefur tvennt athyglisvert gerst í lyfsölumálum í landinu. I fyrsta lagi hefur lyfja- kostnadur tvöfaldast og í ödru lagi hafa tekiö til starfa innlend lyfja- geröarfyrirtœki. Auk þess voru sett ný lyfjalög áriö 1978. Lyfjakostnaö- ur hefur tvöfaldast. Hann er nú rúmur einn milljaröur á ári — yfir eitt þúsund milljónir. Til saman- buröar má geta þess, aö kostnaöur vegna lœknaþjónustu utan sjúkra- húsa hefur á sama tíma minnkaö verulega og er nú um 200 milljónir á ári, eða um 20% af heildarveltu í lyfjaverslun apóteka. Veltan í lyfja- verslun svarar til alls þess fjár sem ríkisvaldið hyggst setja í húsnœöis- mál, eftir nýju kerfi, á nœsta ári. Og ekki veröur annaö séö en aö í hinni miklu veltu og háu smásöluálagn- ingu sé komin skýring á því hvers vegna apótekarar raöa sér í efstu sœti skattskrár þar sem slík skrá er út gefin. VERÐMYNDUN LYFJA Lyfjaverð er ekki frjálst, eins og ýmislegt annað í þjóðfélaginu. Verð- myndun er alfarið í höndum nefnd- ar, sem skipuð er af sitjandi heil- brigðisráðherra í það og það skipti og virðist ríkja gott samkomulag um, að fyrirkomulagið sé gott. Nefndin, sem sér um verðlagningu lyfja, kallast lyfjaverðlagsnefnd. Ráðherra skipar í nefndina, en hlut- verk hennar er skv. lögunum, að ákveða grundvöll heildsölu- og smá- söluálagningar lyfja, að ákveða grundvöll vinnu- og afhendingar- gjalda lyfjabúða, að staðfesta fram- leiðsluverð lyfja að fengnum tillög- um innlendra framleiðenda, og, að gera tillögu um lyfjaverðskrá. Innlendum lyfjaframleiðendum og apótekurum er skylt, skv. lögum, að afhenda lyfjaverðlagsnefnd allar þær upplýsingar, sem hún telur sig þurfa til að rækja hlutverk sitt. Og á f ^ rl þessum grundvelli hefur lyfjaverð- lagsnefnd ákveðið, að smásölu- álagning lyfja skuli vera 68%. Þessi álagningarprósenta hefur lækkað hin síðari ár, m.a. vegna gagnrýni frá landlækni, Ólafi Ólafs- syni, en hann hefur skrifað greinar um hömlulausa álagningu á lyf oftar en einu sinni í Læknablaðið. Þar heldur landlæknir því m.a. fram, að hin háa álagningarprósenta hafi verið við það miðuð, að apótekin framleiddu verulegan hluta af lyfj- unum, en flyttu þau ekki inn, eða seldu þau tilbúin í þar til gerðum skömmtum eins og nú er gert. Þá nefnir landlæknir, að apótek hafi áður verið skyld til að hafa á hverj- um tíma lyfjabirgðir á lager og að þetta hafi sömuleiðis breyst. Um framleiðslu lyfja í apótekum segir Ólafur Ólafsson, landlæknir: „A íslandi mun hlutfallið vera um 2%. Að mestu leyti eru lyfin seld í til- búnum umbúðum sem bannað er með lögum að brjóta. Þar af leiðir að vinna við framleiðslu og af- greiðslu lyfja í lyfjabúðum hefur snarminnkað." Smásöluálagning er þrátt fyrir þessar breytingar hærri á Islandi en í flestum öðrum ríkjum Vestur- Evrópu. Víðast hvar er álagning á bilinu 28—37%. Hér er hún 68%, eins og áður hefur verið sagt. Apótekarar hafa borið því við, að hérlendis væru færri viðskiptavinir á hvert apótek, en tíðkast víða er- lendis og þess vegna sé nauðsynlegt að hafa álagningarprósentu hærri. Þeir hafa ekki látið þess getið, að í Finnlandi er svipaður fjöldi við- skiptavina á hvert apótek og hér og álagningarprósenta mun lægri. Um það bil 90% af þeim lyfjum sem neytt er hérlendis eru innflutt. Um 10% lyfja eru framleidd innan- lands og eru það einkum fjögur fyr- irtæki sem framleiða þau. Það eru Toro, Delta, Lyfjaverslun ríkisins og Reykjavíkurapótek. Um 2% eru, eins og áður sagðk framleidd í apó- tekunum sjálfum. A árinu 1981 voru flutt inn lyf fyrir 84 milljónir, á árinu 1983 voru flutt inn iyf fyrir 322 millj- ónir króna og á árinu 1985 voru flutt inn lyf fyrir tæpar 500 milljónir. Á sama tíma jókst innlend framleiðsla úr 3% í rúmlega 10%. Þegar búið er að bæta hinni háu álagningarpró- sentu ofaná innkaupaverð og taka söluskatt af lyfjunum hefur útsölu- verð lyfjanna náð einum milljarði króna. LYFJAVERÐLAGSNEFND Ráðherra skipar í lyfjaverðlags- nefnd. í lyfjalögum er gert ráð fyrir því að í nefndinni sitji 5 aðilar. Þar af séu tveir lyfjafræðingar og odda- maður, sem gert er ráð fyrir að sé sérfróður um lyfjasölumál. Nefndin hefur sérstöðu í lögunum og má einna helst líkja henni við sexmannanefnd, eða yfirnefnd þá sem ákveður hámarksverð á sjávar- afurðum. Nefndin ákveður m.