Helgarpósturinn - 06.11.1986, Blaðsíða 33

Helgarpósturinn - 06.11.1986, Blaðsíða 33
Clyde Autry: „Afi minn var dr. Matthías Þórðarson, þjóð- minjavörður, sá sem hannaði íslenska þjóðfánann." Eg var í jógastellingu — Hrólfur var í baðinu — Rætt við tónlistarmanninn Clyde Autry, fyrrum liðsmann í Júdas og Sheriff Clyde Autry ólst upp í vöggu ís- lenskrar rokktónlistar — í Keftavík, fadir hans bandarískur varnarliös- madur en móöir íslensk. Hann var virkur í íslensku tónlistarlífi um miöjan áttunda áratuginn ogspilaði þá með helstu risum rokksins hér á landi. Eftir 11 ára fjarveru er hann nú staddur hér á landi til að heim- sœkja marga œttingja sína og vini — og rifja upp gamlar og góðar minn- ingar. „Ég hafði spilað nokkuð upp á Velli og með bróðir mínum, Steve, en hélt síðan til Bandaríkjanna. Þar hitti ég Shady Owens og Júdas á hljómleikaferðalagi. Shady og ég héldum til Atlanta í Georgiu og þangað kom síðan Axel Einarsson og við stofnuðum með fleiri náung- um lcecross. Síðan skildu leiðir, Shady fór heim til sín til Seattle en ég hélt heim til Islands og fór að ráð- um hennar — hafði samband við Gunnar Þórðarson og Rúnar Júlíus- son og fékk að spila nokkrum sinn- um með Hljómum. Þá gekk ég til liðs við þá Magnús og Finnboga Kjartanssyni, Vigni Bergmann og Hrólf Gunnarsson í Júdas og spilaði með þeim í eitt ár — það var gott og fjörugt tímabil — sérstaklega á sveitaböllunum, sem oft voru æði tryllingsleg. Ég man að sjónvarpið gerði um okkur sérstakan þátt og tók við okkur viðtöl. Viðtalið við Hrólf fór fram þar sem hann lá í bað- keri, en ég setti mig í jógastellingu, var í svoleiðis hlutum þá og var að auki grænmetisæta. Seinna spilaði ég með Bjarka Tryggvasyni inn á plötu, en gekk síðan til liðs við Ara Jónsson, Jón bróður hans og Krist- ján Blöndal í Sheriff. Þetta var stór- kostlegt tímabil." 1976 hélt Clyde til Hawaii og seldi þar skartgripi og eftir það starfaði hann um skeið við námugröft í fjöll- um Washington-iyMs. En tónlistin náði tökum á honum á ný og nú leik- ur hann í rythm & blues hljómsveit í heimaborg sinni Seattle, en bandið ber nafnið Hollowbodies. „ísland hefur alltaf virkað eins og segulstál á mig. Hér ólst ég upp, á hér ömmu, móður og bróður. Úti segi ég alltaf að ég sé frá lslandi og ég lít á mig sem íslending. Ekki dregur úr að afi minn var dr. Matthías Þórðar- son þjóðminjavörður, sá sem hann- aði íslenska þjóðfánann. Seattle er nú nýlega orðin vinaborg Reykja- víkur og þar eru fjölmargir íslend- ingar eða fólk af íslensku bergi brot- ið. Ég á þarna marga íslenska vini og fer alltaf á hina árlegu Islend- ingahátíð 17. júní. Ég skil ekkert í mér að hafa verið svo lengi fjarver- andi, því nú sé ég hvað ég hef farið á mis við þessi ár. Nú verð ég hér því miður aðeins í 10 daga, sem er allt of stuttur tími. Ég er á þönum að hitta gömlu vinina, sem ég hef áhuga á að fá til Bandaríkjanna til að spila þar. Ég hef séð að íslenskar konur er enn þær fallegustu í heimi og nú lofa ég sjálfum mér að koma hingað reglulega, helst einu sinni á ári." Clyde segir skemmtistaði hér vera með þeim bestu í heimi, en sagðist hafa vonað að eftir allan þennan tíma hefði bjórinn verið lögleyfður. „Sjálfur hef ég áhuga á að flytja íslenskan bjór út, því hann hefur stórkostlega möguleika ef vatnið er auglýst upp. Ég hefði ekkert á móti því að flytja ýmislegt hingað inn og héðan út, ég hef komið auga á van- nýtta möguleika á ýmsum sviðum. Mest hef ég þó áhuga á tónlistar- sviðinu og svo gæti farið að ég kæmi með