Helgarpósturinn - 13.11.1986, Blaðsíða 14

Helgarpósturinn - 13.11.1986, Blaðsíða 14
Kaupþing hefur styrkt stödu sína med því ad sparisjóöir á höfudborg- arsvœdinu keyptu 49% hlut í fyrir- tœkinu og eiga þad á móti Pétri Blöndal og fjölskyldu, sem eiga nú 51% í Kaupþingi. Ekki er nema rúmur mánuður síð- an tilkynnt var um sölu meðeigenda Péturs á hlut þeirra í Kaupþingi. Meðal fyrrverandi eigenda voru Baldur Gudlaugsson, sem er áhrifa- mikiil í Sjálfstæðisflokknum, Ragn- ar Árnason í Aiþýðubandalaginu auk þeirra Ara Arnalds, Sigurðar B. Stefánssonar, Porsteins Haraldsson- ar og Gunnars Guömundssonar. Fyrirtækið hefur stundað verð- Sparisjóðirnir, Reykjavíkur og ná- grennis, Keflavíkur, Kópavogs og Hafnarfjarðar, keyptu 49% hluta- bréfa fyri tólffalt nafnverð — eða á 4,9 milljónir króna. Fyrir rúmum mánuði keypti Pétur hluti meðeig- enda sinna á tæplega tólfföldu nafn- verði. Mörgum finnst sérkennilegt að sparisjóðir skuli vera komnir í fast- eignasölu, en það er ekkert eins- dæmi um bankastofnanir. Iðnaðar- bankinn og Samvinnubankinn eiga t.d. aðild að Fjárfestingafélaginu, sem einnig stundar verðbréfamiðl- un og var í fasteignasölu. Blöndal. Hann kveður ekki um neina viðhorfsbreytingu að ræða hjá sér eða Kaupþingi og hann telur að sá munur sé á bönkunum og sparisjóðunum, að sumir bankarnir séu bundnir á klafa þröngra hags- muna við útlánastarfsemi til búnað- ar, verslunar, iðnaðar o.s.frv., með- an sparisjóðirnir leggi áherslu á ávöxtun sparifjár. Bankarnir hafi ekki lagt áherslu á að ávaxta sparifé og gæta hagsmuna spariTjáreig- enda. Þá benda menn á, að miklu skipti að geta komið skuldabréfum í verð. Bankarnir geti stundum verið tregir til, — en þegar sparisjóðirnir eru keyptu sitt á hvað bæði hjá Kaup- þingi, Fjárfestingafélaginu og hugs- anlega fleirum. Þannig að ég held að þarna sé ekki um það að ræða að ég sé með eitthvert plott við að tengja saman sparisjóði og lífeyris- sjóði við Kaupþing," segir Pétur Blöndal. Á hinn bóginn telja margir að sparisjóðabáknið sé staðnað og þarna sé möguleiki á að gæða starf- semi þess nýju lífi. Það verði hlut- skipti Péturs Blöndal að lífga við þetta bákn, segja gárungarnir. „í þessu felst nú ofmat á mér sjálfum. En hvort sparisjóðabáknið sé staðn- Rétur Blöndal framkvæmdastjóri Kaup- þings og stjórnarformaöur Landssam- bands lífeyrissjóða. Erfitt að komast hjá hagsmunaárekstrum á Islandi. Ný stjórn og varastjórn I Kaupþingi. Ölaf- ur Haraldsson SPRON, Baldvin Tryggva- son SPRON, Geirmundur Kristinsson Keflavík, Þorvaldur Gylfason prófessor, Pétur Blöndal, Þorkell Helgason prófess- or, Magnús Magnússon Keflavík, Jónas Reynisson Hafnarfirði og Ólafur Stefán Sigurðsson úr Kópavogi. Guðmundur Hauksson stjórnarmaður var ekki á fund- inum. bréfamiðlun og ráðgjöf, fasteigna- sölu, útgáfu Vísbendingar, frétta- bréfs um efnahagsmál, ásamt ýmiss konar starfsemi annarri. Margir telja að reksturinn hafi ekki gengið alltof vel. Þeir álykta sem svo, að til að fá fjármagn og tryggja meiri veltu fyrirtækisins hafi Pétur Blöndal þurft að standa þann- ig að málum, að kaupa fyrst sjálfur meðeigendur sína útúr fyrirtækinu. „Ég hefði aldrei verið að kaupa þetta fyrirtæki ef það væri illa statt. Hins vegar var ljóst að ég tel ekki heppilegt að eiga fyrirtækið einn, þó ekki væri af annarri ástæðu en þeirri, að ég sem tryggingafræðing- ur tel ekki rétt, að menn setji allar eigur sínar í eitt fyrirtæki. Hins veg- ar fyigir allri atvinnustarfsemi ákveðin áhætta; það gætu verið sett ný lög, ný ríkisstjórn eða önnur óár- an gæti dunið yfir. En það getur ekki heitið að hér hafi rekstrarörðugleik- ar verið á ferðinni," sagði Pétur Blöndal