Helgarpósturinn - 13.11.1986, Blaðsíða 16
eftir Jóhönnu Sveinsdóttur mynd Jim Smart
Olafur Ormsson
rithöfundur í HP-viðtali
LÍFSFÖRUNAUTUR
EKKI LOGANDI KERTI
Ólafur Ormsson er þekktur maður íýmsum geirum þjóðlífsins, á að baki
tvœr Ijóðabœkur, smásögur og skáldsögur. Innan tíðar er vœntanlegt eftir
hann nýtt smásagnasafn. Hann er jafnframt þekktur fyrir menningarstörf
sín á vegum Lystrœningjans sáluga og margir hafa áreiðanlega veitt athygli
dálkaskrifum hans íMorgunblaðinu undanfarin misseri, undir heitinu Svip-
myndir úr borginni.
Þá á Ólafur skrautlegan pólitískan feril að baki sem sýnir vel hversu sleip
haldreipi geta reynst. Snemma á unglingsárunum hneigðist hann að þjóð-
ernisjafnaðarmennsku, í barnaskap að eigin sögn;þá prédikaði hann fagn-
aðarerindi sósíalismans í nokkur ár, en síðan 1980 hefur hann stutt Sjálf-
stœðisflokkinn. En trúin á einstaklingshyggjuna er honum þó ekki nœgi-
lega sterkt haldreipi á þessum óvissutímum og því er hann farinn að blása
í glœður barnatrúarinnar, sem afi hans og alnafni vakti með honum.
En eitt er að berjast fyrir sínum málum einn og óháður og annað að búa
einn. Því þráir Ólafur hvað mest haldreipi í góðrar konu líki, en hana telur
hann vandfundna.
Hér rœðir Ólafur Ormsson um öll þessi mál í viðtali við HP.
Hann tekur á móti mér með súkkulaði og
sjerríi í stofu sinni á Mánagötunni. Og logandi
kertaljósi.
„Ég er nú eiginlega búinn að finna fyrir þig
fyrirsögn á viðtalið," segir Ólafur undirleitur og
brosir út í annað. „Hvernig líst þér á: Óska eftir
blaðakonu með sambúð í huga?“
Mér hér um bil svelgist á sjerríinu og segist
telja að útlitshönnuður HP myndi frekar ganga
í sjóinn en að teikna upp svo langa opnuviðtals-
fyrirsögn, og flýti mér að spyrja Ólaf hvort hann
eigi eða leigi íverustað sinn. Grundvallarspurn-
ing varðandi tilvist íslendingsins.
ÁTTA ÍBÚÐA BÓHEM OG
SAMEIGNARFÉLAGIÐ FLASKAN
„Þetta er fyrsta leiguíbúðin mín,“ svarar hann.
„Ég hef átt einar átta íbúðir um ævina. Ha?“
flissar hann en ég hvái.
„Jú, ég hef eiginlega lifað bóhemlífi alla tíð,“
segir Ólafur, „keypti og seldi íbúðir til að drýgja
tekjurnar. En við skulum nú ekkert fara nánar út
í þá sálma. Liðið er liðið."
Það var einmitt á bóhemárum þeirra Lystræn-
ingja, sem auk Ólafs voru þeir Vernharður
Linnet og Þorsteinn Marelsson, að Ólafur gaf út
sína fyrstu bók, 1973, Fáfniskver, á vegum Sam-
eignarfélagsins flöskunnar. Þar er m.a. að finna
dýrðaróð til Júrí Andrópovs, ortan af miklu póli-
tísku innsæi. Ég bið Ólaf að segja mér nánar frá
þessu forvitniiega kveri. Mér sýnist hann ekkert
sérlega upprifinn yfir bóninni, enda var hann að
enda við að segja að liðið væri liðið. Segir svo
með semingi:
„Kverið varð til í stundarhrifningu þegar góð-
ir vinir komu saman og fengu sér í glas. Þá átti
ég til að skrifa ijóð á servíettu. Svo missti ég
þetta kannski á borðið eða í sófann en Vern-
harður hirti og stakk á sig til að rannsaka frekar
pg taldi síðan að þetta ætti eitthvert erindi í bók.
í raun eru þetta frekar ávörp en ljóð enda hef ég
aldrei litið á mig sem ljóðskáld. Ég lít á þetta
kver sem bernskubrek."
— Hvers vegna valdirdu þér ritstörf sem höf-
udviöfangsefni?
Nú spannar Ólafur andlitið með því að taka
löngutöng og þumalputta yfir ennið og lygnir
aftur augunum í einbeitingu: „Sennilega af mik-
illi þörf fyrir að tjá mig. Þótt ég hafi gaman af
tónlist er ég laglaus og því hefði ég aldrei getað
orðið tónskáld. Því síður hef ég tækifæri til að tjá
mig í myndlist. Þess vegna hiaut þessi tjáningar-
þörf að brjótast út í skriftum."
