Helgarpósturinn - 13.11.1986, Blaðsíða 17
En kötturinn ætti ekki aðeins að finna að hann
geti fengið mat heldur einnig að hann sé vinur.
Maður getur ekki síður fundið vini í dýrum en
mannfólkinu." Ólafur þagnar andartak og bætir
svo við: „Enda er mannfólkið margt hvert var-
hugavert, ef út í það er farið. . .“
— Hverjar eru þínar bestu stundir?
„Þær eru sem betur fer margar. Ég sé góðar
kvikmyndir, les bækur og hlusta á djass og létta
tónlist. Síðan er alltaf ósköp gaman að heim-
sækja félagana Vernharð og Þorstein," svarar
Ólafur brosandi.
— Ertu ekki eins og fuglinn frjáls, nú þegar þú
hefur nýlokiö tveimur verkum?
„Jú, en samt er ég gripinn vissum tómleika,
mér líður eins og ég hafi sagt skilið við vini
og kunningja, fólk sem hefur verið allt í kringum
mig og deilt með mér kjörum. En frjór rithöf-
undur finnur að nýju fyrirmyndir, hann finnur
kannski sögupersónur í kjörbúðinni í næstu
götu eða bara hreinlega t.d. í Þjóðleikhúskjall-
aranum!" Nú skellir Ólafur upp úr.
EINSTAKLINGSHYGGJUMAÐUR
I' LEIT AÐ HALDREIPI
— Feröu kannski þangaö í leit aö lífsföru-
naut?
— Jú, vissulega hefur komið fyrir að ég hafi
farið í Þjóðleikhúskjallarann eða á aðra
skemmtistaði í þeim erindagjörðum. Á slíkum
stöðum hef ég lent í ýmsu en fæst af því skilur
nokkuð eftir. Það er svo misjafnt sem rithöfund-
ar sækjast eftir. Sumir eru fjölskyldumenn, aðrir
búa einir. Ég hef lengi búið einn og eiginlega hef
ég verið í leit að haldreipi, og þá held ég fyrst og
fremst góðri konu. Hver veit nema ég finni allt
í einu þetta haldreipi," segir hann og kímir.
— Þannig aö þaö skiptir þig mestu í svipinn?
„Ég er hreint ekki frá því,“ svarar Ólafur sjálf-
um sér samkvæmur. „Alla vega skortir ekki
áhugann. Og ég held að ég sé kannski fyrst núna
tilbúinn í sambúð með góðri konu. Bóhemárin
eru að baki og ábyrgðarleysið sem því fylgdi að
lífa fyrir líðandi stund."
Hann tekur sér málhvíld, strýkur hönd um
enni og segir svo ákveðnari röddu: „Ég er ein-
staklingshyggjumaður í eðli mínu og aldrei hef
ég notið mín betur en þegar ég þarf að berjast
einn og óháður. Samt hefði ég gott af því að
hugsa stundum meira um aðra en sjálfan mig. Þá
á ég fyrst og fremst við skyldfólk og vini. Ég
sakna þess oft að hafa ekki haft meira samband
við það fólk sem stendur mér næst og hef mest
til að sækja. Ég er ekki einn um það. Samskipti
fólks á síðari árum eru ansi yfirborðskennd, sök-
um óhóflega langs vinnudags. Að honum lokn-
um er kveikt á sjónvarpinu eða myndbandinu í
stað þess að ræða lífið og tilveruna eða styðja
við bak hvers annars í lífsbaráttunni.
Það er kærleikurinn sem skiptir máli. Vinátt-
an, að þykja jafnvel vænt um þá sem maður tel-
ur að séu á einhvern hátt óvinir. Gamia bað-
stofumenningin er liðin undir lok. Nú er það
skjárinn sem er kominn í staðinn og það eru
slæm skipti. Kannski að tími hjónabandsins sé
runninn upp eftir rótleysi síðari ára. Hjónaband-
ið og fjölskyldan eru hornsteinar þjóðfélagsins," ■
segir Ólafur Ormsson ábúðarmikill.