framkvæmdastjóri Kaup- þings. En fasteignasala Kaupþings? „Jú, ég get ekki neitað að hún hefur gengið misjafnlega, en hún er bara einn rekstrarþáttur hjá okkur. Það verður enginn ríkur af fasteigna- sölu,“ segir Pétur. LEGGJA EKKI í SAMKEPPNI Nú er það svo að bankastofnanir hafa verið í samkeppni við fyrirtæki eins og Kaupþing; samkeppni um fjármagnið. Sumir telja einkennilega að því staðið að nota ekki tækifærið með rýmkun laga til að sparisjóð- irnir setji sjálfir upp verðbréfamark- að í samkeppni við Kaupþing og slík fyrirtæki. Baldvin Tryggvason for- maður SPRON sagði í viðtali við Morgunblaðið á dögunum, að í stað þess að stofna eigin sjálfstæðan verðbréfamarkað séu sjóðirnir að „fara styttri leið“. „Við erum með þessu að kaupa okkur þekkingu," sagði Baldvin í sama viðtali. Sömuleiðis finnst mörgum skond- ið að Kaupþing, alþingi einkafram- taksins, skuli nú gengið í björgin hjá bankakerfinu. „Hefurðu ekki kíkt á eignarhlut- föllin? Það er alveg á hreinu og að ég held alveg mínu sjálfstæði. Það er ekki um það að ræða að einn kúgi annan í þessu samstarfi. Sparisjóð- irnir voru að mínu viti álitlegasti samstarfskosturinn af nokkrum sem voru á biðlista," segir Pétur orðnir hluthafar i Kaupþingi sé ákveðin áhætta úr sögunni; búið sé að tryggja í bak og fyrir með skulda- bréfakaupum frá sparisjóðunum annars vegar og lífeyrissjóðunum hins vegar. I því sambandi benda menn á að Pétur Blöndal sé formað- ur stjórnar Landssambands lífeyris- sjóða en Baldvin Tryggvason for- maður sambands sparisjóðanna. Hér sé því allt að því um hagsmuna- árekstur að ræða. „Ég hef nú ekki hugsað þetta svona vítt. Það er nú ákaflega erfitt á íslandi að halda sér utan við hags- munaárekstra, þar sem menn lenda í alls konar störfum. Það að ég er formaður Landssambands lífeyris- sjóða er vegna menntunar minnar sem tryggingafræðingur og þekk- ingar á lífeyrismálum. Þetta hefur verið ógnarleg vinna og spurning hvað maður á að standa í svona lengi. Ég sé enga hagsmunaárekstra þarna í sjálfu sér vegna þess að ég hef aldrei haldið að neinum manni að kaupa hjá Kaupþingi, alls ekki. Ég hef meira að segja verið í stjórn lífeyrissjóðs og óskað sérstaklega eftir að vera ekki í nefnd sem keypti á hinum svokallaða „gráa markaði". Það voru aðrir í þeirri nefnd og þeir ■eftir Óskar GuðmundssonBi að er dómur sem ég vil ekki fella," segir Pétur. HASKOLAMENN Á ODDINN Athyglivert er að Pétur reynir að samhæfa „fræðilega hugsun og reynslu", eins og hann orðar það sjálfur með því að fá prófessora við Háskóla íslands í stjórn firmans. Formaður stjórnar er Þorvaldur Gylfason prófessor, varaformaður Porkell Helgason prófessor, en aðrir í stjórn eru Baldvin Tryggvason, Guðmundur Hauksson og Geir- mundurKristinsson, allir sparisjóðs- stjórar. Sjálfur er Pétur Blöndal aðal- eigandi firmans ekki í stjórn fyrir- tækisins, en hann er framkvæmda- stjóri þess. „Mér finnst alltaf óeðlilegt að framkvæmdastjóri sé jafnframt í stjórn, þ.e. yfir sjálfum sér. Þess vegna ákvað ég að byggja upp stjórn sem ég væri ekki sjálfur í. Varðandi há- skólamennina er það ætlunin að tengja saman reynslu sparisjóða- manna og fræðimennsku. Háskóla- mennirnir eru óháðir fræðimenn og ég er ánægður með þessa stjórn. Ég lít ekki á stjórn sem valdastofnun heldur sem hugmyndasmiðju," sagði Pétur Blöndal að lokum. Sparisjóöirnir kaupa 49% hlutabréfa á móti Pétri Blöndal. „Ég held mínu sjálf- stœði,“ segir Pétur Blöndal. Sumir telja að um hagsmuna- árekstur sé að rœða; sparisjóðir og lífeyris- sjóðir séu viðskipta- vinir Kaupþings. Prófessorar við há- skólann í stjórn Kaup- þings. W HELGARPÖSTUmNN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.