INNBLÁSTUR í MJÓLKUR-
BÚÐINNI
„En það er skiljanlega mjög erfitt fyrir marga
að fást við skriftir eftir að Halldór Laxness hefur
skapað öll þessi listaverk. Kannski er hann öðr-
um höfundum stöðug viðmiðun. Það að gera rit-
störf að ævistarfi sínu er köllun. Það kemst ekk-
ert annað að en að taka sér penna í hönd og
byrja á einhverju. Manni finnst maður af ein-
hverjum ástæðum hafa verið settur í þetta! Rit-
höfundurinn hefur ekkert annað að styðjast við
en blýantinn, ritvélina og það sem hann hugsar
hverju sinni. Hann kann jafnvel að finna inn-
blástur úti í mjólkurbúð þegar stúlkan réttir hon-
um vínarbrauðið," segir hann djúphugull.
Ólafur hreiðrar um sig í hægindastólnum,
•byrgir nú andlitið í báðum höndum sér og held-
ur áfram að útlista ritstörfin.
„Ritstörf eru í eðli sínu langur og strangur
skóli. Ég hef verið að fást við þetta síðastliðinn
áratug og er hreint ekki ánægður með margt af
því sem ég hef skrifað framan af. Ég er að mörgu
leyti óánægður með skáldsögurnar, Stútungs-
punga og Boöiö upp í dans, það er ekki fyrr en
ég á síðari árum fór að fást við smásögurnar að
mér finnst ég vera farinn að ná einhverjum tök-
um á stíl og frásögn. Ég er ekki frá því að smá-
sagnaformið henti mér betur." Þá má geta þess
að Ólafur hefur nýlokið við að skrifa útvarps-
ieikrit og var að skrifa annað fyrir sjónvarp.
Þá segist Ólafur hafa gengið í gegnum ófnet-
anlegan skóla síðastliðin misseri sem dálkahöf-
undur á Morgunblaðinu. Þeir sem fást við rit-
störf eiga ekki allir því láni að fagna að geta
fengist við skriftir á dagblaði:
„Rithöfundar og skáld eru endalaust að Ieita
uppi viðfangsefni. Þegar maður fæst við að
skrifa svipmyndir úr borginni þurfa augu skálds-
ins að vera opin fyrir því sem er að gerast í lífi
samborgaranna. Framan af þurfti ég að hafa
mikið fyrir þessu, fór úr einu borgarhverfinu yfir
í annað í leit efniviði. Þetta hefur verið mér afar
dýrmæt reynsla."
— Hvad ertu svo aö fást viö í smásagnasafn-
inu sem þú varst rétt aö Ijúka viö?
„Mér hefur dottið í hug að kalla þær Vísitölu-
aöalinn. Sögurnar snúast allar um efnishyggj-
una, fólk sem hugsar um það eitt að safna að sér
dauðum hlutum. Ein sagan heitir t.d. Ég elska
einbýlishúsiö. Eiginmaðurinn er alltaf utan
heimilisins á vegum fyrirtækisins og það bitnar
á hjónabandinu. Konan er öryggislaus heima og
þegar maðurinn hringir í hana segir hann henni
að fara út á myndbandaleigu og fá sér spólu.
Spólan á einhvern veginn að friða konuna," seg-
ir Ólafur og hlær um leið og hann hverfur úr
hugleiðslustellingum í bili og bandar höndunum
að hætti þjálfaðra ræðumanna.
NEYSLUKAPPHLAUPIÐ VIÐ
NÁGRANNANN
, „Ég er hræddur um að mörg hjónabönd séu í
upplausn vegna þess að það þarf orðið svo mik-
ið fyrir því að hafa að reka heimili," bætir hann
við. „Allt snýst um það kapphlaup að vera ekki
minni maður en nágranninn. En það eru ekki
efnahagsleg gæði sem skipta máli heldur mann-
gildið."
— Af sjálfu leiöir þá aö þú ert enginn efnis-
hyggjumaöur? Bóheminn sjálfur?
„Nei. f rauninni nægir mér að hafa einhver föt
utan á mig, góðar bækur í kringum mig, að geta
hlustað á góða tónlist og fylgst nokkuð vel með
því sem er að gerast í menningarmálum. Svo
finnst mér skipta miklu máli að eiga góða vini og
félaga og geta spjallað við þá þegar þannig
stendur á. Fátt er dýrmætara en góður vinur."