ö.o. verð lyfja einhliða, á grundvelli þeirra gagna sem hún ætti að leita eftir hjá apótekurum og lyfjafram- leiðendum og þeim er skylt að láta af hendi. í lyfjaverðlagsnefnd sitja nú: Guö- mundur Hallgrímsson, lyfjafræð- ingur, Guðmundur Sigurösson, við- skiptafræðingur, Eyjólfur Jónsson, framkvæmdastjóri, Werner Ras- musson, lyfsali og Hildur Stein- grímsdóttir, lyfjafræðingur. Guðmundur Hallgrímsson er, auk þess að vera lyfjafræðingur eigandi lyfjainnflutningsfyrirtækisins LYF s.f., sem flytur inn lyf til landsins. Werner Rasmusson er einn þriggja eigenda lyfjaframleiðslufyrirtækis- ins Delta h.f. Hann er formaður Inn- kaupasambands apótekara (Pharmaco h.f.) og er auk þess apótekari. Þá situr Hildur Stein- grímsdóttir, lyfjafræðingur í nefnd- inni. Lyfjafræðingar eru þannig í meiri- hluta í nefnd, sem ákveða á verð lyfja. Þetta er í hæsta máta óeðlilegt og má líkja við það, að bændur sætu í meirihluta í sexmannanefnd, eða að fulltrúar sjómanna væru í meiri- hluta í yfirnefnd þeirri sem ákveður verð á þorski og ýsu. Slíkt yrði aldrei iiðið. En tíðkast við verðákvörðun á lyfjum til landsmanna. Stórkaupmenn og framleiðendur lyfja hljóta að vera vanhæfir til að ákveða endanlegt verð á lyfjum. Endanlegt vegna þess að jafnvel ráðherra fær ekki breytt þeirri nið- urstöðu, sem lyfjafræðingarnir í nefndinni komast að. í þessu sam- bandi má einnig geta þess, að HP hefur heimildir fyrir því, að lyfja- verðlagsnefnd hafi takmarkaðar upplýsingar til að byggja á verð- ákvörðun sína. Mun nefndin hafa aðgang að rekstrarskýrslum apótek- anna, en ekki að öðrum gögnum, s.s. efnahagsreikningi þeirra og öðr- um reikningum. Er vandséð hvernig rekstrarskýrslur geta verið grund- völlur verðákvörðunar. Sem dæmi um fáránleika álagn- ingar á lyf má nefna lyfið GLINO- VIR, en það er algengt að þetta lyf sé gefið krabbameinssjúklingum. Á Landspítala kostar hver tafla 122,50. 1000 mg. skammtur á dag kostar þannig 490,- kr. 1000 mg. skammtur á dag, í sex mánuði, kost- ar því á Landspítala 88.164,-. Sami skammtur kostar 148.164,- kr. yfir afgreiðsluborð í apóteki. Apótekari fær því í sinn hlut 60.000 krónur fyrir þennan hlut viðskipta með krabbameinslyf. LEYNDARHJÚPUR í lyfjalögum er sérstakur kafli um þagnarskyldu, málarekstur og refs- ingar. Þar segir m.a. að lyfjanefnd- Hann peppar sig upp á lyfjum og rakar sig í morgunsárið — og líð- ur skár. En það eru lyfja- framleiðendur og lyf- salar sem ríða feitust- um hesti frá þeim við- skiptum. armenn, lyfjaverðlagsnefndar- menn, stjórnarmenn Lyfsölusjóðs, starfsmenn stofnana sem lögin taka til og starfsmenn Lyfjaeftirlits ríkis- ins, séu bundnir þagnarskyldu að viðlagðri ábyrgð og varða brot á þessum ákvæðum laga við almenn hegningarlög. Sama gildir um sér- fræðinga sem starfa fyrir viðkom- andi stofnanir og alla þá sem taka að sér verkefni fyrir þær. Kaflinn um þagnarskyldu gerir það að verkum, að afar erfitt er að fá upplýsingar um lyfjamarkaðinn á íslandi. Erlendir framleiðendur og umboðsmenn hérlendis láta fylgjast með því, hvaða lyf seljast á Islandi og í hve miklu magni. Hefur þetta verið gert frá 1978. Er upplýsing- unum safnað innan lands og utan. Er það gert samkvæmt sérstökum staðii, sem byggir á danskri fyrir- mynd. Upplýsingunum er dreift til heildsala í lyfjum, framleiðenda og heilbrigðis- og tryggingaráðuneyt- is. Ráðuneytið telur sér óheimilt að birta þessar upplýsingar. Sömu sögu er að segja um framleiðendur og innflytjendur. Bera menn því við, að slík birting brjóti í bága við vilja erlendra framleiðenda. I þessu sam- bandi má benda á, að í Danmörku er upplýsingum úr þarlendum skrám dreift til almennings og hefur það verið gert síðan 1981. Leyndarhjúpurinn virðist hér vera settur til að vernda innflytjend- ur, framleiðendur og seljendur. Neytendum, eða þeim sem að stórum hluta greiða niður verð lyfja, er hvorki ætlað að fylgjast með sölu lyfja eða verðmyndun þeirra. Þann- ig virðast lyfjasölumál og fram- leiðsla vera alfarið mál þeirra sem beinna hagsmuna hafa að gæta við framleiðslu, innflutning og sölu lyfj- anna. Lyfjaverðlagsnefnd, skipuð lyfjafræðingum að meirihluta til, undirstrikar þetta. 16 HELGARPÓSTURINN leftir Helga Má Arthursson mynd Jim Smart

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.