vini mína hingað í plötu- upptöku — Rúnar Júl er búinn að bjóða mér í stúdióið sitt. Ég hef full- an hug á þessu því ég er mjög hrif- inn eftir þessa endurkomu — af þeirri þróun sem orðið hefur hér á landi á fjölmörgum sviðum. Tónlist- arlega eru Islendingar mjög ofar- lega á blaði og ég hefði mikla ánægju af því ef ég gæti hjálpað hljómsveitum úti, því ég er ekki í nokkrum vafa um að fleiri en Mezzoforte gætu gert það gott. Ekki ætti það að saka að í Bandarikjun- um fékk ísland ákaflega góða og hliðholla umfjöllun í tengslum við leiðtogafundinn," sagði Clyde og það var glampi í augum þessa hressa tónlistarmanns. GLERI er fyrir að fara í Gallerí Borg þessa dagana, en þar sýnir einn snjallasti listamaður landsins á sviði steindra glerverka, Leifur Breiðfjörð. Þeir sem hafa lagt leið sína á sýninguna til þessa hafa tekið eftir því hvað glerverk Leifs njóta sín vel á þessu sýningarsvæði, en það liggur mjög vel við því litla sól- arljósi sem skín yfir borgarbúum þessa nóvemberdaga. Glerlistin er hinsvegar, aldrei þessu vant, ekki nema hluti af því sem Leifur sýnir úr smiðju sinni í þetta skipti, því pastel- myndir, vatnslitamyndir og teikn- ingar eru meginuppistaða sýningar- innar. Og þykir Leifur þar sýna á sér aðra og frekar óvænta hlið. BÆKUR um og eftir Halldór Laxness verða áberandi í útgáfunni á þessu hausti. HP veit þegar um þrjú verk sem tengjast nóbelsskáld- inu og er þar fyrst að geta greina- safns þess sjálfs úr dagblöðum frá þriðja áratugnum, þegar Halldór var hvað ákafastur í pólitískum skrifum sínum. Vaka-Helgafell gefur bókina út og er nafn hennar enn óákveðið. Það forlag gefur auk þess út Skáldið og þjóðlífið, aukna og endurbætta doktorsritgerð Arna Sigurjónssonar um tengsl stjórn- mála og skrifa Laxness. Þessar tvær bækur vísa óbeint hvor í aðra, hvað inntak varðar. Þá er ógetið Kiljan- ritgerðar Sigurðar Hróarssonar, eins umsjármanna Geisla á sunnu- dagskvöldum Sjónvarps, en hún heitir „Eina jörð veitégeystra"og er þar fjallað um skáldskap Halldórs fremur en stjórnmál. AB gefur út. PALL Líndal hefur nokkur síð- ustu misseri setið við skriftir Reykja- víkurbókar fyrir Örn og Örlyg og er allt útlit fyrir að fyrsta bindi verksins komi út fyrir þessi jólin. Ritstjórn þess annast Einar Arnalds en Örlyg- ur Hálfdánarson sér um myndefni. Ekki er að efa að þessi bók eigi eftir að njóta almennra vinsælda, þar sem hér leggja í púkkið þremenn- ingar sem gjörþekkja sögu og sér- kenni borgarinnar. Verkið verður alfræðilegt uppflettirit um höfuð- borgina að fornu og nýju, líkast til í þremur til fjórum bindum og fer vel á því að það fyrsta líti dagsins ljós á 200 ára afmæli borgarinnar. Reynd- ar verður ekki hjá litið að geta í því sambandi að bókaútgáfan Örn og Örlygur á 20 ára afmæli á þessum haustdögum. GUÐMUNDUR Daníelsson hefur þýtt Skugga feðranna eftir Úkraínú-skáiáið Mikhailo Kotsjú- binski. Menningarsjóður er að ganga frá bókinni til útgáfu, en þetta mun vera afar mögnuð og þétt skáldsaga. HELGARPÖSTURINN 33 POPP oftir Ásgeir Tómasson Duglegi Elvis BLOOD AND CHOCOLATE — Elvis Costello And The Attrac- tions. IMP Records/Gramm Árið 1986 hefur verið aðdáend- um Elvis Costellos gjöfult. Fyrst kom út platan King Of America og núna í haust sú sem hér er fjallað um. Margur hæfileikamaðurinn mætti taka sér dugnað Costellos til fyrirmyndar. Þeir heyra til undan- tekninga sem treysta sér til að senda frá sér tvær breiðskífur á einu og sama árinu. King Of America var mjúk plata og þægileg ef svo má að orði kom- ast. Á