Nú verður Ólafur íhugull á ný og grípur um
andlitið með þumli og löngutöng. „Er ekki ann-
ars best að ég byrji á byrjuninni?" spyr hann og
víkur að uppvaxtarárum sínum í Keflavík þar
sem hann bjó til sautján ára aldurs:
„Ég ólst upp hjá góðu fólki, var dálítið lengi að
taka út þroska og gekk ekki sérlega vel í skóla
enda lagði ég mestmegnis stund á skák og tenn-
is með syni apótekarans á gagnfræðaskólaárun-
um,“ segir hann og skellir upp úr. „Ég náði alltaf
bestum árangri í ritgerð og íslenskum stíl, byrj-
aði mjög snemma að skrifa dagbækur og hef nú
skrifað þær nokkurn veginn samfleytt í ein
fimmtán ár. Það var kannski æfing að því sem
síðar varð í sambandi við ritstörf. Skrifaði Þór-
bergur ekki alltaf dagbækur? Ég held að þeim
sem ætla sér að gera ritstörf að ævistarfi sínu sé
mjög hollt að skrifa dagbækur, skrifa eitthvað
sem kemur upp á dag hvern, þó að það sé ekki
endilega merkilegt."
PÓSISTAFLOKKURINN OG
FYLKINGIN
Þá segir Ólafur hálffeimnislegur að eiginlega
hafi fyrstu tilraunir hans til ritstarfa verið grein-
ar sem hann skrifaði á unglingsárunum í mál-
gagn Pósistaflokksins sem hafi verið mjög hægri
sinnaður þjóðernisjafnaðarmennskuflokkur.
„Unglingum dettur ýmislegt í hug sem er
kannski ekki alveg til fyrirmyndar," segir hann
eins og í afsökunarskyni.
— En síðan kúvendir þú og gengur í Æsku-
lýösfylkinguna?
„Jú, það var ’64, skömmu eftir að ég flutti til
Reykjavíkur. Ungt fólk á þessum tíma, ’68 kyn-
slóðin svokallaða, var mjög gagnrýnið á þjóðfé-
lagið sem að nokkru leyti kristallaðist í mótmæl-
um á framferði Bandaríkjamanna í Víetnam. Á
þessum árum kynntist ég mörgum góðum félög-
um eins og Vernharði Linnet, Þorsteini Marels-
syni, Ragnari Stefánssyni og Birnu Þórðardótt-
ur. Ég sat í stjórn Æskulýðsfylkingarinnar í fjög-
ur ár og var einn af ritstjórum æskulýðssíðu
Þjóðviljans. Var viðloðandi þessa sósíalísku
hreyfingu allt fram undir miðjan síðasta áratug,
var m.a.s. í framboði fyrir Sósíalistafélag Reykja-
víkur í borgarstjórnarkosningunum 1970. Það
var samsafn gamalla stalínista og kreppu-
komma mjög hliðhollum Sovétríkjunum sem
gagnrýndu borgaralega hentistefnu Alþýðu-
bandalagsins. Við töldum að byltingin gæti
hreinlega gerst á morgun eða hinn. En síðan er
nú mikið vatn runnið til sjávar,” segir Ólafur og
skellihlær.
— Viltu ekki nefna dœmi um klassískar mót-
mœlaaögeröir þessara tíma?
„Það er sko af nógu að taka. Þar er sko af
nógu að taka,” segir Ölafur með áherslu á hvert
atkvæði. „Mér er til dæmis minnisstætt þegar
lúðrasveit bandariska hersins hélt tónleika í
Háskólabíói haustið 1968. Þar voru fylkingarfé-
lagar mættir og þegar bandaríski þjóðsöngur-
inn var leikinn stóðu þeir upp og grýttu eggjum
í hljómsveitarmeðlimi. Upp úr því ruddist inn
hópur lögregluþjóna með kylfur á lofti og marg-
ir félagar voru handteknir.
Þannig rak hver aðgerðin aðra sem Æskulýðs-
fylkingin stóð að á þessum árum, ýmist gegn
Víetnamstríðinu og hersetu Bandaríkjamanna á
Islandi, eða gegn atvinnuleysi og kjaraskerð-
ingu. Síðan hætti ég að starfa í Fylkingunni upp
úr 1970 en studdi Alþýðubandalagið í kosning-
um allt fram til ársins 1979.”
Þá segir Óalfur að eftir að hann hafi hætt að
miða allt við verkalýðsbaráttu og veraldleg
gæði hafi hann þurft að leita að nýjum grund-
velli til að standa á og hafi þá meðal annars
sökkt sér niður í spíritisma og trúmál.
EGÓISMI EÐA EINSEMD
„Ég held að margt fólk sem komið er á miðjan
aldur og hefur átt sér æskuhugsjónir geri sér oft
far um að skoða hlutina í nýju ljósi. Aður hafði
ég ekki talið mig sérlega trúaðan mann, en und-
anfarin ár hefur afi minn og alnafni orðið mér æ
hugstæðari. Hann kom í rauninni í staðinn fyrir
skóla á upvaxtarárum mínum. Af honum hef ég
lært mest og hann rökræddi mikið við mig um
gildi Krists. Hann er orðinn gamall núna, en var
bóndi suður í Höfnum og ræktaði sína jörð einn
og óháður. Þar kynntist ég einstaklingsfrelsinu í
sínu skýrasta ljósi. Honum á ég mest að þakka
ásamt föður mínum sem mér þykir ekki síður
vænt um. Nú er ég sannfærður um að kristin-
dómurinn er alltént miklu betri trúarbrögð en
sósíalisminn, hvað sem öðru líður. Eg legg mikið
upp úr því að einstaklingurinn ráði örlögum sín-
um.“
Nú fer Ólafur að velta vöngum yfir því örygg-
isleysi sem hrjáir margan manninn í dag, leitinni
að einhvers konar trúarbrögðum, og hann sýnir
mér tvær biblíur í stóru broti sem hann á. Áðra
fékk hann að gjöf frá afa sínum og alnafna. „Ég
sef oft með aðra þeirra við höfðalagið,” segir
hann í trúnaði. „Finnst þér það nokkuð skrýtið
á þessum tímum þegar allt getur gerst?"
— En hvernig gengur aö trúa á frelsi einstakl-
ingsins og aö búa einn?
„Ég hef lengst af búið einn, en stundum hef ég
þó verið í sambúð, eitt sinn í þrjú ár samfleytt
með manneskju sem er læknir. Það voru
skemmtilegir tímar á allan hátt. Ég fann mig að
mörgu leyti vel í þeirri sambúð, kom inn í líf frá-
skilinnar konu með tvö börn. Að sumu leyti sé
ég eftir þessari manneskju,” segir hann og lækk-
ar röddina.
„En ég er að ég tel ákaflega sjálfstæður í mér
og kannski er ég bara svo mikill egóisti að ég
eigi erfitt með að vera í sambúð með konu. Innst
inni held égj)ó að mig langi til að reyna eitthvað
slíkt aftur. Eg er satt að segja að verða dálítið
leiður á þessari stöðugu einveru þar sem allt
miðast við sjálfan mig: fara út í búð og ná í eitt-
hvað að borða, til dæmis jógúrt, brauð og álegg.
Það er lítið spennandi til lengdar”
— Hefuröu gaman af aö búa til mat?
„Já, ég hef gaman af að kokka ofan í sjálfan
mig og þá sem koma í heimsókn. Um daginn
fékk ég sendar í pósti frá forlagi tvær mat-
reiðslubækur sem ég hef verið að fletta til að
átta mig á hvað ég gæti sjálfur búið til af þessum
réttum. Ég treysti mér alveg til að setja sjálfur á
disk eitt og annað sem þarna er að finna.”
Nú þagnar Ólafur við svo ekkert heyrist nema
tifið í stórri vekjaraklukku í glugganum. Svo
horfir hann upp í bókahillurnar eins og hann sé
að leita að ákveðnum kili og heldur áfram:
„I grundvallaratriðum er það þannig að mað-
ur verður dálítið leiður og þreyttur á að búa
einn. Ég vildi gjarnan deila því sem ég er að hug-
leiða með annarri manneskju, í þessu tilfelli
góðri konu. Ég held að manninum sé hollt að
styðjast við góða konu. En viljinn er ekki nóg.
Það verður að gera eitthvað í málunum.”
GÆTI FÓRNAÐ LÍFI MÍNU
— Nú eru flestir vinir þínir og jafnaldrar sjálf-
sagt í sambúö. Hefur þér fundist aö þú vaerir á
skjörn viö þá aö þessu leyti?
„Ég verð 43 ára núna 16. nóvember og allt í
kringum mig eru vinir og kunningjar sem eru
komnir í sambúð fyrir allnokkru síðan,” svarar
Ólafur. „Þeir eru að vísu misánægðir með sitt
hiutskipti, en einhvern veginn finnst mér að þeir
hafi meira að lifa fyrir heldur en þeir sem eru
einir og miða allt við sjálfa sig. Þeir kaupa sér
kannski kerti og kveikja á því, horfa svo á þetta
logandi kerti og allt í einu er það dautt. Þá segja
þeir við sjálfa sig: Það er ekki nóg að horfa á
þetta kerti, það er ekki kertið sem skiptir máli,
heldur lífsförunautur. Kertið brennur út. Ég held
ég gæti fórnað lífi mínu fyrir manneskju sem
mér þætti vænt um. Svei mér þá! Maður verður
að geta gefið eitthvað af sjálfum sér.“
— Hefur þér aldrei dottiö t hug aö fá þér kött?
„Satt best að segja hefur mér oft dottið það í
hug. Það væri til dæmis mjög notalegt að hafa
til nýsoðna ýsu handa kettinum um hádegisbil.