henni léku með Costello heimsþekktir bandarískir tónlist- armenn, nema hvað hljómsveitin Attractions tók undir í einu lagi. Á Blood And Chocolate er Attrac- tions með í öllum lögum auk þess sem Cait O’Riordan tekur undir hér og þar og annar upptökustjór- inn, Nick Lowe bregður á leik í nokkrum lögum. Yfirbragðið er líka allt annað en á fyrrnefndu plötunni. Hún er hljómsveitarlegri (sem skiljanlegt er), rokkaðri og harðari. Þrátt fyrir að ég hafi ekki gert mér neinar hugmyndir um Blood And Chocolate fyrirfram varð ég fyrir hálfgerðum von- brigðum fyrst í stað. Hef sennilega enn verið með mjúkan klið Ameríkukóngsins í eyrunum og ekki verið tilbúinn í rokkið. Blood And Chocolate er óvenju- leg plata að því leytinu að á henni eru „aðeins" ellefu lög. Nú þykir það dágóður kvóti hjá allflestum tónlistarmönnum en Costello hef- ur aldrei fyrr haf t jafn fá lög á einni breiðskífu. Fyrir bragðið eru lögin lengri en gengur og gerist hjá hon- um. Tvær og tíu-formið á að mínu mati betur við Costello en lang- hundarnir svo að það er rétt að panta tuttugu laga skífu næst. En þegar maður er búinn að sætta sig við að Elvis Costello get- ur breytt út af vananum og samið fjögurra til fimm mínútna ópusa þá hljómar Blood And Chocolate- hreint ekki afleitlega. Og á köflum eru hann og félagarnir í Attrac- tions bara ágætlega skemmtilegir! Eftir nokkrar yfirferðir sitja lögin Blue Chair, Battered Old Bird og I Want You í kollinum. Og ekki má gleyma Home ls Anywhere You Hang Your Head, söngnum um aumingja Mister Misery sem heim- ilislífið er að taka á taugum. Sjálf- sagt geta margir sett sig í hans spor. Blood And Chocolate verður seint talin með bestu plötum Elvis Costellos. En hún er alls ekki slæm heldur og sjálfsagt fagnaðarefni hörðum aðdáendum piltsins. Sennilega er það aðeins íhalds- semi að kenna að ég hef ekki með- tekið plötuna ennþá. SOMEWHEREIN TIME - Iron Maiden EMI/Fálkinn Skyldi Iron Maiden ekki vera orðin gamaldags og lummó í aug- um hins gallharða Heavy Metal aðdáanda? Ekkert blautt leður, engar svipur. Engir stálgaddar, hnúajárn né blóðslettur. Bara gallabuxur, bolir og kraftmikið ómengað rokk. Með melódíu að auki. Séu Mötley Crúe, WASP og Slayer dæmigerðar bárujárns- rokksveitir dagsins í dag er lron Maiden einfaldlega sunnudaga- skólamatur. Almenningi er sennilega ekki ljóst hve lron Maiden er raunveru- lega vinsæl. Hljómsveitin hefur á undanförnum árum lagt rækt við þá hluta heimsins sem stórpoppar- ar ómaka sig yfirleitt ekki við að heimsækja. Þetta eru gjarnan svæði þar sem ungt fólk hefur sjaldnast efni á að kaupa sér hljómplötur. Og hvað hefði það svo sem við plötur að gera? Það hefur því síður ráð á að fjárfesta í hljómtækjum! En þetta fólk getur alla jafna veitt sér að koma á hljómleika vilji einhver spila fyrir það. Og það vilja fimmmenning- arnir í Iron Maiden gjarnan. Ég ef- ast til að mynda um að nokkrir rokkarar séu vinsælli í Suður- Ameríku en þeir. Somewhere In Time ber þess vitni að Iron Maiden er fyrst og fremst hljómleikasveit. Keyrslan er mikil sem fyrr og hvergi slegið af. Hljóðfæraskipanin býður líka upp á það: tveir gítarar, bassi og trommur. Engin hljómborð til að flækja málin. Þróun bárujárnsins hefur orðið sú á síðustu árum að tónlistin skiptir orðið minna máli en um- búðirnar. Það er að segja leður, gaddar og annað slíkt. Enn eru þó til hljómsveitir sem setja tónlistina ofar tísku. Og þar er Iron Maiden að mínu mati fremst í flokki.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.